Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 sem sjálfsagt hefi þráð þá ást og um- hyggju sem hún gaf mér strax frá okkar fyrstu kynnum. Áfallið sem síð- ar kom þegar faðir minn fórst af slys- förum og hún gekk með systur mína varð þungbært okkur báðum, en batt okkur sterkum böndum sem dugað hafa ævina á enda. Margs er að minnast frá liðnum dögum. Fyrst úr bókabúðinni á Laugavegi 12. Síðan allar heimsóknir á Barónsstíginn og síðar þegar Dísa gifti sig, vináttan við Halla, sem var mér alla tíð einstaklega góður og um- hyggjusamur. Síðar vinátta barna þeirra Dísu og Halla. Elsku Dísa mín: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Stefán V. Skaftason. Elsku besta amma mín, ég trúi nú varla að þú sért farin frá mér. Við sem áttum svo skemmtilegar stundir sam- an. Ég man alltaf eftir þegar ég gisti hjá þér þegar ég var yngri og á morgnana löbbuðum við alltaf saman út í búð. Þú áttir líka alltaf eitthvað gott til að borða og ég man líka þegar þú bauðst mér, mömmu, pabba og Þórhildi í mogunkaffi um helgar í heitt súkkulaði og meðlæti sem þú varst kannski búin að baka. Ég man líka svo vel eftir því þegar þú varst í heimsókn hjá okkur eða að passa okkur, þá varstu alltaf strauj- andi allt og bjóst alltaf svo vel um rúmin okkar og varst meira að segja búin að strauja náttfötin okkar, brjóta þau saman og setja þau fallega undir koddann. En núna amma mín þarf ég víst að kveðja þig og það er sárt. Minningarnar um þig geymi ég hjá mér, þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði elsku besta amma mín. Þorgerður. Elsku amma mín. Ég sakna þín rosalega mikið. Ég vona að þér líði vel hjá öllum á himna- ríki og ég man þegar þú varst svo hraust og sterk. Daginn sem þú fórst frá okkur sá ég pabba gráta í fyrsta sinn og ég veit að allir sem þú hefur kynnst í þínu lífi sakna þín. Ég man þegar við áttum heima í Goðaborgum, þá komstu alltaf með strætó og þegar ég var búin í sturtu þá greiddir þú alltaf hárið á mér svo vel að allar flækjurnar í því hurfu. En svo fékkstu þennan sjúkdóm, þá fluttist þú á milli spítala og að lokum fórstu á hjúkr- unarheimilið Skógarbæ. En pabbi segir að líkaminn sé bara hylki sem við erum föst í þangað til stundin rennur upp. Ég vona að jarðarförin verði eins falleg og hægt er, ég ætla að setja engil hjá þér í kistulagning- unni þinni, þú færð rosa fallega kistu. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þórhildur. Elsku besta amma mín. Þær eru ótal margar minningarnar sem við eigum saman og ég mun alltaf geyma þær innst í hjarta mínu. Vin- konur mínar höfðu oft orð á því hvað þú værir einstaklega ljúf, glaðlynd og góð amma og það varstu svo sann- arlega. Mér er minnisstætt atvik sem átti sér stað einhvern tímann síðastliðið vor, þegar ég var að keyra þig heim eftir að þú hafðir verið í sunnudags- mat hjá okkur. Vinkona mín var með í bílnum og við gátum vart varist hlátri þegar þú fórst að syngja fyrir okkur lag um leiðina heim til þín. Við hlóg- um svo allar saman í kór. Við brottför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku amma mín, þín verður sárt saknað. Þín Kristjana. Okkur systurnar langaði að minn- ast elskulegrar ömmu okkar með nokkrum orðum. Þar sem við bjugg- um alltaf svo langt í burtu var til- hlökkunin mikil þegar við áttum að koma í heimsókn til Íslands. Amma Dísa tók alltaf svo vel á móti okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Við erum mjög þakklátar fyrir að hafa getað hist í desember síðastliðnum og átt saman góðar stundir. Elsku amma, takk fyrir að vera svona hlý og yndisleg. Linda og Þórdís. Elskulega amma Dísa hefur nú kvatt okkur. Það gerði hún þriðjudag- inn 12. janúar sl. eftir langt og farsælt líf. Því lauk með stuttri sjúkdómslegu á dvalarheimilinu Skógarbæ. Það er skrítið að amma sé farin, því það er stutt síðan hún var ern og sinnti áhugamálum sínum af krafti. Hún hugsaði vel um heilsuna, var lipur, hraust, þróttmikil og líkamlega vel á sig komin. Amma fór t.a.m. nær dag- lega í gönguferðir og kom ósjaldan við í Bakkaselinu þegar við bræðurnir bjuggum þar. Þá passaði hún okkur bræðurna oft ef foreldrar okkar þurftu að bregða sér burt og sá mynd- arlega um heimilishaldið á meðan. Sjálf átti amma fallegt heimili, var skipulögð og vildi hafa fínt í kringum sig. Hún var mikil félagsvera, var fljót að eignast vini, vinsæl og hugsaði ávallt vel um þá sem henni þótti vænt um og stóðu henni næst. Hún var meðlimur í Alþjóða Sam-frímúr- arareglunni, stundaði félagsstarf eldri borgara og söng í Gerðubergs- kórnum um árabil. Amma hafði gott skopskyn, var ávallt glaðleg í fram- komu og hún hafði góða nærveru. Það var gott að vera með henni, hún var hjartahlý, við nutum þess að vera með henni og hún með fjölskyldu sinni. Það sáum við glögglega þegar við fór- um með henni á æskuslóðir hennar í Haukadal og á ættarmót í Dýrafjörð- inn í tvígang fyrir nokkrum árum. Við bræðurnir viljum nú að leiðar- lokum kveðja góða ömmu hinstu kveðju og eftir stendur söknuður en margar og góðar minningar. Góðar minningar um elskulega ömmu veita okkur gleði og huggun. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Hjartans kveðja elsku amma. Haraldur Ágúst Sigurðsson, Magnús Sigurðsson, Einar Þór Sigurðsson. „Hún minnti mig á mömmu þína eða allar okkar móðursystur þar sem hún lá liðin,“ sagði Munda frænka þegar hún sagði mér lát systur sinn- ar, Þórdísar. Í hug mér komu orð eins og „blóð er þykkara en vatn“ og að- eins „fjórðungi bregður til fósturs“. Hversu römm er ekki sú taug sem bindur ættingja „ef það bíður að verða vel“. Fámenni þjóðar okkar undirstrikar þetta. Dísa var elsta lifandi barn Jóu, móðursystur minnar, og Leifa. Fjöl- skyldan fluttist suður vegna veikinda Leifa fyrir mitt minni þannig að ég kynntist Dísu fyrir alvöru fyrst þegar ég var fullorðin, sem vinkona dóttur hennar, Sjafnar, og sem systur í Samfrímúrarareglunni. Fyrir mér er hún æ síðan ein vandaðasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Alltaf var Dísa þó nálæg og þau systkinin Dísa og Nonni nefnd í sömu andrá á Vé- steinsholti fyrir margt löngu. Amma okkar og afi bjuggu hjá okkur og Munda þar jafnan í sumardvöl. Tengslin við stóran hóp ættingja syðra meiri en ella vegna þess að afi og amma voru miðdepill fjölskyldunn- ar. Þau eignuðust 13 börn og frá þeim er mikill ættbogi kominn þar sem frændrækni er í fyrirrúmi. Dísa frænka var vel af Guði gerð. Hún var vönduð manneskja, þraut- seig, æðrulaus, vinföst, glaðsinna en föst fyrir. Með slíkt veganesti eru allir vegir færir en mér er vel ljóst að ver- öldin dillaði Dísu ekki ævinlega en hún var þeirrar gerðar að hún stóð erfiðleika af sér. Ekki síst sást þetta í veikindum hennar á síðasta ári þegar í ljós kom krabbamein til viðbótar al- varlegum minnisglöpum sem höfðu gert vart við sig. Eftir það dvaldi Dísa á sjúkrastofnunum, sagðist sætta sig við orðinn hlut, hún hefði skilað sínu, allir væru sér góðir og nú ætlaði hún að vera „heldri“ kona. Hafði farið á sjúkrahús til rannsóknar en komst aldrei aftur heim til dvalar. Ég undr- aðist æðruleysi hennar því þrátt fyrir minnistapið, sem stundum var aug- ljóst, má segja að Dísa hafi haldið reisn sinni til hinstu stundar. Er hugsanlegt að þegar ellin herjar á og einstaklingurinn tekur breyting- um þá gægist hinn innri maður aug- ljósar fram? Bjarni Thorarensen er þeirrar skoðunar þegar hann segir: Því þá fatið fyrnist, fellur það betur að limum og lætur skýrar í ljósi lögun hins innra. Þegar frænku minni fór að förlast varð gleði, góðvild og einlægni enn frekar áberandi í fari hennar. Kær- leikur og þakklæti streymdu frá henni til fjölskyldu og vina. Börn Dísu og barnabörn áttu hug hennar og hjarta og var unun að sjá hversu vel þau hlúðu að henni, ekki síst seinasta spölinn þegar heilsuleysið knúði dyra. Hún gladdist yfir velgengni þeirra, hafði áreiðanlega sjálf þurft að kæfa ýmsar langanir því að á hennar yngri árum buðu aðstæðurnar ekki upp á nám eða ástundun ýmissa hugðar- efna. Í Samfrímúrarareglunni undi Dísa hag sínum vel uns heyrnardeyfa hamlaði henni að njóta funda sem skyldi. Hún var góð systir, elskuð af systkinum sínum í stúkunni Baldri sem nú þakka samfylgdina, varðveita minningarnar og biðja henni farar- heilla inn í ljósið. Kristín Jónsdóttir. Minningar á mbl.is Elva Björg Egilsdóttir Höfundar: Ólöf Dís, Birgir, Ari og Björn Hinrik. Grímur Bjarni Bjarnason Höfundar: Sigurgeir Sig- urpálsson, Signý Björg Sig- urjónsdóttir, Salný Kaja, Sólný Inga og Sigurpáll Valmar. Gunnar Hallur Jakobsson Höfundar: Hildur Gunn- arsdóttir og fjölskylda. Halldór Bjarnason Höfundar: Stjórn Félags um átjándu aldar fræði. Kristinn Freyr Arason Höfundar: Elías og fjölskylda. Sigurður Guð- mundsson vígslu- biskup Höfundur: Baldur Kristjánsson. Meira: mbl.is/minningar Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 14. janúar var spilað annað kvöldið í þriggja kvölda tvímenningi hjá félaginu. Guðmundur Pétursson og Sigur- jón Þór Tryggvason tóku hörku- skor um kvöldið og söxuðu veru- lega á efsta parið. Úrslit kvöldsins urðu þessi. n-s Guðm. Péturss. – Sigurjón Tryggvas. 67,1% Birna Stefnisd. – Aðalst. Steinþórss. 60,9% Sigurður Sigurjóns. – Ragnar Björnss. 58,6% Árni Björnss – Heimir Tryggvas 56,5% a-v Gísli Tryggvason – Leifur Kristjánss. 61,3% Guðlaugur Bessas. – Jón St. Ingólfss. 60,2% Baldur Bjartmars.– Jóhannes Bjarnas. 59,3% Skúli Sigurðsson – Vigdís Sigurjónsd. 51,2% Staðan er þessi eftir tvö kvöld. Sig. Sigurjónss.– Ragnar Björnss. 58,9% Guðm. Péturss. – Sigurjón Tryggvas. 58,6% Guðlaugur Bessas. – Jón St. Ingólfss. 58,3% Skúli Sigurðss. – Vigdís Sigurjónsd. 58,2% Gísli Tryggvas. – Leifur Kristjánss. 57,9% Keppnin heldur áfram fimmtu- daginn 21. janúar. Spilamennska hefst stundvíslega klukkan 19. Spilað er í félagsheimilinu Gjá- bakka í Hamraborginni Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 15. janúar var spil- að á 14 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 375 Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 356 Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 347 Jón Hallgrímsson – Jón Lárusson 347 A/V Guðrún Gestsd. – Bragi V. Björnsson 399 Knútur Björnss. – Birgir Sigurðsson 380 Bragi Björnss. – Bjarnar Ingimarsson 347 Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 341 Sigurjón Harðarson og Haukur Árnason Reykjanesmeistarar Reykjanesmót í tvímenningi var háð laugardaginn 16. janúar á Mánagrund með þátttöku 20 para. Karl G. Karlsson og Símon Sím- onarson skutust á toppinn eftir síðustu setu, eftir að Jón Steinar og Guðlaugur höfðu leitt mótið nánast allan tímann. En þar sem Símon er í félagi utan Reykjaness gátu þeir félagar ekki orðið Reykjanesmeistarar og því urðu þeir Sigurjón Harðarson og Haukur Árnason Reykjanes- meistarar í tvímenningi 2010 með minnsta mun, slík var spennan, en þeir skutust líka þangað á loka- sprettinum. Röð efstu para: Karl G. Karlss. – Símon Símonarson 56,8% Haukur Árnas. – Sigurjón Harðarson 55,8% Kristín Þórarinsd. – Loftur Pétursson 55,7% Guðlaugur Bessas. – Jón St. Ingólfss. 55,7% Sigurj. Ingibjörnss. – Oddur Hanness. 54,5% Brynjar Jónsson – Ingvar Hilmarss. 52,9% Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtud. 14. jan. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Albert Þorsteinss. - Bragi Björnss. 261 Ásgrímur Aðalstss. - Jón Hallgrímss. 247 Jón Þór Karlss. - Birgir Sigurðss. 239 Björn Svavarss. - Jóhannes Guðmannss. 235 Árangur A-V: Þorsteinn Sveinss. - Matthías Helgas. 255 Friðrik Jónss. - Tómas Sigurjónss. 238 Magnús Ingólfss. - Guðbjörn Axelss. 236 Sigurður Tómasson - Guðjón Eyjólfss. 230 Tvímenningsseppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánud. 18. jan. Spilað var á 13 borðum. Með- alskor: 312 stig. Árangur N - S: Ólafur B Theodórs - Björn E Péturss. 382 Ólafur Gíslason - Guðm. Sigurjónss. 359 Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 354 Svava Ásgeirsd. - Þorvaldur Matthíass. 331 Árangur A - V: Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 392 Oddur Halldórsson - Oddur Jónsson 390 Ægir Ferdinandss. - Þröstur Sveinss. 383 Helgi Hallgrímsson - Jón Hallgrímss. 382 Bridsfélag Hafnarfjarðar Sveit Maríu Haraldsdóttur vann tvo góða sigra á fjórða kvöldi aðalsveitakeppninnar og hefur nú 23 stiga forystu. Efstu sveitir: 161 María Haraldsdóttir 138 Guðlaugur Bessason 137 Guðlaugur Sveinsson 131 Högni Friðþjófsson 127 Tölvustoð Næsta mánudag, 25. janúar, verður spilaður einn leikur og stuttur tvímenningur seinni hluta kvölds þar sem verður keppnis- gjald á tvímenning Bridshátíðar í verðlaun. Ekki verður spilað mánudaginn eftir Bridshátíð. Gullsmárinn Spilað var á 14 borðum í Gull- smára mánudaginn 18. janúar. Úrslit í N/S: Stefán Friðbjs. – Viðar Valdimarss. 330 Leifur Jóhanness. – Guðm. Magnúss. 324 Dóra Friðleifsd. – Heiður Gestsd. 300 Örn Einarsson – Jens Karlsson 290 A/V Sigurður Njálss. – Pétur Jónsson 323 Þorsteinn Laufdal – Jón Stefánss. 320 Guðbjörg Gíslad. – Sigurður Sigurðsson 312 Magnús Hjartars. – Narfi Hjartars. 299 Elís Kristjánss. – Páll Ólason 299 Keppnin um Súgfirðingaskálina Önnur lota í Súgfirðingaskál- inni, tvímenningsmóti Súgfirð- ingafélagsins, var spiluð á mánu- daginn. Fimmtán pör mættu til leiks. Voru nokkrar sviptingar á stöðu para milli lotna. Þrjár lotur eru eftir í keppninni og gilda fjög- ur bestu til verðlauna. Meðalskor eftir tvær lotur er 360 stig. Björn Guðbjörnss. – Gunnar Ármannss. 395 Hlynur Antonsson – Auðunn Guðmss. 388 Einar Ólafss. – Þorsteinn Þorsteinss. 383 Guðbj. Björnss. – Steinþór Benediktss. 378 Valdimar Ólafss. – Karl Bjarnason 375 Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 374 Úrslit í 2. lotu urðu þessi, með- alskor 180 stig: Einar Ólafss. – Þorsteinn Þorsteinsson 224 Björn Guðbjörnss. – Gunnar Ármannss. 202 Hlynur Antonsson – Auðunn Guðmss. 195 Valdimar Ólafss. – Karl Bjarnason 193 Næsta lota, sú þriðja, verður spiluð mánudaginn 22. febrúar. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 17/1 var fyrsta kvöld í fjögra kvölda tvímennings- keppni. Spilað var á 12 borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S. Haukur Guðbjartsson – Karl Karlsson 259 Kristín Andrews – Jón Þór Karlsson 258 Sveinn Sveinsson – Gunnar Guðmss.243 Austur/Vestur Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 284 Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverriss. 262 Birgir Kristjánsson – Jón Jóhannss. 239 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.