Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður HHHH , PBB, Fbl Fjölskyldan „besta leiksýning ársins“, Mbl, GB Faust (Stóra svið) Mið 20/1 kl. 20:00 aukas Fös 5/2 kl. 20:00 7.K Fös 26/2 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 3.K Mið 10/2 kl. 20:00 Fös 5/3 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00 aukas Fim 11/2 kl. 20:00 Lau 6/3 kl. 20:00 Aukas Fim 28/1 kl. 20:00 4.K Fös 12/2 kl. 20:00 8.K Lau 13/3 kl. 20:00 Aukas Fös 29/1 kl. 20:00 5.K Fös 19/2 kl. 20:00 9.K Lau 20/3 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 21:00 6.K Lau 20/2 kl. 20:00 10.K í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Fim 21/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Fim 18/2 kl. 19:00 aukas Sun 24/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Mið 27/1 kl. 19:00 aukas Lau 13/2 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sun 24/1 kl. 14:00 Sun 31/1 kl. 14:00 Sun 7/2 kl. 14:00 síðasta sýning Lau 30/1 kl. 14:00 Lau 6/2 kl. 14:00 aukas Vinsælasti söngleikur ársins - sýningum lýkur í febrúar Djúpið (Nýja svið) Sun 24/1 kl. 20:00 Sun 7/2 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Allra síðustu sýningar. Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Harry og Heimir (Litla sviðið) Fim 21/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Sun 7/2 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 22:00 Fös 12/2 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Lau 13/2 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 22:00 Fös 5/2 kl. 19:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Sun 24/1 kl. 20:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 22:00 Bláa gullið (Litla svið) Sun 24/1 kl. 14:00 aukas Mið 10/2 kl. 9:30 Mán 15/2 kl. 9:30 Mán 8/2 kl. 9:30 Mið 10/2 kl. 11:00 Mán 15/2 kl. 11:00 Mán 8/2 kl. 11:00 Fim 11/2 kl. 9:30 Þri 16/2 kl. 9:30 Þri 9/2 kl. 9:30 Fös 12/2 kl. 9:30 Þri 16/2 kl. 11:00 Þri 9/2 kl. 11:00 Fös 12/2 kl. 11:00 Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Góðir íslendingar (Nýja svið) Fim 21/1 kl. 20:00 Forsýn Fös 29/1 kl. 20:00 3.kort Lau 6/2 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Frums Lau 30/1 kl. 20:00 4.kort Lau 23/1 kl. 20:00 2.kort Fös 5/2 kl. 20:00 5.kort Undir yfirborðinu býr sannarlega þjóð sem á sér ýmis leyndarmál. Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is 39 þrep (Samkomuhúsið) Fim 21/1 kl. 20:00 8.k. Lau 30/1 kl. 19:00 Fös 19/2 kl. 19:00 Ný sýn Fös 22/1 kl. 19:00 9.k. Lau 30/1 kl. 22:00 Aukas Lau 20/2 kl. 19:00 Ný sýn Lau 23/1 kl. 19:00 10. k. Fös 5/2 kl. 19:00 Fös 26/2 kl. 19:00 Ný sýn Lau 23/1 kl. 22:00 Aukas Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Ný sýn Sun 24/1 kl. 20:00 11. k. Fös 12/2 kl. 19:00 Ný sýn Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 13/2 kl. 19:00 Ný sýn Ósóttar pantanir seldar daglega ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ „Besta leiksýning ársins“ Mbl., GB Mbl., IÞ Uppl. um sýningar og miðasala 551 1200 www.leikhusid.is Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is Sinfóníuhljómsveit Íslands Hljómsveitarstjóri: Ilan Volkov Einleikari: Lise de la Salle Bent Sørensen: Exit Music Sergej Prókofíev: Píanókonsert nr. 1 Maurice Ravel: Píanókonsert í G dúr Igor Stravinskíj: Sinfónía í þremur þáttum Súpa og spjall Árna Heimis Ingólfssonar um verkin á tónleikunum á Kaffitorginu í Neskirkju kl. 18. 21. jan. kl. 19:30 » 20. aldar klassík 28. jan. kl. 19.30 » Sögusinfónían + 3 Hljómsveitarstjóri: Franck Ollu Jón Leifs: Sögusinfónían Hjálmar H. Ragnarsson: Yfir heiðan morgun Hróðmar I. Sigurbjörnsson: Orustan við Vínu Hlynur Aðils Vilmarsson: 48k 06. feb. kl. 14.00 » Heimsókn í dýragarðinn Litli tónsprotinn Camille Saint-Saëns: Karnival dýranna Francis Poulenc: Sagan af fílnum Babar Þekkt lögreglumyndaform-úla er grunnur kanadískukvikmyndarinnar BonCop, Bad Cop (framleidd í Montreal) um tvo gjörólíka lög- reglumenn sem neyddir eru til að vinna saman að morðrannsókn. Annar er dagfarsprúður og siðfág- aður, ávallt í vel straujuðum skyrt- um, fylgir ætíð lögum og reglu en hinn er óheflað kvennagull, órak- aður og illa til hafður og brýtur lög- in ítrekað og án umhugsunar. Í Góð lögga, slæm lögga er þessi klisja tekin fyrir meðvitað, í raun skrum- skæld og við bætt miklum ríg milli ensku- og frönskumælandi Kan- adamanna. Þannig eru lög- reglumennirnir tveir, hinn frönsku- mælandi David Bouchard og hinn enskumælandi Martin Ward, algjör- ar andstæður en einmitt vegna ólíkra vinnubragða tekst þeim að vinna saman. Leiðir Bouchards og Wards liggja saman þegar lík finnst á mörkum Québec og Ontario, nánar tiltekið ofan á skilti sem markar þessi mæri og býður fólk velkomið til Ontario öðrum megin og Québec hinum megin. Lögreglumennirnir fara að rífast um það hvort lög- regluumdæmið eigi að taka morð- rannsóknina að sér. Fer svo á end- anum að lögreglustjórar umdæmanna skikka mennina til að vinna saman að rannsókninni og magnast þá rígurinn heldur betur, ýjað að því í myndinni að gjörólíkt fólk búi í Québec og Ontario. Þannig er söguþráður mynd- arinnar í stuttu máli og má segja að morðrannsóknin verði í raun að al- gjöru aukaatriði enda er hún heldur óáhugaverð, verið að elta uppi fjöldamorðingja sem hefur horn í síðu yfirmanna í hokkíbransanum kanadíska. Leikararnir sem fara með hlutverk lögreglumannanna tveggja, Colm Feore og Patrick Huard, standa sig ágætlega og kitla hláturtaugar bíógesta framan af. Oftar en einu sinni verður manni hugsað til Lethal Weapon- myndanna, augljóslega verið að sækja margt í þær, nema hvað að Lethal Weapon voru mun betur gerðar og þá sérstaklega hasar- atriðin, enda mun dýrari Holly- wood-framleiðsla. Bon Cop, Bad Cop fatast flugið á seinasta hálftímanum eða svo, þeg- ar spennan tekur við af gríninu og hasaratriðum fjölgar. Afskaplega slæm áhrifatónlist skemmir fyrir þeim atriðum sem hvað mest spenn- andi eiga að vera og allt saman end- ar þetta í algjörlega fyrirsjáanlegri og bragðlausri tuggu, með ein- hverju lélegasta illmenni sem und- irritaður man eftir á hvíta tjaldinu. Kannski var það ætlun leikstjór- ans að gera grín að klisjunni og hugmyndaleysinu með þessum hætti, hver veit. En það er miður að myndin skuli brotlenda svona því framan af er hún ágætisskemmtun. Hún á augljóslega að höfða til Kanadamanna í heild sinni, ensku- eða frönskumælandi, og sótt í örugga formúlu væntanlega til að tryggja góða aðsókn. En því miður er klisjan bara orðin svo gömul og tuggan svo bragðlaus að hún dugar ekki til. Góð lögga, slæm lögga er sæmilegasta afþreying, engu að síð- ur. Tvítyngd tugga Góður og vondur Lögreglumennirnir hittast við skiltið sem býður menn velkomna til Québec og Ontario, líkið beggja megin. Frönsk kvikmyndahátíð Bon Cop, Bad Cop/ Góð lögga, vond lögga bbmnn Kanada, 2006. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR TILKYNNT var um tilnefningar til Brit-verðlaunanna 2010 hinn 18. janúar síðastliðinn. Lily Allen og Florence And The Machine fengu þrjár tilnefningar hvor en aðrir sem voru tilnefndir voru til dæmis Dizzee Rascal, Pixie Lott, La Roux og Leona Lewis. Af er- lendum listamönnum sem hlutu til- nefningar má nefna Lady Gaga sem hlaut þrjár og Animal Collec- tive og Jay-Z sem hrepptu tvær hvor. Veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til tónlist- ar og mun Robbie Williams hljóta þau í ár. Í tilefni 30 ára afmælis verðlaunahátíðarinnar verða veitt sérstök verðlaun fyrir minnisstæð- asta atriðið í sögu þeirra en þar eru tilnefnd meðal annarra The Who, Spice Girls, Pet Shop Boys og Kanye West. Verðlaunafhend- ingin fer fram 16. febrúar næst- komandi. Lily Allen Söngkonan var tilnefnd sem besti breski kvenlistamaðurinn, fyrir bestu bresku plötuna og besta breska lagið. Animal Collective Sveitin hefur slegið í gegn með plötu sinni Merriweather Post Pavilion og er tilnefnd til tveggja verðlauna. Florence Welch Stúlkan hefur lýst að- dáun sinni á Björk og PJ Harvey og er meðal annars tilnefnd sem besti breski kvenlistamaðurinn. Robbie Williams Hvarf úr sviðsljósinu í nokkur ár en hlýtur sérstök verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. Tilnefningar til Brit-verðlaunanna 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.