Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EFTIR tölvupóstsamskipti við Jón Baldvin Hannibalsson í desember, og eftir að hafa ráðfært sig við utan- ríkis- og forsætisráðherra þar í landi, mun Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands, hafa boðið fram þjónustu sína sem milligöngumaður og sáttasemjari í Icesave-málinu. Leitað var eftir viðtali við Ilves í gær en í svari frá skrifstofu forset- ans sagði meðal annars: „Þar sem við fengum engar fréttir frá Íslandi eftir samtalið við Jón Baldvin Hannibals- son höfum við engu við málið að bæta núna.“ Boltinn virðist því vera hjá ís- lenskum stjórnvöldum kjósi þau að leita eftir aðstoð Ilves. Í samtali við Morgunblaðið stað- festir Össur Skarphéðinsson að Jón Baldvin hafi komið þessum skila- boðum á framfæri við sig. „Það er ekki hörgull á öflugum og reyndum mönnum,“ segir Össur aðspurður hvort fleiri vilji miðla málum í deil- unni. Hann vill þó ekki nefna nöfn. „Við vitum sem sagt af þessu og er- um þakklát fyrir huginn sem að baki þessu liggur.“ Tvö sjónarmið virðast nú vegast á í því hvort leita eigi eftir aðstoð manna eins og Ilves opinberlega eða bíða með það þar til vilji Breta og Hollendinga til nýrra viðræðna ligg- ur fyrir. Telja sumir ekki rétt að fara af stað í að útvega sáttasemjara fyrr en það liggur fyrir, enda sé slík leið ákveðin viðurkenning á því af hálfu Breta og Hollendinga að núverandi samningar þurfi breytinga við. Aðrir telja rétt að hafa allt það frumkvæði sem hægt er í tilraunum til að fá viðsemjendur Íslendinga um Icesave að samningaborðinu. Ilves tilbúinn í milligöngu Forseti Eistlands bauð fram aðstoð sína » Margir vilja aðstoða » Stjórnvöld þakklát Össur Skarphéðinsson Toomas Hendrik Ilves Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „ÞESSAR aðgerðir eiga fyllilega rétt á sér en það verður að gera þetta í völdum tilfellum og að vandlega athuguðu máli,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir um lýtaaðgerðir á sköpum kvenna. Slíkar aðgerðir megi aldrei verða að tískufyrirbrigði. Aðgerðirnar geti á hinn bóginn, þegar þeirra sé þörf, aukið lífs- gæði kvenna mjög mikið. Þórdís flutti fyrirlestur um lýtaaðgerðir á sköpum kvenna á Læknadögum sem nú standa yfir. Í fyrirlestrinum kom fram að á tveimur árum hefði hún gert slíka aðgerð á 22 konum á aldrinum 18-46 ára. Aldursdreifingin hefði verið nokkuð jöfn. Þórdís bendir á að stórir skapabarmar geti valdið óþægindum t.d. við hjólreiðar, hlaup, kynlíf og þá geta þeir nuddast við föt. Jafnvel þó að aðgerðir geti eingöngu snúið að útlit- inu geti vandamálið engu að síður verið raunverulegt. Konur séu oft naktar í við- urvist kynsystra sinna í búningsklefum sundlauga og íþróttahúsa og því geti stórir skapabarmar sem hugsanlega hanga niður milli fóta valdið óþægindum og hugarangri. Ein þeirra kvenna sem hafi farið í aðgerð hjá henni, rúmlega tvítug kona, hafi t.d. sagt að bekkjarsystur hennar í barnaskóla hafi strítt henni vegna þess að skapabarmar henn- ar voru óvenjustórir og síðan borið út lýsingar á sköpum hennar til strákanna í bekknum. Önnur kona hafi sagt að sér hafi ávallt liðið illa í sundi af ótta við að stórir skapabarmar henn- ar sæust í gegnum sundboli og rúmlega fertug kona hafi lýst því að hún hafi alla tíð átt í vand- ræðum í hjónalífi sínu vegna stórra barma. Þar til fyrir skömmu hafi hún hreinlega ekki vitað að til væri lausn á þessu vandamáli. Þórdís er ósammála því að lýtaaðgerðir á sköpum séu tíska eða hluti af klámvæðingu. „Við þurfum að láta þessa umfjöllun verða til þess að þær konur sem þurfa á þessu að halda viti að hægt sé að gera þessar aðgerðir. Ég vil meina að konur sem leggja það á sig að fara í þessa aðgerð, sem krefst svæfingar, geri það vegna raunverulegs vandamáls. Ég geri þess- ar aðgerðir á konum sem stríða við raunveru- legt vandamál,“ segir hún. Hefur vísað konum frá Þórdís er andvíg þeirri hugmynd, sem kom fram á Læknadögum, að allar konur sem óska eftir aðgerð fari í viðtal hjá sálfræðingi til að kanna hvort sjálfsmynd þeirra sé brengluð eða hvort þær hafi orðið fyrir áfalli. Læknar geti metið þörf á aðgerð með skoðun og viðtali. Hafi kona óraunhæfar væntingar eða ónógar ástæður bendi hún þeim á að leita sér sál- fræðilegrar aðstoðar. Þórdís kveðst raunar hafa vísað nokkrum konum frá sem hafi óskað hafi eftir aðgerð sem hún taldi ónauðsynlega. Aðgerðir á sköpum geta aukið lífsgæði  Segir lýtaaðgerðir á sköpum eiga fyllilega rétt á sér þegar þeirra sé þörf  Stórir skapabarmar geta valdið miklum óþægindum í daglegu lífi  Ekki tískufyrirbrigði eða hluti af klámvæðingu Þórdís Kjartansdóttir UMDEILDAR AÐGERÐIR » Í Morgunblaðinu í gær var rætt viðEbbu Margréti Magnúsdóttur, sér- fræðing í kvensjúkdómum, sem sagði m.a. að vaxandi eftirspurn væri eftir að- gerðunum og að æ fleiri konur sæktust eftir aðgerðum á sköpum sínum í fegr- unarskyni. ÞAU gleðja sannarlega augu vegfarenda þessi litríku hljóðfæri sem hanga uppi í glugga hljóðfæraverslunarinnar Sangitamiya við Grettisgötu. Í myrkri og rigningu getur verið notalegt að láta sig dreyma um suðræna tóna á sólríkri strönd. Ukulele er lítið fjögurra strengja hljóðfæri úr gít- arfjölskyldunni sem á uppruna sinn á Hawaii. Á ofanverðri 20. öld náði þetta hljóðfæri miklum vinsældum í Bandaríkjunum og þaðan breiddist hljómfagurt orðsporið út um víða veröld. Undanfarin misseri hefur verið mikill og vaxandi áhugi fyrir ukulele á Íslandi, sumir segja vakning. Morgunblaðið/Ómar LITAGLÖÐ UKULELE UNNIÐ er að því í Bretlandi að koma á fót sérstöku embætti um- boðsmanns á matvörumarkaði sem hafi það hlutverk að miðla málum í deilum á milli smásala í matvöru- verslun og birgja og rannsaki enn- fremur kvartanir. Breska samkeppn- isráðið hefur lagt til að slíkt embætti umboðsmanns verði stofnað. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að sér vitanlega hafi hugmynd um stofnun sambærilegs embættis umboðs- manns hér á landi ekki komið fram. Hann minnir einnig á að Samkeppn- iseftirlitið hafi á ýmsan hátt skipt sér af samskiptum birgja og smásala. Á árinu 2008 birti Samkeppniseftirlitið skýrslu um viðskiptasamninga birgja og verslana og annað samstarf fyr- irtækja á matvörumarkaði. Aðdragandi skýrslunnar var sá að Samkeppniseftirlitið aflaði og fór yfir fjölda viðskiptasamninga milli um 70 birgja annars vegar og matvöruversl- ana hins vegar. Meginniðurstöður skýrslunnar voru m.a. þær að all- margir samningar birgja og mat- vöruverslana fælu í sér ákvæði sem kynnu að raska samkeppni, neytend- um til tjóns. Könnun Samkeppniseft- irlitsins sýndi að forverðmerkingar birgja á matvörum takmörkuðu verð- samkeppni milli matvöruverslana. Verðmunur á þessum vörum milli verslana væri mun minni en verð- munur á milli verslana á eðlislíkum vörum sem ekki væru forverðmerkt- ar. Umboðsmann á matvörumarkað? HARÐUR árekst- ur varð á Suður- landsvegi um níu- leytið í gærmorg- un á 2+1-kafla vestan við Sand- skeið, en tvær ak- reinar eru þar fyrir umferð á leið austur. Að sögn lögreglu tók ökumaður bifreiðar sem ekið var til vesturs fram úr og fór yfir á öfugan veg- arhelming. Lenti hann á hlið jeppa sem kom á móti og var á vinstri ak- rein. Kona sem var farþegi í jepp- anum slasaðist en ekki alvarlega. Harður árekstur á 2+1-kafla á Suðurlandsvegi UNGUR karlmaður, sem slasaðist alvarlega í Hveragerði á þriðjudag af völdum rörasprengju, er enn þungt haldinn á gjörgæslu slysa- deildar Landspítalans í Fossvogi en hann hlaut slæma höfuðáverka. Er maðurinn, sem er 23 ára gamall, enn í öndunrvél, að sögn læknis þar í gær. Ungi maðurinn enn í öndunarvél KARLMAÐUR frá Póllandi var í gær dæmdur í Hæstarétti í 12 mán- aða fangelsi fyrir fíkniefnabrot en hann var fundinn sekur um að hafa reynt að flytja eitt kíló af amfeta- míni til landsins. Málið kom upp í febrúar í fyrra þegar tollverðir í póstmiðstöðinni við Stórhöfða fundu fíkniefni í böggli frá Póllandi. Í honum voru m.a. niðursuðudósir en í dósunum var amfetamín og kannabis. Þegar maðurinn sótti pakkann var hann handtekinn. Maðurinn sagðist hafa vitjað um pakkann fyr- ir kunningja sinn en dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði stundað viðskipti með fíkniefni. Árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.