Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 31

Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 KARLAKÓRINN Hreimur í Þingeyjarsýslu heldur tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun klukkan 16. Stjórnandi kórsins er Aladár Rácz en undirleik á píanó ann- ast Tuuli Rahni. Gestasöngvari er Baldvin Kristinn Baldvins- son og Sigurður Á. Þórarins- son syngur einsöng en tvísöng syngja þeir Ásmundur Krist- jánsson og Baldur Baldvins- son. Á söngskránni er fjölbreytt úrval laga eftir er- lenda og innlenda höfunda. Karlakórinn Hreimur hefur nú starfað í 35 ár og gefið út nokkra hljómdiska. Tónlist Hreimur syngur í Víðistaðakirkju Hreimur á tónleikum. SÖNGHÓPURINN Hljóm- eyki flytur íslenska kirkju- tónlist í Skálholtsdómkirkju á morgun. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Á efnisskránni eru íslensk kórverk sem flutt hafa verið á liðnum árum af Hljómeyki á Sumartónleikum í Skálholti, en Hljómeyki hefur frá árinu 1986 haldið eina tónleika á hverju sumri þar sem frum- flutt hafa verið ný íslensk kórverk. Tónleikarnir eru liður í sýningunni End- urreisn Skálholts sem stendur fram í apríl á þessu ári. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tónlist Hljómeyki heldur tónleika í Skálholti Sönghópurinn Hljómeyki. FÉLAGAR í kór Rétttrún- aðarkirkjunnar á Íslandi og hópur barna sem rekja ættir til Serbíu koma fram á tónleikum og danssýningu í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, á morgun og hefst dagskráin klukkan 17. Söngvararnir eru félagar í „Manasija“, litlum kór sem stofnaður var fyrir rúmum fimm árum í þeim tilgangi að leiða messusöng hjá nýstofn- uðum söfnuði Rétttrúnaðarkirkjunnar. Börnin sem fram koma eru á aldrinum 7-11 ára og hafa sótt námskeið í „serbneska“ skólanum sem hóf störf í september sl. Stjórnandi kórsins og skólans er Nebojsa Colic. Menningardagskrá Sungið og dansað í MÍR-salnum Frá athöfn í Rétt- trúnaðarkirkju. Eins getur það ekki verið slæmt fyrir unglinga landsins að kynn- ast níðskáldinu … 35 » VERK seljast en fólk tekur sér góð- an tíma í að taka ákvörðun um kaup,“ sagði einn galleristanna á London Art Fair-listkaupstefnunni, sem lauk um liðna helgi. Sam- kvæmt The Art Newspaper voru áhrif efnahagslægðarinnar augljós á kaupstefnunni, en þetta var í 22. sinn sem London Art Fair er haldin. 116 gallerí voru með að þessu sinni, sem er nokkur fækkun milli ára. Áhugi gesta var þó sambærilegur, en 3.700 manns mættu á fyrsta degi til að skoða listina. Fólk var þó frekar að skoða en að íhuga kaup að þessu sinni. „Það var svo mikið að gera í fyrra að þá vorum við fjögur að aðstoða fólk, en nú sit ég hér og skrifa fyrirlestur. Það hefði ég ekki getað í fyrra,“ sagði einn galleristinn. Margir galleristar sögðust hafa selt þrjú til fimm verk, á verðbilinu 2.000 til 25.000 pund, sem er nokkru lægra verð en sást á síðustu árum. Eitt og eitt verk dýr- ari víðkunnra listamanna seldist. Reuters Á listkaupstefnunni Margir skoð- uðu listina, færri keyptu. Kreppu- hljóð á kaupstefnu Talsvert lægra verð á London Art Fair Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „HÁRBEITT ádeila á tíðarandann í dag,“ segir í auglýsingu um leik- verkið Góðir Íslendingar sem verður frumsýnt á nýja sviði Borgarleik- hússins í kvöld. Þetta er nýtt íslenskt verk eftir þá Hall Ingólfsson, Jón Pál Eyjólfsson og Jón Atla Jónasson sem voru með annað ádeiluverk á fjölunum síðasta vetur, Þú ert hér. Góðir Íslendingar er ádeila á ís- lenskt samfélag og hvernig við glímum við afleiðingar efnahags- hrunsins. En hvernig birtist ádeilan í verkinu? „Hún er kannski ekki beinskeytt, hún birtist í þeirri umræðu sem fer fram á sviðinu og hvernig fólk tekst á við málin,“ svarar Hallur Ingólfs- son, einn höfunda. „Þú ert hér fjallaði um þessa stórkostlegu yfir- breiðslu sem fór fram í fjölmiðlum í kjölfar hrunsins, þessa orðræðu sem fór af stað þegar menn voru að reyna að firra sig ábyrgð. Góðir Íslendingar fjallar um fólkið sem hefur fengið skellinn og er að leita einhvers konar réttlætis eða skýringa en fær hvorugt, en fær hins vegar ábyrgðina, skuldina, í hausinn. Þetta er um okkur, ekki orsakirnar.“ Hallur segir að þeir hafi unnið verkið upp úr spuna og alls konar heimildum. „Við fylgdumst með fjöl- miðlum og skoðuðum hvað fólk var að segja, lásum umræðuna á blogg- inu og fésbókinni, skoðuðum þessi tól sem við höfum til að ná hvert til annars og útvarpa skoðunum okkar. Við vorum ekki með neina niður- stöðu þegar við fórum af stað og vor- um ekki að leita að neinum skot- mörkum, niðurstaðan á sviðinu verður til úr vinnunni. Við rýnum í íslenskan samtíma í verkinu. Ég held að það sé alltaf þörf fyrir það að listin skoði það sem er í gangi hverju sinni, þetta verk er sprottið upp úr okkar umhverfi hér eins og það er,“ segir Hallur. Góðir Íslendingar frumsýndir í kvöld Ljósmynd/Grímur Bjarnason Góðir Íslendingar Íslendingar með fangið fullt af gluggaumslögum. Í HNOTSKURN » Leikarar í verkinu eruhöfundarnir þrír; Hallur Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson og Jón Atli Jónasson, auk Bergs Þórs Ingólfssonar, Dóru Jóhannsdóttur, Halldórs Gylfasonar og Halldóru Geir- harðsdóttur. » Í Góðum Íslendingum erverið að skoða sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar sem birt- ist m.a. í því hvernig við kom- um fram og tjáum okkur á veraldarvefnum og í lífinu yf- irleitt. Um fólkið sem fékk skellinn www.borgarleikhus.is Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is HELGI Hóseasson, sem kallaður hefur verið „mótmæl- andi Íslands“, lést sl. haust 89 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir mótmæli sín gegn kirkju og yfirvöldum, en hann stóð flesta daga með mótmælaskilti sitt á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Skiltin voru mörg eft- irminnileg eins og gefur að sjá á sýningu sem opnuð verður í Norræna húsinu næstkomandi laugardag. Sveinn Þórhallsson í Galleríi Turpentine skipuleggur sýninguna en sýningarstjóri er Guðmundur Arnarson. Sveinn segist hafa keypt ríflega tuttugu mótmælaskilti af ættingja Helga skömmu fyrir andát hans og þau skilti verða sýnd í Norræna húsinu á laugardag. Hann segist líta á skiltin sem fullmótuð listaverk „og mig hafði lengi langað til að eignast skilti þegar mér buðust þessi skilti. Fyrir mér eru þetta innsetningar, sterkar tilvísanir í ákveðin hugtök sem Helgi velti fyrir sér og glímdi við.“ Sveinn segir að líkt og með alþýðulist þá túlki hver þetta fyrir sig en fyrir honum sé listagildið ótvírætt þó að Helgi hafi eflaust ekki haft það í huga, þegar skiltin voru gerð, að hann væri að skapa listaverk. Aðspurður hvort Helgi hafi vitað af því að hann keypti skiltin segist hann ekki vita það, en kaupin hafi átt sér stað ekki löngu áður en Helgi lést. Sýningin í Norræna húsinu er ekki sölusýning, en Sveinn segist sjálfsagt eiga eftir að selja einhver skilt- anna þegar fram líður. Sýningin verður opnuð á laugardag kl. 15 og stendur til 15. febrúar. Aðgangur er ókeypis. Mótmælaskilti Helga Hóseassonar til sýnis Innsetningar með ótvírætt listagildi Listaverk Biblía Helga Hóseassonar er í kassa á sýning- unni innan um mótmælaskilti sem hann bjó til. Morgunblaðið/Heiddi WWW.OPERA.IS MIDASALA@OPERA.IS S. 511 4200 LOKASÝNING! LAUGARDAGINN 23. JANÚAR KL. 20 Fimm stjörnu sýning – „Sigur í Óperunni“ – JVJ, DV „…Söng- og leiktúlkun ofan af sviði færðist í æðra veldi.“ – RÖP, Mbl. „Ótrúlega gaman – Hvílíkir söngvarar og túlkendur“ – SA, tmm.is „Skemmtileg kvöldstund“ – PBB, Fbl. „Hrífandi og bragðgóður drykkur“ – PÁÁ, eyjan.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.