Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 40
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 22. DAGUR ÁRSINS 2010
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
! " #
$ $
!
%& '!& ! (
)*+,-.
*/0,12
)*),*+
*-,/2.
*),3-*
)+,.)-
)*),00
),213-
)3+,31
)+1,3)
456
4 *)" 7
85 */)/
)*+,+.
*/.,22
)*),.2
*-,)/.
**,//+
)+,...
)*),13
),2320
)31,0+
)+3,-)
*2-,..)
%
9: )*1,/.
*/.,12
)*),33
*-,)+.
**,/+*
)+,+)1
)**,*2
),23+.
)33,).
)+3,3)
Heitast 8°C | Kaldast 3°C
Sunnan 5-13 m/s
og skúrir, léttir til
norðaustanlands.
Hiti 3 til 8 stig. »10
Inke Rosilo í Finn-
landi setur Skugga-
Baldur, skáldsögu
Sjón, í brúðuleik-
húsbúning í haust.
»32
LEIKHÚS»
Finnskar
brúður
FÓLK»
Skoppa og Skrítla eru að-
alsmenn vikunnar. »34
Njóta þeir listamenn
sem búa til verk ætl-
uð börnum sömu
virðingar og þeir
sem skapa fyrir full-
orðna? »35
AF LISTUM»
Börnin eiga
gott skilið
KVIKMYNDIR»
Clooney, Cage og Chuck
eru mættir í bíó. »36
FÓLK»
Beckham komst í hann
krappan í Mílanó. »33
Menning
VEÐUR»
1. Klúðruðu stigi í lokin
2. Margir missa vinnuna á RÚV
3. Von á illviðri í dag
4. Fjölgun aðgerða á kynfærum …
Íslenska krónan veiktist um 0,1%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Þorsteinn
Hilmarsson, sem
verið hefur upp-
lýsingafulltrúi
Landvirkjunar sl.
18 ár, hefur látið
af störfum. Á
heimasíðu Lands-
virkjunar segir að framundan séu
breytingar á starfsumhverfinu.
Brýnt sé að efla og breyta ímynd
Landsvirkjunar bæði gagnvart
fjármögnunarfyrirtækjum, fjöl-
miðlum og almenningi. Sam-
komulag við Þorstein um starfslok
hans sé liður í þessum breytingum
og eru honum þökkuð vel unnin
störf í þágu félagsins.
FYRIRTÆKI
Þorsteinn Hilmarsson
hættir hjá Landsvirkjun
Íslendingarnir
Hildur Guðna-
dóttir, Jóhann Jó-
hannsson og
Bedroom Comm-
unity-félagarnir
Valgeir Sigurðsson
og Ben Frost munu
taka þátt í fjórða Nordic Night-
kvöldinu sem fer fram í menningar-
miðstöðinni í Hasselt í Belgíu hinn 9.
febrúar. Fjölmargir skandinavískir
hljómlistarmenn hafa komið fram á
fyrri kvöldum en í þetta sinnið verð-
ur litla Ísland sérstaklega í sviðsljós-
inu.
TÓNLIST
Íslendingar á Nordic
Night 4 í Belgíu
MIDEM-tón-
listarráðstefnan
hefst í Frakklandi
um helgina. Fjög-
ur íslenskt fyr-
irtæki verða á
staðnum; Gogo-
yoko, IMX, STEF
og Kimi Records. Eivör Pálsdóttir
kemur fram á ráðstefnunni auk
Hafdísar Huldar sem var valin af
sérstakri MIDEM-nefnd til að
spila. Hafdís kemur fram á tón-
leikum fyrir alþjóðlega listamenn
sem eru á uppleið og þykja lofa
sérstaklega góðu. MIDEM er
stærsta tónleikaráðstefna í heimi
og því til mikils að vinna.
TÓNLIST
Hafdís Huld þykir lofa mjög
góðu og spilar á MIDEM
LJÓÐSKÁLDIÐ og rithöfundurinn
Gerður Kristný tók í gær við Ljóð-
staf Jóns úr Vör í athöfn í Salnum í
Kópavogi en þetta var í níunda sinn
sem tilkynnt er um vinningshafa í
ljóðasamkeppninni. Ljóð Gerðar
nefnist „Strandir“.
Um 300 ljóð bárust í keppnina
Að þessu sinni bárust um 300 ljóð
í keppnina. Bjarni Gunnarsson hlaut
einnig viðurkenningu fyrir ljóðið
„Smíðar“. Efnt er til samkeppninnar
á hverju ári og eru verðlaunin ætíð
afhent á fæðingardegi Jóns úr Vör
(1917-2000).
Hugmyndin að verðlaununum er
upphaflega komin frá félögum úr
Ritlistarhópi Kópavogs. Þátttak-
endum er gert að skila verkum inn
undir dulnefni og hlýtur sigurveg-
arinn vegleg peningaverðlaun og
verðlaunagripinn, Ljóðstaf Jóns úr
Vör, áletraðan með nafni sínu til
varðveislu í eitt ár, auk eignargrips.
Síðasti handhafi Ljóðstafsins,
Anton Helgi Jónsson, las ljóð við at-
höfnina í gærkvöldi.
Í dómnefndinni að þessu sinni
sátu skáldin og rithöfundarnir Ingi-
björg Haraldsdóttir, Sigþrúður
Gunnarsdóttir og Þórarinn Eldjárn.
Morgunblaðið/Golli
Með stafinn Gerður Kristný hamp-
ar Ljóðstaf Jóns úr Vör í gærkvöldi.
Gerður Kristný hlaut
Ljóðstaf Jóns úr Vör
ÖNNUR sólóplata Ólafar Arnalds,
Innundir skinni, kemur út í vor og þá
samtímis á Íslandi, í Evrópu og
Bandaríkjunum. Ólöf mun frum-
flytja efni af plötunni væntanlegu í
Þjóðmenningarhúsinu annað kvöld.
Viðtökur við fyrstu sólóplötu hennar,
Við og við, voru afar góðar bæði hér
heima og í Bandaríkjunum og gáfu
virt, bandarísk tímarit henni góða
dóma. „Í Ameríku er mikið grúskað í
tónlist frá alls konar löndum og það
hefur til dæmis aldrei verið fyrir-
staða að ég syng á íslensku. Þar hef-
ur verið svona „folk“-vakning og það
náttúrlega hjálpar,“ segir Ólöf um
þessar viðtökur. | 32
Íslenskan
ekki fyrir
NÓG hefur verið að gera hjá hinum 77 ára blóma-
bónda Emil Gunnlaugssyni í vikunni enda eykst
blómasalan mikið í kringum bóndadaginn. Emil rekur
garðyrkjustöðina Land og syni á Flúðum ásamt sonum
sínum. „Okkur veitir ekkert af svona dögum svo menn
taki við sér, í þessu svartnætti sem nú er. Það er orðið
svo dýrt brennivínið að það er miklu betra að gefa
blóm.“
Emil hefur verið lengi í bransanum en hann reisti
fyrsta gróðurhúsið á Flúðum árið 1955. Síðan hefur
hann og þeir feðgar stækkað stöðina og byggt nýja.
Alls eru þeir nú með ræktun á um 6.000 m². Þeir
skera nú rósir á hverjum einasta degi ársins og alls
nemur framleiðslan um 20.000 rósum á viku.
Á Íslandi eru ræktuð blóm í gróðurhúsum sem eru
alls um 45.000 fermetrar og skiptist markaðurinn á
milli 15 til 20 framleiðenda. Um helmingur dreifir í
gegnum Grænan markað, blómaheildsalan Samasem
dreifir fyrir nokkra og sumir framleiðendur dreifa
blómum sínum sjálfir til verslana.
„Okkur veitir ekkert af svona dögum“
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÞEGAR þetta er lesið hafa sjálfsagt
margir karlmenn fengið einhvern
glaðning frá spúsu sinni, enda er
bóndadagurinn runninn upp, en hin-
ir eiga það væntanlega eftir. Sumir
eru gladdir með blómum en að sögn
Sigurðar Moritzsonar hjá Grænum
markaði, sem dreifir innlendum
blómum í blómabúðir, eru helmingi
fleiri blóm send í búðir í vikunni fyr-
ir bóndadaginn en venjulega. Hann
er þó aðeins hálfdrættingur á við
konudaginn en í aðdraganda hans
tvöfaldast blómasendingarnar.
„Okkar tilfinning er sú að konur hafi
frekar keypt blóm með öðru sem
þær gera en karlarnir geri sér frek-
ar sérstaka ferð út í blómabúð á
konudaginn og kaupi stærri vendi.“
Aukist eftir 1990
Blómagjafir til karlmanna á
bóndadaginn eru tiltölulega nýjar af
nálinni. Sigurður segir að fyrstu
auglýsingarnar um að blóm ætti að
gefa á bóndadegi hafi birst upp úr
1980. „Síðan fer þetta ekkert að
aukast neitt fyrr en upp úr 1990, en
það tengist því að á árum áður var
svo lítið framleitt af íslenskum blóm-
um yfir vetrartímann. Upp úr 1990
var farið að lýsa garðyrkjustöðv-
arnar. Síðan hefur sala á þessum
degi aukist jafnt og þétt.“
Fyrir 1990 hafi mest verið selt af
túlipönum sem þurfi ekki lýsingu en
síðan hafi rósir og liljur rutt sér til
rúms, þótt túlipanar séu enn vin-
sælir.
Bóndadagur er hálfdrættingur
Salan eykst um
helming á bónda-
daginn en tvöfald-
ast á konudaginn
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Blómlegur Emil Gunnlaugsson reisti fyrsta gróðurhúsið árið 1955 en byrjaði að rækta blóm fyrir um 45 árum.