Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 Jól og áramót eru nýliðin og skreyt- ingar óðum að hverfa, bæði úr glugg- um og trjágróðri í kauptúninu sem og á ljósastaurum. Voru ein- staklingar, fyrirtæki og sveitarfélag- ið að venju mjög framtakssöm við skreytingar. Þar sem einmuna veð- urblíða hefur verið um langan tíma er jörð alauð og því verður skamm- degið enn dimmara. Raunar hefur ekki komið hér nokkurt veður frá því á aðfangadag, en þá rauk hann upp með norðanskot. Aflýsa varð jóla- messu í Staðarkirkju í Hrútafirði sem átti að vera síðla kvölds. Ekki var heldur messað í Kirkjuhvamms- kirkju á jólanótt, líkt og liðin ár, þar sem nú þjónaði aðeins einn prestur í héraðinu. Nýkjörinn prestur, Magn- ús Magnússon, tekur við embætti sóknarprests í Breiðabólstaðar- prestakalli nú um miðjan mánuð og hefur starf sitt hér í prestakalli með messu 24. janúar.    Karlakórinn Heimir kom til Hvammstanga í ársbyrjun með söngvöku úr Sturlungu. Var dag- skráin tileinkuð Örlygsstaðabar- daga, með tilheyrandi sönglögum og lesnum söguþræði sem Agnar H. Gunnarsson hafði samið og annaðist hann sjálfur flutninginn. Var þetta hin besta skemmtun og ágætlega sótt af gestum. Sögumaður dró upp mikilúðuga sögu, þar sem mættir voru liðsmenn stríðandi fylkinga, um 3.000 manns. Bardaginn var sá mannskæðasti í Íslandssögunni. Hafi Skagfirðingar þökk fyrir skemmtilega og menningarlega dag- skrá.    Söngvarakeppnir eru vinsælar í hér- aðinu og orðnar árvissir atburðir. Grunnskóli Húnaþings vestra stóð fyrir einni slíkri um síðustu helgi og kom þar fram margt mjög efnilegt söngfólk, sem söng fyrir fullu húsi áheyrenda við undirleik unlinga- hljómsveitar staðarins. Þá er einnig slík keppni fyrir „ungt fólk á öllum aldri“ í héraðinu og verður að þessu sinni haldin í byrjun apríl.    Þorrablótin eru árvissir atburðir í héraðinu. Almenn blót eru þrjú í hér- aðinu; á Hvammstanga fyrir Hvammstangabúa og Vatnsnesinga, í Ásbyrgi í Miðfirði fyrir Miðfirðinga og Hrútfirðinga og í Víðihlíð í Víðidal fyrir Víðdælinga og Vesturhópsbúa. Á Hvammstanga stendur Ung- mennafélagið Kormákur fyrir at- burðinum en í hinum tveimur er um- sjón og framkvæmd í höndum einstakra fjölskyldna, sem tilnefndar eru skömmu eftir síðasta blót. Mikil veisluföng eru á borðum en mestur spenningur er fyrir skemmtilegum annálum, þar sem íbúar svæðisins fá misjafna meðferð í höndum leikara, enginn mun þó fara leiður frá þeim leik, því allt er þetta til gamans gert. Dansað er svo fram á rauða nótt. Smærra blót er svo hjá Félagi eldri borgara, en félagsskapurinn hefur til umráða samkomusal í húsi þar sem annars eru 14 íbúðir fyrir eldra fólk. Félagsskapurinn er sér mjög nógur og hefur sér margt til skemmtunar árið um kring, m.a. föndur, kórstarf, spilastundir, sum- arferðir og margt fleira.    Mikil gróska hefur verið hjá hand- verksfólki í héraðinu, tveir markaðir voru stofnaðir á liðnu sumri, Sveita- markaðurinn Spes og Langafit, báð- ir á Laugarbakka, en heitin höfða bæði til Grettissögu. Gallerí Bardúsa á Hvammstanga er löngu þjóðþekkt fyrir vandaða vöru og eins er um Leirhús Grétu á Litla-Ósi, skammt frá vegamótum til Hvammstanga. Góð sala var hjá þessum aðilum öll- um á liðnu sumri og hyggst hand- verksfólk búa sig undir aukna eft- irspurn á komandi sumri. Handverksfólk sýslunnar hélt jóla- markað í desember í Félagsheimili Hvammstanga skömmu fyrir jólin og tókst hann með ágætum. Til skemmtunar var upplestur, hljóð- færaleikur og söngatriði.    Þá má einnig geta að KIDKA ehf., sem rekur stóra prjónastofu á Hvammstanga, hefur aukið við starf- semi sína og framleiðir prjónavoð af kappi. Voðin er að mestu seld til Rússlands. KIDKA er svo með sölu- búð á Hvammstanga, þar sem seld er m.a. eigin framleiðsla, en einnig vörur úr hráefni hennar, sem unnar eru í saumastofu sem rekin er í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Stór hluti viðskiptavina eru erlendir ferðamenn, sem þykir fengur að komast í sölubúð tengda frumfram- leiðslu, enda fá margir leyfi til að koma í prjónasalinn og þykir til- komumikð að sjá á annan tug véla framleiða fjölbreytilegar prjónavoð- ir. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Jólin Glaðbeittar konur á jólamark- aði í Félagsheimili Hvammstanga. HVAMMSTANGI Karl Ásgeir Sigurgeirsson fréttaritari Úr bæjarlífinu Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is B jartsýni er númer eitt í þessu lífi. Það er svo margt spennandi allt í kringum okkur. Fólk á að gera meira af því að staldra við og anda að sér ilmi augnabliksins,“ segir hinn síkáti Ketill Larsen leikari. Hann sér margar leiðir fyrir íslenska þjóð til að vinna sig út úr kreppunni. „Stundum þarf allt að hrynja svo uppbygging eigi sér stað. Og það er alveg óþarfi að lenda í veseni þó að harðni á dalnum, við getum lært af þessu öllu saman. Ég kalla þetta syndaflóðið hið þurra. Í Biblíunni er sagt frá syndaflóðinu blauta, þegar mennirnir voru orðnir svo breyskir að Guð þurfti að láta koma flóð. Nú höfum við mennirnir aftur gleymt okkur, og ekki bara stóru karlarnir í bönkunum heldur líka almúginn. Fólk henti út úr húsum sínum sófa- settum og innréttingum og í stað þess að laga hús voru þau rifin og byggð ný. Áður þótti skömm að því að vera sparsamur, en nú er fólk að komast að því að það er dyggð.“ Súpujurtir af túnum eyðibýla Ketill hefur ýmsar hugmyndir um sparnaðarleiðir og segir til dæmis helberan óþarfa að eyða gjaldeyri í að kaupa fóður frá útlöndum í skepnurnar okkar. „Við eigum alfar- ið að framleiða dýrafóður hér heima, sem er bæði einfalt og atvinnuskap- andi. Við eigum líka að búa til okkar eigin mjöð til að knýja bílana, til dæmis úr jurtaolíu. Það er hægt að búa til orku úr svo mörgu.“ Ketill segir að við höfum gleymt ótalmörgu sem er allt í kringum okk- ur, sem er nýtilegt. „Við ættum að gera meira að því að borða hið gleymda grænmeti sem finnst úti um alla móa, til dæmis hvönn, sem var gjaldmiðill hér áður, slíkt var verðmæti hennar. Kerfill er líka mjög góð jurt til manneldis, sama er að segja um njóla, hundasúrur og arfa. Þegar Englandsdrottning kom hingað til lands fékk hún lambakjöt á Hótel Sögu sem var kryddað með arfa,“ segir Ketill arfanum til fram- dráttar og bætir við að full ástæða sé til að slá og þurrka gömul tún við eyðibýli því þau séu full af allskonar jurtum sem séu góðar og hollar. „Við eigum að búa til súpujurtir úr þessu.“ Bannað að vera vitlaus Ketill ásamt fleira fólki er með hugmynd að félagi sem heitir Níu sólir. „Þetta er félag fólks sem vill lifa notalegu einföldu lífi og búa í þorpi þar sem endurnýtingarstefna er í hávegum höfð og fólk hjálpast að. Þorpsbúar nýta gleymda græn- metið úti um alla móa, búa til sína orku sjálfir og geta þess vegna verið með fiskeldi og hænur en þó ekki nema til eigin afnota. Húsin má byggja úr ónýttum rekaviði sem og afgangstimbri sem víða er hent. Eins má breyta allskonar járnarusli í prýðis byggingarefni, til dæmis ónýtum bílum. Í svona þorpum verð- ur mikið menningarlíf, sungið, kveð- ið og leikið. Einhver sem er starfinu vaxinn þarf svo að stjórna í þorpinu, einhver sem er ekki með ranghug- myndir um vald sitt, því þá er voðinn vís. Það má heldur ekki breyta litla þorpsbankanum í spilavíti eins og raunin hefur verið hér á landi. Það verður nefnilega bannað að vera vit- laus í þessu þorpi.“ Skyldur Napóleon Bónaparte Ketill er alinn upp í Reykjavík en var sendur nokkur sumur í sveit og segist hafa haft mjög gott af því. „Sextán ára var ég sendur að Þverá í Fnjóskadal yfir heilan vetur og þar var ég taminn. Ég var feitur þegar ég kom þangað en grannur og stælt- ur þegar ég sneri heim og talaði auk þess fallega norðlensku. Þegar ég var yngri var ég einn vetur á Strönd- um, í Trékyllisvík hjá Kjartani Hjálmarssyni sem var þar skóla- stjóri. Þar lærði ég margt skemmti- legt, meðal annars gamla dansa,“ (og hér brestur Ketill í söng um munk sem gekk á engi). Ketill segir að faðir hans hafi ver- ið af sex þjóðernum. „Ég hef ská- settu augun frá föðurafa mínum, Rasmus Larsen, en hann var fiðlu- leikari við dönsku hirðina og lék í og stjórnaði hljómsveit við Tívolí. Ras- mus var af sænskum ættum og tal- inn skyldur Svíakonungi en það reyndist misskilningur. Aftur á móti er öruggt að ég er frændi Napóleons Bónaparte.“ Til 19 landa með Inuk Ketill er mikill ævintýramaður og hefur ferðast út um víða veröld. „Ég hef farið tólf sinnum til Grænlands og mér finnst að Íslend- ingar og Grænlendingar eigi að vinna meira saman. Svo fór ég í kringum jörðina árið 1973. Hluta af ferðinni var ég í slagtogi með þrem- ur stúlkum og indverskum manni. Eftirminnilegast fannst mér að koma til Hawaiieyja. Vissulega var Indland áhugavert en þar var of heitt, ég var þar á regntímabilinu,“ segir Ketill sem fór líka á áttunda áratugnum til 19 landa með leik- hópnum sem setti upp leikritið Inuk. „Brynja Ben, sú stórkostlega merki- lega kona, valdi mig til að leika í þessu verki vegna þess að ég er nokkuð góður í að búa til allskonar náttúruhljóð og dýrahljóð en þau voru mikið notuð í sýningunni. Við vorum fimm leikarar og einn tækni- maður. Þetta var heilmikið ævintýri, við fórum um Evrópu, Ameríku, Mexíkó, Panama, Kosta Ríka, Gvatemala, Venusúela, Kólumbíu og Brasilíu.“ Prestar hafa gott útsýni yfir fólkið í sinni sókn Að finna réttan maka handa ein- hleypu fólki segir Ketill að sé aðeins skipulagsatriði, jafn einfalt og að borða hafragraut. „Í byggðum landsins þarf að vera jafnvægi í þessum málum en margir inn til sveita eru makalausir. Sumir hafa hreinlega ekki tíma til að standa í þessu, aðrir eru of feimnir til að bera sig eftir maka. Ég tek það fram að þetta á líka við fólk í þéttbýli. Vissu- lega hefur hjónabandsmiðlun farið fram í gegnum tölvur, en sumir vilja ekki koma nálægt slíku. Við þurfum því að virkja presta landsins eða ein- hverja aðra sem þekkja vel fólkið í sinni sókn, til að hafa milligöngu um þessi mál.“ Morgunblaðið/Heiddi Fjölhæfur Katli er margt til lista lagt, hann syngur og leikur á ýmsum tungumálum og spilar undurfallega á penna. Syndaflóðið þurra Lífskúnstnerinn Ketill Larsen hefur sínar hug- myndir um hjónabands- miðlun, nægjusemisþorp og íslenskt eldsneyti. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi efnir til fundar um menntamál í aðdraganda prófkjörs sjálfstæðismanna hinn 23. janúar. Fundurinn verður haldinn í dag, miðvikudaginn 20. janúar, kl. 17:00 á kosningaskrifstofu Kjartans að Ármúla 18.  Hvernig varðveitum við gæði kennslunnar og námsaðstöðu?  Þróun samræmdra prófa  Til hvaða aðgerða hefur borgarstjórn gripið tilað tryggja að kreppan komi ekki of hart niður á menntun?  Hvernig auðgum við samskipti heimila og skóla?  Hvar verður hagrætt til að bregðast við ástandinu? Allir velkomnir! Kjartan Magnússon Menntun er almannaheill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.