Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is EYJAFLOTANUM, alls um 30 skipum, verður stefnt í land á morgun og á fimmtudagskvöld verð- ur haldinn fundur í Vestmannaeyjum. Yfirskrift hans er „fyrnum fyrningarleiðina“ og verður ýms- um aðgerðum stjórnvalda mótmælt. „Hvatinn að þessum aðgerðum er harður og heitur, hundrað manna fundur skipstjóra og háseta milli jóla og nýárs sem sagði nei við fyrningarleið, nei við 5% útflutningsálagi og nei við niðurfellingu sjómanna- afsláttar,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Breiður hópur stendur að fundinum, það eru Sjómannafélagið Jötunn, Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Verðandi, bæði félög útvegsbænda, fiskvinnslan í Eyjum og bæjaryfirvöld. Þórður Rafn Sigurðsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, segir Eyjamenn óánægða með alla þessa þætti og nefnir sem dæmi að 5% útflutn- ingsálag hafi beina tekjuskerðingu í för með sér. „Við viljum mótmæla valdníðslu stjórnvalda og þá sérstaklega sjávarútvegsráðherra, það er ekki hægt að tala við þessa menn,“ segir Þórður Rafn. Bergur Kristinsson, formaður Verðandi, tekur í sama streng og segir að 5% útflutningsálag sam- svari því að missa eitt skip frá Eyjum og þau störf sem því fylgi. Stendur og fellur með tekjum sjávarútvegsins Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að tekjur bæjarfélagsins í Eyjum standi og falli með tekjum sjávarútvegsins. „Allt sem verður til þess að skaða arðsemi greinarinnar bitnar beint á pyngju sér- hvers bæjarbúa og bæjarkassans. Þegar vel árar í sjávarútvegi þá árar vel í rekstri bæjarfélagsins. Handaflstilflutningur á verðmætum yrði gríðar- legt áfall fyrir alla samfélagsgerðina hér. Ef við lítum á boðaða breytingu ráðherra á skötuselskvóta þá kostar hún ein og sér hagkerfi Eyjanna um 400 milljónir króna á ári og tekjur sjómanna hér myndu rýrna um 140 milljónir. Út- flutningsálagið kostar á sama hátt um 200 millj- ónir og tap sjómanna vegna breyttra vigtarreglna er um 70 milljónir. Fyrningarleiðina þarf ekki að ræða, því fyrirtækin og samfélagið hér færu lóð- beint á hausinn með slíkum aðgerðum. Fundur þessa breiða hóps ætti því ekki að koma nokkrum manni á óvart,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Eyjaflotanum stefnt í land  Sjómenn, útgerð, fiskvinnsla og bæjaryfirvöld standa fyrir fundi á morgun  Mótmæla aðgerðum stjórnvalda undir yfirskriftinni „fyrnum fyrningarleiðina“ FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MEÐALHITI það sem af er janúar hefur stigið býsna mikið dag frá degi undanfarið. Í gær var meðalhitinn kominn í 1,5°C og er það um tveimur stigum yfir meðal- lagi, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veð- urstofu Íslands. Hann sagði að hitinn þyrfti að fara a.m.k. fjögur stig yfir meðallag til að hægt væri að tala um óeðlilegt ástand. Búast má við hlýindum hér á landi að minnsta kosti fram yfir næstu helgi. Kuldi í upphafi mánaðarins vegur á móti hlýindunum sem hafa nú staðið yfir í um hálfan mánuð. Trausti sagði að ef hlýindin myndu endast í fjórar vikur yrði hægt að tala um óeðlilegt ástand. Meðan Íslendingar hafa notið hlýinda nú undanfarið hefur kuldi plagað fólk víða í Evrópu. Trausti sagði að eitthvað hefði dregið úr kuldum í Evrópu undanfarið. Kuldaköstin í Evrópu hefðu þó ekki staðið svo lengi að þau teldust óvenjuleg. Hlýrra á norðurslóðum en um miðbik álfunnar Mjög hár loftþrýstingur var yfir Grænlandi á meðan kalt var hér í byrjun janúar. Hæðin þokaðist síðan aust- ur fyrir Ísland og þá kom sunnanátt hér og hlýnaði. Um leið dró heldur úr kuldum í Evrópu og suðaustlægra átta gætti a.m.k. í vestanverðri álfunni. Trausti sagði að þessu hefðu fylgt mikil hlýindi í norðanverðri Skandinav- íu, í Finnmörku og Lapplandi, þótt það hefði ekki verið í fréttum. Hiti þar var 6°-8°C yfir meðallagi. Hitamunur var því minni milli Norður- og Suður-Evrópu en venju- lega. Sunnan og austan við háþrýstisvæðið blása vindar úr norðri og norðaustri og geta borið með sér kulda frá Síb- eríu til Vestur- og Mið-Evrópu ef nógu lengi blæs úr þeim áttum. Í gær var hæðarhryggur hér fyrir austan land og hæð yfir Hvítahafssvæðinu í Rússlandi. Trausti sagði að nokkuð kalt hefði verið í Evrópu í gær og var til- tölulega kaldast í Grikklandi og á Suður-Ítalíu. Ekki er útlit fyrir stórbreytingar næstu daga en allt eins gæti nýtt kuldakast verið í uppsiglingu í Evrópu, að mati Trausta. Þannig er spáð mjög köldu veðri í Þýska- landi um helgina. Einnig er líklegt að snjói í Bretlandi. Austur í Rússlandi er kaldast í miðju landinu, í kring- um Moskvu og á þeim slóðum. Þar er víða -25°C til -30°C gaddur þessa dagana. Hins vegar er frostið ekki nema -3°C til -5°C austur eftir allri Síberíuströndinni og því óvenjulítið frost á þeim slóðum miðað við árstíma. Byggt á korti frá COLA Afbrigði í hitaspá 19. - 26. janúar °C 10 8 6 4 2 0 -2 -4 -6 -8 -10 + - Hitafrávik verða á hverju ári Frávik frá meðalhita verða á hverju ári og teljast þau yfirleitt ekki til tíðinda. Sums staðar verður hlýrra og annars staðar kaldara en meðaltalið segir til ummiðað við árstíma. Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði að það sem gerðist nú nýverið og athygli vakti í fréttum víða um heim hefði verið að kuldapollar lentu á tveimur mjög þéttbýlum heims- hlutum, annars vegar miðri Evrópu og hins vegar austurströnd Bandaríkjanna og inni í miðríkjunum. Hitablettirnir hefðu hins vegar lent t.d. á strjálbýlum slóðum norðurhéraða Kanada auk Íslands. Halldór sagði að nýliðinn desember hefði ekki verið óvenjukaldur þegar litið væri til alls heimsins, þótt óvenjulega kalt hefði verið á nokkrum stöðum. Horfur á áfram- haldandi hlýindum  Meðalhiti í janúar stígur nú dag frá degi  Kuldakast í upphafi mánaðarins vegur á móti hlýindunum nú Veðurfarið undanfarnar vikur veldur ýmsum undr- un. Íslendingar og íbúar Norður-Skandinavíu hafa notið fremur mildrar veðráttu meðan kuldar hafa verið víða sunnar í Evrópu. Morgunblaðið/Heiddi Hlýindi Hjólreiðamenn hafa getað dregið fram fáka sína í janúar í meiri mæli en oft áður á þessum tíma. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HOSMANY Ramos er sann- færður um að sín bíði aðeins dauðinn, verði hann fram- seldur til Bras- ilíu. Hann verði þó ekki drepinn á meðan fjöl- miðlar fylgist með máli hans en um leið og áhugi þeirra á mál- inu fjarar út, eins og ávallt gerist, sé voðinn vís. Í brasilískum fang- elsum séu ýmsar aðferðir notaðar til morða, menn séu ekki endilega skotnir eða stungnir heldur sé al- gengara að þeim sé byrlað eitur. Þetta er meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu Ramos í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann reynir nú að fá úrskurði dóms- málaráðuneytisins um að hann skuli framseldur til Brasilíu hnekkt, einkum á þeim grundvelli að vistin sem bíður hans sé ómannúðleg. Ramos var síðast í fréttum fyrir um tveimur vikum þegar hann reyndi að flýja úr vörslu fanga- varða og ógnaði m.a. öðrum þeirra með heimatilbúnu egg- vopni. Hilmar Ingimundarson, réttargæslumaður Ramos, sagði fyrir dómi í gær að framsal hans væri a.m.k. útilokað á meðan mál þetta væri í rannsókn og það kom honum greinilega á óvart þegar fulltrúi ríkissaksóknara sagði að engar upplýsingar væru í tölvu- kerfi lögreglunnar um að málið væri yfirleitt í rannsókn. Hilmari þótti þetta furðu sæta, enda tæki ákæruvaldið yfirleitt hart á brot- um gegn valdstjórninni. Ræddi hann málið nokkuð og varð það m.a. til þess að Arngrímur Ísberg dómari spurði hvort Hilmar ætl- aði e.t.v. sjálfur að koma fram kæru á hendur Ramos og hvernig hann hygðist þá taka til varna. Sitji inni til 2021 Ramos var handtekinn á Kefla- víkurflugvelli í ágúst þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan kom í ljós að hann var eftirlýstur af brasilískum yf- irvöldum þar sem hann hafði stungið af úr landi meðan hann var í leyfi úr fangelsi í Sao Paulo. Þar afplánaði hann 24 ára fang- elsisdóm fyrir mannrán og átti samkvæmt dómnum að sitja inni allt til ársins 2021. Ramos er fæddur árið 1945. Dauðinn bíður í ómannúðlegu fangelsi í Brasilíu Flóttatilraun Hosmanys Ramos sætir ekki sérstakri rannsókn hjá lögreglu Hosmany Ramos BÆJARSTJÓRN Álftaness hefur verið boðuð til „vinnufundar“ í Haukshúsum á morgun, fimmtu- dag, kl. 17. Í fundarboði er vakin at- hygli á að á fundinum verður lagt til að málin sem eru á dagskrá verði rædd sem lokuð mál. Sveitarfélagið er greiðsluþrota og það fékk fyrir áramót frest til 20. janúar til að skila áætlun til eft- irlitsnefndar um fjármál sveitarfé- laga um hvernig það hygðist vinna á vandanum. Fresturinn var síðar framlengdur um viku. Á fundinum á morgun verða m.a. lögð fram drög að skýrslu bæjar- stjórnar vegna samkomulags við eftirlitsnefndina og hún kynnt sem trúnaðarmál. Þá verður rætt um fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013. runarp@mbl.is Luktar dyr á Álftanesi 8 LIÐA ÚRSLIT KONUR FH - KA/Þór Víkingur 2 - Valur Stjarnan - Haukar Grótta - Fram Kaplakriki Víkin Mýrin Seltjarnarnes 18:30 19:30 19:30 19:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.