SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Síða 47
5. september 2010 47
LÁRÉTT
1. Svari í seinni hluta febr. fyrir atvinnugrein. (6)
4. Skoti hendið í veslinginn. (8)
8. Rám kól einu sinni í stofnun. (7)
9. Spé missir aðeins í endursögn Gunnars Illuga og
skopútgáfu hans. (10)
11. Klukka í strigapoka kámi. (7)
12. Aumingi drepur vesæla önd. (10)
13. Stari ruglaður vegna óps hjá manni með sér-
stakt starfsheiti. (6)
14. Heldur ágengar. (6)
16. Aðalvatnsból er á mörkum jarðar. (7)
18. Ef lasinn nú þá er það einhvers konar kvefpest-
in. (10)
20. Hvílum ruglaðan gaur á örvæntingu. (8)
22. Fjöldi andi inn og renni saman í djöflinum. (8)
24. Dýraríki afhjúpi mann með hlutverk. (8)
27. Þolin með baktali nær að þrjóskast. (8)
28. Alltaf geymir fyrir vinnu. (8)
29. Með Hjalta nær að rista flan á myndverkinu.
(13)
30. Ó, minni má gefa algleymi. (6)
32. Sjá ekki á eftir mataríláti á tímabili. (9)
LÓÐRÉTT
1. Bless, vitsmunaskortur í þýskri mállýsku. (9)
2. Haf þúsunds í Los Angeles er mælt með lengd-
armálseiningu. (7)
3. Kippti í fés að sögn í uppgjöri. (8)
5. Drepur út á götu. (5)
6. Lögregla hitti kú í 75% eigu stjórnmálamanns. (9)
7. Þar mitt liggur ein sól hjá bandi. (8)
10. Náðin liggur í suður-norður hjá drengnum. (7)
11. Kona fær næstum ugg út af baði. (7)
14. Fjandi fær kú til að snúa sér bálreiða. (8)
15. Gnístir Númi einhvern veginn á tímabili. (11)
17. Ó, svíf ennþá drengur þótt þú sért frekari. (9)
19. Viðurnefni þess sem drap mótorhjólasamtök?
(10)
20. Fær hafra í bendi frá nothæfum á sjó (8)
21. Það kemur fyrir að Landhelgisgæslan sýni var-
kárnina. (8)
23. Bauja sem drengur fær fyrir að vera daðrari. (7)
25. Það er ennþá til efs að rótt sé hjá því sem er vel-
vaxinn líkamshluti. (8)
26. Sé ljóð fyrir slöngu sem ytra snið ljóðs. (8)
31. Glæpur með umsögn. (4)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn ásamt úrlausninni í
umslagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádegismóum
2, 110 Reykjavík. Frestur til að
skila úrlausn krossgátu 5. sept-
ember rennur út fimmtudaginn 9.
september. Nafn vinningshafans
birtist í blaðinu 12. september. Heppinn þátttak-
andi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgát-
unnar 29. ágúst er Erla Ásmundsdóttir. Hún hlýtur
í verðlaun bókina Aðþrengd í Odessu eftir Janet
Skeslien Charles. JPV gefur út.
Krossgátuverðlaun
Ekki er neinum blöðum um það
að fletta að frændur okkar
Norðmenn standa nú fremstir
Norðurlandaþjóðanna á skák-
sviðinu, þökk sé Magnúsi Carl-
sen sem á nýbirtum stigalista
FIDE trónir langefstur með 2.826
elo-stig. Í 2. sæti er Venselin
Topalov með 2.803 elo-stig og
sá þriðji er heimsmeistarinn An-
and með 2.800 elo-stig. Stiga-
listinn er birtur ársfjórðungs-
lega. Allt er það gott og blessað
og enn spyrja menn hvort stigin
gefi eðlilega mynd af styrkleika
manna og hvort sá geigvænlegi
munur sem er á toppskákmönn-
unum og ýmsum öðrum sé
endilega „réttur“.
Af einhverjum ástæðum rifj-
uðust upp fyrir manni þeir ótví-
ræðu yfirburðir sem Kasparov
hafði yfir kynslóð núverandi
heimsmeistara þegar aðalstyrkt-
araðili Magnúsar, norski fjár-
festingabankinn Arcitc sec-
urities, hélt fjögurra manna
atskákmót í bænum Kristian-
sund í Noregi á dögunum með
þátttöku Anands, Magnúsar
Carlsen, Juditar Polgar og nýj-
asta liðsmanns Taflfélags Vest-
mannaeyja, Jons Ludvigs
Hammers. Þar fóru úrslitin flest
eftir bókinni; Anand tók að sér
að vinna undanrásirnar, hlaut
fimm vinninga af sex mögu-
legum, Magnús kom næstur með
3½ vinning, Hammer í 3. sæti
með 2 vinninga og Judit Polgar
hlaut 1½ vinning. Svo tefldu
Anand og Magnús tveggja skáka
einvígi um 1. verðlaun en þá
snerist dæmið við, Magnús vann
1½:½. Svo er það taflmennskan:
Hún var oft furðu slök og maður
hlýtur að draga þá ályktun að
þegar Kasparov hætti keppni
fyrir fimm árum hafi síðasti
skákrisinn gengið í björg.
Hammer – Anand
Þótt tímafyrirkomulagið, 20-
10, sé afar krefjandi þá hefði
Kasparov aldrei misst af leik á
borð við 29. … De6! sem vinnur
strax, 30. Hxe2 strandar á 30. …
Hd1+ og 31. … Hh1 mát. Anand
hirti peðið, 29. … Dxa2?? og
vann eftir nokkur mistök til
viðbótar.
Sjá stöðumynd 2
Carlsen – Hammer
Í þessari skák vann hvítur peð
upp úr byrjuninni og úrvinnslan
hefði ekki átt að vefjast fyrir
stigahæsta skákmanni heims.
Það fór á annan veg. Í þessari
stöðu voru báðir í tímahraki og
Magnús lék 39. Hd2??. Nú átti
Hammer 39. … Hc1+ sem vinnur.
En hann lék umsvifalaust 39. …
Hhxd2?? og tapaði eftir 73 leiki.
Þegar út í úrslitakeppnina var
komið tókst Magnúsi loks að
sýna klærnar og vann sannfær-
andi sigur. Anand reyndi ekki að
vinna seinni skákina og bauð
jafntefli eftir 28 leiki. Það hefði
Kasparov aldrei gert:
Fyrsta einvígisskák:
Magnús Carlsen – Wisvana-
than Anand
Grunfelds – vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4.
g3 0-0 5. Bg2 c6 6. 0-0 d5 7.
Rbd2 Bf5 8. b3 Re4 9. Bb2 Ra6!?
10. Rh4 Rxd2 11. Dxd2 Be6 12.
Hac1 Dd7 13. Rf3 Hfd8 14. Hfd1
Rc7 15. Da5 Re8 16. e3 Bg4 17.
Hd2 Bxf3 18. Bxf3 e6 19. Hdc2
Rd6 20. a4 f5 21. De1 a5 22. Bc3
dxc4 23. Bxa5 cxb3 24. Hb2
Hdc8 25. Hxb3 Bf8 26. Hcb1 Ha7
27. Kg2 Rc4 28. Bb4 Bxb4 29.
Hxb4 Rd6 30. Dc3 Hca8 31. Dc2
Ha6 32. h4 h5 33. e4 H8a7 34.
exf5 Rxf5 35. He1 Ha5 36. Db3
Kf7 37. He4 Re738. Dc2 Rd5 39.
Hc4 Ha8 40. He5 Re7 41. Bxh5
Hxe5 42. dxe5 Dd5+ 43. Bf3
Dxe5 44. He4 Dd6 45. h5 Hf8
46. Db2 b5 47. axb5 cxb5 48.
Dxb5 Rf5 49. Db7+ Kf6 50. Dh7
gxh5 51. Bxh5 Dd5 52. Bf3 Dd2
53. g4 Rg7 54. g5+
– og Anand gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Magnús Carlsen lagði Anand að velli
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang