Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 Reykjavík – hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og MSc í borgarfræðum, mun flytja fyrirlestur sinn um framtíðarsýn fyrir Reykjavík í þriðja skipti, vegna fjölda áskorana. Fundurinn verður haldinn í dag, miðvikudaginn 20. janúar kl. 17.30, í Þjóðminjasafninu. Í fyrirlestrinum ræðir Gísli Marteinn hugmyndir sínar um þróun Reykjavíkur, sérstöðu hennar meðal borga heimsins og þau mikilvægu verkefni sem framundan eru við uppbyggingu borgarinnar. Fundurinn er öllum opinn og allir eru hjartanlega velkomnir. Gísli Marteinn Baldursson 2. sæti í Reykjavík Skjaldborgin um heimilin birtistalmenningi meðal annars í því að nú er bensínverðið rétt við 200 kr. á lítrann og dísilolían litlu ódýrari.     Frá áramótum hefur bensíniðhækkað úr um 190 kr. á l í nær 200 kr. á l. Hluti af hækkuninni er vissulega vegna hækkunar á heimsmarkaði, en stærstur hluti hennar er vegna aukinnar gjald- töku ríkisins.     Um áramótinhækkaði vel- ferðarstjórnin gjaldtöku af hverjum bensínlítra um 7 krónur. Hækkun dísilolíu var svipuð og vissulega líka liður í aukinni vel- ferð heimilanna í landinu, enda mikilvægt að létta á pyngju al- mennings.     Velferðin hafði raunar komiðfram með sama hætti áður, því að þetta var ekki fyrsta hækkun velferðarstjórnarinnar. Hún hafði um áramótin starfað í nær ár og því var ekki nema von að hún hefði áður náð fram vænni hækk- un.     Það fer að styttast í ársafmælivelferðarstjórnarinnar og al- menningur verður þess vel var þegar hann fyllir á tankinn.     Hann verður þess líka var þegarhann flýgur á milli staða, hvort sem er innan lands eða utan. Velferðin kallaði á sérstakt „kol- efnisgjald“, sem hljómar betur en bensínskattur.     Velferðin eykst með hærribensínsköttum og léttari pyngju almennings. Efist einhver um það hlýtur sá hinn sami að sannfærast þegar verðið á bensín- lítranum fer yfir 200 krónur. Dýrara bensín, aukin velferð Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 7 skúrir Lúxemborg 2 þoka Algarve 17 skýjað Bolungarvík 8 alskýjað Brussel 5 þoka Madríd 11 skýjað Akureyri 6 alskýjað Dublin 6 skýjað Barcelona 11 skýjað Egilsstaðir 7 skýjað Glasgow 4 skýjað Mallorca 14 alskýjað Kirkjubæjarkl. 5 skýjað London 6 þoka Róm 11 léttskýjað Nuuk -12 skafrenningur París 2 skýjað Aþena 9 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Amsterdam 4 skýjað Winnipeg -8 þoka Ósló -6 skýjað Hamborg 0 þoka Montreal 0 snjókoma Kaupmannahöfn 0 þoka Berlín 1 þoka New York 7 léttskýjað Stokkhólmur -1 skýjað Vín 3 skýjað Chicago -1 alskýjað Helsinki -7 heiðskírt Moskva -16 heiðskírt Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 20. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.03 0,7 9.13 3,7 15.31 0,7 21.33 3,5 10:43 16:36 ÍSAFJÖRÐUR 5.02 0,5 11.08 2,1 17.37 0,4 23.28 1,9 11:11 16:18 SIGLUFJÖRÐUR 1.37 1,1 7.23 0,3 13.45 1,2 19.50 0,2 10:55 15:59 DJÚPIVOGUR 0.17 0,4 6.24 1,9 12.40 0,4 18.41 1,8 10:18 15:59 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Gengur í suðaustan 13-23 m/s, hvassast með suðurströndinni. Lægir mjög um kvöldið. Rigning sunnan- og vestanlands og talsverð eða mikil rigning á Suðausturlandi. Þurrt að mestu á Norðurlandi. Hiti 3 til 8 stig. Á föstudag Hæg suðlæg átt og sums stað- ar skúrir eða slydduél vestan til en bjartviðri norðaustan til. Heldur kólnandi og vægt frost inn til landsins um kvöldið. Á laugardag Suðlægar áttir. Úrkomulítið sunnan- og vestanlands, frost- laust en bjartviðri norðan- og austanlands og víða vægt frost. Á sunnudag og mánudag Suðaustlæg átt, rigning eða slydda öðru hverju, einkum á mánudag, úrkomulítið norðan- og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-15 m/s en hvessir heldur í kvöld. Rigning vestan til en talsverð eða mikil rigning suðaustanlands. Úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 4 til 10 stig. ATKVÆÐAGREIÐSLA meðal flugmanna Icelandair um hvort hefja eigi undirbúning að boðun verkfalls stendur yfir og lýkur á föstudag. Samdægurs liggur fyrir vilji flugmanna og verða þá næstu skref ákveðin, að sögn Örnólfs Jóns- sonar, formanns samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair. Samningur flugmanna við Ice- landair hefur verið laus frá 1. febr- úar á síðasta ári. Örnólfur segir samningsvilja hafa verið takmark- aðan en síðasti fundur fór fram hjá ríkissáttasemjara 12. janúar sl. Kjaradeilunni var vísað til ríkis- sáttasemjara í október sl. Bæði flugvirkjar og flugfreyjur gengu frá kjarasamningum við Ice- landair eftir að hafa samþykkt verk- fallsboðun. „Komi til þess að flug- menn boði jafnframt verkfall til að knýja á um gerð kjarasamnings er það áfellisdómur yfir stjórnendum Icelandair. Þeir virðast ófærir um að semja án þess að starfsmenn grípi til þess neyðarúrræðis,“ segir Örnólfur í fréttabréfi FÍA. Kröfur flugmanna Icelandair – sem ágreiningur er um – eru að fá tvær helgar í frí annan hvern mánuð og leiðréttingar á einhliða breyt- ingum Icelandair á tryggingaskil- málum hóplíftryggingar og túlkun á rétti þeirra sem láta af störfum til líftryggingar. andri@mbl.is Flugmenn greiða atkvæði um verkfall Flugvirkjar og flugfreyjur gengu frá samningum eftir verkfallsboðun Morgunblaðið/Frikki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.