Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
VinsældirObamaBanda-
ríkjaforseta hafa
hríðfallið heima
fyrir, þótt enn
eimi eftir af pólitísku popp-
goðsímyndinni erlendis. Það
var hún sem blindaði svo
norsku nóbelsnefndina að
hún sá hvorki veginn né
beygjurnar og flaug út af. Nú
hefur Obama minna fylgi en
Bush fyrirrennari hans um
sama leyti, en þá verður að
hafa í huga að morðárásirnar
á Manhattan skekktu allar
slíkar mælingar, því þjóðir
þjappa sér um leiðtoga sinn
við slíkar aðstæður. Og þótt
þessar kannanir hafi snúist
svo illa fyrir Bandaríkja-
forseta er það engin vísbend-
ing um að hann verði slakur
forseti. Hann er kannski
helst að gjalda þess nú hve
væntingarnar skutu miklum
byr undir vængi hans og
hann varð persónugervingur
vona milljóna manna um all-
an heim. Veruleikinn tekur
ætíð í slíka tauma. Spurn-
ingin er einvörðungu sú
hversu hart hann tekur í.
Bush sigldi góðan byr um
það leyti sem ríki hans og
bandamenn lögðu Írak undir
sig og Hussein hljóp oní holu
sína. Sigurinn hafði verið
miklu auðveldari en nokkurn
óraði fyrir, mannfall innrás-
arliðsins lítið miðað við allar
spár og sigurvegurunum
virtist vel fagnað. Í Wash-
ington og London fögnuðu
menn og undruðust að sigur-
gyðjan hefði verið þeim
svona góð. En gleðin var
skammvinn. Gjöreyðingar-
vopnin, sem færustu leyni-
þjónustur í heimi höfðu full-
yrt að væru þar, fundust
hvurgi. Þessar leyniþjón-
ustur þykjast þekkja títu-
prjónshausa í sundur í gegn-
um gægjugat gervitungla.
Og svo bættist við, að þótt
stríðið í Írak hefði verið
bærilega undirbúið, þá hafði
gleymst að gera ráð fyrir
sigrinum. Sjálfsagt myndu
menn ætla að Íraksstríðið
hefði dregið mjög úr vin-
sældum Bush forseta. En
það skipti ekki sköpum og
forsetinn hlaut ágætt endur-
kjör árið 2004.
Það var annað mál sem fór
verst með hann og skemmdi
þá ímynd, sem hann vildi að
landar sínir hefðu af sér. „Ég
er forseti athafna fremur en
orða,“ sagði hann iðulega
stoltur. New Orleans gerði
slíkar yfirlýsingar að örg-
ustu öfugmælum í huga kjós-
enda. Þegar sjón-
varpsstöðvarnar
sýndu dögum og
vikum saman
myndir af ham-
farasvæðinu, sem
líktust þeim sem Bandaríkja-
menn sáu einstaka sinnum
frá Bangladess og Rúanda
eða Búrúndí, skömmuðust
þeir sín niður í tær. Þetta gat
ekki verið þeirra mikla ríki,
það voldugasta sem heim-
urinn hafði nokkru sinni séð.
Óöld, úrræðaleysi, eymd og
hrakfarir varnarlausra
smælingja, örvænting venju-
legra Bandaríkjamanna skar
í augun. Var þetta allt forset-
anum að kenna? Auðvitað
ekki. Borgarstjórinn var
demókrati, fylkisstjórinn var
demókrati og þeir og meira
og minna öll embættis-
mannaflóra þeirra brást. Því
fyrirsjánlegt hafði verið í
áratugi að við tilteknar að-
stæður gæti einmitt það sem
gerðist hæglega orðið. En
forsetinn, maður athafna en
ekki aðeins orða, hann varð
táknmyndin. Hann hafði
sjálfur pantað það hlutverk
og naut sín í rullunni. Til við-
bótar brugðust þeir sem und-
ir hann heyrðu hikandi og
illa við og virkuðu ótrúverð-
ugir og utan við sig og sjálfur
var forsetinn of seinn að átta
sig á hvaða skelfing hafði
orðið.
Ekki var kostur að kenna
Bin Laden um þetta og reiði
sinni getur sanntrúaður mað-
ur ekki beint að Guði sínum,
þótt hann telji sig eiga sitt-
hvað vantalað við hann í
bænum sínum. Nei, á borð
forsetans hafði borist bögg-
ull. Honum fannst það
kannski blóraböggull, en af
borðinu varð honum ekki
hnikað. George W. Bush sat
uppi með hann og náði eftir
það aldrei vopnum sínum.
Margur hafði horn í síðu
Bush af hinum og þessum
ástæðum, en ekkert eitt mál
skaðaði hann meira.
Haítí er ekki hluti Banda-
ríkjanna. En þau hafa
löngum áskilið sér ríkan
íhlutunarrétt í málefni þessa
bláfátæka nágranna síns. Má
draga mjög í efa að sú íhlut-
un hafi endilega alltaf verið
til góðs. Ef Bandaríkin
bregðast nú, þegar þau eru
ein í færum um að gera eitt-
hvað sem munar um þegar
þetta litla land er svo hætt
komið, er viðbúið að sam-
skotasöfnun fyrir end-
ursendingarkostnaði á frið-
arverðlaunum Obama til
Oslóar muni ganga vel.
Bandaríkin verða
að beita öllu sínu
afli til hjálpar Haítí }
Veikasti nágranninn
í heljarnauð
E
f maður ætti að sjúkdómsgreina
íslensku þjóðarsálina, yrði
niðurstaðan sú að hún væri geð-
hvarfasjúk. Tveir eiginleikar
vega þar þungt. Mikilmennsku-
brjálæði og minnimáttarkennd.
Í maníuköstum teljum við gjarnan upp þá
kosti sem prýða Íslendinga og vílum ekki fyrir
okkur að rökstyðja það með einföldum tilvís-
unum í þjóðveldisöldina, víkingatímann og
það hversu kalt sé hér á landi.
Í niðursveiflum sjáum við ekkert nema
ókostina. Þá teljum við okkur fá, smá og
ómerkileg. Þá megum við varla heyra á neitt
jákvætt minnst um Íslendinga. Það nýjasta er
að ekki megi segja frá björgunarafrekum Ís-
lendinga á Haítí. Það sé svo sjálfhverft! Þar að
auki teljum við að allir gallar samfélagsins séu
séríslenskir. Ef eitthvað er gagnrýnivert er sagt að það
sé „alveg dæmigert fyrir Íslendinga“, eins og sömu
vandamál séu ekki fyrir hendi annars staðar.
Fjölmargt mætti tína til, en umræðuhefðin er eitt af
því sem fólk virðist almennt sammála um að sé sér-
staklega vanþroskuð á Íslandi og mikil meinsemd. Hún
einkennist víst af sífelldum upphrópunum og Íslendingar
fara að sögn alltaf „í manninn“ en ekki málefnið.
Í þessu samhengi mætti rifja upp að umræðan er lítt
merkilegri annars staðar. Hér erum við til dæmis nokk-
urn veginn laus við rammpólitískar sjónvarpssleggjur. Í
Bandaríkjunum taka þær viðtöl í þeim eina tilgangi að
reyna að krossfesta viðmælendur sína í beinni útsend-
ingu. Tilgangurinn er ekki sá að fræða áhorf-
andann eða miðla upplýsingum. Í þetta sækir
almenningur grundvöll skoðanamyndunar
sinnar, ekki síður en í fréttatímana.
Dæmi um þetta kom upp í tengslum við
hamfarirnar á Haítí. Sjónvarpspredikarinn
Pat Robertson sagði vandamálið það að
Haítí-búar væru á mála hjá djöflinum og
íhaldsmaðurinn Rush Limbaugh gagnrýndi
Obama fyrir að bregðast hraðar við þá en við
hryðjuverkatilræðinu í Detroit.
Til að bregðast við þessum ummælum
ávarpaði frjálslynda sleggjan Keith Olber-
mann, sem stjórnar misvinsælum þætti á
fréttastöðinni MSNBC þá Robertson og Lim-
baugh, í þætti sínum: „Herra Robertson,
vegna taktleysis þíns og ánægju þinnar af
eymd annars fólks, slepjulegrar sjálfsánægju
þinnar og „ég er heilagari en þú“-elliglapakjaftæðinu í
þér, er ég nú líklegri til þess að trúa því að þú sjálfur sért
djöfullinn. Herra Robertson, herra Limbaugh, líf ykkar
eru minna virði en líf þeirra lágkúrulegustu, verstu og
fátækustu af þeim sem enn liggja í rústunum á Haítí í
kvöld. Þið þjónið engu góðu, þið þjónið engum guði. Þið
hvetjið til heimsku og haturs og ég myndi óska ykkur til
helvítis. En vitandi hversu sálarlausir þið hljótið að vera,
fyrst þið segið svona hluti á svona sársaukafullum tíma-
punkti, grunar mig að það tómlega og tilgangssnauða líf
sem þið lifið sé nú þegar nógu mikið helvíti fyrir ykkur.“
Þetta er auðvitað mjög fágað og þroskað miðað við
hina íslensku umræðu. Eða hvað? onundur@mbl.is
Önundur Páll
Ragnarsson
Pistill
Nei, þú ert djöfullinn!
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
N
ýtt ákvæði í skattalög-
um um skattlagningu
arðs gerir það að
verkum að margir sjá
hag sínum betur borg-
ið í samlagsfélagi eða sameign-
arfélagi heldur en einkahlutafélagi.
Fyrrnefndu rekstrarformin bjóða
upp á léttbærari skattlagningu á
hagnað fyrirtækja og félaga og við
núverandi aðstæður má nánast ganga
svo langt að segja einkahlutafélagið
ónýtt rekstrarform þegar um er að
ræða fáa hluthafa.
Sýslumenn sjá um skráningar á
stofnun samlagsfélaga og sameignar-
félaga. Þegar í lok síðasta árs mátti
greina töluverða aukningu á skrán-
ingu slíkra félaga og sama þróun hef-
ur einkennt fyrstu tuttugu daga
þessa árs. Mest hefur fjölgunin orðið í
Reykjavík.
Nær ekki til Suðurnesja
Hjá sýslumanninum í Reykjavík
fengust þær upplýsingar að aðallega
hefði orðið sprenging í stofnun sam-
lagsfélaga. Á árinu 2008 voru 45 sam-
lagsfélög stofnuð og 12 sameign-
arfélög. Á árinu 2009 voru stofnuð
samlagsfélög hins vegar 82 en þar af
voru 40 félög skráð á síðustu fjórum
dögum ársins. Þá voru 20 sameignar-
félög stofnuð á síðasta ári.
Það sem af er árinu 2010 hafa 25 ný
samlagsfélög verið stofnuð og fimm
sameignarfélög. Þróunin er hins veg-
ar ekki jafn skörp hjá öðrum emb-
ættum. Í Hafnarfirði voru 33 sam-
lagsfélög eða sameignarfélög stofnuð
á síðasta ári. Sex félög hafa verið
stofnuð á fyrstu dögum þessa árs en
það er rétt tæplega helmingi færri fé-
lög en allt árið 2008 þegar fjórtán slík
félög voru skráð.
Þessi bylgja virðist þó ekki hafa
náð til Suðurnesja eða Kópavogs. Hjá
sýslumanninum í Keflavík voru þrjú
samlagsfélög eða sameignarfélög
stofnuð á árinu 2008, fjögur árið 2009
og eitt samlagsfélag það sem af er ári.
Í Kópavogi voru sextán félög skráð
2008, fimmtán á síðasta ári og fimm
það sem af er mánuði.
Einkahlutafélag ber ábyrgðina
Eigendur sameignarfélags ábyrgj-
ast allir sem einn, með öllum eigum
sínum, skuldir félagsins. Ábyrgðin er
bein, óskipt og ótakmörkuð. Í sam-
lagsfélögum ber hins vegar að
minnsta kosti einn aðili ótakmarkaða
ábyrgð á skuldbindingum félagsins.
Aðrir bera takmarkaða ábyrgð miðað
við framlagt stofnfé.
Skýringin á því hvers vegna færri
hafa stofnað samlagsfélög og sam-
eignarfélög hingað til er hin ótak-
markaða ábyrgð félagsmanna. Menn
leysa það í dag með því að stofna
einkahlutafélag sem látið er bera hina
ótakmörkuðu ábyrgð og eru eigendur
þess svo einnig stofnendur í félaginu
en bera einungis takmarkaða ábyrgð.
Þar sem eigendur einkahlutafélaga
bera takmarkaða ábyrgð ber í raun
enginn fulla persónulega ábyrgð á
skuldbindingum samlagsfélagins.
Allar eignir einkahlutafélagsins
standa þó að sjálfsögðu að baki ótak-
mörkuðu ábyrgðinni og renna upp í
skuldir samlagsfélagsins sé það tekið
til gjaldþrotaskipta.
Morgunblaðið/Golli
Rekstur Sífellt fleiri sjá sér í hag í því að stofna samlagsfélög eða sameign-
arfélög, í kjölfar breytinga á skattalögum sem tóku gildi um áramót.
Komast undan
persónulegri ábyrgð
Breytingar á skattalögum sem
tóku gildi um áramót hafa orðið
til þess að samlagsfélögum fjölg-
ar ört. Fjölgunin er þó að mestu
bundin við höfuðborgina, en á því
eru ekki einhlítar skýringar.
Hvað er samlagsfélag?
Samlagsfélag er blanda af sam-
eignarfélagi og hlutafélagi. Að
minnsta kosti einn aðili ber ótak-
markaða ábyrgð á skuldbind-
ingum félagsins. Aðrir bera tak-
markaða ábyrgð sem miðuð er við
tiltekna fjárhæð eða hlutfall. Sam-
lagsfélög eru skammstöfuð slf.
Um tilkynningu samlagsfélags
gildir hið sama og um tilkynningu
sameignarfélags.
Hvað er sameignarfélag?
Sameignarfélag er samstarfsform
sem byggist á samningi tveggja
eða fleiri aðila um sameiginlega
fjárhagslega starfsemi, þar sem
allir félagsmenn bera beina,
óskipta og ótakmarkaða ábyrgð á
skuldbindingum félagsins. Um
sameignarfélög gilda engin sér-
stök lög en víða í löggjöfinni er að
finna ýmis ákvæði. Tvö tekju-
skattsþrep gilda um sameignar-
félög. Sameignarfélög eru
skammstöfuð sf.
Sameignarfélag á að skrá hjá
sýslumanni viðkomandi umdæm-
is. Félagið þarf kennitölu og út-
hlutar ríkisskattstjóri henni gegn
framvísun skráningarkvittunar frá
sýslumanni.
S&S