Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand KOMINN TÍMI TIL AÐ ÞURRKA AF ER STRAX KOMINN JANÚAR? ...OG VIÐ SUNGUM, OG VIÐ MÁLUÐUM OG VIÐ HLUSTUÐUM Á SÖGUR, OG VIÐ LITUÐUM Í LITABÆKUR, OG VIÐ HVÍLDUM OKKUR... DAGURINN VAR ÆÐISLEGUR! ÖLL BÖRN ÆTTU AÐ FARA Í LEIKSKÓLA! TRÚÐU MÉR, ÞAÐ ER ÁKVEÐIN LEIÐ TIL AÐ VERA HAMINGJUSAMLEGA GIFT! OG EF ÉG KEMST AÐ ÞVÍ HVER HÚN ER... ÞÁ SKAL ÉG LÁTA ÞIG VITA HANN VILL TALA VIÐ DOLLÝ LALLI, VIÐ ERUM LOKSINS EIN Á RÓMAN- TÍSKU GISTIHEIMILI OG ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ VILT GERA ER AÐ ATHUGA TÖLVUPÓSTINN ÞINN! ÞETTA TEKUR ENGA STUND! MÁLIÐ ER AÐ VIÐ HÖFUM LOKSINS TÍMA FYRIR OKKUR TVÖ! AF HVERJU GASTU EKKI BARA SKILIÐ SÍMANN ÞINN EFTIR HEIMA? HVAÐ ERTU AÐ BULLA? ÉG ER EKKI AÐ BULLA! VULTURE ER AÐ SKRIFA SKILABOÐ TIL KÓNGULÓARMANNSINS Á HIMININN HANN MÁ AÐ MINNSTA KOSTI EIGA EITT... HANN ER ÁGÆTUR Í STAFSETNINGU VULTURE SKORAR Á KÓNGULÓARMANNINN AÐ HITTA SIG Á HÁDEGI OFAN Á CHRYSLER-BYGGINGUNNI Mamma Gógó algjör snilld! FRIÐRIK Þór Frið- riksson kvikmyndaleik- stjóri hefur gert marg- ar góðar kvikmyndir í gegnum tíðina. Ég fór á dögunum og sá nýjustu mynd hans Mamma Gógó. Þar er á ferðinni mynd sem Íslendingar, sem vilja sjá íslenska framleiðslu eins og hún gerist best, mega ekki missa af. Það sem heill- aði mig mest var leikur Kristbjargar Kjeld, Hilmis Snæs, Gunnars Eyjólfssonar og leikara í minni hlut- verkum. Tónlist Hilmars Arnar er líka magnþrungin og undirstrikar til- finningarnar í myndinni. Og ekki má gleyma kvikmyndatöku Ara Krist- inssonar, en þeir félagar eru snill- ingar, hvor á sinn hátt, og klikka ekki þegar þeir vinna saman. Myndin fjallar um hinn óhugn- anlega sjúkdóm alzheimer. Móðir Friðriks fékk þennan sjúkdóm og er myndin um þrautagöngu hennar og fjölskyldunnar er hún fer smám saman inn í þetta algleymi. Einnig er sögð saga Friðriks er hann gerði myndina Börn náttúrunnar, þar sem hann lenti í gífur- legum fjáhagserfið- leikum við að koma henni á hvíta tjaldið. Einnig er skemmtilegt hvernig Friðrik fléttar inn í myndina atriðum úr kvikmyndinni 79 af stöðinni. Minnisstæðast er at- riðið þar sem Friðrik þakkar móður sinni fyr- ir það hvað hún hafi reynst honum vel sem móðir, það at- riði fær hörðustu karlmenn til að þurka tárin, allavega gerði ég það. Ég skora á alla Íslendinga sem vilja styrkja íslenska kvikmyndagerð (ekki veitir af) að láta þessa frábæru mynd ekki framhjá sér fara. Takk fyrir mig! Magnús Ólafsson, Hafnarfirði. Ást er… … að þora að sýna þig eins og þú ert. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikf. kl. 8.30, postulín kl. 9, Grandabíó, kvikmyndakl., út- skurð./postulín kl. 13. Skrán. í leikhús 23. jan. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15, handav./ smíði/útsk. kl. 9, heilsug.kl. 10, söng- stund kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Glerlist, brids/vist. Bústaðakirkja | Samvera kl. 13, hand- av., spil, spjall og kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnust. kl. 9, leikf. kl. 10, verslunarferð kl. 14.40. Dalbraut 27 | Handav.st. kl. 8, vefn. kl. 9, leikf. kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar kl. 10, söngvaka kl. 14, söngfél. FEB æf. kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30/10.30, glerl. kl. 9.30. Sala á þorra- blóti kl. 10. Félagsv. kl. 13, viðtalst. FEBK kl. 15, bobb kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndl. kl. 9, ganga kl. 10, leikf. kl. 12.45, postu- lín./kvennabrids kl. 13, Sturlunga kl. 16. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikf. kl. 8 og 9, kvennal.f. kl. 9.45/ 10.30/11.15, brids/bútas. kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnust. kl. 9, handav./tréútsk., vatnsleikf. kl. 9.50, leikf. kl. 10.30, spilasalur op. f. hád. Á morgun kl. 7.30 pottakaffi í Breiðholts- sundlaug. Grensáskirkja | Samverust. í safn- aðarheimilinu kl. 14. Háteigskirkja | Brids í Setrinu kl. 13, komið saman um kl. 10, kl. 11 er bæna- guðsþjónusta, brids kl. 13 og kaffi. Hraunbær 105 | Hjúkrunarfr. og handa- vinna kl. 9, útsk., matur og kaffi. Hraunsel | Rabb kl. 9, pútt, bókm./ söguklúbb. kl. 10, línud. kl. 11, handav. /útsk. kl. 13, bingó kl. 13.30, Gaflarakór- inn kl. 16.15. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30/9.30/ 10.30, vinnust. kl. 9, samvera kl. 10.30. Hæðargarður 31 | Hringborð kl. 8.50, Stefánsganga, postulín/handverk og framsögn kl. 9. Hláturhóp. og ókeypis ölvuleiðb. kl. 13, gáfumannakaffi kl. 15, myndl.sýn. Geirharðs Þorsteins. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópa- vogssk. kl. 15.30. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 10 keila í Keiluh. v/Öskjuhlíð og listasm. á Korpúlfsst. kl. 13, gler-/tréútskurður. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfr. kl. 10.30, iðjustofa – glerm. kl. 13, laus sæti, myndlistarnámsk. kl. 13, laust, kaffi. Leshópur FEBK Gullsmára | Arngr. Ís- berg les Sturlungu í Gullsmára kl. 16. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Ragnheiður Sverrisd. talar um starf djáknans. Norðurbrún 1 | Hljóðbók kl. 10.30, útsk. kl. 9, félagsv. kl. 14. Vesturgata 7 | Sund kl. 10, mynd- mennt/postulín. kl. 9, Bónus kl. 12, tré- sk. kl. 13, kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handav.st. kl. 9, morgunst. kl. 10, verslunarf. kl. 12.20, saga kl. 12.30, bókband kl. 9, dans kl. 14. Hallmundur Kristinsson yrkir íléttum dúr: Þótt ég sé stríðinn þá er ég nú ekki alltaf með hrekki; oftast er ljúfur við þá sem ég þekki þó að ég drekki. Til að fyrirbyggja misskilning tekur hann það fram að síðasta hendingin sé eingöngu rímsins vegna! Og Jón Gissurarson var fljótur að svara í kerskni: Ég er ljúfur við landsins þegna, er lykilstörfum hér gegna. Við aðra er fár og dreg að þeim dár, en drekk bara rímsins vegna. Kristján Runólfsson bregður upp svipmynd af presti, Halldóru og reiðtúr: Ef sér maður Halldóru á hesti, halda í langferð með nesti, þá í lautu ég vil, leggj́ana til, því mér líður sem langstöðnum presti. Björn Ingólfsson er fljótur að barna limruna: Karlmennskutökin ég kenni, Kristjáns á Halldóru í Enni. Í lautinni er far eftir liggjandi par þar sem messaði hann yfir henni. Í Íslenskri fyndni er vísa eignuð Tómasi Guðmundssyni undir yf- irskriftinni Eftir loftárás: Þú ert eins og eftir loft- árás. Það er lýgi- legt, en þú ert ennþá oft- ast á fylliríi. Jón Arnljótsson veltir fyrir sér þjóðmálunum: Áttu pening eftir jól? Engin dugir voma. Drífðu hann í skattaskjól, „Skalli“ fer að koma. Í vísnasafni Héraðsskjalasafns Skagfirðinga má finna vísu eftir Friðgeir H. Berg: Meðan Hekla gamla gýs gifta Íslands smækkar. Meðan á skrokknum skríða lýs skattana þingið hækkar. Vísnahorn pebl@mbl.is Af limrum og loftárás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.