Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 ✝ Sigurgeir Snæ-björnsson fæddist á Landspítalanum 15. mars 1977. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 4. jan- úar sl. Sigurgeir var sonur Snæbjarnar Sigurgeirssonar, f. 23. janúar 1958, og Hrefnu Einarsdóttur, f. 29. nóvember 1958, d. 25. febrúar 1995. Sonur Snæbjarnar er Smári Freyr f. 22. nóvember 1992. Sigurgeir eignaðist tvær dætur; Katrínu Tönju, f. 10. maí 1993, móðir hennar er Oddfríður Helgadóttir, og Hrefnu Karitas, f. 4. febrúar 1998. Móðir hennar er Bryndís Sigurðardóttir. Sigurgeir ólst upp í Þórorms- tungu í Vatnsdal til sjö ára aldurs en þá flutti hann með móður sinni til Reykjavíkur. Þau bjuggu næstu árin hjá foreldrum Hrefnu á Ásvegi 16. Seinna flutti Sig- urgeir með móður sinni og sambýlis- manni, Einari Mar- teinssyni, að Berj- arima í Grafarvogi. Sigurgeir stund- aði sjóróðra með föður sínum og vann ýmis störf í landi meðan heilsan leyfði. Síðustu árin hefur hann búið hjá föður sínum í Efstasundi 42. Átta ára gamall greindist Sigurgeir með sykursýki og hefur hann verið mjög heilsulítill síð- ustu árin. Útför Sigurgeirs verður gerð frá Laugarneskirkju miðvikudag- inn 20. janúar kl. 13. Nýja árið byrjaði ekki vel. Við fengum þær sorgarfréttir að Geiri frændi okkar væri á gjörgæsludeild Landspítalans. Fáeinum dögum síð- ar var hann dáinn, aðeins 32 ára gamall. Sigurgeir, eða Geiri eins og við kölluðum hann alltaf, stríddi við veikindi en hann greindist með syk- ursýki aðeins átta ára gamall. Við minnumst Geira sem fallegs drengs sem í senn var glaðlyndur og uppátækjasamur. Fyrstu sjö æviárin bjó hann í Þórormstungu í Vatnsdal með foreldrum sínum. Við systkinin fórum oft í sveitina þegar við vorum lítil, vorum öll þrjú á svipuðum aldri og náðum vel saman. Okkur leiddist aldrei með Geira. Hann hafði ríkt ímyndunarafl, var grallari sem hafði yndi af prakkara- strikum. Hann gat endalaust fundið upp á leikjum sem við tókum þátt í. Því eigum við yndislegar minningar úr sveitinni sem við munum aldrei gleyma. Þegar Geiri var sjö ára skildu for- eldrar hans og hann flutti með mömmu sinni til Reykjavíkur. Hrefna, mamma Geira og föðursyst- ir okkar, eignaðist nýjan mann, Ein- ar Marteinsson, og eyddu þau þrjú ófáum stundum á heimili okkar í Klapparbergi, eða á ferðalagi með okkur fjölskyldunni. Við ferðuðumst mikið saman, bæði innanlands og ut- an. Þegar Geiri var 12-13 ára veiktist mamma hans. Hún þurfti að fara í aðgerð til Svíþjóðar og vera þar í marga mánuði. Þá bjó Geiri hjá okk- ur. Hann og Haukur unnu saman hjá pabba okkar í byggingarvinnu. Haukur og Geiri eyddu þá miklum tíma saman við að grúska í mótor- hjólum og bílum. Þeir deildu sama áhugamáli og náðu vel saman, þótt ólíkir væru á annan hátt. Geiri hafði einnig mikinn áhuga á raftækjum, sérstaklega hljómflutn- ingstækjum. Sem gutti tók hann öll raftæki sem hann fékk í sundur til þess eins að sjá hvað væri inni í þeim, hvernig þau virkuðu og setti þau síð- an saman aftur. Hann lærði mikið af þessum rannsóknum og varð mjög laginn við að gera við tæki. Á síðustu árum átti hann erfiðara með að sinna þessum áhugamálum sínum vegna skertrar sjónar af völd- um sykursýkinnar. Geiri eignaðist ungur dóttur sína Katrínu Tönju og síðar Hrefnu Kar- itas. Hann var stoltur af þeim báð- um. Þótt Geiri mætti miklu mótlæti á stuttri ævi, sem eflaust hafði djúp áhrif á hann, var hann mikill húm- oristi sem sá skondnu hliðarnar á öllu. Hrafnhildur systir okkar er búsett í Englandi. Henni þykir leitt að geta ekki verið heima á erfiðum tímum sem þessum. Hún á góðar minningar um Geira frænda sinn. Við viljum trúa því að nú sé Geiri kominn til mömmu sinnar og líði vel. Elsku Geiri frændi, hvíl þú í friði. Svanhildur Einarsdóttir, Haukur Már Einarsson. Kraftmikill og duglegur lítill drengur í Þórormstungu, sveitinni sinni, hjá mömmu Hrefnu og pabba sínum Snæbirni. Ljóshærður, glað- legur prakkari, svolítið uppátektar- samur. Áhyggjulaus um lífið innan um dýrin og náttúruna. Svona munum við fyrstu ár Geira frænda eins og við oftast kölluðum hann. Í Þórormstungu fengu mörg börn að dvelja part úr sumri. Þar á meðal börnin okkar, Svana og Haukur, sem eiga margar góðar minningar um Geira frænda sinn í sveitinni. Þegar Geiri var á áttunda ári slitu foreldrar hans samvistir. Flutti hann þá með móður sinni til Reykjavíkur. Um tíma bjuggu þau í Engjaseli. Seinna flutti Geiri með mömmu sinni og fósturpabba sínum, Einari, á Ás- veginn og síðar í Berjarima. Það var áfall þegr Geiri greindist með sykursýki, átta ára gamall, og óskiljanlegt fyrir hann að margt sem áður var sjálfsagt var nú bannað. Lifnaðarhættir þurftu að breytast. Þetta reyndist Geira oft á tíðum erf- itt. Við, fjölskyldan í Klapparbergi, eigum margar góðar minningar með Hrefnu, Einari og Geira. Meðal ann- ars fórum við nokkrum sinnum að vetrarlagi í sumarbústaði og ógleym- anleg er ferð stórfjölskyldunnar til Spánar í þrjár vikur árið 1990. Þar naut Geiri sín vel í leik með frænd- systkinum sínum. En lífið lék ekki alltaf við hann Geira. Enn eitt áfallið kom fljótlega eftir Spánarferðina. Hrefna, mamma hans, greindist með lifrarsjúkdóm og lést fimm árum seinna eftir mikla baráttu, 37 ára gömul og var Geiri þá aðeins 17 ára. Þetta voru erfið ár fyrir Geira sem sjálfur glímdi við sinn sjúkdóm. En hann átti góða að og fjölskyldurnar báðum megin reyndu að styðja hann eins og hægt var. Hann var að eðlisfari ljúfur dreng- ur og átti sér marga drauma. Áhuga- málin voru augljós. Hann var mikill grúskari. Bílar, tónlist, tölvuleikir og alls konar tæknibúnaður, það var hans svið. Hann átti auðvelt með að koma lífi í tæki sem við töldum ónýt. Geiri var mikið veikur síðustu árin. Sjónin hafði gefið sig og líkama hans voru takmörk sett. Hann dreymdi um að búa sjálfstætt og reyndi það en það var honum of erfitt. Síðasta árið bjó hann hjá Snæbirni, pabba sínum. Á fyrsta degi ársins veiktist hann alvarlega og skömmu síðar kvaddi Geiri þetta líf. Hann verður jarðsett- ur við hlið móður sinnar. Minningin lifir um ljúfan dreng. Hulda og Einar Örn. Elsku Geiri. Margt flýgur í gegn- um hugann þessa dagana síðan þú fórst. Við rifjum upp minningar lið- inna tíma og skiptumst á sögum af ljóshærðum strák í sveitinni. Uppá- tækjasamur, svolítið stríðinn með dillandi hlátur. Þannig sjáum við þig fyrir okkur. Sá tími sem við kannski þekktumst best, sem börn. Þær voru margar góðar stundirn- ar sem við áttum frændsystkinin saman þegar við vorum lítil og kom- um til ykkar í Þórormstungu í Vatns- dal. Þú varst alltaf duglegur að draga okkur áfram í alls konar ævintýri í kringum bæinn og þau voru ófá stór- hýsin sem við byggðum saman úr böggum í hlöðunni. Og ekki var verra að koma inn eftir viðburðaríka daga og fá mjólk og skúffuköku hjá Hrefnu. Á táningsárunum voru það bílar, mótorhjól og tónlist sem fléttuðu saman áhugamálin og hæfileika þína og það var aðdáunarvert hvað þér tókst að viða að þér miklum fróðleik – upp á eigin spýtur – farartæki og flugeldar voru rifin sundur og sett saman í tilraun til að skapa eitthvað betra en frumútgáfuna. Auðvitað varstu alltaf töffari. En þrátt fyrir töffaraskapinn varstu ljúf- ur, alla ævi. Þótt nálægðin hafi verið meiri eftir að þú fluttir í bæinn þá dró úr samvistum þegar við urðum eldri, enda fórum við hvert í sína áttina í líf- inu. En við misstum samt aldrei al- veg samband, enda fjölskyldan sam- heldin. Það er ekki auðvelt að kveðja. Kannski vissirðu alltaf sjálfur að þú yrðir ekki gamall og lékst þína spilahönd eftir því. Já, lífið var þér ekki alltaf auðvelt og skrefin oft þung. En þrátt fyrir að veikindin hafi verið farin að segja til sín þá var ein- hvern veginn óhugsandi annað en að við ættum eftir að hitta þig svo oft í viðbót. En það er huggun að vita að þú hefur fengið góðar móttökur á nýjum stað og við geymum minningarnar sem ylja hjörtum okkar þar til við svo hittumst næst. Þín Auður, Brynjar og Gréta. Elsku Geiri. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn endanlega frá okkur. Við héldum alltaf í vonina um að hlutirnir myndu breytast og allt verða gott, en nú er ekkert til að halda í lengur, þetta er búið. Þú áttir ekki auðveldustu ævi sem hægt er að hugsa sér, gerðir og upp- lifðir margt, bæði gott og slæmt. Samt varstu þannig að sama hversu illa lífið fór með þig var alltaf stutt í húmorinn og brosið, þú tókst leiðin- legar aðstæður og snerir þeim upp í grín eins og þér einum var lagið. Við eigum svo margar skemmti- legar minningar um þig, en það sem stendur upp úr er einmitt þetta, hvernig þér tókst að breyta hundleið- inlegu kvöldi í endalaust hláturskast, þú bullaðir og bullaðir, sagðir brand- ara, snerir út úr og komst með hár- beitt skot á fólkið í kringum þig. Það var svo gaman að taka þátt í þessu með þér, þú gast komið manni í gott skap á svipstundu með vel völdu kommenti. Við könnumst öll við að segja „Jæja, þá er Geiri kominn í gír …“ þegar þú varst í essinu þínu, þá vissi maður að það var gott kvöld framundan. Okkur langar ekki að kveðja þig með einhverju sorglegu, við viljum miklu frekar minnast þín með bros á vör, það er það sem þú hefðir fílað. Við fengum í hendur blað með hell- ingi af bröndurum sem þú eða ein- hver sem var með þér hafði skrifað niður, þar á meðal þessir (og nokkrir fleiri sem eru ekki alveg við hæfi hér …): „Allir horfðu spenntir á örbylgju- ofninn – nema Binni, hann var inni!“ „Allir spiluðu körfubolta – nema Gvendur, hann hafði ekki hendur!“ Það voru einmitt svona brandarar sem ultu upp úr þér á ólíklegustu stundum, og það brást ekki að allir sem voru á staðnum töpuðu sér af hlátri, þú varst með svo svartan og óviðeigandi húmor að það var engu lagi líkt. Þær eru margar stundirnar sem hefðu ekki verið eftirminnilegar nema þín vegna. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst þér og átt þig fyrir vin. Að sjálfsögðu hefðum við viljað hafa þig lengur hjá okkur, en við vitum að þú ert á betri stað núna og við getum hvenær sem er rifjað upp allar góðu minningarnar og heyrt hláturinn þinn hljóma í huga okkar. Þú varst engum líkur, við eigum aldrei eftir að kynnast öðrum eins og þér og það er okkur mikill heiður að hafa fengið að njóta þess að vera í kringum þig. Þín verður sárt saknað. Sólveig, Eyþór, Tryggvi, Steinar, Ingibjörg, Marta, Matthildur og Tómas. Elsku Sigurgeir. Okkur langar að kveðja þig með þessu sálmaversi: Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Snæbjörn og fjölskylda. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Hugur okkar er með ykkur. Alda og Bára. Sigurgeir Snæbjörnsson ✝ Kristinn FreyrArason fæddist 10. janúar 1984. Hann lést af slysför- um fimmtudaginn 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar Kristins eru Ari Óskar Jó- hannesson frá Múla í Kollafirði, f. 5. júní 1953, og Ólöf Sig- urlín Kristinsdóttir frá Tjaldanesi, Dala- sýslu, f. 3. október 1956. Systir Kristins er Steinunn, f. 7. nóvember 1975, gift Ingu Nínu Sigríði Jóhannsdóttur, f. 11. sept. 1979. Kristinn ólst upp í Hafnarfirði og bjó í foreldrahúsum þar til hann hóf nám við Háskólabrú Keilis haustið 2008. Kristinn lauk grunnskólaprófi frá Öldutúnsskóla. Hann stundaði nám við Flensborgarskóla og Iðnskólann í Hafn- arfirði. Nú síðast var hann við nám í Keili við verk- og raunvísindadeild og hefði útskrifast það- an í vor. Kristinn vann lengst af með föður sínum við grjót- og torfhleðslu, end- urbyggingu gamalla torfbæja og lagfæringar á kirkjugörðum um land allt. Útför Kristins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar Elsku litli bróðir. Ég man hvað ég var glöð þegar þú fæddist, ég var átta ára og var meira en tilbúin að deila mömmu og pabba með einhverjum öðrum. Ég gerði allt- af ráð fyrir að við myndum fylgjast að út lífið. Aldrei datt mér í hug að leiðin þín yrði svona stutt og myndi enda svo skyndilega. Það er sárt til þess að hugsa að þú hafir ekki fengið lengri tíma á þessari jörð til að koma öllu því í verk sem ég veit að bjó í þér. Ég þakka þér fyrir þann tíma sem við höfðum saman og ég bið að heilsa ömmu og afa sem ég veit að passa upp á þig í nýjum heimkynnum. Ég sakna þín svo mikið elsku Kristinn minn. Sorgin er mikil en minningin um þig lifir áfram í hjörtum okkar. „Sama hver á í hlut, sérhver maður á Jörðinni er ætíð í meginhlutverki í Heimssögunni … En sjaldnast veit hann af því sjálfur.“ (Alkemistinn eftir Paulo Coelho) Takk fyrir samfylgdina Kristinn minn. Steinunn. Elsku Kristinn Freyr, frændi minn og nafni. Þú verður alltaf fallegi og flotti frændinn minn alla tíð. Tár okkar væta jörð og minning þín er allt. Á erfitt með kveðjuorð og læt Stein Steinarr um ljóðið. Í sólhvítu ljósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn. Eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn. Og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn. (Steinn Steinarr) Megi allt gott geyma þig elsku kall- inn minn. Kveðja, þín frænka og nafna, Boga Kristín Kristinsdóttir. Til Kristins Freys Arasonar, orð til þín frá Grímu frænku. Tár mín í taumum falla því fjarri þú ert. Hugsa um hann er var á veiðilendunum miklu. Þú ert í ljósinu. Svo ljós og fag- ur. Skoppandi um með mér. Spor þín tekin með hiki. Ögrandi þó. Tenging mín sterk til þín. Kemur að kveðju- stund. Að taka í hönd og kyssa á kinn. Verður í lífinu næsta. Kristinn minn ég kveð þig. Steinunn Gríma Kristinsdóttir. Lítill drengur ljós og fagur. Þegar ég sest niður og horfi til baka þá eru þessi orð þau fyrstu sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um Kristin Frey sem horfinn er frá okkur allt of snemma. Ungur efnilegur mað- ur með allt lífið fram undan. Tilhlökk- unin var mikil þegar hann fæddist. Mamma hans og Gríma systir hennar eignuðust syni með 11 daga millibili og voru Kristinn Freyr og Ásgrímur eins og bræður til unglingsaldurs. Allt frá fyrstu stundu var Kristinn Freyr rólegur og góður, ekki allra en augasteinn þeirra sem honum kynnt- ust. Greindur, ákveðinn og vissi alveg hvað hann vildi, það sem hann ákvað það stóð, ekki þýddi að reyna að telja honum hughvarf. Gaman var að fylgjast með honum og Steinunni systir hans, hún svo jarðbundin og ábyrg og aldrei annað en sjálfsagt hjá henni að passa hann og leika við hann. Þegar unglingsár- unum sleppti var hann að vinna með pabba sínum við grjóthleðslu um allt land á sumrin. Kom þá í ljós að hann var hörkuduglegur og skilaði vel sínu verki. Pabbi hans og mamma voru bæði alin upp í sveit og fékk hann þá tilfinningu fyrir sveitinni og lífinu þar. Í jólaboðinu hjá okkur Egga á ann- an í jólum mætti Kristinn Freyr glað- ur og hress. Eins og alltaf þegar systkinabörnin hittust var mjög gam- an hjá þeim, hlegið mikið og spáð í hlutina.. Engan grunaði að hjá flest- um okkar væri það í síðasta sinn sem við sæjum hann. Engin orð geta sefað sorg móður hans og föður sem sjá á eftir einkasyninum sem var þeim svo kær. Elsku Lína, Ari, Steinunn og Sigga, missir ykkar er mikil en minningarn- ar eigum við og þær tekur enginn frá okkur. Því miður skiljum við ekki allt- af tilgang lífsins. Slysin gera ekki boð á undan sér. Eftir sitja ættingjar og vinir lamaðir af sorg og söknuði. Börn Guðs sem gestir koma, gleymum aldrei því. Í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í. Það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært, við vitum þegar birtu bregður börn Guðs þá sofa vært. (Bubbi Morthens.) Sesselja og Eggert. Kristinn Freyr Arason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.