Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 2. J A N Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 17. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF UMRENNINGATÍSKA OG LEIKREGLUR BÆJARINS «MENNING Góðir Íslendingar sem fengu skellinn 6 Júlíus Vífill 2. sæti Fjölbreytt reynsla og þekking Kjósum Júlíus Vífil í 2. sæti í prófkjörinu á laugardagMorgunblaðið/Sigurgeir Fyrningarleið Fjölmenni var á fundi Eyjamanna í gærkvöldi. FJÖLMENNUR fundur í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi krafðist þess að stjórnvöld féllu þegar í stað frá áformum um svokallaða fyrning- arleið í sjávarútvegi „enda er hún í eðli sínu aðför að starfsgrundvelli fyrirtækja í sjávarútvegi og þar með lífskjörum og atvinnuöryggi fólks sem í atvinnugreininni starfar“. Á fundinum kom jafnframt fram mikil andstaða við útflutningsálag á ísfiski sem sjávarútvegsráðherra lagði á í vetur og við áform um afnám sjómannaafsláttar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði að það segði sitt um andstöðuna við fyrningarleið að íbúar á Arnarstapa, Bakkafirði, Bíldudal, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Grenivík, Grindavík, Grímsey, Grundarfirði, Hellissandi, Hofsósi, Höfn í Hornafirði, Ólafsvík, Nes- kaupstað, Mjóafirði, Patreksfirði, Rifi, Reyðarfirði, Sauðárkróki, Stöðvarfirði, Tálknafirði, Vest- mannaeyjum, Þorlákshöfn og Þórs- höfn hefðu varað við eða lagst ein- dregið gegn henni. Andstaðan gengi þvert á afstöðu fólks í stjórnmálum á stöðunum. | 2 Sjómenn og útvegsmenn í Eyjum gagnrýna stjórnvöld Hætti við fyrningarleið Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is RIO Tinto Alcan hefur ákveðið að hefja framkvæmdir við fyrri hluta straumhækkunarverkefnisins við ál- verið í Straumsvík. Um er að ræða fjárfestingu fyrir um 13 milljarða. Um 100 ný störf skapast á athafna- svæðinu í Straumsvík fram á mitt næsta ár meðan á framkvæmdum stendur. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segir að ákvörðunin sé til marks um eindreginn vilja fyr- irtækisins til að efla starfsemina í Straumsvík. Þessi fjárfesting felur í sér end- urnýjun á rafbúnaði í aðveitustöð ál- versins, sem hefur þann tvíþætta til- gang að auka áreiðanleika verk- smiðjunnar og gera straumhækkun mögulega. Framkvæmdir hefjast á allra næstu vikum. Kostnaður við straumhækkunar- verkefnið í heild sinni, þ.e. seinni áfanga, felur í sér fjárfestingu fyrir um 42 milljarða og er gert ráð fyrir að um þriðjungur þeirrar fjárhæðar renni til íslenskra aðila. Markmiðið er að auka framleiðslugetu álversins um hér um bil 40 þúsund tonn með straumhækkun og tilsvarandi upp- færslu á búnaði í núverandi bygg- ingum. Rannveig sagði að ákvörðun um seinni áfanga verkefnisins væri háð því að Landsvirkjun tækist að fjármagna framkvæmdir við Búðar- hálsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagðist vonast eftir að tækist að ljúka fjármögnun Búð- arhálsvirkjunar á þessu ári. Erlendir lánamarkaðir væru erfiðir þessa stundina. Það réðist af mörgum þátt- um hvernig gengi að ljúka samning- um, m.a. hvernig Icesave-málið þró- aðist. Kostnaður við Búðarháls- virkjun er áætlaður 20-25 milljarðar. Öll leyfi til að hefja framkvæmdir liggja fyrir. „Það að ákvörðun skuli tekin um að ráðast í þessa stóru fjárfestingu sýnir tiltrú eigandans á fyrirtækinu og á Íslandi. Maður vonar að þetta sé hvetjandi og auki bjartsýni í íslensku atvinnulífi,“ sagði Rannveig. Þrettán milljarða fjárfest- ing í álverinu í Straumsvík Um 100 ný störf skapast fram á mitt næsta ár við endurbætur á rafbúnaði ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, hafði ástæðu til að vera sár og svekktur í leikslok í Linz í gærkvöldi. Íslenska liðið fékk á sig þrjú mörk á síðustu 50 sekúndum leiksins og missti með því unninn leik gegn Austurríki niður í jafntefli, 37:37. Ísland á þó enn alla möguleika á að komast áfram í milliriðil keppninnar og mætir Dönum í sannkölluðum stór- leik í Linz annað kvöld. | Íþróttir AFTUR TAPAÐI ÍSLAND STIGI Í BLÁLOKIN Á EM Morgunblaðið/Kristinn  Á árunum 1998-2007 fjölgaði komum á Neyðarmóttöku vegna nauðgana úr 12,5 í tæplega 17 fyrir hverjar 10 þúsund konur á Íslandi á aldrinum 13-49 ára. Á sama tímabili jókst hlutfall nauðgana þar sem fleiri en einn gerandi kom við sögu. Þetta kemur fram í meistaraprófs- ritgerð Agnesar Gísladóttur í lýð- heilsuvísindum. Á fyrrgreinda tímabilinu var yngsti þolandinn sem leitaði sér að- stoðar á neyðarmóttökunni 10 ára og sá elsti 76 ára. Um 70% þolend- anna höfðu neytt áfengis áður en kynferðisofbeldið átti sér stað. Í flestum tilvikum á ofbeldið sér stað í heimahúsi. »8 Komum á Neyðarmóttöku vegna nauðgana fjölgar  Þrír starfs- menn Kastljóss- ins eru meðal þeirra sem missa vinnuna á Rík- isútvarpinu vegna aðhalds- aðgerða. Elínu Hirst frétta- manni var sömu- leiðis sagt upp störfum. Fjölmargir fastráðnir starfsmenn til viðbótar missa vinnuna en uppsagnirnar og 270 milljóna króna niðurskurð- urinn sem er framundan hjá Rík- isútvarpinu verður kynntur á starfsmannafundi í dag. »2 Kastljósfólki og fleirum á Ríkisútvarpinu sagt upp  Vindur fór upp í 50 m/s í hviðum undir Eyjafjöllum í gær. Björg- unarsveitir um sunnan- og suðvest- anvert landið voru kallaðar út og höfðu í ýmsu að snúast. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og Slysa- varnafélaginu Landsbjörg voru flest verkefnin minniháttar, s.s. að festa niður þakplötur sem losnuðu. Mjög hvasst var í Vestmannaeyjum, og hlaða fauk í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi. »4 Afar hvasst á sunnan- og vestanverðu landinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.