SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Page 48

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Page 48
48 5. september 2010 É g veit mýmörg dæmi um fjöl- miðlafólk sem nánast ómögu- legt er að hlusta á vegna þess hversu hikorð eru algeng í máli þess. Í því sambandi má t.d. nefna fjölmiðlamann sem dregur seim- inn í upphafi hverrar setningar og byrjar „alltaf“ á eeeeee, líklega af því að hann hefur ekki ákveðið hvað hann ætlar að segja næst. Svo er það annar sem byrjar „alltaf“ á orðinu hérna, teygir a-ið og segir: „Hédnaaaa, hvað er nú títt í dag?“ Og loks veð- urfréttakonan sem klýfur setningarnar með ja og ég heyrði segja um daginn: „Ja, það ætti að haldast ja þurrt ja fram eftir degi ja á morgun.“ Hikorðin koma almennt fyrir þegar mælendur hafa ekki skipulagt hugsun sína fyllilega og nota því hikorð til að fylla upp í óþægilega þögn á meðan hugsunin er formuð. Það er oft eins og mælendur séu hræddir við þögnina. Beri hugsanlega þann ótta í brjósti að athygli áheyrenda glatist, við svo sem tveggja sekúndna hlé á meðan þeir hugsa sig um. Þáttagerðarmaður á ónefndri út- varpsstöð spurði viðmælanda sinn: „Ef þú sem sagt, sko, hérna villist af leið?“ Hann fléttaði saman þremur algengum hikorðum, þ.e. sem sagt, sko og hérna og úr varð níu orða setning þar sem þriðjungur orðanna voru hikorð. Það er raunar ansi vel í lagt en alls ekki óalgengt, sérstaklega við formlegar að- stæður og ef mælandinn er óöruggur. Í þessa setningu hefði hæglega mátt bæta orðunum, þarna, eða þannig og jafnvel þú veist – eða þúsd. Og setn- ingin þá hljómað: „Ef þú þarna, sem sagt, sko, hérna, eða þannig, þúsd villist af leið?“ Setning sem vel gæti heyrst á einhverri útvarpsstöðinni. Kennarar eins og fjölmiðlafólk eru í hópi þeirra sem ósparir eru á hikorð. Flestir eiga minningar um kennara sem „skreytir“ kennslu sína með slíkum orðum. Hikorðin skyggja á viðfangs- efni kennslustundarinnar og nemendur hamast við að skrá þau hjá sér. Alltaf rétta einhverjir nemenda minna upp hönd þegar ég tala um hversu hvimleið hikorð eru í máli manna og minnast kennara í ákveðnum framhaldsskóla á suðvesturhorninu sem segir sem sagt allt að 180 sinnum í hverri kennslu- stund. Líklega nota allir hikorð í ein- hverjum mæli og það er ekkert sem bannar það svo fremi að þau komi ekki fyrir of oft og kerfisbundið. Hi- korðin verði ekki að einhvers konar fasta í tjáningunni, komi alltaf fyrir á sama stað í setningunni og dragi þannig athyglina frá því sem er til umfjöllunar. Almennt gerir mæland- inn sér ekki grein fyrir að hann noti óþarflega mörg hikorð, en um leið og honum hefur verið bent á hikorðin í orðræðu sinni byrja þau að trufla og mælandinn dregur úr og fækkar þeim. Við notum ekki þennan ógnarfjölda hikorða í afslöppuðu spjalli við fjöl- skyldu og vini. Þá er eins og við gef- um okkur meiri tíma og séum óhræddari við að þegja. Því þurfa þeir sem flytja mál sitt við formlegar að- stæður, t.d. fjölmiðlafólk og kennarar, að þora að þegja og þora að gefa sér tíma til að forma hugsun sína. Hlusta á hvað þeir segja og hvernig þeir segja það. Ef þú sem sagt, sko, hérna villist af leið? ’ Almennt gerir mæl- andinn sér ekki grein fyrir að hann noti óþarflega mörg hikorð, en um leið og honum hefur verið bent á hikorðin í orð- ræðu sinni byrja þau að trufla og mælandinn dregur úr og fækkar þeim. Dæmi er um kennara í framhaldsskóla sem segir „sem sagt“ allt að 180 sinnum í hverri kennslustund. Það á þó ekki við um kennara þessara barna í grunnskóla í Reykjavík 1972. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnú Tungutak Ingibjörg B. Frímannsdóttir ingfrim@hi.is S ögulegra tímamóta kvenfrels- isbaráttunnar verður minnst á sýningunni Með viljann að vopni – Endurlit 1970-1980 sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, laugardaginn 4. september. Á sýningunni eru verk eftir 27 íslenskar listakonur. Hrafnhildur Schram er sýningarstjóri. „Áratugurinn 1970-1980, sem stundum hefur verið kallaður kvenna- áratugurinn, hefst hér á landi með stofnun Rauðsokkasamtakanna og lýk- ur með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur. Hann rammast skemmtilega inn af þessum tveimur sögulegu viðburðum,“ segir Hrafnhildur Schram. „Í haust eru 35 ár frá kvennafrídeginum, 40 ár frá því Auður Auðuns varð fyrsti kven- ráðherrann, 80 ár frá því íslenskar konur hlutuðust til um að safna fé til að reisa Landspítalann og öld síðan ís- lenskar konur öðluðust kosningarétt í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. Á þessum áratug var staða ís- lenskra myndlistarkvenna og íslenskra kvenrithöfunda að ákveðnu leyti svip- uð hvað það varðar að það var viss áskorun til þessara kvenna að sýna í verkum sínum hið hversdagslega um- hverfi á róttækan hátt. Markmiðið með þessari sýningu á Kjarvalsstöðum er að kanna hvaða áhrif femínisminn og hreyfingar frjálsrar myndlistar á borð við hugmyndalistina og nýja textílinn höfðu á kynslóð listakvenna sem þá voru að mótast.“ Tvær kynslóðir kvenna Hluti af sýningarsalnum á Kjarvals- stöðum er tekinn fyrir fræðslu, íhugun og miðlun. Þar verða sýndar tvær víd- eómyndir, mynd um stofnun Rauð- sokkasamtakanna og upptökur sjón- varpsins frá kvennafrídeginum fyrir 35 árum. Sýningarborð verður með plak- ötum, sýningarskrám, ljósmyndum og vitanlega eru þar upplýsingar um allar listakonurnar. Sýningin er þemaskipt og verkin flokkuð eftir inntaki, svo sem: hughrif frá náttúrunni – pólitískar skírskotanir – heimilið og náttúru- og umhverf- isvernd. Verkin eru sýnd í einum sal og val Hrafnhildar takmarkaðist að sjálfsögðu af þessu rými. „Ég valdi verk eftir 27 myndlistarkonur, flestar voru ungar þegar þessi áratugur gekk í garð en tvær í hópnum eru eldri og þannig eiga tvær kynslóðir kvenna verk á sýningunni. Vitanlega voru mun fleiri konur að sinna myndlist á þessum tíma, örugg- Kvennapóli- tísk list á Kjar- valsstöðum Með viljann að vopni – Endurlit 1970-1980 er yf- irskrift myndlistarsýningar sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Á sýningunni eru verk eft- ir 27 myndlistarkonur. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is ’ Markmiðið með þess- ari sýningu á Kjar- valsstöðum er að kanna hvaða áhrif fem- ínisminn og hreyfingar frjálsrar myndlistar á borð við hugmyndalistina og nýja textílinn höfðu á kyn- slóð listakvenna sem þá voru að mótast.“ Lesbók Ástleitni blóma umhugsunarlaust á vegi okkar Jöklasóley undrabjört í öskufjúkinu á eldfjallinu Þorvarður Hjálmarsson Ástleitni blóma

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.