Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 Plastklæddur Styttan af Jesú Kristi í Hallgrímskirkju er pökkuð inn í plast þessa dagana vegna framkvæmda í kirkjunni innandyra. En kristindómurinn hefur kennt manninum að það eru ekki umbúðirnar sem skipta máli heldur innihaldið. Neysluæði síðustu ára ætti að hafa sýnt mannfólkinu fram á þá staðreynd. Andi Jesú Krists fylgist áfram vel með, klæddur í plast eða ekki. Ómar Prag | Á jóladag á síðasta ári var einn þekktasti mannréttinda- frömuður Kína, rithöfundurinn og háskólaprófessorinn Liu Xiaobo, dæmdur í ellefu ára fangelsi. Liu er einn af helstu höfundum Chart- er 08, áskorunar, sem á sér fyrir- mynd í Charter 77 í Tékkó- slóvakíu. Þar eru kínversk stjórnvöld hvött til þess að fylgja eigin lögum og stjórnarskrá og þess krafist að opinberir ráðamenn verði kosnir opinni kosningu, trú- og tjáningarfrelsi verði virt og „undirróðurslögin“ afnumin. Liu á skilið að fá friðarverðlaun Nóbels 2010 fyrir hugrekki sitt og skýra hugsun. Tvær ástæður eru fyrir því að við teljum að Liu yrði verðugur handhafi þessara merku verðlauna. Fyrst og fremst ber að gæta þess að hann fetar í fótspor hand- hafa friðarverðlauna Nóbels sem hafa fengið viðurkenningu fyrir framlag sitt til baráttunnar fyrir mannréttindum. Nóbelshafar á borð við Martin Luther King, Lech Walesa og Aung San Suu Kyi eru aðeins nokkur dæmi um þá fjölmörgu sem nóbelsnefndin hefur veitt viðurkenningu fyrr á árum. Háleitustu markmið mannkyns Við erum sannfærðir um að þær hugmyndir, sem Liu og félagar hans settu á blað í desember 2008, eru bæði algildar og óbundnar í tíma. Þessar hugsjónir – virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn og ábyrgð borgara á að tryggja að ríkisstjórnir þeirra virði þessi réttindi – eru dæmi um há- leitustu markmið mannkyns. Ákveði nóbelsnefndin að heiðra hugrekki Lius og fórnir við að setja þessar hugmyndir fram myndi það ekki aðeins draga at- hygli heimsins að óréttlæti 11 ára fangelsisdóms hans. Það myndi einnig hjálpa til við að efla innan Kína þau algildu og mannúðlegu gildi, sem Liu hefur barist fyrir stóran hluta ævi sinnar. Önnur ástæðan fyrir því að Liu á friðarverðlaun Nóbels skilin er upprunalegur tilgangur Alfreds Nóbels með verðlaununum. Með því að vinna að auknum mannrétt- indum, pólitískum umbótum og auknu lýðræði í Kína hefur Liu lagt mikið af mörkum til friðar og bræðralags meðal þjóða heims og það hafði Nóbel í huga þegar hann bjó verðlaunin til fyrir rúmri öld. Auðvitað tryggir lýðræðisvæðing ekki sjálfkrafa betri hegðun í heimsmálum. En hún greiðir fyrir rækilegri og aðgangsharðri um- ræðu um lykilatriði í utanríkis- og innanríkisstefnu ríkis. Slíkt samtal, virkt og leitandi, er einkenni lýð- ræðisríkis og gefur bestar vonir til að ríkisstjórnir taki betri ákvarð- anir, bæði heima og erlendis. Krefst viðbragða Markmið Lius með málflutningi sínum í þágu lýðræðis í Kína er fyrst og fremst að bæta hlutskipti Kínverja. En hugrekki hans og for- dæmi gæti flýtt fyrir dögun þess dags þegar sérþekking og aðhald hópa innan hins siðmenntaða sam- félags og sjálfstæðir fjölmiðlar geta átt þátt í að móta hegðun Kína á alþjóðlegum vettvangi og virkir borgarar geta sagt hug sinn í kjör- klefanum. Það er einkum af þessum ástæð- um sem við teljum að Liu yrði verðugur handhafi nóbelsverð- launanna 2010. Með því að veita Liu einn helsta heiður heimsins myndi nefndin á ný gefa merki um mikilvægi mannréttinda og lýðræð- is annars vegar og alþjóðlegrar samstöðu hins vegar. Harður fangelsisdómurinn yfir Liu á að vera fordæmi, víti til varn- aðar öðrum Kínverjum, sem kynnu að vilja feta í fótspor hans. Við er- um sannfærðir um að það koma augnablik þar sem viðbrögð við fyrirmyndar framtaki í þágu borg- aranna á borð við framgöngu Lius þurfa að vera til fyrirmyndar. Frið- arverðlaun Nóbels eru einmitt þau verðlaun sem hugrekki hans á skil- ið. Eftir Václav Havel, Dalai Lama, André Glucksmann, Vartan Gregorian, Mike Moore, Karel Schwarzenberg, Des- mond Tutu og Grígorí Javlinskí » Þessar hugsjónir – virðing fyrir mann- réttindum og mannlegri reisn og ábyrgð borgara á að tryggja að ríkis- stjórnir þeirra virði þessi réttindi – eru dæmi um háleitustu markmið mannkyns. Andófsmaðurinn Liu Xiaobo var um jólin dæmdur í 11 ára fangelsi í Kína fyrir skoðanir sínar. Václav Havel er fyrrverandi forseti Tékklands, Dalai Lama er andlegur leiðtogi tíbesks búddisma, André Glucksmann er heimspekingur, Vart- an Gregorian er forseti Carnegie- félagsins í New York, Mike Moore er fyrrverandi stjórnandi Heimsvið- skiptasamtakanna (WTO), Karel Schwarzenberg er fyrrverandi utan- ríkisráðherra Tékklands, Desmond Tutu er handhafi friðarverðlauna Nóbels, Grígorí Javlinskí er fyrrver- andi formaður Jabloko, hins samein- aða lýðræðisflokks Rússlands. © Project Syndicate, 2010, www.project-syndicate.org Reuters Áskorun Václav Havel, fyrrverandi andófsmaður og síðar forseti Tékk- lands, stingur áskorun til kínverskra stjórnvalda vegna fangelsunar and- ófsmannsins Liu Xiaobo inn um lúgu kínverska sendiráðsins í Prag. Kínverskur málsvari friðar og frelsis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.