Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 ALLS hafa 10 þeirra 14 borgar- ráðsfulltrúa sem setið hafa í ráðinu á þessu kjörtímabili mætt á yfir 80% borgarráðsfunda, eða rúmt 71% þeirra funda sem boðað var til þann tíma sem þeir sátu í borgar- ráði. Hæst er mætingarhlutfall Óskars Bergssonar, en Óskar hefur mætt á 96% þeirra funda sem boðað hefur verið til frá því hann tók sæti í borgarráði í janúar 2008. Er Óskar einn fjögurra borgarfulltrúa sem sátu 90% funda eða fleiri. Af þeim sem lengst hafa setið í borgarráði er Kjartan Magnússon hins vegar með bestu mætinguna. Hann hefur setið í borgarráði lengst af kjör- tímabilinu og á þeim tíma sótt 124 af 138 fundum, eða 90%. Fæsta fundi sótti hins vegar Árni Þór Sigurðsson sem mætti á 14 fundi af 25 og svarar það til 56% mætingarhlutfalls. annaei@mbl.is Yfir 70% fulltrúa hafa mætt á yfir 80% funda borgarráðs Fundarseta í borgarráði Fundir borgarráðs á tímabilinu júní 2006 til loka árs 2009 voru alls 152 talsins og skiptust á sjö tímabil. Ekki hafa sömu borgarfulltrúar setið í borgarráði allt kjörtímabilið og tekur prósentu- reikningur mið af mætingu þeirra þann tíma sem þeir sátu í borgarráði. Flokkur Fundarmæting Hlutfall Óskar Bergsson 81 af 84 96% Margrét K. Sverrisdóttir 11 af 12 92% Þorleifur Gunnlaugsson 21 af 23 91% Kjartan Magnússon 124 af 138 90% Júlíus Vífill Ingvarsson 50 af 57 88% Björk Vilhelmsdóttir 71 af 82 87% Björn Ingi Hrafnsson 59 af 68 87% Hanna Birna Kristjánsdóttir 81 af 94 86% Dagur B. Eggertsson 114 af 138 83% Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson 79 af 98 81% Gísli Marteinn Baldursson 71 af 94 76% Svandís Svavarsdóttir 59 af 86 69% Steinunn Valdís Óskarsdóttir 36 af 55 65% Árni Þór Sigurðsson 14 af 25 56% Svör víxluðust Í blaði sem fylgdi Morgunblaðinu í gær, Handbók EM 2010, urðu þau mistök að svör Sigurðar Gunn- arssonar og Péturs Helgasonar víxl- uðust. Eiríkur Einarsson, ritstjóri Handbókarinnar, vill koma því á framfæri að hann biðjist velvirð- ingar vegna þessara mistaka. LEIÐRÉTT Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FARI svo að ekki náist samningar í Icesave-deilunni og ef Bretar og Hollendingar kysu að höfða mál vegna þess fyrir íslenskum dóm- stólum gæti slíkur málarekstur tekið á bilinu eitt til þrjú ár, að mati tveggja lögfræðinga sem þekkja vel til starfsemi dómstólanna. Lögfræðingarnir báðust undan því að nöfn þeirra kæmu fram stöðu sinnar vegna og þar sem afar erfitt væri að áætla málshraðann. En þótt erfitt sé að leggja mat á málshraðann er það ekki algjörlega ómögulegt að því gefnu að tekið sé tillit til skekkjumarka. Ýmislegt gæti tafið Færi svo að bresk og hollensk yfirvöld myndu höfða mál gegn Tryggingarsjóði innistæðueigenda eða íslenskum stjórnvöldum fyrir að hafa ekki staðið við skyldur sínar í Iceave-málinu má vera ljóst að málið yrði sett í forgang í dómskerfinu vegna þess hversu gríðarmiklir hagsmunir eru í húfi. Málið kæmist því fljótt á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur. Það er hins vegar ekki víst að málið færi hratt í gegnum dómskerfið. Ýmis- legt gæti tafið fyrir, s.s. hvort krafist yrði frávísunar en slík krafa færi örugglega fyrir Hæstarétt. Þá má gera ráð fyrir að málsaðilar myndu allir vilja leggja fram ýmis gögn, á ýmsum stigum málsins, en slíkt myndi krefjast milliþinghalda. Væntanlega yrði einnig nokkuð tímafrekt að þýða lykilgögn yfir á ís- lensku. Þá myndi það tefja málið verulega ef farið yrði fram á forúrskurð frá EFTA-dómstólnum en annar þeirra lögfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við taldi líklegt að málið myndi tefjast um hálft ár, eingöngu við að bíða eftir forúrskurðinum. Raunar er ekki útilokað að það tæki dóminn enn lengri tíma að komast að niðurstöðu því eins og Carl Baud- enbacher, forseti EFTA-dómstóls- ins, hefur sagt yrði slíkt mál hið um- fangsmesta í sögu dómstólsins. Baugsmálið tók þrjú ár Ekki væri heldur hægt að útiloka Hæstiréttur myndi vísa málinu að hluta eða í heild aftur heim í hérað sem enn myndi tefja meðferð máls- ins, eins og þeir sem þekkja til Baugsmálsins vita mætavel. Fyrri ákæran í því máli var gefin út í ágúst 2005 og málarekstri lauk í Hæsta- rétti í júní 2008. Icesave tæki eitt til þrjú ár fyrir dómstólum Morgunblaðið/Ómar Álag Icesave-málið yrði ekki léttur biti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Í HNOTSKURN » Almennar skuldakröfurfyrnast á fjórum árum, frá því að þær verða til. » Þeir sem áttu innistæður áIcesave-reikningunum gátu ekki fengið þær til baka haustið 2008. » Forúrskurður EFTA-dómstólsins gæti tekið verulegan tíma. Yrði sett í forgang í dómskerfinu enda gríðarlega miklir hagsmunir í húfi JÓHANNA Sigurðardóttir for- sætisráðherra sendi forsætisráð- herra Haítí, Jean-Max Bellerive, samúðarkveðju í gær. Í skeyti til ráðherrans lýsir hún yfir dýpstu samúð ríkisstjórnarinnar og ís- lensku þjóðarinnar vegna mann- tjóns og eyðileggingar í jarðskjálft- anum mikla sem reið yfir Haíti. Hún minnir á starf íslensku rústa- björgunarsveitarinnar á Haíti og heitir áframhaldandi stuðningi við tilraunir alþjóðasamfélagsins til þess að veita íbúum landsins aðstoð. Samúðarkveðjur sendar til Haítí Reuters ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina Þjóðskrá og Fasteignaskrá Íslands eigi síðar en um næstu áramót. Það var niðurstaða samráðshóps, sem Ragna Árnadóttir, dóms- og mann- réttindamálaráðherra, setti saman, að sameina ætti starfsemina. Verð- ur hún í Borgartúni 21 þar sem Fasteignaskráin er nú. Ráðuneytið segir mikilvægt að raska engu í undirbúningi þjóðaratkvæða- greiðslu á vegum Þjóðskrár og verður vinnan miðuð við það. Sameina Þjóðskrá og Fasteignaskrá • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Útsala 40-60% afsláttur Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Neysluvatnshitarar Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar. Við erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Kaplahrauni 7a • Hafnarfirði, Sími 565 3265 • Fax 565 3260 rafhitun@rafhitun.is • www.rifhitun.is Rafhitun Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Myndakvöld FÍ Í heimi frosts og fanna Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands verður tileinkað vetrarferð- um á skíðum og er haldið undir yfirskriftinni: Í heimi frosts og fanna. Myndakvöldið fer fram miðvikudagskvöldið 20 jan. n.k. og verður að vanda haldið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00. Í hléi eru kaffiveitingar með bakkelsi samkvæmt hefð. Aðgangseyrir er aðeins 600 krónur. Innifalið kaffi og meðlæti. Fyrrihluti myndasýningarinnar er í umsjá Einars Ragnars Sigurðssonar. Einar er reyndur fjallamaður sem hefur stundað skíðaferðir um hálendi Íslands í áratugi. Einar sýnir myndir úr gönguskíðaferðum yfir Vatnajökul, í Land- mannalaugar og um Fjallabak, Torfajökul og Laugaveginn. Seinnihluti myndasýningarinnar er í umsjá Páls Ásgeirs Ásgeirssonar sem sýnir myndir úr gönguskíðaferðum í Öskju og um Síðuaafrétt veturna 2008 og 2009. Páll Ásgeir hefur ferðast um íslensk fjöll í áratugi, skrifað leiðsögubækur og er einn af fararstjórum FÍ. Skráðu þig inn – drífðu þig út Samtök eldri sjálfstæðismanna boða til opins súpufundar með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Fimmtudaginn 21. jan. í Valhöll kl. 12 Allir velkomnir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.