Morgunblaðið - 20.01.2010, Side 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010
Sóknaráætlun 20/20 er ætlað að skapa samstöðu um lykilákvarðanir og framtíðarsýn og
skila samfélaginu til móts við betri tíma eins hratt og örugglega og kostur er.
Á tímabilinu 30. janúar til 20. mars verða haldnir átta fundir með þjóðfundarsniði í öllum
landshlutum. Þar koma saman sérfræðingar og fulltrúar hagsmunaaðila og stjórnsýslu ásamt
jafnmörgum einstaklingum úr viðkomandi landshluta sem valdir verða með úrtaki úr þjóðskrá
líkt og gert var fyrir Þjóðfundinn í Laugardalshöll. Búist er við 100 til 200 manns á hvern fund
í landshlutunum.
Verkefnið á þjóðfundum landshlutanna er að setja fram hugmyndir um framtíðaráform til
eflingar atvinnulífs og samfélags m.a. að teknu tilliti til mats á styrkleikum og veikleikum
svæðanna. Þessi vinna verður grundvöllur að sóknaráætlun hvers landshluta innan þeirrar
sóknaráætlunar sem tillaga til þingsályktunar hefur verið lögð fram um á Alþingi.
Þjóðfundir um allt land
Nýtt vefsvæði 20/20 sóknaráætlunar hefur verið opnað á www.island.is
Þjóðfundir í landshlutum
Austurland 30. janúar á Egilsstöðum
Vestfirðir 6. febrúar á Ísafirði
Norðvesturland 3. febrúar á Sauðárkróki
Vesturland 20. febrúar í Borgarnesi
Norðausturland 27. febrúar á Akureyri
Suðurland 6. mars á Selfossi
Suðurnes 13. mars í Reykjanesbæ
Höfuðborgarsvæðið 20. mars í Reykjavík
Valið er á þjóðfundi landshluta með úrtaki úr þjóðskrá.
Þátttakendur verða boðaðir með bréfi á næstunni.
KOSNING til stúdentaráðs fer fram
með rafrænum hætti að þessu sinni,
en kosið verður dagana 3. og 4.
febrúar nk. Fer kosningin fram á
innra neti skólans, Uglunni, og hef-
ur Reikningsstofnun Háskólans,
RHÍ, undanfarið unnið að því að
hanna kerfi sem reynist nógu
öruggt. „Þetta er kerfi sem er
hannað þannig að það á að vera
hægt að nota grunninn í almennar
kosningar,“ segir Ingólfur Birgir
Sigurgeirsson, lánasjóðs- og hags-
munafulltrúi Stúdentaráðs.
Hægt verður að raða upp á nýtt á
lista, strika frambjóðendur út og
skila auðu, en einungis þeir sem
hafa aðgangsorð að Uglunni geta
tekið þátt í kosningunni. „Þetta á
að vera alveg öruggt,“ segir Ing-
ólfur. Tveir fulltrúar, bundnir trún-
aði, fylgjast með kosningunni að
þessu sinni en í framtíðinni er
stefnt að því að keyra hana inn í
kerfi Íslenskrar erfðagreiningar.
Kjörsóknin undanfarin ár hefur
verið kringum 35-40% og vonar
stúdentaráð að hún aukist með net-
kosningunni. „Í Kennaraháskól-
anum er t.d. stór hópur nemenda í
fjarnámi, en með þessari aðferð
hafa allir nemar háskólans, sama
hvar þeir eru staddir í heiminum,
tök á að kjósa,“ segir Ingólfur.
annaei@mbl.is
Kosið með
rafrænum
hætti
Stúdentaráð vonar
að kjörsóknin aukist
Morgunblaðið/Ómar
FRUMVARP forsætisráðherra um
að setja ráðherrum og stjórnsýslu
ríkisins siðareglur var samþykkt í
ríkisstjórn í gær. Í frétt frá ráðu-
neytinu segir að setning slíkra siða-
reglna verði „mikilvægur liður í að
endurreisa traust til íslenska stjórn-
kerfisins“.
Samkvæmt frumvarpinu fá siða-
reglur lagastoð þannig að fjármála-
ráðherra staðfesti almennar siða-
reglur fyrir starfsmenn ríkisins, en
forsætisráðherra siðareglur fyrir
ráðherra og eftir atvikum aðstoðar-
menn þeirra og ennfremur siðaregl-
ur fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins.
Setningu siðareglna verði fylgt eftir
með víðtækri fræðslu fyrir ríkis-
starfsmenn. Sérstök samhæfingar-
nefnd forsætisráðherra mun fylgjast
með því að siðareglur nái tilætluðum
árangri og gerir tillögur til stjórn-
valda um leiðir til að draga úr hættu
á spillingu og hagsmunaárekstrum.
Meginábyrgð á eftirliti með siða-
reglum verður í höndum stjórnenda
hjá ríkinu.
Því til viðbótar er lagt til að um-
boðsmaður Alþingis taki við kvört-
unum um brot á siðareglum. Lagt er
til að kveðið verði skýrlega á um
vernd ríkisstarfsmanna sem greina
viðeigandi aðilum frá brotum á siða-
reglum og lögbrotum almennt sem
þeir verða áskynja um í starfi.
Getur leitt til agaviðurlaga
Með breytingu á starfsmannalög-
um er lagt til að kveðið verði á um að
liggi fyrir að siðareglur hafi verið
brotnar geti það leitt til agaviður-
laga. Einnig verði lögum um ráð-
herraábyrgð breytt þannig að ljóst
sé að brot á siðareglum geti leitt til
viðurlaga samkvæmt þeim lögum.
Verði frumvarpið að lögum munu
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra og Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra undirbúa setningu
siðareglna á grundvelli tillagna
starfshóps forsætisráðherra, sem
birtar voru 9. október sl. og með
hliðsjón af niðurstöðum þjóðfundar-
ins sem haldinn var í nóvember 2009.
Frumvarpið verður nú sent þing-
flokkum ríkisstjórnarinnar. Það
verður þó ekki lagt fram á Alþingi
fyrr en borist hefur lögbundin um-
sögn stéttarfélaga um breytingar á
lögum um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins.
Ráðherrum verða settar siðareglur
Reglurnar mikilvægur liður í að endur-
reisa traust til íslenska stjórnkerfisins
Jóhanna
Sigurðardóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
ÓLAFUR F. Magnússon, borgar-
fulltrúi F-lista, var víttur formlega á
fundi borgarstjórnar í gær, þegar
hann flutti tillögu um að Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri
viki úr embætti. Flutti Ólafur frum-
samið kvæði þar sem Hönnu Birnu
var fundið allt til foráttu. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, forseti borg-
arstjórnar, sagði efnisinnihald bók-
unar Ólafs að stórum hluta í and-
stöðu við samþykktir borgarstjórnar
og úrskurðaði hann að bókunin yrði
ekki færð í fundargerðarbækur
borgarstjórnar. Frávísunartillaga,
sem Óskar Bergsson, Framsókn-
arflokki, flutti gegn tillögu Ólafs, var
samþykkt með átta atkvæðum gegn
einu en sex sátu hjá.
Ólafur víttur
í borgarstjórn