Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 Útsölulok 10% aukaafsláttu r af öllum útsö luvörum Gildir fimmtudag til sunnudags Aukaafsláttur reiknast af útsöluverði STEFÁN Ragnar Jónsson líffræð- ingur varði doktorsritgerð sína „The Antiretroviral APOBEC3 Proteins of Artiodactyls“ (Retróveiruhindrinn APOBEC3 í klaufdýrum) frá Lækna- deild á heilbrigðisvísindasviði Há- skóla Íslands 9. október sl. Leiðbeinendur Stefáns voru dr. Valgerður Andrésdóttir, vísinda- maður á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum og dr. Reuben S. Harris, dósent, Department of Biochemistry, Biophysics and Molecular Biology, University of Minne- sota. Aðrir í doktorsnefnd voru dr. Ólafur S. Andrésson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, dr. Ei- ríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild HÍ og Guðmundur Pétursson, prófessor emeritus, Til- raunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Stefán fæddist árið 1977. Hann lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut MK árið 1997 og B.Sc. gráðu í líffræði frá HÍ í júní 2000. Hann hóf meistaranám við Lækna- deild HÍ árið 2001 og doktorsnám við sömu deild 2004. Foreldrar Stefáns eru Jón Kr. Stefánsson lyfjafræð- ingur og Hanna G. Ragnarsdóttir vefnaðarkennari. Doktor í líf- og læknavísindum Stefán Ragnar Jónsson Finnar tengja AGS við Icesave FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI Finn- lands tekur undir yfirlýsingar Sig- bjørns Johnsens, fjármálaráðherra Noregs, í Morgunblaðinu í gær varðandi tengsl endurskoðunar efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og Icesave. Í svari við fyrirspurn Morg- unblaðsins vísar talsmaður finnska fjármálaráðuneytisins í lánaskil- mála og segir að Norðurlöndin þurfi að fá jákvæða umsögn frá AGS áður en næsti hluti lánanna verði greiddur út. Finnar muni fagna því ef breiður stuðningur verði í stjórn AGS við endurskoðun efnahagsáætlunar- innar. Það kalli hins vegar á að Ís- land standi við skuldbindingar landsins varðandi innistæðutrygg- ingar samkvæmt EES-samn- ingnum. „Það er starfsfólks Alþjóðagjald- eyrissjóðsins að ákveða hvenær rétt er að kynna næstu endur- skoðun í stjórninni. Bæði AGS og Ísland þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins til að halda áfram. Þótt það séu engin formleg tengsl milli áætlunar AGS og Ice- save-samninga virðist eins og með- höndlun á Icesave-málinu myndi gegna hlutverki í þessu tilliti.“ egol@mbl.is Hafa sömu afstöðu og Norðmenn Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ENN eru líklega um tveir mánuðir þar til farið verður í útboð á fram- kvæmdum við sjóvarnargarð í Vík í Mýrdal. Fjaran fyrir neðan bæinn er nú komin inn fyrir svokallaða eftirlits- línu á samfelldum 750 metra kafla. Er því talin brýn nauðsyn á að hefja framkvæmdir frekari flóðvarnir með því að hækka flóðvarnargarð vestan Víkurár, sem gerður var árið 1994, og styrkja hann. Einungis nokkrir tugir metra eru frá ströndinni að íþróttavelli bæjarins, en í meðalári fara sjö til tíu metrar, þó að mun meira geti farið á ári hverju. Mest landbrot er yfir vetrarmánuðina. verður stofnunin tilbúin í útboðið fljótlega eftir að slík heimild er feng- in, líklega nokkrum vikum eftir þann tímapunkt. Hundrað milljónir króna hafa ver- ið settar í það á fjárlögum þessa árs að gera varnargarðinn sem í heild verður 750 metra langur. Áætlað er að kostnaður við alla þá lengd verði 233 milljónir, á verðlagi október 2009, að því er segir í skriflegu svari Kristjáns L. Möller samgönguráð- herra við fyrirspurn á Alþingi fyrir jól. Að sögn Kristjáns Helgasonar er gert ráð fyrir því að til komi fram- haldsfjárveiting til þess að klára verkið. Í sama svari samgönguráðherra segir að verkið muni taka sex til átta mánuði frá því að það er boðið út. Sem stendur er tillaga til breyt- ingar á aðalskipulagi í auglýsingu og stendur frestur til að gera athuga- semdir við hana til 2. febrúar. Að sögn Sveins Pálssonar sveitar- stjóra, sem jafnframt er skipulags- fulltrúi Mýrdalshrepps, fer það eftir eðli og umfangi athugasemda hversu langan tíma tekur að fara yfir þær en gera megi ráð fyrir að því verði lokið um miðjan febrúar. Þá tekur við af- greiðsla skipulagsins hjá skipulags- stofnun og umhverfisráðherra, auk þess sem sveitarfélagið þarf að sam- þykkja heimild til að fara í fram- kvæmdina. Útboð eftir að heimild fæst Að sögn Kristjáns Helgasonar, deildarstjóra hjá Siglingastofnun, Brimgarður bíður útboðs  Skipulagsmál í sveitarfélaginu þurfa að klárast áður en hægt er að fara í útboð  Bara nokkrir tugir metra í íþróttamannvirki og landbrot í meðalári hátt í tíu metrar  100 milljónir í verkið á þessu ári Sjóvarnargarður í Vík Strand lína 19 19 Fyrirhugaður sjóvarnargarður Bakki 2009 Strandlína 2009 Strandlína 1990 Strandlína 19 71 Íþr ótt avö llu r Sk óli og íþr ótt am an nvi rki 233 141 103 305 55 114 24 RITAÐ var undir samstarfssamning í gær milli Hugmyndahúss Háskól- anna og Faxaflóahafna um verkefnið Útgerðina. Samstarfið felst í því að Faxaflóahafnir láta Hugmyndahúsinu í té afnot efri hæðar Bakkaskemmu við Grandagarð til loka ársins 2010. Um er að ræða ríflega tvö þúsund fer- metra húsnæði. Útgerðin er tilraunaverkefni sem ætlað er að rjúfa landa- mæri tækni, vísinda og skapandi greina. Meðal þess sem aðstaðan mun hýsa er leik-, dans- og sönglist, ásamt frumkvöðlasetri. Þar verður útskrif- uðum stúdentum boðið upp á verkefni og aðstöðu til nýsköpunar. Hug- myndahús háskólanna er upphaflega samstarfsverkefni Listaháskólans og Háskólans í Reykjavík. Að undirskrift lokinni í gær brugðu nokkrir sviðs- listanemar á kreik með þeim Ingibjörgu Grétu Gísladóttur verkefnisstjóra og Júlíusi Vífli Ingvarssyni, stjórnarformanni Faxaflóahafna. Morgunblaðið/RAX HUGMYNDAHÚS UNGA FÓLKSINS Í ÚTGERÐINNI FORSETI Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í vikunni fund með for- seta Maldíveyja, Mohamed Nasheed, í Abu Dhabi, en báðir sóttu Heims- þing hreinnar orku sem þar var haldið. Á fundi forsetanna ræddu þeir samstarf þessara tveggja eyþjóða. Bæði löndin tengjast loftslagsbreyt- ingum á afgerandi hátt sem kemur fram í bráðnun jökla og hugs- anlegum breytingum á hafstraumum við strendur Íslands og hækkun sjávarborðs við Maldí- veyjar. Samvinna landanna gæti orðið áhrifarík í al- þjóðlegri baráttu gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsbreytingar ógna þjóðaröryggi Maldíveyja þar eð hækkun sjávarborðs, m.a. vegna bráðnunar íss á norðurslóðum, getur sökkt eyjunum á næstu áratugum. Fundaði með forseta Maldíveyja um samstarf tveggja eyþjóða Ólafur Ragnar Grímsson RANGHERMT var í blaðinu í gær að Elías Blöndal væri skiptastjóri í þrotabúi Bobby Fischer. Hið rétta er að skiptastjórinn er Eiríkur Elías Þorláksson hrl. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Rangt nafn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.