SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Síða 50

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Síða 50
50 5. september 2010 F yrir stuttu komu út ljóðasafnið Ljóðlínusafn eftir Sigurð Pálsson, en í þeirri bók eru „Ljóð- línubækur“ hans, Ljóðlínudans, Ljóðlínuskip og Ljóðlínuspil, sem komu út á árunum 1993 til 1997. Þetta er þriðja ljóðasafn Sigurðar en áður hafa komið út safnbækurnar Ljóðvegasafn 1996 og Ljóð- námusafn 2008. Ljóðlínusafnið er áþekkt Ljóðnámusafninu að stærð, lítil kilja sem fer vel í hendi og vasa. Ljóðvegasafnið var aftur á móti stærra um sig, „hnullungur“ eins og Sig- urður orðar það, en hann segir að þegar Ljóðnámusafn- ið var í undirbúningi hafi hann og útgefandann langað til að koma ljóðunum á hentugra snið. Hundgamalt ungskáld Nú er það svo að þegar maður rennir yfir gamlan texta rekst maður stundum á það sem maður hefði betur ekki skrifað eða sagt, eða í það minnsta sagt það öðruvísi. Þegar ég ber það undir Sigurð hvort það hafi ekki freist- að hans að eiga eitthvað við ljóðin þegar hann bjó safnið undir útgáfu tekur hann undir það að menn breytist og hann líka, en hann sé hamingjusamur fyrir það að hafa ekki leiðst út í það að yrkja upp gömul ljóð eða gamla texta og það þó það sé auðveldara og meira freistandi með ljóð en annan texta. „Ég átti því láni að fagna að vera hundgamall þegar ég byrjaði að gefa út ljóð; ég var 27 ára þegar fyrsta ljóða- bókin kom út … sem betur fer,“ segir hann og kímir. „Ég kannast við þennan höfund og þennan texta, man vel eftir honum en ég ætla ekki að fara að yrkja þetta upp á nýtt,“ segir Sigurður og bætir við að hann hafi mikið velt fyrir sér fyrirbærinu endapunkti. „Það tekur tíma að velja endapunkt, tíma og orku og alla þína listrænu dómgreind. En fyrir mér er endapunktur heilagur. Þess- um texta er lokið, hann fær að vera með í flugvélinni en svo fer hún í flugtak og er farin. Ljóðabók er mósaíkverk, fyndið fyrirbæri, sama flug- vélin en ólíkir farþegar. Svo er maður þarna á loka- sprettinum við brottfararhliðið og það er svona óróleiki meðal farþeganna og maður segir: þessi djöfull, hann verður til vandræða um borð, en hann verður skemmti- legur og þess vegna fær hann að fara með. Svo þegar ég er búinn að afhenda brottfaraspjöldin fyrir þetta ca. fimmtíu farþega sem eru um borð í hverri flugvél þá bara óska ég þeim góðrar ferðar, bið þeim blessunar og segi: Ég mun aldrei snerta á ykkur framar.“ Hugljómun í reykfylltu herbergi Eins og Sigurður nefndi var hann kominn hátt á þrítugs- aldur þegar fyrsta ljóðabókin kom út 1975 og hann segir að það hafi tekið drjúgan tíma að koma bókinni út frá því hann skilaði inn handriti. Útgefandi var skáld sjálf- ur, Sigfús Daðason, sem var útgáfustjóri Máls og menn- ingar. „Þetta reyndist svakalega langt ferli, handritið tilbúið og svo gerðist ekkert lengi vel. Svo eitt sinn þegar ég var hér heima hér í fríi fór ég á fund Sigfúsar til þess að spyrja hann hvort bókin færi ekki bráðum að koma út. Við sátum á skrifstofu hans á Laugavegi 18 og þögðum og reyktum franskar sígarettur, hann reykti Gauloises og ég reykti Gitanes með filter, þangað til rétt grillti í okkur í reyknum. Hann var eitthvað að muldra um tíma- bundna erfiðleika og svo sagði hann dálítið sem kom eins og hugljómun inn í skallann á ungskáldinu: „Ef það tekur því að gefa bók út á annað borð skiptir engu máli hvort hún kemur út fyrir þessi jól eða næstu eða þar- næstu.“ Þarna lærði ég eitthvað mjög mikilvægt um tímann, nýtt tímaskyn og labbaði út alveg sáttur og hissa á því hvaða voðalegi óróleiki þetta hafi verið hjá mér. Ég gerði mér líka grein fyrir að það sem gefið er út er óafturkræft sem skýrir líka óróleikann í flugstöðinni þegar maður er að afhenda brottfararspjöldin. Það er bara prósess sem maður verður að gefa tíma og orku í og svo er flugvélin farin og maður segir bara: ciao bamb- ino.“ Ljóðlist er myndlist, tónlist og byggingarlist Nú leiðist samtal okkar út um víðan völl, við ræðum um rafbækur og jógúrtbækur, ræðum um það hvernig sum- ur texti hentar vel í slík apparöt og annar texti ekki, og eins hvernig tölvur breyta því hvernig við vinnum; hvernig snertiskynið hverfur þegar texti er sleginn inn í tölvu í stað þess að menn eru að raða saman bleðlum í bók, slétta krypplaðan pappír og lesa sig í gegnum hrafnaspark. Niðurstaða Sigurðar af þessum vangaveltum er að ljóð og myndlist eigi sitthvað sameiginlegt og hann gengur lengra: „Ljóðlist er myndlist og tónlist sem birtist í bún- ingi ritlistar. Nú segir einhver eflaust að við séum bara að tala um prósa sem settur er upp í línur og það má segja það, en strax og búið er að höggva setningarnar í línur verður til einhver allt annar texti - ljóð með rofi þar sem lína endar og önnur lína byrjar. Ljóð er klippi- tækni og það er myndlist á blaðinu, en rofið er líka mús- íkalskt.“ Sigurður hefur gefið út fjórtán ljóðabækur og þótt hann hafi unnið mikið af öðrum texta, skrifað þrjár skáldsögur, samið fjölda leikrita og skrifað verðlaunaða minningabók, þá er hann í hugum manna fyrst og fremst ljóðskáld. Þegar ég spyr hann hvort vinnan við að koma safnbókunum saman hafi orðið honum tilefni til að líta um öxl og meta ljóðasafnið sem eftir hann liggur segist hann stundum skynja þau sem ókláraða byggingu sem stefni í að verða risavaxin. Útlínur þeirrar bygg- ingar markast ekki síst af því að heiti ljóðabókanna eru öll bundin í kerfi, 4 + 4 + 4, og hver syrpa þreföld, semsé: 3 x 4 + 4 + 4. „Þetta byrjaði nú sakleysislega en endaði sem alveg brjálæðislegt system þar sem titlarnir eru einskonar undirliggjandi strúktúr. Þegar ég gaf út fyrstu bókina, Ljóð vega salt, var þó ekkert kerfi komið til sögunnar en það kom svo. Það er yfirleitt fleiri en ein merking í hverjum titli enda er ljóðlistin er sú grein ritlistar sem fæst mest við fjölmerkingu, það að segja meira en eitt í einu. Það má segja að titlanir haldi þessu saman en í hverri bók er rosaleg togstreita milli strúktúrs og einhvers óróa og uppreisnar gegn strúktúrnum. Það er í þessum átök- um sem mér finnst ég liggja og kannski hafa alltaf gert. Ég hef alltaf verið hrifinn af strúktúr, án þess að geta gert nokkurn skapaðan hlut í því, rosalega tengdur töl- fræði og talningu og það tekur á sig þessar undarlegu myndir. Það eru alltaf tólf stafir í heitum bókanna og líka tólf stafir í heitum safnanna og þegar ég gaf út tólftu bókina hugsaði ég mér að nú gæti ég gert hvað sem er, valið hvaða titil sem er á ljóðabók,“ segir Sigurður og hlær við, „en þegar ég fór að svipast um í þessari bygg- ingu sá ég að hún var á leiðinni eitthvað og best að halda því áfram.“ Ljóðlist Árni Matthíasson arnim@mbl.is 3 x 4 + 4 + 4 Þriðja ljóðabókasafn Sigurðar Pálssonar kom út fyrir stuttu og gefur tilefni til að velta fyrir sér ferli ljóðskáldsins, jógúrtbókum, flugstöðvum og ljóðabyggingarlist. ’ Ljóðabók er mósaíkverk, fyndið fyrirbæri, sama flugvélin en ólíkir farþegar. Svo er maður þarna á lokasprettinum við brottfar- arhliðið og það er svona óróleiki meðal farþeganna og maður segir: þessi djöfull, hann verður til vand- ræða um borð, en hann verður skemmtilegur og þess vegna fær hann að fara með. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.