Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 27
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is LEIKRITIÐ Tilbrigði við stef eftir Þór Rögn- valdsson verður frumsýnt í Iðnó sunnudaginn 24. janúar. Verkið hefst á örleikriti Augusts Strindbergs, Hin sterkari, en síðan leggur Þór út af því stefi og prjónar aftan við verk Strindbergs fjögur ólík en samtvinnuð til- brigði; tvö tilbrigði fyrir konur og önnur tvö fyrir karlleikara. „Þessi aðferð er vel þekkt í heimi klassískra tónbókmennta. Enda er verk Þórs afar ljóðrænt og músíkalskt,“ segir Inga Bjarnason sem leikstýrir verkinu. Mikil ögrun Inga segir verk Strindbergs vera dásam- legt. „Það er mikil ögrun fyrir Lilju Þór- isdóttur að glíma við að leika hlutverkið. Það er líka alveg einstaklega gaman að fást við texta Þórs. Ég spurði einn leikaranna, Valgeir Skagfjörð: Er eitthvað í þessum texta sem þú vilt fá að strika út? Hann svaraði: Nei, Inga, mér þykir vænt um þennan texta. Ég er Val- geiri og hinum leikurunum sammála. Ég hef reyndar áður gert svipaða hluti með þetta ör- leikrit Strindbergs. Árið 1987 hafði ég sam- band við Þorgeir Þorgeirson, skáld og rithöf- und, og bað hann um að bæta einu tilbrigði við leikritið. Hann skrifaði leikritið Sú veikari, sem ég setti upp í Hlaðvarpanum ásamt Hin- um sterkari. Sú uppfærsla gekk mjög vel og fékk góða dóma.“ Allir gefa vinnu sína Leikarar í sýningunni Tilbrigði við stef eru Valgeir Skagfjörð, Gunnar Gunnsteinsson, Lilja Þórisdóttir og Guðrún Þórðardóttir. All- ir sem koma að sýningunni gefa vinnu sína. „Það eru einfaldlega engir peningar til að borga fólki,“ segir Inga. „Ég er að leita eftir styrk hjá Leiklistarráði og ef ég fæ hann þá fá allir borgað. Enginn sem tekur þátt í sýning- unni hefur reyndar spurt mig um peninga. Svo kann ég vel að bjarga mér án peninga. Ég var í stjórn Alþýðuleikhússins í gamla daga og þá voru oft lítil fjárráð en einhvern veginn tókst okkur samt að reka leikhúsið.“ En af hverju ertu að standa í þessu án fjár- magns? „Það er nú bara þannig að ekkert í heim-  Tilbrigði við stef eftir Þór Rögnvaldsson sýnt í Iðnó  Inga Bjarnason leikstýrir Eins og ástarævintýri Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 Í RÚMA sex ára- tugi hefur óþekktur aðili lagt þrjár rósir og koníaksflösku á leiði Edgars All- ans Poes á af- mælisdegi skáldsins, 19. jan- úar, en í gær bar svo við að aðdá- andinn óþekkti lét ekki sjá sig. Poe, sem fæddist 1809 og lést 7. október 1849, var jarðsettur í kirkju- garðinum við Westminster-kirkjuna í Baltimore. Rósir og koníak birtust á leiði hans í fyrsta sinn 19. janúar 1949 og á hverju ári upp frá því, en ekki er vitað hver var að verki. Alla jafna birtast rósirnar þrjár og koní- akið að nóttu til, en samkvæmt frá- sögnum sjónarvotta birtist mann- vera, leggur frá sér rósirnar, skálar í Martell-koníaki og skilur síðan hálfa flösku af því eftir og iðulega miða með torskiljanlegum boðum. Ekki er vitað hvað viðkomandi gengur til, en 1999 skildi hann miða eftir sem á stóð að sá sem hóf hefðina hefði lát- ist árið áður, en arftaki hans tekið við. Hér er við hæfi að vitna í þýðingu Skugga, Jochums M. Eggertssonar, á Hrafninum eftir Poe: Vinir hurfu og vonir hjá mér vík þú líka krummi frá mér Hrafninn ansar: Enginn er! Rósir og koníak Leynilegur aðdándi Poes lætur sig hverfa Þurrbrjósta Edgar Allan Poe. JOHN Eliot Gardiner hefur verið fremstur meðal jafningja í hópi þeirra sem lagt hafa stund á að flytja tónverk fyrri tíma á sams- konar hljóðfæri og notuð voru á þeim tíma sem verkin urðu til og upptökur hans af sinfóníum Beetho- vens vöktu mikla athygli á sínum tíma. Fyrir tveimur árum hófst sér- stök Beethoven-lota hjá Gardiner og Sinfóníuhljómsveit Lundúna og næsta mánuðinn gefst öðrum Evr- ópubúum kostur á að sjá og heyra, því Gardiner og Sinfónían leggjast í ferðalag um helstu borgir Evrópu. Beethoven og Gardiner John Eliot Gardiner Í TILEFNI þess að Endalokin eftir Ragnar Kjartansson eru sýnd í Hafnarborg verður efnt til málþings þar á morgun, fimmtudag, um Feneyjatvíær- inginn og þátttöku Íslands. Halldór Björn Runólfsson, Þóroddur Bjarnason, Guðný Helgadóttir og Auður Edda Jökulsdóttir flytja framsögur og taka síðan þátt í pallborðs- umræðum með þeim Markúsi Þór Andréssyni og Dorothée Kirch, sem voru sýn- ingarstjórar Endalokanna , Hönnu Styrmisdóttur sem var sýningarstjóri framlags Íslands árið 2007 og listamönnunum Rúrí og Finnboga Péturssyni. Málþingið hefst kl. 20 og stendur til 22. Myndlist Málþing um Fen- eyjatvíæringinn Ragnar Kjartansson STEVEN C. Dubin frá Col- umbia-háskóla, flytur fyr- irlestur um ögrandi list og við- brögð við henni í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, næstkomandi fimmtudag kl. 20. Fyrirlesturinn, sem kallast Arresting Images: Impolitic Art and Unexpected Reac- tions, verður fluttur á ensku, en Dubin hyggst fjalla um myndlistarmenn og sýningar sem hafa verið mjög umdeildar og átök vegna þeirra vestan hafs. Steven C. Dubin er Ful- bright-gestakennari í safnafræði við Háskóla Ís- lands og er fyrirlesturinn unninn í samvinnu við Háskólann. Myndlist Ögrandi list og óvænt viðbrögð UNDANFARIN ár hafa List- námsbraut VMA, Listasafnið á Akureyri og Menningar- miðstöðin í Grófargili staðið fyrir fyrirlestraröð um menn- ingu og fengið til liðs við sig einstaklinga sem starfað hafa á ýmsum sviðum menningar- lífsins. Fyrsta fyrirlestur árs- ins flytur María Sigurð- ardóttir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, leik- stjóri og leikkona, en hún mun segja frá starfi sínu að leiklist frá því hún lauk leiklistarnámi ár- ið 1983. Fyrirlesturinn verður í Samkomuhúsinu á Akureyri föstudaginn 22. janúar klukkan 14.50 og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Leiklist Lífið, listin og leikhúsið María Sigurðardóttir Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÓHÆTT er að segja að óhug hafi sett að mönnum þegar eldur kom upp í húsi Ís- lenskrar tónverkamiðstöðvar fyrir tæpu ári. Betur fór þó en á horfðist, skemmdir urðu sáralitlar, en allt setti þetta starfsemi mið- stöðvarinnar í uppnám sem vonlegt er – í kjölfar eldsvoðans flutti Tónverkamiðstöð sig um set og vinna hófst við að yfirfara nótnasafnið, þurrka handrit og þvíumlíkt. Sigfríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, segir að fyrsta verkefnið hafi verið að flytja allt í sérstaka geymslu þar sem það var tekið upp úr kössum og þurrkað og skoðað, en í fram- haldinu hafi verið hugað að því hvernig best væri að koma málum fyrir framvegis. Eftir vangaveltur og fundahöld fannst svo lausn- in; framvegis yrðu verkin varðveitt í hand- ritadeild Þjóðarbókhlöðu. „Í samráði við forvörð förum við síðan í gegnum handritin og fjarlægjum mask- ínupappír, bréfaklemmur og plastumslög og pökkum þeim upp á nýtt í sýrufríar umbúð- ir,“ segir Sigfríður og bætir við að fyrstu kassarnir hafi farið upp í Þjóðarbókhlöðu fyrir stuttu, 150 handritakassar með verk- um átta tónskálda. Tónverkamiðstöð þarf að taka á sig skerð- ingu á fjárframlögum eins og aðrar stofn- anir og fyrir vikið er þó nokkuð af þeim handritum sem eftir er að fara yfir nú í geymslu þar sem ekki er vinnuaðstaða og eðlilega erfiðara að komast yfir verk tón- skálda sem ekki er búið að skanna. „Ef beð- ið er um óskannað efni frá þeim tón- skáldum, þá getum við ekki orðið við þeirri beiðni, því miður, en við leggjum mikla áherslu á að gera af handritunum fullkomin stafræn afrit sem hægt er að nota við flutn- ing og rannsóknir. Tónverkamiðstöðin tekur við nýjum verkum sem fyrr og sér til þess að þau séu skráð og gerð aðgengileg, afrit- um er svo pakkað samkvæmt samstarfs- samningi við handritadeild og þau einnig flutt þangað til varðveislu.“ Nótnahandrit í öruggt skjól Morgunblaðið/Heiddi Björgunarstarf Sigfríður við hluta af nótna- safni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar. Fyrstu handritin hafa verið flutt í handrita- deild Þjóðarbókhlöðu Enginn sem tekur þátt í sýningunni hefur reyndar spurt mig um peninga 36 » Inga Bjarnason stundaði nám í leiklist og leikmyndagerð í Dan- mörku, Bretlandi og á Kýpur en þar kynnti hún sér forngrísku harmleikina. Hún starfað í tíu ár sem leikari bæði hér heima og í bresku ferðaleikhúsi sem sýndi víðsvegar um Evrópu. Inga hefur leikstýrt á fimmta tug leikverka hér heima og erlendis, bæði á leiksviði og í útvarpi. Hún hefur einnig rekið eigin leikhús í Bret- landi og á Íslandi og var í stjórn Alþýðuleikhússins frá 1983-89. Helstu sýningar sem hún hefur leikstýrt eru: Alaska og Kveðju- skál eftir Pinter, Dauðadansinn etir Strindberg, Makbeð eftir Shakespeare, Medea og Tróju- dætur eftir forngríska höfundinn Evripídes. Auk þess hefur hún kennt leiklist við grunnskóla, framhaldsskóla og í leik- stjóradeild háskólans í Cardiff. Sigldur leikstjóri núna að vinna með fólki sem ég þekki vel og hef starfað með áður. Þegar ég bað þau um að ganga til liðs við okkur Þór sögðu þau einfald- lega já. Það gladdi mig mjög.“ Morgunblaðið/Heiddi Samstarfsmenn Inga Bjarnason leikstjóri ásamt Þór Rögnvaldssyni höfundi verksins, Tilbrigði við stef. inum er skemmtilegra en að vinna í leikhúsi, ég tala ekki um þegar maður er með góðan texta og gott fólk. Fyrir mér er leikhúsvinna alltaf eins og ástarævintýri. Ég er svo heppin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.