SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 54
54 5. september 2010
L
ykillinn að góðri glæpa-
sögu felst gjarnan í
markvissri uppbygg-
ingu, söguþræði sem
heldur lesandanum við efnið,
baráttu yfirvalda við sakamann-
inn eða sakamennina og sigri
hins góða á hinu illa. Réttlætið
sigrar og glæpamenn fá makleg
málagjöld. Glæpir eftir Þjóðverj-
ann Ferdinand von Schirach er
ekki venjuleg glæpasaga, eins og
lesendur þekkja úr þeim bálki
bókmenntanna, heldur er um
frásagnir að ræða af óvenju-
legum afbrotum og glæpum,
sem höfundur hefur kynnst í
starfi sínu sem lögfræðingur,
refsingum, sem fljótt á litið virð-
ast ekki vera í nokkru samhengi
við eðli brotanna, og örlögum
viðkomandi.
Bókin samanstendur af 11
sönnum en mismunandi af-
brotasögum úr raunveruleik-
anum sjálfum en áður en að sög-
unum kemur er vísbending um
það sem koma skal og vitnað í
Werner K. Heisenberg: „Þegar
öllu er á botninn hvolft er raun-
veruleikinn aldrei raunveruleik-
inn sem um ræðir.“
Sögurnar eru hver með sínu
sniði en þær eiga það sameig-
inlegt að vera átakanlegar og
rista djúpt. Þótt afbrotin og
glæpirnir virðist vera harðsvíruð
býr meira að baki en afbrotið
sem slíkt og í sumum tilfellum er
ekki annað hægt en hafa samúð
með brotamanninum vegna þess
sem hann hefur mátt þola. Það á
til dæmis við um frásögnina af
þýska lækninum Friedhelm Fä-
hner, sem mátti búa við andlega
kúgun á heimili sínu í nær hálfa
öld áður en hann lét til skarar
skríða. „Fyrsta höggið rauf höf-
uðkúpuna og var banahögg. Öx-
in braut sér áfram leið og keyrði
beinflísar langt inn í heilann, ax-
arblaðið klauf andlit Ingiríðar í
tvennt. Hún dó samstundis. Fä-
hner barðist síðan við að losa öx-
ina úr höfði hennar og steig um
leið öðrum fætinum á háls konu
sinnar. Það þurfti tvö kröftug
axarhögg til viðbótar til þess að
skilja höfuðið frá bolnum. Rétt-
arlæknirinn lét þess getið að Fä-
hner hefði höggvið sautján sinn-
um enn, fyrr hefði honum ekki
tekist að skilja handleggi og fæt-
ur frá búknum.“
Svo sannarlega krassandi frá-
sögn og í flestum saka-
málasögum hefði gerandinn
varla sloppið með vægari refs-
ingu en lífstíðarfangelsi og jafn-
vel dauðadóm, en raunveruleik-
inn er stundum ótrúlegri en
raunveruleikinn sjálfur sem um
ræðir.
Það er sama hvar borið er nið-
ur; ákveðinn sjarmi er yfir hverri
sögu. Frásögnin af Eþíóp-
íumanninum sýnir til dæmis
óréttlæti heimsins í hnotskurn
en lýsir um leið óbilandi þraut-
seigju, góðmennsku, kærleika og
ást.
Sögurnar eru vel skrifaðar og
halda lesandanum vel við efnið.
Þær eru stuttar og þess eðlis að
gera má því skóna að lesendur
láti sér ekki nægja að lesa eina
sögu í einu heldur haldi áfram
með þá næstu og svo koll af kolli
þar til yfir lýkur. Það eru ekki
slæm meðmæli.
Óvenjulegir glæpir
og brotamenn
njóta samúðar
Bækur
Glæpir
bbbmn
Sannar afbrotasögur
Eftir Ferdinand von Schirach. Bjarni
Jónsson íslenskaði. Bjartur 2010.
Þýski lögfræðingurinn Ferdinand von Schirach.
Steinþór Guðbjartsson
Lesbók
Þjóð verður til
lykilgripur fyrstu alda Íslands-
byggðar á sýningunni, en þá
var heiðinn tími á Íslandi. Það
er lítið mannslíkan úr bronsi
frá um 1000, sem er talið sýna
Þór, guð norrænna manna í
heiðnum sið, en er hugsanlega
Kristsmynd. Líkneskið heldur
báðum höndum um Þórshamar
eða kristinn kross.
Lykilgripur tímabilsins
eftir kristnitöku árið 1000,
tíma frumkristni á Íslandi, er
fagurlega útskorin róða eða
Kristslíkneski af krossi, Upsa-
kristur. Myndin er skorin úr
íslensku birki í rómönskum
stíl, talið frá því um 1200. Hún
hefur verið máluð og sjást enn
leifar af upphaflegum litum ef
vel er skoðað.
Hin þekkta Valþjófsstað-
arhurð er lykilgripur tímabils-
ins 1200-1400, tíma kaþólsku
miðaldakirkjunnar. Hin stór-
brotna kirkjuhurð, frá Val-
þjófsstað í Fljótshlíð, er með
fögrum útskurði í rómönskum
stíl, og talin skorin út á Ís-
landi. Kenningar eru um að
hurðin hafi upphaflega verið
um þriðjungi hærri, og á henni
er silfursleginn járnhringur
með innlögðu mynstri.
Guðbrandsbiblía er lyk-
ilgripur tímabilsins 1400-1600,
tíma breytinga og siðaskipta á
Íslandi. Prentlistin barst
snemma til Íslands og nánast
frá upphafi var flest prentað á
H
inn 1. september
voru liðin sex ár
frá því að Þjóð-
minjasafn Íslands
var opnað á ný eftir viðamikl-
ar endurbætur. Þegar Þjóð-
minjasafnið var stofnað fyrir
um 150 árum vó það þungt í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Safninu var ætlað að efla
sjálfsvitund Íslendinga. Spurt
var: „Hver erum við og hvað-
an komum við? Hvert viljum
við stefna? Enn spyrjum við
sömu spurninga. Á sýningum
Þjóðminjasafnsins gefst tæki-
færi til að hugsa, læra og end-
urmeta. Á grunnsýningu þess
„Þjóð verður til – menning og
samfélag í 1200 ár“ er menn-
ingarsaga Íslands rakin á
tveimur hæðum safnhússins. Á
sýningunni gefst gestum kost-
ur á að kynnast fólkinu sem
byggt hefur Ísland til þessa
dags. Gripir safnsins eru settir
í sögulegt samhengi, en hver
gripur endurspeglar atburði og
líf kvenna, karla og barna. Á
sýningunni er safngestum
boðið í ferðalag í gegnum ald-
irnar, sem hefst í knerri land-
námsmanns sem sigldi yfir op-
ið haf til nýrra heima og lýkur
ferðalaginu í flughöfn nú-
tímans. Hvert tímabil Íslands-
sögunnar er auðkennt með
sérstökum lykilgrip, merkum
safngrip, sem um leið verður
nokkurs konar varða í gegnum
sýninguna. Lítum nánar á
þessar þjóðminjar í tímaröð.
Þórslíkneskið er okkar
þekktasti forngripur en það er
Þórslíkneski sem er meðal lykilgripa fyrstu alda Íslandsbyggðar.
’
Á sýningunni
er safngestum
boðið í ferðalag
í gegnum aldirnar,
sem hefst í knerri
landnámsmanns,
sem sigldi yfir opið
haf til nýrra heima,
og lýkur ferðalaginu í
flughöfn nútímans.
íslensku. Guðbrandur biskup
Þorláksson lét fyrstur prenta
biblíu á Hólum 1584, sem þyk-
ir enn eitt fegursta prent á ís-
lensku.
Lykilgripur tímabilsins
1600-1800, þegar Íslandi var
orðið hluti af Danmörku, er
fagurlega útskorið drykkjar-
horn lögréttumanns þess tíma.
Drykkjarhornið er verk hins
haga myndskera Brynjólfs
Jónssonar bónda í Skarði í
Landsveit, sem telst til fyrstu
íslensku myndlistarmanna sem
með verkum sínum hafa orðið
þjóðkunnir. Hin útskornu ís-
lensku drykkjarhorn eru ein-
stakir listgripir í alþjóðlegu
samhengi og eru fá slík varð-
veitt.
Táknrænn fyrir 19. öldina
er fagur skautbúningur, sem
hannaður var af Sigurði Guð-
mundssyni málara. Hann hafði
mikinn hug á öllu því sem laut
að íslenskri þjóðmenningu og
var einn af frumkvöðlum að
stofnun Þjóðminjasafnsins.
Þegar kemur að 20. öld-
inni, tíma breytinga og sjálf-
stæðisbaráttu, er lykilgripur
sýninginnar hvítbláinn, fáni
sem skipherra á dönsku her-
skipi gerði upptækan við
Reykjavíkurhöfn 1913. Um
1900 vildu margir Íslendingar
eignast þjóðfána og árið 1915
fengu Íslendingar eigin fána,
en þá var rauður kross lagður
inn í hvíta krossinn.
Á ferðalagi í gegnum Ís-
landssöguna varða lykilgripir
grunnsýningar Þjóðminja-
safnsins leiðina. Þessir ein-
stöku safngripir eru dæmi um
þann menningararf, sem varð-
veittur er í Þjóðminjasafni Ís-
lands. Allir eru þeir til vitnis
um samfélagsskipan, samskipti
við umheiminn, hagleik, feg-
urðarskyn og menningu þjóð-
arinnar. Á sýningunni má
upplifa atburði og litríka sögu
í 1200 ár á Íslandi, sögu sem
um leið er samofin sögu ná-
grannalanda okkar og um-
heimsins.
Nú þegar haustar færist
daglegt líf í fastar skorður. Þá
fer vel á því að staldra við og
njóta þess að heimsækja söfnin
í nágrenninu, kynnast menn-
ingararfi okkar og velta fyrir
okkur spurningunni hver við
erum og hvert við viljum
stefna. Hver á sinn hátt, á eig-
in forsendum. Það hefur sjald-
an átt betur við en nú.Þankar um þjóðminjar
Margrét Hallgrímsdóttir
margret@thjodminjasafn.is
Höfundur er þjóðminjavörður
og formaður safnaráðs. Sjá nánar
á www.thjodminjasafn.is.