Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 Veljum íslenskt Ömmu kl i ur Ömmu spelt flatkökur Ömmu flatkökur Ömubakstur ehf. Kársnesbraut 96a | 200 Kópavogi | S : 545 7000 Með þorramatnum Þetta helst ... ● HAGNAÐUR af rekstri bandaríska bankans Goldman Sachs Group nam 4,8 milljörðum dala á síðasta fjórðungi ársins 2009 og var 12,2 milljarðar dala á árinu öllu, jafnvirði rúmlega 1.700 milljarða króna. Er þetta mun betri af- koma en sérfræðingar höfðu spáð. Bankinn upplýsti í afkomutilkynn- ingu, að lagðir hefðu verið 16,2 millj- arðar dala til hliðar til að greiða starfs- fólki bónusa fyrir síðasta ár. Tekur bankans námu 45,2 milljörðum dala á síðasta ári, þar af 9,6 milljörðum dala á síðasta fjórðungi. Hagnaður hjá Goldman ● GENGIÐ var í vikunni frá kaupum fjárfestingarfélagsins Saga Invest- ments á Íslenskri erfðagreiningu af deCODE, fyrrverandi móðurfélagi þess. Íslensk erfðagreining mun áfram starfa undir nafninu deCODE genetics og selja vörur sínar og þjón- ustu, m.a. deCODEme erfðagreining- arpróf fyrir einstaklinga, deCODE Di- agnostics greiningarpróf og vísindaþjónustu deCODE. Saga Investments LLC, er fjár- festahópur sem leiddur er af Polaris Ventures og ARCH Venture Part- ners. Um er að ræða fjárfesta, sem hafa áður verið í eigendahópi Ís- lenskrar erfðagreiningar. Leggja þeir áherslu á fjárfestingar á sviði líf- tækni. Fyrirtækinu verður framvegis stjórnað af tveggja manna fram- kvæmdastjórn sem mynduð er af Earl Collier, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá líftæknifyrirtækinu Genzyme Cor- poration, sem hefur tekið við starfi forstjóra, og Kára Stefánssyni sem er starfandi stjórnarformaður og yf- irmaður rannsóknasviðs. Saga Investments búin að taka við ÍE Í nýrri greiningu frá H.F. Verðbréf- um eru færð rök fyrir þeirri skoðun að nýr samningur við bresk og hol- lensk stjórnvöld vegna lausnar Ice- save-deilunnar verði að byggja á lækkun höfuðstóls sjálfrar skuldbind- ingarinnar annars vegar og á að við- bótartrygging Breta og Hollendinga á innistæðum í heimalöndum þeirra verði ekki jafnrétthá hinni lögbundu innlánatryggingu hins vegar. Greiningin birtist í útgáfu H.F. Verðbréfa sem nefnist Píla. Þar kem- ur fram að umræða um vexti af láninu til ríkissjóðs hafi ef til vill verið full- fyrirferðarmikil. Það sem mestu máli skipti í þeim efnum sé að vextir sem falla á skuld ríkissjóðs myndi ekki kröfu á þrotabú Landsbankans held- ur lendi þeir að fullu á íslenskum skattgreiðendum. Jón Daníelsson, lektor við London School of Econo- mics, benti einmitt á þessa staðreynd í Morgunblaðinu á dögunum og sýndu útreikningar hans að vaxtabyrðin næmi tugum milljarða á ári hverju. Bretar og Hollendingar taki þrotabú Landsbankans Sérfræðingar H.F. Verðbréfa taka undir það sjónarmið sem Martin Wolf, einn ritstjóra Financial Times, setti fram á dögunum um að Bretar og Hollendingar tækju hreinlega yfir það sem eftir stæði af gamla Lands- bankanum og það yrði skilgreint sem greiðsla fyrir þeirra framlag. Þar sem gert er ráð fyrir að eignir bankans muni standa undir 90% af forgangs- kröfum ætti þessi lausn að vera ásættanleg fyrir deiluaðila. Fram kemur í greiningunni að þar sem stærstur hluti þessara eigna sé er- lendur ættu að vera hæg heimatökin fyrir viðsemjendur Íslendinga við úr- vinnslu þeirra. „Illskiljanlegur áfangi“ Fram kemur í Pílunni að það hafi verið „illskiljanlegur áfangi“ íslensku samninganefndarinnar að fallast á það að umframtryggingar breskra og hollenskra stjórnvalda væru jafn- réttháar og lögbundin lágmarks- trygging, eins og Ragnar Hall lög- maður hefur bent á. Þetta þýði að lágmarkstryggingin innheimtist ekki fyrst heldur skiptist hún jafnt á milli Tryggingasjóðs annarsvegar og Breta og Hollendinga hinsvegar og njóta þeir síðarnefndu viðbótartrygg- ingarinnar í þeim skiptum. Sérfræðingar H.F. Verðbréfa telja að ef ofangreint náist fram í nýjum samningaviðræðum sé hægt að leysa deiluna til frambúðar án þess að „óréttmætar kvaðir“ verði lagðar á Íslendinga. Enn fremur væri hægt að líta á þá lausn til sönnunar á því að ís- lensk stjórnvöld hefðu staðið við allar sínar alþjóðlegar skuldbindingar í málinu. ornarnar@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Icesave H.F. Verðbréf hafa greint ný samningsmarkmið vegna Icesave. Viðsemjendur taki þrotabú Landsbankans H.F. Verðbréf greina ný samningsmarkmið vegna Icesave Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is EKKI er tekið tillit til viðskiptavildar eða hlutfalls hennar af heildareignum tryggingafélaga við ákvarðanir Fjár- málaeftirlitsins um hvort veita eigi slíkum fyrirtækjum starfsleyfi. Þetta segir Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjó- vár, í samtali við Morgunblaðið. Í gær var greint frá því í blaðinu að heildar- viðskiptavild Sjóvár samkvæmt stofn- efnahagsreikningi sem fylgir með út- boðsgögnum félagsins nemi 14,4 milljörðum, en eigið fé félagsins er 16,6 milljarðar. „Viðskiptavildin verður til við end- urreisn félagsins þegar efnahags- reikningurinn er stilltur af. Þegar sótt er um starfsleyfið kemur viðskipta- vildin ekki inn á borð hjá Fjármálaeft- irlitinu, eingöngu efnislegar eignir liggja til grundvallar eignamatinu,“ segir Lárus. Við mat á gjaldþoli séu óefnislegar eignir dregnar frá og það sama eigi við um bótaskuldina: „Við- skiptavildin kemur aldrei inn í trygg- ingafræðilega útreikninga á getu fé- lagsins til að standa undir skuldbind- ingum sínum,“ segir hann. Sala mun endurspegla yfirverð „Að lokum er það virði félagsins í sölu sem mun endurspegla hversu mikið yfirverð er inni í félaginu, en viðskiptavildin varð til þegar nýjar eignir voru settar inn í félagið,“ segir Lárus. Lárus vill ekki tjá sig um þær tölur sem koma fram í útboðsgögnum fé- lagsins sem er nú auglýst til sölu. Hann nefnir þó að þar sé um stofn- efnahagsreikning félagsins að ræða og bætir við að Sjóvá sé í fullum rekstri og hagnaður sé af vátrygg- ingastarfsemi: „Sá hagnaður bætist við eigið fé félagsins í hverjum mán- uði,“ segir forstjórinn. Sömu endurtryggingakjör Að sögn Lárusar lauk Sjóvá samn- ingagerð við endurtryggjendur í kringum áramótin. „Við erum að semja um sömu kjör og fyrir ári,“ seg- ir hann og bætir við að viðskiptavinir Sjóvár þurfi engar áhyggjur að hafa af sínum hag. FME tekur ekki tillit til viðskiptavildar Sjóvá semur um endurtryggingar á sömu kjörum og áður Endurtryggingar Forstjóri Sjóvar, Lárus Árnason, segir að samningum um endurtryggingar hafi verið lokið um áramót og kjör haldist óbreytt. Morgunblaðið/Kristinn Forstjóri Sjóvár segir einungis efnislegar eignir liggja til grund- vallar leyfisveitingu Fjármálaeft- irlitsins. Viðskiptavild hafi orðið til við færslu nýrra eigna á efna- hagsreikning félagsins. Samkvæmt lögum um vátrygg- ingastarfsemi þurfa trygginga- félög að uppfylla kröfur um lág- marksgjaldþol til að fá starfsleyfi. Lágmarksgjaldþol er reiknað með hliðsjón af eigna- safni og bótaskuld fyrirtæk- isins. Um leið og eigið fé trygg- ingafyrirtækja er orðið lægra en lágmarksgjaldþol þurfa trygg- ingafélög að auka við eignir sín- ar. Þó að aðeins þurfi að upp- fylla lágmarksgjaldþol er algengt að eigið fé trygginga- fyrirtækja sé margöld sú upp- hæð. Ekki hafa fengist upplýs- ingar um lágmarksgjaldþol Sjóvár. Lágmarksgjaldþol BANDARÍSKAR hlutabréfa- vísitölur lækkuðu hratt í gær eftir að Barack Obama Bandaríkja- forseti kynnti drög að nýjum reglum um fjármálafyrirtæki. Reglunum er ætlað að draga úr áhættusækni, m.a. með því að banna bönkum að stunda viðskipti fyrir eigin reikning og banna þeim að fjárfesta í vogunarsjóðum. Í síðustu viku greindi rík- isstjórnin frá því að til stæði að rukka gjald af allt að 50 fjármála- fyrirtækjum til að standa undir tapi af björgunaraðgerðum síðasta árs. Þessar tvær aðgerðir munu draga úr hagnaðarmöguleikum bandarískra banka og brugðust fjárfestar því við með áðurnefnd- um hætti. Lækkuðu bréf JP Morg- an og Morgan Stanley um ríflega fimm prósent í gær. Gengi banka lækkar LANDIC Property Ísland hefur skipt um nafn og mun nú bera heit- ið Reitir fasteignafélag. Í tilkynn- ingu segir að undanfarið ár hafi verið unnið að því að verja íslenska starfsemi félagsins og losa um er- lendar eignir og veðskuldir. Rekst- ur íslenska eignasafnsins sé nú tryggður og standi traustum fótum. Reitir verða sjálfstætt félag í meirihlutaeigu íslenskra banka. Samningarnir tryggja áframhald- andi rekstrargrundvöll innlends fasteignasafns í sjálfstæðu félagi, að því er segir í tilkynningunni. Landic skiptir um nafn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.