Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 HHHH -NEW YORK DAILY NEWS FRÁ LEIKSTJÓRA ROCK‘NROLLA & SNATCH – GUY RITCHIE Robert Downey Jr. og Jude Law eru stórkostlegir í hlutverki Sherlock Holmes og Dr. Watson Besti leikarinn, Robert Downey Jr. / KRINGLUNNI CARMEN Ópera í beinni útsendingu UPPSELT kl.6 L SHERLOCK HOLMES kl.5:30D -8D -10:10D -10:40D 12 BJARNFREÐARSON kl.5:40-8 L WHIP IT kl.10:20 10 PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl.6 Sýnd á morgun L PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ensku tali kl.8 Sýnd á morgun L / ÁLFABAKKA SHERLOCK HOLMES kl. 5:20D - 6:15 - 8D - 9 - 10:20 - 10:40D 12 DIGITAL SORORITYROW kl. 8 16 SHERLOCK HOLMES kl. 5:20-8-10:40 LÚXUS VIP THETWILIGHT2NEWMOON kl. 10:30 12 WHIP IT kl. 5:40 - 8 10 BJARNFREÐARSON kl. 5:40-8-10:20 L PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl. 5:50 L SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHH „BÍÓMYND SEM UNDIR- RITAÐUR GETUR MÆLT MEÐ...“ „SENNILEGA EINHVER ÖFLUGASTA BYRJUN SEM ÉG HEF SÉÐ...“ - KVIKMYNDIR.IS – T.V. HHHH „IT’S PROBABLY THE MOST PURELY FUN FILM EXPERIENCE I’VE HAD ALL YEAR. SEE IT AS SOON AS YOU CAN“ - WWW.JOBLO.COM HHH „FYNDIN OG VEL LEIKIN“ - S.V. – MBL. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞÁTTURINN Party Zone mun ljúka göngu sinni á Rás 2 laugardag- inn 30. janúar nk. Lokaþátturinn verður sérstaklega veglegur, að sögn annars þáttarstjórnenda, Helga Más Bjarnasonar. Árlegur árslisti þátt- arins verður fluttur og þættinum út- varpað af uppáhaldsbar Party Zone- manna, Kaffibarnum. Þátturinn fagnar tvítugsafmæli í ár, hóf göngu sína 1990 á framhaldsskólaútvarps- stöðinni Útrás. Þá var Helgi Már 18 ára en félagi hans, Kristján Helgi Stefánsson, ári yngri. Nú hafa yfir- menn á RÚV tekið þá ákvörðun að hætta útsendingum á þættinum á laugardagskvöldum. Er partíið búið? „Eigum við ekki að orða það þann- ig að við vitum alveg af áhuga annars staðar, við erum ekki komnir lengra með það enda vorum við alltaf að vonast til þess að þessar breytingar yrðu ekki að veruleika, vorum frekar rólegir yfir þessu þar til okkur var tilkynnt þetta í byrjun mánaðarins,“ segir Helgi. Jaðarþættir á virkum dögum – Hvers vegna var þessi ákvörðun tekin? „Það eru einhverjar breytingar í gangi á Rás 2 núna, þeir eru eitthvað að reyna að hysja upp hlustunina, hafa einhverjar áhyggjur af sam- keppninni við Bylgjuna líklega, ég veit ekki af hverju við lentum allt í einu í skotlínunni. Þeir vilja færa þessa s.k. jaðarþætti, sem Party Zone á víst að vera, á virk kvöld. Við vorum ekki tilbúnir í það, búnir að vera á laugardagskvöldum í 19 ár og erum bara algjört laugardags- prógramm og höfum alltaf verið. Okkur var boðinn tími sem okkur fannst ekki spennandi og okkur finnst þetta svolítið fúlt því á þessum tíma sem við erum á laugardögum er stærsta sjónvarpskvöld vikunnar,“ svarar Helgi. Þá sé tilvalið á láta þátt eins og Party Zone lulla á meðan á Rás 2, leyfa ákveðnum harð- kjarnahópi sem hlustar á þáttinn að fá sinn þátt á þessum tíma. Danstónlist í víðum skilningi Allt frá því Party Zone hóf göngu sína á Útrás árið 1990 hefur hann fært hlustendum það nýjasta í dans- tónlist auk þess að flytja inn erlenda plötusnúða, standa fyrir ýmsum uppákomum sem og plötuútgáfu. Helgi segir þáttinn hálfgert flagg- skip fyrir danstónlistarsenuna. „DJ- arnir hafa borið þennan þátt uppi og einhver plötusnúður komið í hvern einasta þátt, við höfum verið að sinna þessari senu, leyft öllum tónlistar- stefnum að njóta sín,“ segir Helgi, þeir Kristján hafi ekki einskorðað sig við eina stefnu í danstónlist heldur reynt að sinna öllum. Helgi segir þá Kristján hafa verið nýjungagjarna, þeir hafi m.a. staðið fyrir fyrstu vefútsendingu útvarps- þáttar hér á landi, í samstarfi við Oz, og hafi einnig staðið fyrstir fyrir pod- cast-i s.k. Þáttur sóttur 9.850 sinnum „Við erum svolítið spenntir fyrir því að fara að færa okkur kannski meira inn á netið, erum einmitt að smíða heimasíðuna okkar upp á nýtt. Við vorum að skoða tölfræðina fyrir desember og þátturinn 12. desember var sóttur 4.200 sinnum og þátturinn 26. desember 9.850 sinnum. Við er- um mjög spenntir fyrir því að vera með sterkan presens á vefnum, okk- ur finnst sjálfum gaman að vera í loftinu, annars hefðum við ekki verið að þessu í allan þennan tíma. Þetta er fyrst og fremst hobbí, við höfum aldrei tekið háar greiðslur fyrir út- sendingarnar,“ segir Helgi. Þeir Kristján eiga aðeins örfá ár í fertugt og segja hlustendahópinn breiðan. „Svo hefur danstónlistin sveiflast mikið í straumum og stefnum þannig að við fáum aldrei leið á þessu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Partí Partíið er langt því frá búið, þó svo annað mætti dæma af myndinni sem tekin var af Party Zone-bræðrum í gær.  Útvarpsþátturinn Party Zone verður tekinn af dagskrá Rásar 2 í febrúar  Stjórnendur þáttarins útiloka ekki að hann verði tekinn á dagskrá annarrar útvarpsstöðvar www.pz.is Facebook-nafn: Party Zone – The Nation’s Dance Show Partíið er ekki búið KANADÍSKA þjóðlagasöngkonan Kate McGarrigle er látin, 63 ára að aldri, eftir baráttu við krabba- mein. Tónlistarmaðurinn Rufus Wain- wright er sonur McGarrigle og í síðustu viku frestaði hann fyrir- hugaðri tónleikaferð til Ástralíu til að vera hjá móður sinni sem var orðin mjög veik. Það var læknir McGarrigle sem tilkynnti andlát hennar á mánu- daginn og sagði dánarorsökina vera krabbamein sem hún greind- ist með fyrir þremur og hálfu ári. Hún lést á heimili sínu í Montreal, umkringd ættingjum og vinum. Þrátt fyrir að vera mjög veik kom McGarrigle fram á þriggja og hálfs tíma tónleikum í Royal Al- bert Hall í síðasta mánuði. McGarrigle kom víða fram með Önnu systur sinni í yfir þrjá ára- tugi og tók upp tíu plötur. Hún var einnig þekkt fyrir að vera hluti af Wainwrights-tónlistarfjölskyld- unni, var gift Loudon Wainwright lll og átti með honum tvö börn, Rufus og Mörthu Wainwright. Þekkt þjóð- lagasöng- kona látin Mæðgin Kate McGarrigle með syni sínum, Rufus Wainwright. FÉLAGARNIR Arnar Már Friðriksson og Birgir Sævarsson blása til styrktartónleika á NASA í kvöld vegna náttúruhamfaranna á Haítí. Húsið er opnað kl. 19 og miðaverð er 1.000 krónur. Miðasala er á midi.is og við hurð en fram koma Páll Óskar, Stefán Hilmarsson, Jóhanna Guðrún, Buff, Helga Möller og Jóhann Helgason, Dikta, Dalton, Ragnheiður Grön- dal, Haffi Haff, Erpur Eyvindarson, Friðrik Ómar, Jógvan, Birgitta Hauk- dal, Hreimur, Mammút, Silfur, Trúton, Böddi og að lokum Arnar Már og Biggi. Allur ágóði rennur til Rauða krossins. Styrktartónleikar vegna hamfara á Haítí Hjálparhella Meistari Páll Óskar mun leggja gjörva hönd á plóg. Morgunblaðið/Frikki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.