Morgunblaðið - 22.01.2010, Side 19

Morgunblaðið - 22.01.2010, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 Segðu SÍS! Hvasst var víða um land í gær, sérstaklega á suðvesturhorninu. Var því hægara sagt en gert að reyna að halda kyrru fyrir utandyra, sérstaklega ef það átti að smella af manni mynd. Golli „SÓLMYRKVI“ hef- ur um leikið Ísland allt frá því að Gordon Brown haustið 2008 lýsti Ísland gjaldþrota, beitti landið hryðju- verkalögum og felldi Kaupþingsbankann breska og móðurskipið féll hér heima. Þessir örlagaatburðir eru þús- unda milljarða virði í skaðabótakröfum sem ekki hefur verið hirt um að sækja af hálfu Ís- lendinga. Athæfi og framganga villtra bankamanna okkar Íslend- inga hér heima og erlendis er svo önnur harmsaga. Strax fóru íslensk stjórnvöld Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar út úr hjólförunum í málinu, þar eru þau enn, og Vinstri grænir hafa engu breytt þar um. Virt skal þó barátta Ögmundar Jón- assonar sem settur var af sem ráð- herra vegna málsins. Hann og Lilja Mósesdóttir hafa neitað að kyngja þessari þvælu og niðurlægingu. Forsetinn margra manna maki Forseti Íslands synjaði lögum og ríkisábyrgðarþætti Icesave- samninganna og felur þjóðinni lýð- ræðislegt úrskurð- arvald. Viðbrögðin við gjörð forsetans hafa verið margþætt. Ólafur Ragnar Grímsson sýndi að hann er margra manna maki þegar hann er kominn í rök- ræður við öflugustu fjölmiðlamenn Evr- ópu. Hann skoraðist ekki undan að við- urkenna að ákveðna ábyrgð bærum við, en mjög takmarkaða. Hann upplýsti umheiminn og breytti viðhorfum til Íslands, að sögn Evu Joly. Nú kem- ur fram hver sérfræðingurinn á fæt- ur öðrum sem lýsir sök á hendur Bretum og Hollendingum sem hefðu misfarið með varnarlausa þjóð og hefðu nauðgað Íslandi til að taka á sig drápsklyfjar sem þeir og Evr- ópusambandið bæru meiri ábyrgð á en við. Martein Wolf, ritstjóri Fin- ancial Times í London, skýrði frá breyttu viðhorfi í garð Íslands og rekur málavöxtu af þekkingu. Ís- lensk stjórnvöld hafa því miður þvert á öll rök fundið upp slagorð í þessari baráttu sem er. „Við verðum að borga og standa við okkar skuld- bindingar.“ Þó eru þetta skuldir og brask einkabanka en ekki almenn- ings á Íslandi hvað þá barnanna sem nú sitja á skólabekk. Trygging- arsjóður innistæðueigenda fer auð- vitað upp í kröfurnar og ber að gera það. Eva sagði að Íslendingar væru eina þjóðin sem bæði væri gerendur og þolendur í haftaafnámi heimsins í helför kapítalismans. Öll rök með málstað Íslands Nú hefur sú réttlætissól brotist fram úr skýjum Icesave-deilunnar að öflugir einstaklingar með ríka réttlætiskennd hafa komið fram og útskýrt á einfaldan hátt að Evrópu- sambandið, að breska fjármálaeft- irlitið og það hollenska beri þyngri ábyrgð á framgöngu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi en íslensk stjórnvöld. Þarna fer Íslandsvin- urinn Eva Joly, sem hefur kafað of- aní öll rök, en er nú snupruð af rík- isstjórninni fyrir. Hún hefur gengið í hlutverk íslenskra ráðherra og rætt við höfunda EBS um bankalöggjöf- ina og komist að niðurstöðu sem rík- isstjórnin því miður hundsar. Össur Skarphéðinsson gerði meira gagn í því að bera töskur þessarar hetju en að grátbiðja um að ekkert trufli EBS-drauma Samfylkingarinnar. Hún telur öll rök standa með mál- stað Íslands. Það segir einnig franskur þingmaður, Alain Lipeets, sem mótaði reglugerðina nr. 94 um bankahrun og þekkir EBS best allra. Alain var ekki í neinum vand- ræðum að svara dylgjum félags- málaráðherra sem sagði hann fara með rangt mál. Ég vil svo nefna ís- lensku lögfræðingana Sigurð Líndal, Stefán Má Stefánsson og Lárus Blöndal svo og Ragnar Hall sem hafa verið rökfastir um lagalegar hliðar þessa máls allt frá upphafi. Hvers vegna binda íslenskir ráð- herrar sig fasta í þessa vitleysu að um sé að ræða „skuldbindingar ís- lensku þjóðarinnar“? Þetta er ekki boðlegur málflutningur að mati fær- ustu sérfræðinga sem nú tjá sig um málið heima og erlendis. Kjósum með framtíð Íslands Þegar svo ráðherrar vinaþjóða einsog Norðurlandanna og AGS tyggja sömu tugguna er von að spurt sé, kynnir íslenska rík- isstjórnin málið á röngum for- sendum erlendis, segja ráðherrarnir virkilega að Icesave-skuldin sé „skuldbinding íslensku þjóð- arinnar,“ hvað sem raular og tautar? Er það svo þegar forsætis-, fjár- mála- og utanríkisráðherra Íslands hitta kollega sína, halda þeir þá fram þessum bresku og hollensku rökum. Nú kann það vel að vera að vinstri- menn skammist sín upp fyrir haus út af framgöngu útrásarvíkinganna, það gerir þjóðin líka. Hins vegar opnaði þeim þessa leið slakt íslenskt eftirlitskerfi en ekki síður gölluð evrópsk lög. Rétt er rétt og sú hlið málsins hefur loksins skýrst við synjun Ólafs Ragnars Grímssonar á lögunum. Við Íslendingar höfnum þessum lögum og þessum órétti, lýð- ræðið mun tala hér með framtíðinni. Síðan gerum við kröfu til þess að allt málið verði tekið upp frá rótum. Það þýðir heldur ekki að sitja yfir þessu máli með Bretum eða Hollend- ingum, það þarf að fá, eins og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, og Eva Joly hafa margbent á, hlut- lausan aðila til að leiða slíkar við- ræður. Evrópusambandið getur heldur ekki setið hjá í málinu, ábyrgð þess er mikil eins og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, fyrrver- andi utanríkisráðherra, hefur bent á og jafnframt taldi hún að Íslend- ingar hefðu gengið hoknir og bognir til þess nauðasamnings sem nú er glímt við hér í líki Icesave-rollunnar. Hún var ekki að skamma forsetann með þessum orðum heldur sína menn í ríkisstjórninni. Lýðræði heimsins vaknar þann dag sem við Íslendingar höfnum Ice- save-lögunum þungbæru. Eftir Guðna Ágústsson » Lýðræði heimsins vaknar þann dag sem við Íslendingar höfnum Icesave-lög- unum þungbæru. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingsmaður og landbúnaðarráðherra. „Hjálp vor kemur nú að utan“ VIÐ ÍSLENDINGAR búum við einstakar aðstæður þegar kemur að björgunarmálum. Þeg- ar vá ber að höndum á lofti, landi eða láði er einvala lið tilbúið til að bregðast við til hjálpar samborg- urum sínum. Þar höfum við yfir að ráða vel á þriðja þúsund manns í um 100 björgunarsveit- um í öllum byggðum landsins. Allt starf þeirra er unnið í sjálf- boðavinnu en þjálfun þeirra og menntun er eins og best gerist hjá alþjóðlegum atvinnusveitum. Frumkvöðla- starfið var mikið en síðan hafa þeir sem tóku við haldið kyndlinum vel á lofti og starfið hefur mikið eflst í gegnum áratugina. Það eru mörg ár síðan farið var að líta til þátttöku íslenskra björgunarsveita í björgunar- störfum á erlendri grund. Björgunarsamtökin fylgdust vel með þróun mála hjá Sameinuðu þjóðunum og hafa frá því um 1990 tekið þátt í fundum vegna skipulags þessara mála á þeirra vegum. Á þessum tíma hefur tekist að koma á skipulagi á alþjóðlegu hjálparstarfi björgunar- sveita. Nú eru sveitir vottaðar samkvæmt ákveðnu kerfi þar sem ítarleg úttekt er gerð á skipulagi og starfsgetu hverrar sveitar og þær settar í flokka í samræmi við það. Íslenska sveitin náði þeim merka áfanga að ljúka úttekt í haust. Hún er 14. sveitin í heiminum til að fá slíka út- tekt. Á Norðurlöndum hafa sveitir Noregs og Svíþjóðar hlotið slíka úttekt. Það var stórkostlegt að verða vitni að úttekt sveitarinnar í haust. Það hefur verið mikið þol- inmæðisverk hjá þeim sem hitann og þungann hafa borið af uppbygg- ingu sveitarinnar. Fjárráð hafa verið takmörkuð og allt starf unnið í sjálfboðavinnu. Eldskírn sveit- arinnar voru útköll sem farin voru til Alsírs og Marokkó vegna jarð- skjálfta á þeim svæðum. Mikilvæg reynsla fékkst í þessum útköllum þótt væntanlega sé hún hégómi einn miðað við þá miklu reynslu sem sveitin fær nú við björgunarstörf á Haítí. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með björgunarfólkinu að störfum og sjá og finna hversu vel allt starf hér heima sem og á vett- vangi er skipulagt. Vel hefur verið hugsað fyrir öllum þáttum, hvort sem það snertir björgunar- fólkið sjálft eða aðstandendur þeirra. Utanrík- isráðuneytið hefur staðið vel við bakið á okkar fólki og enginn dráttur orðið á ákvarðanatöku. Það er gríðarlega mikilvægt þar sem veigamikl- ir þættir heyra undir ráðuneytið við þessar að- stæður, en sveitin fer á vettvang á vegum ís- lenska ríkisins. Nú er tímabært að horfa fram á veginn. Hvert viljum við sem þjóð stefna í þessum mál- um? Við stöndumst nú samanburð við bestu björgunarsveitir á þessum vettvangi í heim- inum. Einkenni íslensku sveitarinnar er hversu vel skipulögð hún er, sem skilar sér í styttri við- bragðstíma en almennt þekkist hjá sambæri- legum sveitum. Það sýndi sig vel nú á Haítí þeg- ar sveitin varð fyrst á vettvang, á undan sveit frá Flórída í Bandaríkjunum sem þó þurfti að- eins um klukkustundar flug til að komast á ham- farasvæðið. Engum blöðum er um það að fletta að sveitin hefur aukið hróður Íslands víða um heim auk þess sem hún hefur áunnið sér aukið traust erlendra samstarfsfélaga. Eftir þessa að- gerð verður í auknum mæli vænst hjálpar frá Íslandi þegar hörmungar dynja yfir víða um heim. Grunnur hefur verið lagður að frekari uppbyggingu og tækifærin eru fyrir hendi. Mín skoðun er sú að við eigum í fullri alvöru að stefna að víðtækari þátttöku í björgunar- og endurreisnarstarfi á alþjóðavettvangi. Verk- efnið hentar okkur mjög vel vegna þess skipu- lags sem við höfum á björgunarstarfi hér. Erfitt er að hugsa sér vettvang þar sem fjármagn til alþjóðlegs hjálpar- og þróunarstarfs nýtist með betri og gegnsærri hætti. Innra skipulag sveit- arinnar má þróa á mismunandi vettvangi. Það þarf alls ekki að vera eingöngu bundið við rústa- björgun. Skipulag og sameiginlegur búnaður s.s. búðir, vatn og vistir, fjarskipti og þjálfun getur nýst t.d. við það að senda lækna og hjúkr- unarfólk þangað sem þess er þörf, sveit verk- og tæknifræðinga í sérhæfð verkefni, björg- unarsveitir með báta til hjálpar á flóðasvæðum og svo má lengi telja. Þegar Íslendingar sendu flugvél, lækna og hjúkrunarfólk til að sækja norræn fórnarlömb flóðanna í Indónesíu var stuðst við skipulag alþjóðasveitarinnar og með- limir hennar fóru með til aðstoðar. Við höfum nú einstakt tækifæri til að láta að okkur kveða á þessum vettvangi og það er vandfundið það verkefni þar sem framlög okkar nýtast með skýrari og áhrifameiri hætti en einmitt við björgun mannslífa. Við eigum við þessi tímamót að marka okkur stefnu í þessum málum og láta orðin „ICE SAVE“ hljóma með jákvæðari merkingu en verið hefur. » Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með björgun- arfólkinu að störfum og sjá og finna hversu vel allt starf hér heima sem og á vettvangi er vel skipulagt. Höfundur er þingmaður. Eftir Jón Gunnarsson Jón Gunnarsson Einstakt björgunarstarf – einstök tækifæri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.