Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 ✝ Hreiðar EyfjörðJónsson bifvéla- virkjameistari fædd- ist i Laxdalshúsi á Akureyri 17. janúar 1924. Hann lést á sjúkrahúsi Akureyr- ar 5. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Jóhannsdóttir hús- freyja, f. 23. júlí 1885 á Kúagili í Þorvalds- dal, d. 9. ágúst 1950, og Jón Kristján Sig- urðsson, f. 19. ágúst 1877 á Silfrastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, skipasmiður og tré- smiður á Akureyri, d. 25. apríl 1932. Guðný og Jón Kristján eignuðust níu börn, þar af létust fjórir synir i frumbersku. Systkini Hreiðars sem upp komust eru: Sigríður Nanna, f. 1912, d. 1960, Jón Jónsson, f. 15. ágúst 1914, d. 4. ágúst 2003, Gyða, f. 1918, d. 1976, Eiríkur Eyfjörð, f. 25. október, d. 5. september 2004. Hreiðar kvæntist hinn 7. apríl 1945 Soffíu Jóhannsdóttur hús- móður, f. 21. janúar 1925 á Ak- ureyri. Foreldrar hennar voru Sig- ríður Jóhannsdóttir, húsmóðir, f. 19. nóvember 1894 í Skagafirði, d. 19. febrúar 1962, og Jóhann Frið- geir Steinsson smiður á Akureyri, f. 4. nóvember 1892 í Svarfaðardal, d. 18. júlí 1973. Börn Soffíu og Hreiðars eru: 1) Dóttir, f. 12. október 1950, d. 23. október 1950, 2) Sigríður Eyfjörð, sjúkraliði, f. 23. nóvember 1951, d. 4. desember 2008, gift Einari Guð- bjartssyni húsgagnabólstrara, börn þeirra eru a) Soffía Einarsdóttir, sjúkraþjálfari á Akureyri, f. 2. nóv- ember 1972, gift Bjarna Jónssyni, sonur Bjarna frá fyrra sambandi Jón Oddur Bjarnason og sonur Soffíu frá fyrra sambandi er Einar Breki Baldvinsson, eiga þau saman dæturnar Brynju Marín og Kötlu, b) Eva Einarsdóttir, iðjuþjálfi á Akureyri, f. 13. ágúst 1976, börn hennar eru: Ísar Enok og Tinna. 3) Jóhann Eyfjörð, rafvirkjameistari í Reykjavík, giftur Maríu Hlín Sigurð- ardóttur versl- unarstjóra, börn hans frá fyrra hjónabandi eru a) Signý, við- skiptafræðingur, f. 12. júní 1976, gift Halldóri Jónassyni, þau eiga Andra Fannar og Viktor Elí, b) Garðar, rafvirki, f. 1. apríl 1980, giftur Margréti Ragn- arsdóttur lögfræð- ingi, eiga þau Dag Orra. Börn Jóhanns og Maríu eru: c) Jenný Ýr, viðskiptafræðanemi, f. 7. október 1986, gift Hrafni Dav- íðssyni verkfræðingi, d) Hanna María, nemi, f. 2. nóvember 1992. 4) Hreiðar Eyfjörð, bifreiðasmíða- meistari, f. 20. október 1959, giftur Elsu Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 15. júlí 1959, rekstrarstjóra, búsett í Noregi, börn þeirra eru: a) Hreið- ar Eyfjörð, rafvirki og kerfisfræð- ingur, f. 9. mars 1983, giftur Susan Christiansen Eyfjörð, verslunar- manni, b) Alma Gudding Eyfjörð, hjúkrunarfræðingur, f. 19. nóv- ember 1985, gift Even Gudding Eyfjörð, rafmagnsverkfræðingi, sonur þeirra er Magnús Elís, c) Sveinn Eyfjörð, iðnaðarvélvirki, f. 16. október 1988, dóttir hans Emilia Velde Sveinsdóttir, d) Íris Eyfjörð, nemi, f. 26. apríl 1993. Afabörnin eru þannig tíu og lang- afabörnin tíu. Hreiðar lærði bifvélavirkjun í iðnskólanum á Akureyri og hjá Kristjáni á BSA og starfaði þar sem verkstæðisformaður til fjölda ára. Seinna réðst hann til Skarp- héðins Ásgeirssonar í Amaró og vann þar til starfsloka. Hreiðar og Soffía bjuggu fyrst í Grundargötu 3 og síðar í Ægisgötu 7. Árið 1964 fluttu þau í Amaró. Seinna byggðu þau sér hús í Reykjasíðu 16 og áttu þar 15 góð ár. Fyrir fjórum árum fluttu þau í Mylluna í Brekkugötu 38. Útför Hreiðars fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 15. janúar sl. Í dag kveð ég kæran vin og kosta- menni, því bróðir Hreiðar var búinn flestum þeim kostum, er góðan mann megi prýða: Hann var glæsimenni, sterkur, traustur, hreinskilinn, orð- heldinn og vinfastur, svo eigi varð um haggað, en lét ekki mikið yfir sér. Samtímis var þetta hrausta karl- menni tilfinningaríkur, viðkvæmur og hjartahlýr. Árin sem ég var prestur Aðvent- kirkjunnar á Akureyri kynntist ég honum svo náið sem orðið gat … í daglegri umgengni, safnaðarlífinu, félagslífi og fjölskylduboðum þar sem rausnin flóði ríkulega og allt kórónaðist með fögrum hljóðfæra- slætti og söng. Hópurinn okkar var harla samrýndur, fagnandi og fullur mannelsku. Í þessu andrúmslofti hrærðumst við báðir og kynnin urðu því í senn mjög náin og kær. Hann á sinn þátt í þeim minningaljóma, sem býr mér í hug frá þessum árum. Bróðir Hreiðar var einn þeirra snillinga sem allt verklegt leikur í höndum – virtist jafnvígur á hvað sem væri. Það kom honum líka vel í þeirri ábyrgðar- og trúnaðarstöðu sem hann gegndi lengi sem húsvörð- ur og viðgerðamaður stórverslunar- innar Amaró. Það starf rækti hann vel svo sem allt annað og naut að fullu trausts eigendanna. Bróðir Hreiðar var sanntrúaður og trúði á fyrirheit Frelsarans um nýjan himin og nýja jörð eilífra end- urfunda. Kæra Soffía, Jóhann, Hreiðar yngri og allir aðrir ástvinir. Við skul- um kveðja kæran vin okkar með þeirri trú sem hann kvaddi með sjálfur – vissunni um endurfundina. Guð blessi ykkur öll. Sjálfur kveð ég kæran vin, með þakklæti og djúpri virðingu. Blessuð veri minning Hreiðars. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. Við kveðjum þig kæri Hreiðar með þökk í huga. Sérstaklega fyrir tryggð, hjálp og góðvild í gegnum tíðina, ekki síst þegar erfiðleikar steðjuðu að hjá okkur. Guð faðir, himnum hærri ert hjarta mínu nærri með ljós á lífs míns vegi og líkn á nótt sem degi. Þú mætir mér að nýju í morgunskini hlýju og heilsar huga mínum með helgum anda þínum. Lát orð þitt veg mér vísa og vilja mínum lýsa tak dagsins verk og vanda á vald þíns góða anda. (Sigurbjörn Einarsson.) Elsku Didda, Jóhann, Hreiðar, Einar og fjölskyldur. Guð veri með ykkur á þessari stundu og styrki ykkur í sorginni. Hvíl í friði. Sigríður Jóhannsdóttir og fjölskyldur Hreiðar Eyfjörð Jónsson✝ Guðlaug Egils-dóttir fæddist í Hvammkoti á Skaga 23. júlí 1920, hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks föstu- daginn 8. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Guðlaugar voru þau Ingibjörg Björns- dóttir, f. 21. október 1896, d. 2. september 1997, og Egill Gott- skálksson, f. 31. jan- úar 1892, d. 15. des- ember 1973. Guðlaug var þriðja elst í átta systkina hópi, systkini hennar eru Oddný, f. 1916, Sigríður, f. 1917 (látin), Gottskálk, f. 1921, Steingrímur, f. 1924, Árni Helgi Hólm, f. 1926, d. 1928, Lilja, f. 1928, og Birna, f. 1934 (látin). Eiginmaður Guðlaugar er Marinó Sigurðsson, f. 3. febrúar 1920. For- eldrar hans voru Þórdís Jensdóttir, f. 5. nóvember 1893, d. 3. júní 1965, og Sigurður Jónasson, f. 12. sept- ember 1903, d. 19. júlí 1933. Börn þeirra Guðlaugar og Marinós eru Sigurður, f. 1945, Svandís, f. 1949, 1946 og bjuggu á Álfgeirsvöllum til 2006 er þau fluttu til Sauðárkróks. Guðlaug átti góðar bernskuminn- ingar frá uppvaxtarárum sínum í Vallhólmi og minntist alltaf með gleði og hlýju Árna og Helgu föð- ursystkina sinna og annars sam- ferðafólks. Hún hélt alla tíð tryggð við Felix og Effu í Húsey sem hún leit á sem velgjörðarmenn sína. Lauga, eins og hún var alltaf kölluð, var glaðlynd og glettin að eðlisfari, dugnaðarforkur til allra starfa, úr- ræðagóð og taldi ekki eftir sér að rétta hjálparhönd og átti auðvelt með að gleðja aðra. Eftir að hún hóf búskap með Marinó gekk hún í öll störf úti sem inni og á kvöldin eftir langan vinnudag saumaði hún og prjónaði af myndarskap á börnin. Hún hafði mikið yndi af hannyrðum og lestri og kunni mikið af ljóðum og lausavísum. Í áratugi tók hún virkan þátt í starfi Kvenfélags Lýt- ingsstaðahrepps. Á Sauðárkróki héldu þau Lauga og Marinó heimili á meðan heilsa þeirra leyfði en Lauga dvaldi á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks frá því í marsmánuði 2009 til dánardags. Útför Guðlaugar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, miðviku- daginn 20. janúar, og hefst athöfnin kl. 14 Jórunn, f. 1951, Árný, f. 1955, Álfheiður, f. 1959, og Álfgeir, f. 1960. Barnabörn þeirra eru orðin 22 að tölu og barna- barnabörn 31. Þegar foreldrar Guðlaugar fluttust frá Hvammkoti að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd fór hún í fóstur til afa síns og ömmu á Bakka í Vall- hólmi vorið 1921. Þar ólst hún upp á meðan þeirra naut við og síðan hjá Árna og Helgu föðursystkinum sínum þar til Árni lést 1932. Hún var í vist hjá Felix Jósafatssyni og Efemíu Gísla- dóttur í Húsey og fermdist frá Syðra-Vallholti 1934 með góðan vitnisburð. Hún var lausakona í Syðra-Vallholti og í Saurbæ frá 1938-43 þegar hún hóf nám við Hús- mæðraskólann á Staðarfelli í Dölum og dvaldi þar veturinn 1943-44. Um vorið flutti hún sem ráðskona í Álf- geirsvelli í Skagafirði og hóf búskap með Marinó. Þau giftu sig 2. apríl Elsku amma, núna er komið að kveðjustundinni en þá rifjast upp margar góðar minningar. Það eru ógleymanlegar stundir sem við höfum átt saman á Álfgeirs- völlum í gegnum árin. Það var svo gaman að koma til ykkar afa og taka þátt í bústörfunum, umgangast dýr- in, leika sér við lækinn og hitta hin frændsystkinin þar sem hlátursköst- in og prakkarastrikin voru fjölda mörg. Ég gleymi aldrei uppdekkaða borðinu með sem flestum sortum, sunnudagssteikinni og eftirmatnum. Vikurnar sem ég átti hjá ykkur afa voru lærdómsríkar og erfiðar, en ekki síður skemmtilegar. Ég gleymi seint ferðunum á Krókinn þar sem við laumuðumst til að fá okkur ís við hvert tækifæri, gátunum í fjósinu, sögum af ýmsu tagi, sólarlaginu í Skagafirðinum, og göngunum og réttunum á haustin. Eftir stendur minningin um litla en sterka, ákveðna og úrræðagóða konu, sem vildi öllum vel og laumaði gjöfum og sætindum að manni. Hún hafði einstakan húmor og yndislegan hlátur sem var svo smitandi og hún gat hlegið að ótrúlegustu hlutum og átti oft erfiðast með að hætta að hlæja. Við hin hlógum oft með, þótt við vissum ekki hvað væri svona fyndið og þú gast engan veginn út- skýrt það fyrir eigin hlátri. Amma, takk fyrir þessar góðu stundir, áfram lifa óteljandi minn- ingar og sögur sem við tökum með okkur og sem við getum sagt yngri kynslóðinni. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín Þórdís. Mig langar í nokkrum orðum að minnast ömmu minnar í sveitinni eins og ég kallaði hana alltaf. Þegar ég var yngri var gaman að koma til ykkar afa í sveitina þar sem við eyddum ófáum helgum. Þú varst alltaf að, ef ekki í fjósinu með afa þá varstu að elda mat eða sauma út, sem var þín uppáhaldsiðja. Þú sast í stofunni og saumaðir út og hlustaðir á tónlist. Einnig man ég eftir heims- ins besta hangikjöti sem þú reyktir í kofanum þínum og ferðunum sem við vorum send í til að ná í egg í hænsna- kofann sem var gamall strætó. Þú varst mikill húmoristi og hlóst mikið, stundum fékkstu hlátursköst og gast ekki hætt og allir voru farnir að hlæja með þér. Minningarnar eru margar og góðar, þótt þær séu ekki allar taldar upp hér. Einu gleymi ég samt seint en þá klemmdi ég mig frekar illa og þar sem við vorum í sveitinni gat maður ekki stokkið á sjúkrahús heldur settist þú niður og prjónaðir hólk á fingurinn til að verja hann ef ég ræki hann í og eins fyrir kulda, þú hafðir alltaf lausn á öllu. Þú trúðir á álfa og huldufólk og sagðir okkur frá álfunum sem byggju í stóra steininum fyrir ofan bæinn, við máttum helst ekki klifra á honum og alls ekki kroppa mosann af, því þá yrðu álfarnir reiðir. Minningar Gauta um þig einkennast af hlátri þínum, hlýhug og léttleika. Hann gleymir ekki er hann kom eitt sinn að Álfgeirsvöllum og þú hélst að hann væri sölumaður, að sjálfsögðu greip hann það á lofti og sagðist vera að selja fisk, en þá áttaðir þú þig á því hver hann var og þá upphófust hlátrasköll mikil. Þennan dag fór hann með þig í Varmahlíð að versla í kotið og var það ógleymanleg ferð fyrir hann, honum fannst þú þekkja alla og svo verslaðir þú heil ósköp og hlóguð þið mikið saman að því. Eftir að börnin okkar fæddust komu þau með til ykkar og höfðu gaman af. Árið 2006 fluttuð þið afi svo á Sauðárkrók, keyptuð ykkur hús en stuttu eftir að þið fluttuð inn dast þú og lærbrotnaðir. Ég heimsótti þig á sjúkrahúsið og þá var að koma mat- ur, þú opnaðir bakkann en lokaðir honum strax, ég spurði hvort þú ætl- aðir ekki að borða. Þú leist á mig og sagðir „nei, þetta er eins og æla“, þú leyndir sjaldan skoðunum þínum. Þú fórst nokkrar ferðir á sjúkrahúsið eftir það en reyndir að stoppa sem styst því þú vildir ekki að einhverjar kerlingar (heimahjúkrun) væru að strjúka honum afa og þú ekki heima. Elsku amma mín, ég vona að þér líði betur núna og sért að hlæja með hinum englunum. Ég veit þú fylgist með okkur og við pössum afa fyrir þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Þín Brynja. Guðlaug Egilsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, PÁLMI ÁRNASON, Sléttuvegi 7, Reykjavík, frá Látrum í Aðalvík, lést föstudaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 26. janúar kl. 15.00. Ólafía Sveinsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HAUKUR HALLDÓRSSON, Vallarbraut 2, Njarðvík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði, fimmtu- daginn 31. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Garðvangs fyrir alúð og góða umönnun. Rannveig Þorvarðardóttir, Ragnar Hauksson, Eygló Alexandersdóttir, Sigríður Hauksdóttir, Pálína Hauksdóttir, Grétar Ævarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.