Morgunblaðið - 22.01.2010, Side 32
32 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010
Hún Leoncie okkar lætur ekki
vaða yfir sig og tók fyrir stuttu
bandaríska sjónvarpsstöð, sem var
að nota lag hennar „Invisible Girl“ í
leyfisleysi, í karphúsið. Orðrétt
segir Leoncie í bréfi til ritstjórnar:
„Leoncie sparkaði út úr youtube
amerískri heimskri sjónvarpskonu
fyrir að stela tónlist hennar og nota
það án leyfis í 18 mánuði. STEF gat
ekki hjálpað henni og voru lamaðir
af ótta við að berjast við bandaríska
sjónvarpsstöð. Þrautseigja Leoncie
sigraði.“ Svo mörg voru þau orð.
Leoncie lætur móðan
mása … nema hvað
Fólk
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Í GÆR var fagnað í höfuðstöðvum útgáfunnar
Bjarts og þriggja hæða rjómaterta með marsip-
anrós snædd með kaffinu. Tilefnið var und-
irritun samnings um finnsk brúðuleikhúsréttindi
eftir skáldsögunni Skugga-Baldur eftir Sjón.
Það var skáldið sem bauð upp á tertuna.
Brúðuleikhúsmaðurinn Inke Rosilo mun leiða
brúðuleikhúsverkið en hann ku vera mikils-
virtur í þeim leikhúsheimi.
„Ég er mjög ánægður með að þetta er að fara
á fjalirnar, það undirstrikar að sagan hefur víða
skírskotun og er nógu „einföld“ í gerð sinni til að
hægt sé að segja hana með ólíkum brögðum.
Brúðuleikhúsið er eitt af elstu frásagnartækjum
mannsins, enda uppruni þess við elda frum-
mannsins, þegar hann rétti framhöndina og bjó
til sögufígúrur úr skugga hennar á hellisvegg-
inn. Það kæmi mér ekki á óvart að hugmyndin
að Skugga-Baldri hafi orðið til á slíkri sögu-
stund þótt hún hafi ekki ratað til mín og á bók
fyrr en árið 2003,“ segir Sjón. Frumsýning á
verkinu er áætluð í haust og verður verkið lík-
lega fyrir tvo leikara og tónlistarmann.
Skugga-Baldur er rómantísk skáldsaga sem
gerist á Íslandi um miðja 19. öld. Aðalpersón-
urnar eru presturinn Baldur, grasafræðingurinn
Friðrik og vangefna stúlkan Abba sem tengist
lífi og örlögum mannanna tveggja með af-
drifaríkum hætti.
Brúðuleikhús unnið eftir Skugga-Baldri
Sjón Hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs fyrir Skugga-Baldur árið 2003.
JAJAJA er norrænt klúbbakvöld
sem sett var á laggirnar af ÚTÓN,
Útflutningsskrifstofu íslenskrar
tónlistar, og systurskrifstofum ann-
ars staðar á Norðurlöndunum.
Kvöldin fara fram mánaðarlega á
Lexington í London. Fjórar íslensk-
ar hljómsveitir hafa þegar komið
fram þessi kvöld, Kira Kira, Blood-
group, Sudden Weather Change og
Leaves. Sá sem velur inn á næsta
kvöld er Alexander Milas, ritstjóri
Metal Hammer. Velur hann þrjár
sveitir og verði íslensk hljómsveit
fyrir valinu veitir ÚTÓN viðkom-
andi ferðastyrk sem nemur allt að
150.000 krónum.
ÚTÓN fer í samstarf
við Metal Hammer
Hljómsveitin Sometime hefur
gefið út þriðju smáskífu sína af
plötunni Supercalifragilisticexpia-
lidocious [2009 Re-Issue]. „Optimal
Ending“ kemur út á netinu og inni-
heldur fimm endurhljóðblandanir.
Sveitin er um þessar mundir að
taka upp aðra breiðskífu sína, sem
kemur út með hækkandi sól.
Sometime nýtir sér
netið upp í topp
„ÞAÐ er ekki komið í ljós hvað
verður í ár og ekkert farið að ræða
það,“ segir sjónvarpsmaðurinn
Gísli Einarsson spurður hvort fleiri
þættir verði gerðir af hinum sí-
vinsæla Út og suður. „Það er niður-
skurður og maður veit ekki hvað
verður, eina sem ég get sagt er að
það er nóg eftir af skemmtilegu
fólki í landinu til að ræða við.“
Þegar hafa verið sýndar sjö
þáttaraðir af Út og suður, hafa þær
allar notið mikilla vinsælda, jafnvel
fyrir utan landsteinana.
„Það er búið að sýna þessa þætti
í Svíþjóð eiginlega frá upphafi,
svona einn og einn þátt. Ríkis-
útvarpið er aðili að Samtökum nor-
rænna sjónvarpsstöðva og hjá þeim
er skiptimarkaður tvisvar á ári þar
sem hver og einn kemur með þætti
sem þeir eru að framleiða og svo
velja menn úr og skiptast á þáttum.
Ég veit að eitthvað hefur verið
sýnt í Finnlandi og Noregi en að-
allega í Svíþjóð. Ein skemmtileg
saga í tengslum við þetta, sem hef-
ur nú einhvers staðar heyrst, er
þegar höfundur Einars Áskels,
Gunilla Bergström, sá þátt af Út og
suður þar sem ég ræddi við brúðu-
gerðarmanninn Bernd Ogrodnik
sem er búsettur í Borgarnesi. Það
var lengi búið að djöflast í Berg-
ström að gera eitthvað meira með
Einar Áskel, kvikmynd eða leikrit,
en hún hafði aldrei fundið réttu
leiðina. Svo sá hún Út og suður í
sænska sjónvarpinu og sá strax að
Ogrodnik væri rétti maðurinn til
að gera eitthvað með Einar Áskel
og úr því varð brúðuleiksýning
sem er búið að sýna í Þjóðleikhús-
inu og víðar,“ segir Gísli.
ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Gísli Einarsson Tilbúinn í hvað sem er með hund og heykvísl.
Út og suður fer víða
Brúðuleiksýning um Einar Áskel varð til vegna sýningar
á Út og suður í Svíþjóð Framtíð þáttarins óljós
Eftir Hólmfríði Gísladóttur
holmfridurg@mbl.is
Í VOR kemur út önnur sólóplata tón-
listarkonunnar Ólafar Arnalds. Plat-
an, sem bar vinnutitilinn Ókídókí,
hefur fengið nafnið innundir skinni.
Fjöldi tónlistarmanna leggur henni
lið á plötunni, þeirra á meðal Kjartan
Sveinsson, Davíð Þór Jónsson og
Skúli Sverrisson. Næstkomandi laug-
ardag kl. 20 ætlar Ólöf að frumflytja
efni af plötunni á tónleikum í Þjóð-
menningarhúsinu. Á tónleikunum
spilar Davíð Þór með henni á flyg-
ilinn, en hann mun einnig hita upp
með eigin efni.
Verður til í kollinum
Fyrri plata Ólafar, Við og Við,
hlaut gríðarlega góðar viðtökur, bæði
hér heima og í Bandaríkjunum.
NME, Vanity Fair og The New York
Times gáfu henni mjög góða dóma og
eMusic valdi hana sem eina af 100
bestu plötum áratugarins. Ólöf segir
engar róttækar breytingar hafa orðið
á tónlist sinni frá fyrri plötunni. „Ég
er ekki að taka neina meðvitaða
stefnu eða teygja mig í áttina að ein-
hverju. Ég er bara að skila einhverju
frá mér sem verður til í kollinum.
Þetta er bara mín tónlist. Ég er nátt-
úrlega að vinna með fleiri tónlist-
armönnum núna en grunnurinn í lög-
unum er alltaf samfelldar, lifandi
upptökur af mér og að minnsta kosti
einum öðrum að spila. Í raun er þetta
sama stefnan og á hinni plötunni en
með fleiri hljóðfæraleikurum,“ segir
Ólöf og nefnir það einnig að á nýju
plötunni verði þrjú laganna sungin á
ensku.
Innundir skinni kemur út samtímis
á Íslandi, í Evrópu, Bandaríkjunum
og Ástralíu. En af hverju heldur hún
að viðtökurnar erlendis hafi verið
eins góðar og raun ber vitni? „Í Am-
eríku er mikið grúskað í tónlist frá
alls konar löndum og það hefur til
dæmis aldrei verið til fyrirstöðu að ég
syng á íslensku. Þar er búin að vera
svona folk-vakning í gangi og það
náttúrlega hjálpar. Það getur líka
verið að fólk sé forvitið fyrir því að
þetta eru svona lifandi tökur. Og í
spilamennskunni eru tónleikarnir
mínir sjaldnast eins, það getur margt
óvænt gerst og ég er ekkert með fyr-
irfram ákveðna röð á því sem ég ætla
að gera heldur les ég stemninguna og
fer eftir því. Þetta er svona frásagn-
ar-nálgun við það að koma fram og
taka upp. Það er svo mikið þannig
núna að allt er ákveðið og fólk leggur
upp með ákveðna hluti og gerir þá
alltaf í sömu röð og allir tónleikar eru
eins. Sem er bara frábært líka en
fólki finnst hitt kannski forvitnilegt.“
Ólöf er að vonum ánægð með þá at-
hygli sem tónlist hennar hefur vakið
erlendis og segist hafa mikinn áhuga
á því að fylgja þessu eftir með tón-
leikahaldi. Hún gerir ráð fyrir því að
verða mjög upptekin við að spila út
árið en er jafnframt farin að huga að
næstu plötu. „Á meðan ég bíð eftir að
þessi plata komi út er ég bara að setja
kraftana í að skrifa þá næstu. Hún er
að fæðast í huganum, þetta er svona
sveimandi yfir mér núna. Ég geng
alltaf svolítið lengi með lög í huganum
áður en ég byrja að prófa hljóðfæri
eða syngja eða skrifa texta. Svo er
það þannig hjá mér að ef ég gleymi
lögunum, þá voru þau hvort eð er
ekki nógu góð,“ segir hún og hlær.
Hugurinn enn heima
Og hvað sem líður stórum draum-
um og gylliboðum þá er hugurinn líka
heima. „Ég á tveggja ára gamlan son
og vil náttúrlega ekki vera lengi í
burtu í einu. Ég held að ég vilji búa á
Íslandi áfram, alla vega næstu árin
því mér finnst þetta svo góður staður
til að ala upp börn. Ég finn það alveg
toga í mig að flytja eitthvað annað en
ég verð að fá þá næringu einhvern
veginn öðruvísi, fara í styttri tíma. Að
flytja búferlum er alla vega ekki á
fimm ára planinu. Eins og er.“
Innundir skinni Ólafar
Önnur sólóplata Ólafar Arnalds kemur út í vor Fyrri platan, Við og við,
hefur hlotið mjög góðar viðtökur Frumflytur nýju plötuna á morgun
Bjart framundan Fyrsta sólóplata Ólafar hefur hlotið gríðarlega góðar við-
tökur, bæði hér heima og erlendis og sú næsta kemur út í vor.
Á nýju plötunni verða útsetningar
og hljóðfæranotkun fjölbreyttari,
en auk Ólafar sáu Davíð Þór Jóns-
son og Skúli Sverrisson að mestu
leyti um hljóðfæraleikinn.
Hingað til hefur Ólöf eingöngu
sungið á íslensku en á innundir
skinni verða þrjú laganna sungin á
ensku.
Fyrri plata Ólafar, Við og við,
hefur vakið mikla athygli erlendis
og nýja platan verður gefin út sam-
tímis hér heima og úti. Ólöf sér
fram á stíft tónleikahald í kjölfarið.
Meiri fjölbreytni á nýju plötunni