Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Nú styttist í stór útboð  Samgönguráðuneytið svo gott sem tilbúið í útboð á stórum vegaframkvæmdum  Einnig á döfinni að bjóða út byggingu aðstöðu við Landeyjahöfn á næstunni Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FRAMKVÆMDIR við tvöföldun Vesturlandsveg- ar í Mosfellsbæ og fyrsta áfanga í breikkun Suður- landsvegar, frá Fossvöllum í Lögbergsbrekku, of- an við Lækjarbotna og upp í Draugahlíðarbrekku austan við Litlu kaffistofuna, eru svo gott sem til- búnar fyrir útboð af hálfu Vegagerðarinnar. Krist- ján L. Möller samgönguráðherra gerði ríkis- stjórninni grein fyrir þessu á fundi hennar í gærmorgun. Að sögn Kristjáns gæti vinna við þessar fram- kvæmdir hafist í byrjun sumars, maí eða júní. Gangi það eftir lýkur þeim á næsta ári. „Við eigum eftir að fara yfir nokkur atriði á fjárhagshliðinni og gagnvart Vegagerðinni. Það munum við vinna á næstu dögum,“ segir Kristján. Hann leggur áherslu á að hér sé ekki aðeins um atvinnuskap- andi verkefni að ræða, heldur sé hér mikið um- ferðaröryggismál á ferðinni. „Þarna er verið að tvöfalda og aðgreina akstursstefnur.“ Þó ekki verra á þessu mikla erfiðleikaári Einnig styttist í útboð á einum verkþætti Land- eyjahafnar sem gengur út á að gera aðstöðu og landtengingu fyrir skip í höfninni. Kristján segir að nú standi yfir framkvæmdir fyrir tæpa tíu milljarða króna í samgöngumálum. „Það er næstum því jafnmikið, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, og var veitt í svona fram- kvæmdir 2000-2007. Ástandið er þrátt fyrir allt ekki verra á þessu mikla erfiðleikaári,“ segir hann. Hins vegar eru verklegar framkvæmdir í ár ekki nærri því jafnmiklar og síðustu tvö árin, 2008 og 2009. „Mörg af þessum verkum eru að klárast á þessu ári. Það sem við erum að horfa til núna eru verk sem við viljum koma í útboð á þessu ári og ná inn á árin 2011 og 2012. Þetta er liður í þeirri vinnu en það er svolítið púsl að koma þessu fyrir innan fjárhagsrammans því við vitum ekki hver endan- legur kostnaður við verkin verður við verklok.“ EKKI liggur enn fyrir hvort hægt verður að höfða skaðabótamál á hendur þeim sem taldir eru hafa valdið ríkinu og almenningi í landinu tjóni með athöfnum sínum í aðdrag- anda og í kjölfar bankahrunsins. Bú- ið er að skipa nefnd fjögurra lög- fræðinga til að skoða þessi mál, en vinna nefndarinnar er skammt á veg komin. Ríkisstjórnin skipaði í fyrri hluta desember, að tillögu fjármálaráð- herra, starfshóp sem hefur það verk- efni „að skoða hvort unnt sé að hefja og reka skaðabótamál á hendur þeim lögaðilum og einstaklingum sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi í landinu fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdrag- anda og í kjölfar bankahrunsins.“ Hafdís Ólafsdóttir, lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu, er formaður starfshópsins. Hún segir að vinna hópsins sé að fara af stað. Hópurinn muni m.a. skoða skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis sem birt verður í byrjun febrúar. Rekin sem einkamál Ef kemur til málareksturs verða þau mál rekin sem einkamál og kröf- ur ríkisins einkaréttarlegs eðlis, þ.e. að ríkið krefst bóta fyrir tjón sem það hefur orðið fyrir vegna verka annarra. Starfshópurinn á ásamt sjálfstætt starfandi lögmönnum, að undirbúa hugsanleg skaðabótamál. Hópurinn á að velja þau mál sem líklegt er að geti haft hraðan framgang og for- dæmisgildi. Í kjölfarið á svo að meta hvort hefjast eigi handa með því að óska eftir kyrrsetningu á eignum. egol@mbl.is Skoðar grundvöll skaðabótamáls Mál gegn útrásarvíkingum í skoðun FJÓRIR menn voru í gær yfir- heyrðir hjá embætti Ríkislög- reglustjóra, auk þess sem gerð var húsleit á þremur stöðum þar sem lagt var hald á ýmis gögn. Frétta- stofa RÚV greindi fyrst frá þessu í gærkvöldi. Eftir yfirheyrslur var fjórmenningunum sleppt en Helgi Magnús Gunnarsson hjá embætti Ríkislögreglustjóra sagði við mbl.is að fleiri vitni yrðu kölluð til yfir- heyrslu. Síðasta föstudag var lagt hald á 92 milljónir kr. vegna meintra fjársvika við sölu á fasteigninni Skúlagötu 51 til kínverska sendiráðsins. Fast- eignin var í eigu félagsins Vindsúlur en þar er í forsvari Aron Karlsson ásamt föður sínum Karli Steingríms- syni. Fasteignin var veðsett fyrir rúman milljarð króna vegna lána í Arion banka, Íslandsbanka og Glitni. Um miðjan desember sl. var gengið að tilboði frá indversku fyrirtæki í fasteignina fyrir 575 milljónir kr. Bankarnir féllust á þessa sölu. Skömmu síðar var hins vegar sam- þykkt tilboð frá kínverska sendi- ráðinu upp á 875 milljónir. Í millitíðinni var búið að færa fast- eignina í nýtt félag, 2007 ehf., í eigu sömu aðila, en félagið heitir núna AK fasteignir. Bankarnir höfðu enga vitneskju um tilboð Kínverjanna eða flutning eignarinnar milli félaga og telja þeir sig hafa verið hlunnfarna um 300 milljónir króna. silja@mbl.is/una@mbl.is Fjórir grunaðir um fjársvik Sendiráðið Húsið Skúlagata 51. Húsleitir og hald lagt á 92 milljónir króna HAFÍSINN var á svipuðum slóðum úti fyrir landinu í gær samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæsl- unni bárust frá skipum sem áttu ferð um svæðið norður af Óðinsboða. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið seint í gærkvöldi til að kanna hvernig málin hafa þróast en nákvæmar upplýsingar um stöðuna lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Hafís á svip- uðum slóðum Í DAG er fjórtándi dagur eftir jól í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Daginn áður er venjan að blessa vatnið og var það gert í Nauthólsvíkinni í gærkvöldi. Í ár hittist svo á að alþjóðleg sam- kirkjuleg bænavika stendur yfir á sama tíma og tók því fólk úr ýmsum kirkjudeildum þátt í at- höfninni í Nauthólsvík þar sem Timothy Zolot- uskiy, prestur safnaðar heilags Nikulásar úr Moskvupatríarkinu í Reykjavík, fór með bæn á ströndinni. Veðrið var heldur kaldranalegt og vindurinn reif hressilega í hempu Zolotuskiy. Hann steig út í ískaldan sjóinn með reykelsið í hönd og blessaði vatnið. Að athöfn lokinni skelltu nokkrir sér í sjósund út í vatnið blessaða, presturinn þeirra á meðal. una@mbl.is Fjórtándi dagur jóla í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni Blessaði úfinn sjóinn í Nauthólsvík Morgunblaðið/Golli ÞORRINN 2 010 Þorrahlaðborð – fyrir 10 eða fleiri – 1.990 kr. á mann www.noatun.is Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær að verja sem svaraði 100 krón- um á hvern borgarbúa til hjálparstarfa á Haítí. Það sam- svarar um 12 milljónum króna. Verður Rauða krossi Íslands falin ráðstöfun fjár- ins, sem tekið er af liðnum „ófyrir- séð“ í fjárhagsáætlun. Þorleifur Gunnlaugsson, borgar- fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, mælti fyrir tillög- unni, sem allir flokkar stóðu að og var samþykkt með 15 samhljóða at- kvæðum. Hvatti Þorleifur einnig til þess að efnt yrði til landssöfnunar á vegum hjálparsamtaka og fjölmiðla í þágu íbúa á Haítí. Tólf milljónir til Haítí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.