SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Síða 52
52 5. september 2010
Jonathan Franzen
er umdeildur og dáður.
F
áar bækur hafa vakið eins
mikla eftirvæntingu undanfarin
ár og Freedom, ný skáldsaga
Jonathans Franzens sem kom
út sl. þriðjudag. Löngu áður en bókin
kom út byrjuðu að birtast um hana lof-
samlegar umsagnir og Franzen komst á
forsíðu fréttatímaritsins Time, en það er
fáheyrt að rithöfundur komist þangað.
Meira að segja New York Times, sem
hefur haft horn í síðu Franzens, kallaði
bókina meistaraverk, dæmdi hana
reyndar tvisvar á einni viku, og óhætt
að gera því skóna að Franzen eigi eftir
að velta James Patterson úr efsta sæti
metsölulistans, þótt það verði kannski
ekki nema um stundarsakir. (Á Amazon
náði Freedom að velta unglingabókinni
Mockingjay í annað sætið á fimmtu-
dagskvöld.)
Franzen er á sextugsaldri, fæddur í
Chicago, en ólst upp í úthverfi St. Louis
og býr nú í New York. Hann sendi
fyrstu bókina frá sér 1988, The Twenty-
Seventh City, og gerist í St. Louis þar
sem indversk kona tekur við sem lög-
reglustjóri í borginni og tekur að glíma
við glæpamenn og eins við ýmsa borg-
arbúa sem setja spurningarmerki við
aðferðir hennar.
Fjórum árum síðar kom út bókin
Strong Motion, sem fléttar saman frá-
sögn af skjálftavirkni á vesturströnd
Bandaríkjanna og sögu af fjölskyldu í
kreppu. Franzen sló síðan í gegn með
The Corrections, sem kom út 2001. Hún
fékk frábæra krítík og fjölda verðlauna,
meðal annars National Book-verðlaunin
og James Tait Black-minningarverð-
launin, aukinheldur sem hún var til-
nefnd til Pulitzer-verðlaunanna.
The Corrections seldist mjög vel,
ekki síst eftir að sjónvarpskonan Oprah
Winfrey valdi hana í bókaklúbb sinn
sem þá var gríðarlega vinsæll og áhrifa-
mikill. Í fyrstu tók Franzen valinu vel og
mætti í mikið viðtal til Oprah, en síðan
runnu á hann tvær grímur og um
haustið birtist grein eftir hann þar sem
hann lýsti áhyggjum sínum af valinu. Í
greininni segist hann óttast að það að
Oprah hafi valið bókina geri að verkum
að menn telji hana vera bók sem sér-
staklega sé ætluð konum, enda hafi það
gerst hvað eftir annað eftir valið og við-
talið að karlkyns lesendur hafi sagt
honum að þeir hafi lesið bókina þrátt
fyrir það að hún væri skrifuð fyrir kon-
ur.
Þessi grein fór heldur illa í Oprah
og boð til Franzens um að koma aftur í
viðtal var afturkallað. Mikið umtal
spannst af þessu og flestra mat að það
hafi ýtt verulega undir sölu á bókinni og
gerði The Corrections að einu mest
selda skáldverki síðasta áratugar vestan
hafs í flokki fagurbókmennta. Eftir því
var og tekið að þegar Franzen tók við
National Book-verðlaununum þakkaði
hann Oprah sérstaklega fyrir þá athygli
sem hún sýndi bókinni.
Næstu bækur Franzens voru rit-
gerðasöfn og minningabók, fyrst How to
Be Alone, sem kom út 2002 og fjallar
meðal annars um bækur og bóklestur.
Meðal ritgerðanna er einig fræg og um-
deild grein Franzens úr tímaritinu Har-
pers frá 1996, hét þar „Perchance to
Dream“, en „Why Bother?“ í safninu,
þar sem hann fjallar á mjög gagnrýninn
hátt um bókmenntir þess tíma.
The Discomfort Zone kom svo út
2006 og var eins konar minningabók
þar sem Franzen veltir fyrir sér æskunni
og því hvernig uppeldi og menningar-
umhverfi æsku hans hefur mótað hann
sem rithöfund. Alla jafna tóku menn
þessum bókum vel, nema að aðal-
gagnrýnandi New York Times, Michiko
Kakutani, fór svo hörðum orðum um
bókina og höfund hennar að eftir því
var tekið – hún sagði meðal annars að
bókin drægi upp ógeðfellda mynd af
sjálfsánægðum, þráhyggjukenndum,
sjálfbirgingslegum og sjálfselskum kjána.
Getur nærri að þessi harkalegi dómur
hafi aukið vægi umsagnar Kakutani um
Freedom þar sem hún lofar bókina, og
höfund hennar, í hástert.
Fran-
zen-
æði
Sjaldan hefur bók verið
eins lofuð áður en hún
kom út og ný skáldsaga
Jonathans Franzens,
Freedom, sem margir
segja bestu skáldsögu
áratugarins.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
F
yrir stuttu dró ég fram safnplötu
með bresku ska-sveitinni Mad-
ness en hún var áberandi árin
’79 til ’82 og dældi hún út slög-
urum með jöfnu millibili í heimalandinu
Bretlandi. Ég var fimm ára þegar brast á
með Madness-æði og það var hátíð þegar
eitt af hennar galgopalegu myndböndum
var sýnt í sjónvarpinu. Hlustandi á þetta
rúmum 30 árum síðar greindi ég þó að
það hékk meira á spýtunni en einskær
fíflalæti. Og þá vil ég sérstaklega tiltaka
tvö lög, „Grey Day“ og „Cardiac Arrest“
þar sem hryggð hins sorgmædda trúðs
Pagliacci er umbreytt í þriggja mínútna
popplög.
Madness var uppi á þeim tíma er Tatc-
her-tíminn svokallaði gekk í garð, með
tilheyrandi lokunum verksmiðja og al-
mennri grámósku. Samtíðarsveit Mad-
ness, The Specials, brást við með dumb-
ungslegu listasmíðinni „Ghost Town“ en
síamstvíburi þess lags hlýtur að vera
Grey Day, þar
sem ömurðin er
naglfest með
línum á borð
við: „In the
morning I
awake/My arms
my legs my
body aches/The
sky outside is
wet and grey/
So begins anot-
her weary day.“
Í laginu er engin
von! Eilífar
endurtekningar
Nietzsche og
Kierkegaard
koma óhjá-
kvæmilega upp í hugann þó að óvíst sé að
höfundarnir hafi haft þessa meistara í
huga. Eða hvað? Í „Cardiac Arrest“ fylgj-
umst við svo með skrifstofumanni sem er
yfirbugaður af stressi. Hann rekur raunir
sínar í versunum en í viðlaginu stappa
Madness-liðar í hann stálinu og segja
honum að slappa af. Allt kemur fyrir ekki
og endirinn er sorglegur. En meðlimir
sýna okkur fordæmi með því að vera ekki
meðvirkir en sú sýki leggst á fólk í dag af
miklum krafti: „We thought we made it
clear/We all voiced our inner fears/We
left it up to you/There’s nothing we can
do.“
Í alþýðu- og dægurtónlist gefst mönn-
um jafnan færi á að tjá upplifun sína af
umhverfinu beint og milliliðalaust, á
tungutaki sem fólk skilur og getur sam-
samað sig við. Og þegar rýnt er í sprelli-
gosasveit eins og Madness sést skýrt að
hún stóð fyrir annað og meira en ábyrgð-
arlausan bjánaskap. Á þessum tíma var
hún sem spegill á samtímann, hitti landa
sína í hjartastað með glúrnum at-
hugasemdum um vandamál hins daglega
lífs og smurðu um leið á sárin með
fölskvalausri, lífsfyllandi gleði. Er því
ekki lag fyrir hina íslensku Madness að
stíga fram, nú á þessum viðsjárverðu
tímum?
Tár
trúðsins
Orðanna
hljóðan
Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
’
Eilífar
end-
urtekn-
ingar Nietzsche
og Kierkegaard
koma óhjá-
kvæmilega upp
í hugann þó að
óvíst sé að höf-
undarnir hafi
haft þessa
meistara í
huga.
Lesbók
Þótt gagnrýnendur séu almennt í skýj-
unum yfir Freedom hafa þó ekki allir
tekið bókinni vel, eða réttara sagt tekið
umfjöllun um hana vel. Mikla athygli
vakti þegar rithöfundarnir Jodi Picoult
og Jennifer Weiner létu hnúturnar fljúga.
Picoult reið á vaðið með því að tísta um
að New York Times hefði farið á líming-
unum yfir nýju Franzen-bókinni: „Er
einhver hissa? Mikið væri gaman ef NYT
myndi falla í stafi af hrifningu yfir rithöf-
undi sem ekki er hvítur karlmaður og
eftirlæti bókabéusa.“
Weiner tísti í sama streng og í kjölfarið
spunnust miklar umtræður um það hvort
og þá hvernig blaðið gerði upp á milli
karla og kvenna; tölfræðin sýnir að karl-
ar fá frekar umsagnir um bækur sínar og
eins að oftar eru skrifaðar um þá sér-
stakar greinar og tekin viðtöl. (Í slíkri
greiningu er ekki lagt mat á hugsanleg
gæði bókanna sem fjallað er um en rétt að
geta þess að þeir karlar sem skrifa
spennu- og glæpasögur fá frekar um-
fjöllun en konur sem skrifa álíka bækur.)
Sumir hafa svo rakið óánægju þeirra
Picoult og Weiner til þess er Franzen
móðgaði Oprah og kvenlesendur sína al-
mennt, eins og greint er frá hér fyrir of-
an, og víst að Weiner hefur lýst því yfir á
bloggi sínu að hún muni ekki lesa Free-
dom þar sem Franzen vilji greinilega ekki
að konur lesi bækur sínar. Picoult leggur
þó áherslu á það að hún sé ekki að líkja
sér við Franzen og alls ekki að gera lítið
úr bókinni – hún sé einfaldlega að benda
á staðreynd sem fáir virðist láta sig
skipta.
Deilt um viðtökur
Af hvítum körlum