SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 53

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 53
5. september 2010 53 16. til 29. ágúst 1. Vitavörðurinn – Camilla Läckberg / Undirheimar 2. Borða, biðja, elska – Eliza- beth Gilbert / Salka 3. Barnið í ferðatöskunni – Lene Kaaberbøl / Mál og menning 4. Þú getur – Jóhann Ingi Gunn- arsson / Hagkaup 5. Makalaus – Þorbjörg Mar- inósdóttir / JPV útgáfa 6. Meistarar og lærisveinar – Þórbergur Þórðarson / For- lagið 7. Sjálfstætt fólk – Halldór Kilj- an Laxness / Edda 8. Eyjafjallajökull – Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson / Uppheimar 9. Með lífið að láni – Jóhann Ingi Gunnarsson / Hagkaup 10. Matsveppir í náttúru Íslands – Ása Margrét Ásgrímsdóttir / Mál og menning Frá áramótum 1. Rannsókn- arskýrsla Al- þingis – Rannsókn- arnefnd Al- þingis / Al- þingi 2. Póstkortamorðin – Liza Mark- lund/James Patterson / JPV útgáfa 3. Góða nótt, yndið mitt – Do- rothy Koomson / JPV útgáfa 4. Hafmeyjan – Camilla Läck- berg / Undirheimar 5. Loftkastalinn sem hrundi – Stieg Larsson / Bjartur 6. Makalaus – Þorbjörg Mar- inósdóttir / JPV útgáfa 7. Eyjafjallajökull – Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson / Uppheimar 8. Vitavörðurinn – Camilla Läck- berg / Undirheimar 9. Nemesis – Jo Nesbø / Upp- heimar 10. Stúlkan sem lék sér að eld- inum – Stieg Larsson / Bjart- ur Bóksölulisti Félags bókaútgefenda M ér þótti að eins gaman að kvenfólki vegna kynsins. Ég fann enga andlega nautn í að vera með þeim. Mér fannst svo lítið vit í þeim.“ Þessa afdráttarlausu skoðun, sem mönnum kann að finnast hressilega ósvífin, skemmtilega einlæg eða bara for- kastanleg, allt eftir þankagangi hvers og eins, er að finna í nýútkominni bók, Meistarar og lærisveinar eftir Þórberg Þórðarson. En það eru einmitt sérkenni- legar fullyrðingar eins og þessi sem eru einkennandi fyrir Þórberg. Lesandinn veit aldrei á hverju hann á von. Handritið að þessari bók hefur verið kallað „stóra handritið“ og er talið vera uppkast að þriðja bindi sjálfsævisögu Þórbergs. Hann lauk hins vegar aldrei við handritið og víst er að hann hefði ýmsu breytt hefði það komið til útgáfu. En nú er handritið komið á bók, sem er ekki stór, tæpar 200 síður. Hún er hins vegar einkar fróðleg og yfirleitt bráð- skemmtileg aflestrar. Hún bætir ekki miklu við þekkingu okkar á Þórbergi, en þakklætið fyrir að fá áður óbirtan texta meistarans á prent er mikið. Sem rithöfundur var Þórbergur ekki einungis sannur ritsnillingur, heldur einnig einkar frumlegur höfundur, eins og hann benti reyndar sjálfur margoft á. Þórbergur lýsir í bókinni lífi sínu og kynnum sínum af fólki, þar er margt fyndið en annað átakanlegt, eins og saga stúlkunnar sem hann taldi sig elska og endaði ævi sína á dapurlegan hátt í Kaup- mannahöfn. Lýsingar á fátækt Þórbergs eru sláandi. Hugleiðingar um guðspeki rata hins vegar varla til fjöldans og eru of langar. Þetta er prýðileg lesning og góð viðbót Viðbót við snilld meistarans Bækur Meistarar og lærisveinar bbbbn Eftir Þórbeg Þórðarson, Forlagið gefur út. Arn- grímur Vídalín bjó handritið til prentunar. Þórbergur Þórðarson Þessi frumlegi og skemmtilegi rithöfundur minnir enn á sig. Kolbrún Bergþórsdóttir Þessa dagana er ég eiginlega „á milli bóka“ og þá gríp ég gjarnan í bækur sem ekki eru endilega lesnar spjaldanna á milli. Þannig fór ég í vikunni upp í rúm með matreiðslubókina German cook- ing today sem mér var gefin fyrir stuttu. Í vik- unni hljóp svo óvænt á snærið hjá mér þegar ég fékk lánaða matreiðslubók Juliu Child: Mastering the Art of French Cooking en saga Juliu var ný- verið kvikmynduð með Meryl Streep í að- alhluverki. Mér finnst afskaplega gaman að lesa góðar matreiðslubækur þótt minna fari fyrir því að ég noti þær beinlínis í eldhúsinu, þ.e.a.s. ég á erfitt með að elda nákvæmlega eftir uppskriftum en fæ ýmsar hugmyndir sem síðan eru útfærðar „a la casa“. Önnur bók sem ég gríp í öðru hvoru þessa dagana er ritgerðasafn snillingsins Salmans Rushdies: Imaginary Homelands þar sem m.a. er fjallað um óáreiðanleika frásagnarinnar í einni af hans frábæru bókum: Miðnæturbörnum. Eftirminnilegasta bók síðustu vikna er vænt- anlega Beatrice and Virgil eftir Yann Martel, þann hinn sama og skrifaði Söguna af Pí sem ég held mikið upp á og er ein af fáum bókum sem ég les aftur og aftur. Í Beatrice and Virgil er les- andinn leiddur inn í furðuheim „taxidermistans“ (orð sem ég átti ekki í mínum orðaforða þegar ég byrjaði á bókinni en gæti útlagst á íslensku sem uppstoppari). Þetta er saga sem gægist inn í furðuheim manns sem hefur það að atvinnu, og sjúklegri ástríðu, að stoppa upp dýr. Rithöfundur nokkur sem hefur gefið skriftir upp á bátinn kynnist uppstopparanum og fær af ástæðum sem hann skilur ekki alveg sjálfur mikinn áhuga á þessum undarlega og andfélagslega þenkjandi manni sem lifir og hrærist í heimi dauðra dýra. Uppstopparinn reynist síðan vera í meira lagi vafasamur náungi. Einhver óhugnaður liggur í loftinu allan tímann sem erfitt er að henda reiður á fyrr en í lokin. Sagan á það sameiginlegt með Sögunni af Pí að dýr skipa stór hlutverk og hér enn furðulegra hlutverk en í sögunni af Pí. Gegnum söguna þarf lesandinn að takast á við spurningar um mannlegt eðli, svik og ábyrgð, ástina og lífið. Ég mæli eindregið með Yann Mar- tel. Spennusögur rata ekki oft á náttborðið hjá mér núorðið, eftir of stóra skammta af slíkum verk- um fyrir nokkrum árum. Eina las ég þó um dag- inn, sem var svo spennandi að hún var gleypt í einum bita. Þetta er reyfarinn Barnið í ferða- töskunni eftir Agnete Friis og Lene Kaaberböl – ekta reyfari sem heldur manni við efnið frá fyrstu síðu. Hef ekki mörg orð um hana enda var fjallað um hana á síðum þessa blaðs í síðustu viku. Klaustrið eftir Panos Karnezis er önnur sem lesin var í sumarfríinu um líf nunna í afskekktu klaustri á Spáni þar sem óvænt koma reifabarns hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir líf sem verið hefur í föstum skorðum áratugum saman. Vekur mann til umhugsunar um það hvers vegna fólk á besta aldri velur sér það hlutskipti að ein- angra sig frá lífinu með þessum hætti. Sagan tekur annars á breyskleikanum sem við öll erum ofurseld – líka þau sem helgað hafa líf sitt guði og virðast laus við alla synd! Það er einhver djúp kyrrð yfir sögunni og lífinu í klaustrinu til að byrja með en þegar líður á fara tilfinningarnar að krauma svo um munar. Auk þess eiga Passíusálmarnir og ljóðasafn Jó- hannesar úr Kötlum fastan stað á náttborðinu þessar vikurnar og er alltaf gott að grípa í aðra hvora eða báðar rétt fyrir svefninn. Frönsk matreiðsla, upp- stoppuð dýr og Passíusálmar Beatrice and Virgil eftir Yann Martel vekur spurningar um mannlegt eðli, svik og ábyrgð, ástina og lífið. Lesarinn Kristín Þóra Harðardóttir lögfræðingur Fáir höfundar eru eins afkastamiklir og Neal Steph- enson og þótt skammt sé síðan frá honum kom gríðarlegur doðrantur þá er hann kominn af stað að nýju, en nú hyggst hann birta bók smám saman á netinu. Sú bók, sem ber heitið The Mongoliad og gerist á þrettándu öld þegar við lá að herir Gengis Khan legðu undir sig Evrópu, verður aðeins að- gengileg fyrir áskrifendur, en auk þess verða hlutar bókarinnar eins og teiknimyndasögur eða jafnvel myndskeið, aukinheldur sem mikið verður af alls kyns ítarefni, hliðarsögum, orðskýringum og sagnfræðilegum vangaveltum. Einnig er gert ráð fyrir að lesendur geti tekið þátt í að skapa bókina, bæta við hana texta eða hug- myndum. Stephenson skrifar bókina ekki einn því sérstakt teymi er honum til aðstoðar og í því meðal annars rithöfundarnir Mark Teppo og Greg Bear. Stephenson hefur lýst því svo að samstarfið sé því lík- ast og að semja handrit fyrir sjónvarpsþátt. Áskrift að bókinni kostar um 1.200 kr. á ári. Alla jafna mun birtast einn kafli af bókinni á viku. Ekki er ljóst hvenær verkinu lýkur, en einnig stefna aðstandendur að því að skrifaðar verði sögur sem ger- ist samhliða og eins einskonar framhald þegar þar að kemur. Slóðin á bókina er www.mongoliad.com/. Netframhaldssaga Neal Stephenson

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.