Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 Í TILEFNI af 100 ára afmæli Vatnsveitu Reykjavíkur 2009, hef- ur Orkuveita Reykjavíkur (OR) ákveðið að bjóða öllum 4. og 5. bekkjar nemendum í Grunnskólum Reykjavíkur á leiksýninguna Bláa gullið sem fjallar um margbreyti- leika vatnsins. Leikfélagið Opið út setur upp sýninguna í samvinnu við Borgarleikhúsið og var hún frumsýnd á litla sviðinu hinn 10. október sl. í leikstjórn Charlottu Böving. Sýningin hefur það að markmiði að áhorfendur sjái vatn í nýju ljósi og upplifi margbreyti- leika, mikilvægi og töfra bláa gullsins. Samstarf OR og Bláa gullsins Bjóða á Bláa gullið LAUGARDAGINN nk. kl. 10-16.30 fer fram afmælis- og kynningar- fundur GSA-samtakanna á Íslandi, í Vídalínskirkju í Garðabæ. Allir eru hjartanlega velkomnir. GSA (Greysheeters Anonymous) er hópur fólks sem sameiginlega stefnir á að leysa matarfíknar- og átröskunarvandamál sín. Til þess að gerast félagi í GSA þarf aðeins eitt; löngun til að hætta hömlulausu ofáti. GSA byggist á Gráu síðunni og 12 spora kerfi AA-samtakanna til að byggja upp fráhald frá ofáti og og býður upp á félagsskap þar sem fólk getur deilt reynslu sinni og fengið þann stuðning sem þarf. Kynningarfundur um matarfíkn JAFNRÉTTISSTOFA og sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið hafa gefið út bæklinginn „Eflum lýðræðið – konur í sveitar- stjórn“ sem ætlað er að hvetja konur til að bjóða sig fram til sveitarstjórnarstarfa. Í bæklingnum hvetja sveitar- stjórnarkonur úr öllum flokkum og öllum kjördæmum konur til að gefa kost á sér til sveitarstjórnar- starfa og hafa þannig áhrif á sitt nærumhverfi. Þrátt fyrir að hlutfall kvenna í sveitarstjórnum hafi aukist mikið síðustu áratugina hallar enn veru- lega á konur. Við sveitarstjórnarkosningarnar 2006 voru kjörnar 189 konur í sveitarstjórnir, eða 36% og 340 karlar eða 64%. Í fimm sveitar- félögum var engin kona kjörin í sveitarstjórn. Vilja fjölga konum Morgunblaðið var á síðasta ári mest lesið á vefnum tima- rit.is. Þar er meðal annars hægt að lesa dagblöð og tímarit frá fyrri árum. Fram kemur á vefnum, að mestur áhugi hefur verið á 20. aldar dag- blöðunum, en listinn yfir 10 mest lesnu ritin á síðasta ári er eftirfar- andi: Morgunblaðið 37,8%, Tíminn 8,8%, Dagblaðið-Vísir – DV 6,3%, Alþýðublaðið 5,9%, Vísir 4,8%, Þjóðviljinn 3,9%, Fréttablaðið 3,5%, Lesbók Morgunblaðsins 3,3%, Dagur 1,2% og Verkamað- urinn 1,1%. Morgunblaðið langmest lesið STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SÍÐASTI vinnudagur Íslensku alþjóðabjörg- unarsveitarinnar á Haítí var í gær en sveitin er væntanleg aftur til Íslands annað kvöld. Síðasta verkið var að leita að fólki í rústum Montana- hótelsins í Port-au-Prince, en starfsmenn Samein- uðu þjóðanna, sem voru við störf á Haítí, og fjöl- skyldur þeirra voru á hótelinu þegar skjálftinn reið yfir fyrir rúmri viku. Vonin um að finna fólk á lífi í rústunum veikist með hverjum degi og ætla má að aðstoð björg- unarsveita ljúki í vikunni. Íslenska sveitin fann þrjár konur á lífi fyrsta daginn og samtals fundust fimm manns á lífi í rústum í fyrradag. Gísli Ólafsson björgunarsveitarmaður segir að sveitin hafi verið í mikilli öryggisgæslu í gær og fyrradag vegna starfanna í miðbænum en allt hafi gengið eðlilega fyrir sig. Sem fyrr hafi heima- menn verið mjög vingjarnlegir og þakklátir fyrir veitta aðstoð. Blendnar tilfinningar „Það fylgja því blendnar tilfinningar að fara héðan,“ segir Gísli. „Verkefnin eru rétt að byrja og við gætum verið hérna í marga mánuði við að reyna að hjálpa.“ Hann bætir við að margar sveit- ir hafi verið að störfum undanfarna daga og nán- ast sé búið að leita í öllum rústum höfuðborg- arinnar. „Verkefni rústabjörgunarsveita fara því minnkandi mjög hratt héðan í frá en við höfum verið á fullu allan tímann og sýnt fram á það að við erum með mjög öfluga sveit á heimsmælikvarða.“ Fyrir helgi tilkynnti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að stjórnvöld hefðu ákveðið að veita um sjö milljónir króna til neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna á Haítí og Rauði krossinn á Íslandi, Unicef og Hjálparstarf kirkjunnar hafa safnað um 30 milljónum króna til styrktar hjálp- arstarfinu og Húmanistar eru líka með söfnun. Gísli áréttar að hjálparstarfið sé rétt að byrja og að mörgu þurfi að hyggja. Þar geti Íslendingar vissulega lagt hönd á plóg. „Rústabjörgunin er bara fyrsti hlutinn sem gerist eftir jarðskjálfta og stendur yfir í viku eða tíu daga en síðan tekur við mikil vinna næstu árin og hér eru mörg tækifæri fyrir Íslendinga til þess að hjálpa til.“ Í því sam- bandi nefnir hann heilbrigðisaðstoð og aðstoð í sjávarútvegsmálum. Utanríkisráðuneytið skipuleggur heimkomu sveitarinnar. Þota frá Iceland Express var tekin á leigu og var áætlað að hún færi í loftið um klukkan fjögur í nótt og kæmi til baka á fimmtudagskvöld. Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að stefnt sé að því að vélin verði sem styst á Haítí, 60 til 90 mínútur, en síðan verði flogið til Nassau á Bahamaeyjum þar sem hvílst verði yfir nóttina og eldsneyti tekið fyr- ir flugið aftur til Íslands. „Það er ekkert eldsneyti að fá á Haítí,“ segir Urður og bætir við að flókið mál sé að fá lendingarleyfi í Port-au-Prince. Fimm tonn af búnaði Rauði krossinn sendi 5 tonn af búnaði með vél- inni til Haítí og Friðbjörn Sigurðsson læknir fór með til þess að starfa með læknateymi þýska Rauða krossins í einn mánuð. „Við reynum að uppfylla ýmsar sérþarfir,“ segir Sólveig Ólafs- dóttir sviðsstjóri, en í sendingunni eru meðal ann- ars 1.000 skyndihjálparpakkar fyrir teymi sem veita slösuðum skyndihjálp á Haítí, loftkæliein- ingar fyrir skurðstofur í tjaldsjúkrahúsum, raf- stöðvar og rafalar fyrir sjúkrahús, sjúkrateymi og búðir hjálparstarfsmanna. Sólveig segir að erfitt hafi verið að safna saman búnaði í skyndihjálp- arpakkana því fyrirtæki séu ekki með sárabindi og annað slíkt í miklu magni á lager. Mikil vinna eftir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, einn af fimm stjórnendum íslensku alþjóðabjörgunarsveit- arinnar, segir að starfi björgunarsveitarinnar á vettvangi sé lokið en nú taki við nákvæm skýrslu- gerð og upplýsingagjöf. Ennfremur þurfi að gera búnaðinn úthaldsfæran fyrir næsta verkefni. Alla hluti þurfi að yfirfara, bæta við þar sem þarf, skrá og skipuleggja. „Við eigum mikla vinnu fyrir höndum,“ segir hann. „Erum með öfluga sveit á heimsmælikvarða“ Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin væntanleg til Íslands frá Haítí annað kvöld Ljósmynd/Landsbjörg Stund á milli stríða Dagarnir hafa verið langir hjá Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni á Haítí en björgunarsveitarmenn vita hvað næringin í föstu og fljótandi formi er mikilvæg. TN Software, dótturfélag Nýherja, hefur hannað upplýsingavefgáttina oneresponse.info fyrir Sameinuðu þjóðirnar og er hún meðal annars notuð til þess að samræma hjálparstarfið á Haítí. Magnús Ingi Stefánsson, hópstjóri hjá TM Software, segir að Microsoft leggi mikið til mannúðarmála. TM Software hafi byrjað að vinna að ákveðnum lausnum með Microsoft í Myanmar 2008 og aðlagað þær fyrir heilbrigð- isyfirvöld í Mexíkó vegna H1N1-flensunnar í fyrra. Lausnin hafi síðan verið notuð í löndum sem njóti þróunaraðstoðar SÞ og sé sérstaklega mikið notuð í Pakistan. Að sögn Magnúsar Inga byggist lausnin á því að halda utan um öll samskipti við allar hjálp- arstofnanir í viðkomandi löndum. Vegna Haítí hafi verið sett upp síða þar sem allar hjálp- arstofnanir hafi verið skilgreindar. Allar upplýs- ingar séu því á sama stað og því sé mun auð- veldara að taka markvissari, hraðari og betri ákvarðanir en áður. Íslensk vefgátt notuð til að samræma hjálparstarfið Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hefur lokið björgunarverkefni sínu á Haítí og er væntan- leg aftur til Íslands annað kvöld, en utanríkis- ráðuneytið leigði þotu til að ná í hópinn og átti hún að fara í loftið undir morgun.                                                      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.