Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010
✝ Eyjólfur Arthúrs-son málarameist-
ari fæddist í Sól-
eyjartungu á
Akranesi, 7. febrúar
1926. Hann lést
sunnudaginn 10. jan-
úar sl. Foreldrar,
Arthúr Eyjólfsson,
sjómaður, f. 14.1.
1900, d. 1.11. 1978,
og Guðrún Jóns-
dóttir, f. 2.3. 1891, d.
12.4. 1981. Systkini,
Maríus, f. 30.8. 1924,
Gerða J. Cougan, f.
26.9. 1928, Jóna G., f. 14.8. 1927,
Fanney D., f. 15.7. 1930. Bræður
sammæðra voru Gísli, f. 15.9.
1914, d. 24.10. 1985, og Karl D., f.
31.3. 1919, d. 25.10. 1937, Jóns-
synir. Eyjólfur kvæntist 13.9.
1947 Guðrúnu Ingimundardóttur,
f. 11.4. 1929, d. 6.2. 1963. For-
eldrar, Ingimundur Ólafsson, f.
3.11. 1898, d. 23.1. 1963. og kona
hans Anna Oddný Sigurðardóttir,
f. 19.9. 1903, d. 18.8. 1997. Eyjólf-
ur og Guðrún eignuðust átta
börn, 1) Arthúr Karl málari, f.
20.12. 1946, sambk. var Málhildur
Sigurbjörnsdóttir, f. 24.7. 1935, d.
29.11. 2008. Börn Arthúrs eru Ír-
is, f. 1.9. 1969, og María, f. 9.7.
1971. 2) Anna, myndlistarm., f.
2.4. 1948, gift Símoni Hallssyni
borgarendurskoðanda, f. 2.7.
f. 17.7. 1979, sambk. Thelma
Bergmann Árnadóttir, f. 26.6.
1986. Sonur hans er Sesar Jan, f.
2001, og Andrea, f. 19.12. 1987,
sambm. Eiríkur Viðar Erlends-
son. 5) Ingimundur, málarameist-
ari, f. 25.6. 1951. Börn hans eru
Vigdís Gígja, f. 5.2. 1977, Jón
Þórir, málari, f. 18.3. 1983, og El-
ín, f. 4.7. 1987, sambm. Rune Kol-
berg. 6) Guðrún Gerður, hönn-
uður, f. 15.3. 1955. Börn hennar
eru Eyrún Gunnarsdóttir, f. 2.9.
1972, d. 9.11. 1999, og Ólafur Jak-
obsson, f. 14.10. 1985, d. 17.12.
2009. 7) Ásta St., f. 26.3. 1956.
Sonur hennar er Kristófer Ró-
bertsson, f. 15.7. 1978. 8) Óskar
Eyjólfsson, athafnamaður, f. 10.1.
1962, sambk. Ása M. Jónsdóttir, f.
18.6. 1959. Börn hans eru Lára, f.
25.6. 1990, og Brynja, f. 29.9.
1995. Seinni konu sinni Svövu
Þorsteinsdóttur, f. 22.1. 1932, d.
25.2. 2007, kvæntist Eyjólfur hinn
30.7. 1970. Svava var áður gift
Úlfari Kristjánssyni, f. 7.12. 1930,
d. 24.2. 1963. Svava og Úlfar
eignuðust Guðlaugu, Unni og
Þorstein. Uppeldisdóttir Eyjólfs
og Svövu var Eyrún Gunn-
arsdóttir, f. 2.9. 1972, d. 9.11.
1999.
Eyjólfur lærði málaraiðn sem
var hans ævistarf, hjá Einari
Gíslasyni málaram. og fékk meist-
arabréf 1964.
Útför Eyjólfs verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag, föstudaginn
22. janúar, og hefst athöfnin kl.
13.
1946. Börn þeirra
eru Eyjólfur arki-
tekt, f. 2.10. 1965,
kv. Adriönnu Simon-
arson, arkitekt, f.
20.12. 1969, börn
þeirra Daniel Thor,
f. 1996, og Natalia
Anna, f. 1998, Hall-
ur, innri endurskoð-
andi Reykjavík-
urborgar, f. 29.9.
1967, kv. Magneu
Lenu Björnsdóttur
hárgreiðslukonu, f.
3.1. 1967, barn
þeirra er Írena Huld, f. 2000.
Börn Halls og fv. sambk. hans
Önnu S. Þórisdóttur eru Tinna
Lind, f. 1990, og Embla Sigurást,
f. 1993. Börn Magneu Lenu og
fyrri eiginmanns hennar, Péturs
G. Þjóðólfssonar, d. 28.8. 1997,
eru Hinrik, f. 1992, og Jóel, f.
1994, Guðrún, kennari, f. 8.4.
1971, gift Ólafi Erni Jónssyni,
tölvunarfr. MBA, f. 14.7. 1971,
börn þeirra Anna Margrét, f.
1994, Bjarki Már, f. 1996, og
Hildur Ósk, f. 1998. 3) Felix,
sjúkraliði, f. 5.4. 1949. Sonur hans
er Helgi Þorgeir, kerfisfr., f.
18.3. 1969, kv. Kate Dabe. 4) Þor-
steinn Eyvar, f. 13.6. 1950, d. 7.7.
1994. Sambk. hans var Jóhanna
Hafdís Magnúsdóttir, f. 2.12.
1950. Börn þeirra eru Atli Rúnar,
Elsku hjartans pabbi minn, já
nú ertu farinn í ferðalagið sem við
öll förum í. Þú varst orðinn svo
hress og hlakkaðir til að koma
heim, já pabbi það eru sviptingar í
þessu lífi sem og öðru sem við öll
höfum tekið þátt í. Ég veit það
elsku pabbi minn, að það var vel
tekið á móti þér, ég bara veit það.
Þú varst til stórra verka fæddur
inn í þennan heim og þú leystir
það vel af hendi, eða eins og ein-
hver hefði sagt eins og hægt var,
því að við vorum mörg börnin þín
og þú tókst líka við öðrum þremur
börnum. Á einhverjum tímapunkti
vorum við ellefu börnin, já þá var
kátt í höllinni. Ég vil þakka þér
pabbi minn fyrir hana Eyrúnu
mína, þið tókuð hana að ykkur þú
og Svava.
Núna síðustu daga vorum við
aðeins meira saman en venjulega
og vorum þá að spjalla um gömlu
dagana, svo sem eins og hvað hefði
orðið af honum Kútta. Það veit
enginn, en ég veit að hann er við
fætur þér núna. Ólafur minn fór
nokkrum dögum á undan þér í sitt
ferðalag og ég veit líka að þið haf-
ið hist. Ég bið þig pabbi minn að
halda vel utan um hann, já það er
afar sárt að sjá á eftir ykkur, en
hvað get ég gert, ég verð að halda
áfram að lifa, og reyna að gera
þennan dag betri en dagurinn í
gær var. Elsku pabbi minn, þakka
þér fyrir að fá að vera dóttir þín,
ég er stolt af þér. Þín elskandi
dóttir,
Gerður (Dedda).
Elsku pabbi. Kveðjustundin er
runnin upp og komið að því að
þakka fyrir árin okkar saman.
Góðu stundirnar eru fjölmargar og
minningar góðar um skemmtilegan
listrænan pabba sem fann upp á
ýmsum þrautum til þroska og
skemmtunar. Ævin var þér stund-
um þung og missir þinn mikill þeg-
ar þú 36 ára gamall maður misstir
eiginkonu þína og mömmu okkar
frá átta börnum, því elsta 14 ára
og því yngsta ársgömlu.
Nokkrum árum síðar tók við
annað líf með nýrri konu, henni
Svövu sem ung hafði misst mann
sinn frá þremur börnum. Þið sam-
einuðuð þessi tvö heimili og eign-
uðust félaga í börnum hvort ann-
ars. Tvö börn og eitt fósturbarn
ykkar létust fyrir aldur fram og
var það ykkur mikill harmur.
Þú varst lestrarhestur og bóka-
ormur mikill. Þú varst afar fróður
um land og þjóð, taldir Ísland hafa
allt til að bera sem getur prýtt eitt
land. Þú elskaðir náttúruna, það
að ganga, fiska, tína ber og vakta
fuglalífið var þitt yndi ásamt því
að skoða sögulega staði. Þið Svava
ferðuðust um landið allt, fyrst með
tjald, svo með tjaldvagn sem var
rækilega notaður. Því næst fenguð
þið ykkur hjólhýsi sem endaði á
landspildu Þórðar í Haga í Skorra-
dal. Í Skorradal varst á heimaslóð-
um og þar þekktir þú hverja þúfu
enda uppalinn þar að hluta sem
strákur í Efstabæ hjá frænku og
frænda. Þú varst manna viljugast-
ur að láta okkur börnin keppa í
alls konar fimi, hlaupi, boxi, spurn-
ingakeppnum hvers konar, til
dæmis í landafræði, sögu, reikn-
ingi eða þá að þekkja lagið þegar
þú spilaðir á munnhörpuna.
Pabbi minn, þú hafðir löngun til
að veita okkur það besta en það
var oft erfitt og þröngt í búi þar
sem marga munna var að metta og
þú eina fyrirvinna heimilisins í
langan tíma.
Við Símon þökkum þér sam-
fylgdina. Sofðu rótt elsku pabbi
minn og Guð varðveiti þig.
Þín
Anna.
Foreldrar mínir voru bæði korn-
ung þegar þau kynntust, pabbi
sautján ára og mamma fimmtán.
Þau hófu búskap á Laugavegi 28 í
Reykjavík og síðar á Öldugötu 42.
Pabbi lærði húsamálun og starfaði
við þá iðn alla æfi. Þrengslin voru
mikil á Öldugötu þar sem fjöl-
skyldan stækkaði ört. Íbúðin okk-
ar var u.þ.b. fjörutíu og fimm fer-
metrar og voru pabbi og mamma
ávallt með yngsta barnið hjá sér í
stofunni þar sem þau sváfu. Þegar
þau keyptu verkamannaíbúð í Bú-
staðahverfi var mikil gleði í fjöl-
skyldunni. Fossvogur og Elliðaár-
dalur voru leiksvæði okkar enda
aðeins nokkrir bæir og sumarbú-
staðir á stangli. Eftir nokkur
ánægjuleg ár þar hrundi heimur
fjölskyldunnar skyndilega.
Mamma veiktist alvarlega og dó
skömmu síðar þrjátíu og þriggja
ára gömul frá pabba og átta börn-
um. Þá var ég, sem er elstur
systkinanna, aðeins sextán ára og
yngsti bróðir minn enn ómálga
barn. Föðuramma mín tók við hús-
móðurhlutverkinu um stundarsak-
ir en síðan tók Anna systir við því
fimmtán ára gömul. Þetta var okk-
ur afar erfiður tími og er enn ekki
sársaukalaus. Seinna meir kynnt-
ist pabbi Hrefnu Svövu sem var þá
ekkja með þrjú börn og hófu þau
búskap saman og reyndist það
báðum styrkur. Þegar ég var tólf
ára fékk ég fyrst að fara í vinnu
með pabba og smám saman lærð-
ust handtökin við málarastörfin
eftir því sem árin liðu. Hann var
góður verkmaður og þótti sérlega
handlaginn við lakkeringu. Störf-
uðum við oft saman og fór ágæt-
lega á með okkur, þótt ekki vær-
um við alltaf sammála. Við áttum
ýmis sameiginleg áhugamál, t.d.
stangveiði og náttúruskoðun.
Hann hafði gaman af að gera góða
sögu betri þegar vel lá á honum og
góðan kveðskap kunni hann að
meta. Hann var víðlesinn og fróð-
ur um menn og málefni. Ég minn-
ist þess að þegar hann fór á bóka-
safnið tók hann fimm til tíu bækur
í einu og var fljótur með þær.
Pabbi og seinni kona hans Svava
áttu um langa hríð hjólhýsi í
Skorradalnum. Þar eignuðust þau
marga góða vini og nutu yndis.
Pabbi átti bát og lagði netstubba í
vatnið og fékk oft ágæta veiði sem
hann deildi með vinum og vanda-
mönnum. Margar góðar minningar
eru frá heimsóknum fjölskyldunn-
ar í Skorradalinn. Í mörg ár fram-
leiddu þau hjón „sökkur“ sem
voru vinsælar hjá veiðimönnum og
seldust vel. Framleiðslan krafðist
mikillar natni og þolinmæði og
höfðu þau mikla ánægju af þessari
vinnu. Pabbi fór ekki varhluta af
áföllum í lífinu þar sem hann
missti tvær eiginkonur, stjúpdótt-
ur, son, dótturdóttur sem ólst upp
hjá þeim hjónum og nú nýverið
dótturson. Ég kveð nú ástkæran
föður, blessuð sé minning hans.
Kveðja,
Arthur Karl.
Elsku pabbi. Ég vildi þakka þér
allar samverustundirnar sem við
áttum og þá sérstaklega eftir að
Svava stjúpa lést árið 2007. Eftir
að hún féll frá var ég nánast dag-
lega heima hjá þér og borðuðum
við saman og tókum í spil og
horfðum á handbolta- og fótbolta-
leiki saman. Það var okkar helsta
skemmtun og einnig hafðir þú frá
mörgu að segja af þinni ævi. Í
mínum huga varstu hetja að
standa einn með átta börn aðeins
36 ára að aldri þegar mamma lést
án þess að þurfa að stía okkur
systkinunum sundur. Amma ól
upp yngsta bróður okkar, en alltaf
var gott samband á milli ykkar.
Þú þráðir það heitast að fá að
komast heim á aðfangadagskvöld
og gista í Sóleyjarima og fékkst
þú ósk þína uppfyllta. Fimmtu-
dagskvöldið áður en þú lést
hringdir þú í mig frá Landakoti
mjög hress og sagðir mér frá sýk-
ingu sem upp væri komin á
Landakoti. Á föstudagsmorgun
fékkst þú sýkingu og þér hrakaði
mjög snöggt og þú lést á sunnu-
dagsmorgni. Ég er fegin fyrir þína
hönd að þú þurftir ekki að þjást
lengur og ég veit að þú varst tilbú-
inn að fara. Ég hélt í hönd þína og
þú sofnaðir vært. Nú í dag, þegar
þú verður jarðsettur, hefði Svava
stjúpa orðið 78 ára og þú ferð við
hlið hennar og Eyrúnar. Takk fyr-
ir allt elsku pabbi minn. Þín dóttir,
Ásta St.
Efst á Arnarvatnshæðum o
oft hef eg klári beitt;
þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.
Og undir Norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan Hvannamó.
Á öngum stað eg uni
eins vel og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt sem talað er hér.
(Jónas Hallgrímsson.)
Afi í Ásgarði hefur kvatt okkur
hinstu kveðju. Mér verður hugsað
til baka, til þess tíma þegar afi og
Svava drógu tjaldvagninn um
sveitir lands og seinna þegar þau
eignuðust hjólhýsið sem þau fengu
að hafa í landinu hjá Þórði í Haga.
Afi að mála bátinn hans Þórðar á
vorin. Afi og Svava að steypa
sökkur. Bingó í Ásgarðinum og
veglegir vinningar í boði fyrir alla.
Veiðisögur hafði afi ávallt á tak-
teinum. Margar frá ferðum í Arn-
arvatn stóra sem farnar voru á
hestum frá Efstabæ. Í hvert sinn
sem einhver hugði á veiðiferð var
hægt að ganga að vísum ráðum hjá
afa.
Síðast þegar Eyjólfur bróðir og
fjölskylda hans heimsóttu Ísland
var að sjálfsögðu skroppið í veiði-
ferð að Hrauni og þegar ekki
fékkst nóg þar skruppum við á
Arnarvatnsheiðina til að eiga í soð-
ið. Daginn eftir var slegið upp
veislu, nýveiddur silungur borinn á
borð fyrir tuttugu manns og af-
gangurinn settur í kistuna.
Oft hefur afi sagt söguna af því
þegar hann fór með okkur bræður
í eggjatínslu upp í Hvalfjörð, Eyjó
sjö ára og ég fimm. Sagan kann að
hafa bætt á sig með tímanum, en
Eyjó hélt niður á leið úr efstu
hömrum Eyrarfjalls og greikkaði
heldur sporið þar til hann var far-
inn að hlaupa brattann allt hvað af
tók. Á endanum steyptist hann í
kollhnísum niður á veg. Allt fór þó
á besta veg og við færðum eggja-
föng í bú að kvöldi dags.
Þá er minnisstæð ein ferð
skömmu eftir að afi keypti ísbor-
inn. Það hefur líklega verið vet-
urinn 1979 að við fórum með afa
og Ingó frænda að veiða í gegnum
ís á Eiríksvatni. Ekki man ég
hvort veiðin var drjúg en veðrið
fallegt og mikil froststilla. Við vor-
um búnir að vera nokkra stund að
athafna okkur á ísnum þegar óg-
urlegar drunur skáru kyrrðina.
Við Eyjó sátum við vök skammt
frá landi og dorguðum en Ingó
hafði farið út á miðjan ísinn. Afi
var með borinn ekki langt frá okk-
ur bræðrum. Fyrir afa voru þetta
kunnugleg hljóð frá árunum hans í
Efstabæ en við hinir vissum ekki
að sprungur í ísnum fæddust með
svona miklum látum. Þegar ósköp-
in upphófust greip okkur skelfing,
við litum hvor á annan og tókum
svo til fótanna rakleitt til afa. Á
þeirri stundu var gott að fá hlý
huggunarorð og öruggt skjól í
höndum afa.
Afa þótti vænt um fjölskyldu
sína og hafði gaman af heimsókn-
um barnabarnabarnanna. Hann
fylgdist vel með hvernig þeim mið-
aði námið og naut þess að heyra
um fótboltaæfingar Hinriks og Jó-
els, ballettæfingar Tinnu Lindar
og Emblu Sigurástar og að hlusta
á fiðluleik Írenu Huldar.
Við systkinin kölluðum afa aldr-
ei annað en afa í Ásgarði og nú má
segja að hann sé lagður af stað í
sína hinstu ferð sem heitið er yfir
Bifröst og að þar eigi hann vísan
stað í Ásgarði þess heims sem þar
tekur við. Megi hann hvíla í friði.
Hallur Símonarson.
Afi í Ásgarði er dáinn. Minn-
ingar frá liðnum árum sem mig
langar til að þakka fyrir koma upp
í hugann. Það var líf og fjör í Ás-
garðinum þegar afi og Svava héldu
jólabingó. Spennt barnabörn já og
börn tóku þátt af mikilli innlifun.
Aðalvinningur var ekki af verri
endanum … tjaldferð með afa og
ömmu. Ég varð þeirrar ánægju að-
njótandi að komast tvisvar sinnum
í þessa flottu helgarferð þar sem
tjaldvagninn forláta var tengdur
aftan í bílinn og lagt af stað úr
Reykjavík á vit ævintýranna.
Í annað skiptið vann ég og bauð
Eyrúnu frænku með og í hitt
skiptið vann Eyrún og ég fékk að
fljóta með. Þetta voru einstaklega
skemmtilegar ferðir. Takk fyrir
þær. Afi var snillingur í fiskibollu-
gerð og man ég eftir honum stand-
andi við hrærivélina að útbúa
leyniuppskriftina sína. Það var svo
gott að koma í Ásgarðinn og borða
heimsins bestu fiskibollur. Ég var
svo heppin að komast í leyniupp-
skriftaklúbbinn hans afa fyrir ekki
svo löngu og mun sitja á uppskrift-
inni góðu eins og ormur á gulli.
Takk fyrir kennsluna.
Minni afa var óbrigðult. Ef
mann vantaði svör varðandi landa-
fræði Íslands var auðvelt að fá þau
hjá honum. Mér þótti afar vænt
um það þegar Anna Margrét mín
var að vinna ritgerð í skólanum
varðandi hernámið og gat leitað til
afa eftir heimildum. Hann mundi
þetta eins og það hefði gerst í gær
og gat veitt henni lifandi mynd af
ástandinu í landinu á þessum tím-
um. Verst að Bjarki Már og Hild-
ur Ósk systkini hennar munu
þurfa að leita heimilda um her-
námið annars staðar. Ég vil líka
þakka þann áhuga sem afi sýndi
áhugamálum og lífi barnanna
minna. Hann spurði þau alltaf þeg-
ar hann hitti þau hvernig gengi í
íþróttunum og hafði einlægan
áhuga á. Afi í Ásgarði hefur kvatt
okkur, er farinn í hlýjan faðm.
Hann hefur skilið eftir sig góðar
minningar sem gott er að eiga.
Takk fyrir það afi minn.
Guðrún.
Elsku afi, margar minningar
koma upp í hugann þegar við
hugsum til þín. Úr Ásgarði eigum
við margar skemmtilegar minning-
ar, þar var alltaf gott að koma og
vera, við fundum líka að þar vor-
um við alltaf meira en velkomnar.
Bingóið sló alltaf í gegn, einnig
vakti það lukku þegar við fengum
að setja pening í apann og oftar en
ekki fengum við að hjálpa til við
sökkugerðina. Minningarnar úr
Skorradalnum eru líka skemmti-
legar; fallega hjólhýsið, bátsferðir
á Skorradalsvatni, hengirúmið,
lækurinn og ekki má gleyma
ferðaklósettinu góða sem fær okk-
ur alltaf til að brosa.
Elsku afi, nú ertu kominn aftur
til ömmu og við vitum að þér líður
vel núna.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ruth, Hrafnhildur
og Ragnhildur.
Eyjólfur Arthúrsson
Fleiri minningargreinar um Eyjólf
Arthúrsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.