Morgunblaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 39
KAUPTU STÓRVIRKI Í EYMUNDSSON UM HELGINA – ANDVIRÐIÐ RENNUR ÓSKIPT TIL ÞESS AÐ ENDURNÝJA BÚNAÐ ÍSLENSKU ALÞJÓÐABJÖRGUNAR- SVEITARINNAR TIL ÁFRAMHALDANDI HJÁLPARSTARFA! Fjögur íslensk bókaforlög hafa í samvinnu við Eymundsson ákveðið að gefa sjö ný stórvirki á sviði útgáfu að söluverð- mæti um 4,5 milljónir króna til stuðnings íslensku alþjóða- björgunarsveitinni við að endurnýja búnað sem sveitin skildi eftir á Haítí til aðstoðar hjálparsveitum á svæðinu. Stórvirkin verða seld í Eymundsson um allt land nú um helgina og er þetta upphaf átaks sem nefnist „Bókaþjóðin styður fólkið á Haítí”. Söluandvirði þessara bóka rennur óskert til að endurnýja búnað sveitarinnar. Jafnframt hefur Eymundsson ákveðið að bæta 10% af söluandvirði barnabóka í verslunum sínum um helgina við söfnunar- upphæðina. Átakið stendur til 25. janúar. Félagar í íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni, rústabjörgunarsveitinni, hleypa af stað átakinu „Bókaþjóðin styður fólkið á Haítí“ í Eymundsson Austurstræti kl. 14 í dag! Komum og hyllum hetjurnar okkar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.