Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010
Fólk
RAGNHEIÐUR Gröndal og hljómsveit halda á
morgun tónleika í Fríkirkjunni í tilefni af útgáfu
plötu Ragnheiðar, Tregagásar. Á Tregagás eru
12 þjóðlög úr þjóðlagabók séra Bjarna Þorsteins-
sonar og er platan sjálfstætt framhald af plötunni
Þjóðlögum sem Ragnheiður sendi frá sér fyrir
þremur árum. „Þetta er svona músík sem getur
farið í ýmsar áttir,“ segir Ragnheiður. „Við reyn-
um alltaf að gera þetta mismunandi í hvert skipti,
taka mismunandi nálgun.“
– Er það eitthvað sem gerist sjálfkrafa á tón-
leikum eða er það ákveðið fyrirfram?
„Ja, bara svona bæði og,“ svarar Ragnheiður,
og bætir við að stundum sé hljóðfæraskipan
breytt, prófað að bæta trommum við ákveðið lag
o.s.frv. „Stundum opnum við lagið kannski aðeins
upp, lengjum einhverja kafla þannig að það sé
meira pláss fyrir spuna, til dæmis, og svo fer þetta
eftir því hvernig fílíng maður er í, stundum getur
þetta verið mjög agressíft og stundum rosalega
milt. Þetta er opið form.“ Hljómsveitina skipa
Guðmundur Pétursson, Matthías Hemstock,
Haukur Gröndal og Birgir Baldursson. En af
hverju Fríkirkjan? „Það er mjög gaman að spila
þar, góður hljómburður, og svo er ekki um marga
staði að velja,“ svarar Ragnheiður. Í Fríkirkjunni
myndist alltaf hlý og falleg stemning. Þá stefna
Ragnheiður og félagar til Noregs, munu þar leika
á lítilli tónlistarhátíð í Stafangri og jafnvel halda í
smá tónleikaferð í kjölfarið. Tónleikarnir í Frí-
kirkjunni hefjast kl. 21, miðasala fer fram á staðn-
um og á midi.is. helgisnaer@mbl.is
„Músík sem getur farið í ýmsar áttir“
Ragnheiður Það verður notalegt í Fríkirkjunni.
Fréttir af því að Mugison sé að
semja tónlist fyrir kvikmynd Walt-
ers Salles, On the Road, sem er
byggð á samnefndu bítmeistara-
stykki eftir Jack Kerouac, hafa
flögrað um í nokkur ár núna. Mynd-
in virðist vera komin á algjöran ís
en það er sjálfur Francis Ford
Coppola sem framleiðir í gegnum
fyrirtæki sitt Zoetrope. Coppola
keypti réttinn að myndinni árið
1980 og handrit liggur fyrir en önn-
ur hreyfing virðist varla vera á
verkefninu í augnablikinu. Gus Van
Sant átti upphaflega að leikstýra en
Coppola leitaði svo til Salles eftir að
hann sá The Motorcycle Diaries.
Engin sérstök Wikipedíufærsla
er fyrir myndina en samkvæmt hin-
um áreiðanlega kvikmyndagagna-
banka IMDB er myndin sett á árið
2011. Í viðtali við Morgunblaðið í
ágúst 2008 sagði Mugison:
„Ég er alltaf að fá póst frá Salles
þar sem hann segist verða klár eftir
tvo mánuði. Ég hef fengið þannig
póst í tvö ár núna. Ég bíð bara þol-
inmóður og verð til þegar kallið
kemur.“
Mugison + Kerouac +
Salles = Spennandi!
En ábyggilega án þess að vita af
því. Á flandri um víða velli hins dás-
samlega alnetns raks ritari á upp-
lýsingar um heimstónlistarhátíð
sem haldin er í smábænum Chiches-
ter í Suður Englandi. Hátíðin kall-
ast The Dialog Project og lýsa
skipuleggjendur því stoltir yfir að
hátíðin heiti í höfuðið á fyrstu plötu
hinnar alíslensku Steintryggs, sem
er skipuð ásláttarmeisturunum Sig-
tryggi Baldurssyni og Steingrími
Guðmundssyni. Það er hið öfluga
heimstónlistarbatterí Roots around
the World sem skipuleggur og
greinilegt að fjölskrúðug tónlist
Steintryggs, en þar ægir saman
stefnum og stílum, hefur verið
mönnum innblástur en hátíðin legg-
ur einmitt upp úr sköpunarkrafti
sem kemur úr samslætti ólíkra tón-
listargeira.
Steintryggur nefnir
heimstónlistarhátíð
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ var við endaðan níunda ára-
tuginn eða þar um bil sem Birgir
Haraldsson og félagar í mos-
fellsku rokksveitinni Gildrunni
riðu röftum í íslensku tónlistar-
lífi. Birgir hefur verið í brans-
anum í áratugi en fyrir skemmstu
kom út fyrsta sólóplata hans,
Sjáumst á ný. Birgir segir að
leiði, fyrst og fremst, hafi rekið
hann í verkið.
„Eftir að Gildran hætti stofn-
uðum við 66 og tókum dansi-
ballamarkaðinn með trukki,“ út-
skýrir Birgir. „Árið 2005 var ég
orðinn dálítið leiður á þessu
hjakki og langaði til að gera eitt-
hvað allt annað.“
Platan er lágstemmd og ang-
urvær, leidd af ástríðufullum
söng Birgis en sjálfur lýsir hann
henni sem saknaðarplötu, og með
kristilegu ívafi.
„Mér leið alveg svakalega vel
þegar ég var að vinna þetta,“ seg-
ir Birgir aðspurður. „Ég er dálít-
ið þver og vildi gera þetta aleinn.
Það er dýrt að fara í stúdíó og ég
kom mér því upp aðstöðu sjálfur
heima við og hef verið að dútla
við þetta í þrjú ár.“
Fallegur heimilisiðnaður í Mos-
fellsbænum, segir blaðamaður og
Birgir skellir upp úr. Hann á
enda heima í hinni list- og hand-
verksvænu Álafosskvos.
Þess má að lokum geta að
Gildran hyggst koma saman aftur
í apríl, maí til að fagna 30 ára af-
mæli. Birgir segir að þeir félagar
hafi verið byrjaðir á plötu rétt áð-
ur en þeir hættu og það sé hug-
mynd að koma því efni út með
einhverjum hætti og jafnvel kýla
á tvö, þrjú ný lög. Einn Rokkarinn Birgir er á lágstemmdum nótum á sinni fyrstu sólóplötu.
Fallegur heimilisiðnaður
í Mosfellsbænum
Gildrumaðurinn Birgir Haraldsson gefur út sólóplötu
Eftir Hólmfríði Gísladóttur
holmfridur@mbl.is
NÆSTKOMANDI föstudag hefur
göngu sína íslenskur skets-þáttur á
ÍNN sem ber nafnið Grínland. Það
er níu manna strákahópur úr Verzl-
unarskóla Íslands sem á heiðurinn af
þættinum sem verður í anda Fóst-
bræðra og Svínasúpunnar. Hóp-
urinn myndaðist í kringum
skemmtiþáttanefnd í skólanum sem
sér um 12:00, þátt sem sýndur er
fjórum sinnum yfir skólaárið og inni-
heldur sketsa og umfjöllun um við-
burði í félagslífinu. Davíð Örn Sím-
onarson er formaður nefndarinnar
og segir ævintýrið hafa byrjað á
Youtube. „Við vorum að gera þessa
þætti fyrir Verzló og settum nokkur
vídeó frá okkur inn á Youtube. Áður
en við vissum af var búið að skoða
þau 150 þúsund sinnum og við feng-
um athygli út á það. Svo í byrjun
þessa árs hringdu þeir frá ÍNN í
okkur og vildu spjalla og við fórum á
fund með þeim. Þeir vildu fá okkur í
samstarf og við vorum til í það.“
Mætti ekki ein stelpa
Strákarnir eru á aldrinum 19-20
ára, eru á hinum og þessum náms-
brautum en flestir að fara að útskrif-
ast í vor. En af hverju eru engar
stelpur í hópnum? „Það er þannig að
formaður tekur alltaf viðtöl og tekur
inn í nefnd. Ég tók viðtöl fyrir
skemmtiþáttanefndina og það
mættu svona um 50 manns. En það
mætti ekki ein stelpa. Sem er grát-
legt. Ég var bara mjög hissa, ég
bjóst við því að fá alla vega nokkrar
stelpur en engin mætti. Það er hell-
ingur af hæfileikaríkum leikkonum í
þessum skóla, sem hefur sýnt sig og
sannað í Nemó-sýningum og leik-
ritum, þannig að ég veit ekki af
hverju þær vilja ekki fara í þetta.“
Fyrstu þættirnir eru tilbúnir en í
Grínlandi verða bæði efni sem þeir
áttu á lager og nýtt. Í hverjum þætti
verður einnig frumsamið lag. „Við
höfum verið að taka upp svona grín-
lög þar sem við setjum okkur í hlut-
verk og erum að syngja og leika okk-
ur. Þetta er allt frumsamið, bæði lög
og textar, og það voru aðallega þessi
lög okkar sem slógu í gegn á You-
tube.“ Aðspurður hver markhópur
þeirra sé nefnir hann aldurshópinn
12-30 ára en segir að þátturinn ætti
að höfða til miklu breiðari hóps. „Í
raun höfðar þetta til allra. Þetta eru
bara leiknir sketsar sem ungir sem
aldnir ættu að hafa gaman af.“
Allir eiga strákarnir það sameig-
inlegt að hafa mikinn áhuga öllu sem
viðkemur kvikmyndagerð. „Við höf-
um mikinn metnað fyrir þessu og er-
um mjög spenntir. Þetta er góður
hópur og félagsskapur og mjög
skemmtilegt að vera allir saman að
gera handrit og taka upp og leika.
Og þetta er frábært tækifæri fyrir
okkur til að koma okkur á fram-
færi.“
Strákar úr Verzló með
nýjan „skets“-þátt á ÍNN
Morgunblaðið/Heiddi
Klárir í slaginn Strákarnir eru búnir að taka upp nokkra þætti og verður sá fyrsti sýndur á ÍNN á föstudaginn.