Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði á fundi með José Manuel Barroso, forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, að í Icesave-málinu væri Ísland fórnarlamb gallaðrar löggjafar og að skuldabyrðinni væri ójafnskipt á milli Íslands annars vegar og Breta- lands og Hollands hins vegar. Jóhanna sagði í samtali við Morg- unblaðið að fundurinn með Barroso hefði verið efnismikill og jákvæður. Hann stóð í á aðra klukkustund. Með á fundinum var Olli Rehn, stækk- unarstjóri Evrópusambandsins en hann tekur við stöðu fram- kvæmdastjóra efnahags- og gjald- eyrismála innan Evrópusambands- ins í næstu viku. „Ég fór mjög ítarlega yfir Ice- save-málið og hvernig mjög margir á Íslandi teldu að við værum fórn- arlamb gallaðrar löggjafar og líka að skuldabyrðinni væri ójafnskipt á milli landanna. Ég fór yfir það hvaða áhrif þetta hefði á greiðslugetu þjóð- arinnar og heildaráhrif á heimilin og atvinnulíf. Ég held að það hafi verið mjög gott að við fórum mjög ítarlega yfir þetta mál. Tilgangurinn með þessari ferð var að auka skilning á stöðu okkar og ég held að það hafi tekist,“ sagði Jóhanna. Ólíðandi að tengja Icesave óskyldum málum Jóhanna sagðist ekki geta svarað því hvort Evrópusambandið myndi hafa eitthvert frumkvæði í þessu máli. „Þeir munu meta stöðuna og það sem við fórum í gegnum. Við munum verða í sambandi í framhald- inu. Það er ýmislegt sem við rædd- um um sem þeir vilja skoða.“ Jóhanna var spurð hvort við gæt- um fengið hagstæðari lánskjör vegna Icesave fyrir milligöngu Evr- ópusambandsins. „Það hefur komið fram áður, vilji þeirra til að aðstoða okkar að því er það varðar. Ég kom mjög inn á þetta á fundinum, en það varð engin niðurstaða um það á fundinum. Við sjáum svo í framhald- inu hvað út úr því kemur.“ Á fundinum var rætt um efna- hagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins fyrir Ísland. „Ég sagði á fund- inum að það væri ólíðandi að það væri verið að tengja endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins við alls óskyld mál eins og Icesave, að ég tali nú ekki um Evrópusambandsaðild, og Barroso fullvissaði mig um að það væri ekki gert af hálfu Evrópusambandsins.“ Skuldabyrðinni af Icesave ójafnt skipt á milli landanna Reuters Fundur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB.  Framkvæmdastjórn ESB tekur aðildarumsókn Íslands fyrir seinna í febrúar Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra átti í gær fundi með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel. Á fundinum var rætt um Icesave og aðild Íslands að ESB. Á SÍÐASTA ári voru seld yfir 103 þúsund tonn á fiskmörkuðum og er það um 21% af heildar- aflanum. Á heimasíðu Fisk- markaðar Ís- lands segir að þetta hlutfall hafi ekki verið hærra undanfarin ár, ef þá nokkurn tím- ann. Birtar eru töflur sem sýna þróun síðustu ára á fiskmörkuðum og seg- ir að þær séu birtar „af gefnu tilefni vegna umræðna um að framboð fisks á innlendum fiskmörkuðum sé lítið og hái fyrirtækjum sem eru í fiskvinnslu, en ekki jafnframt í út- gerð.“ Þar segir ennfremur að stað- hæfingar um að framboð á inn- lendum fiskmörkuðum hafi dregist saman séu úr lausu lofti gripnar. Alls var í fyrra landað 33 þúsund tonnum af þorski á fiskmörkuðum, eða 17,5% af heildarþorskafla. Þá var landað 26.500 tonnum af ýsu, eða 32,3% af ýsuaflanum. aij@mbl.is Miklu landað á fiskmörkuðum „ÞETTA kom okkur að óvörum og í raun eins og köld vatnsgusa,“ segir Guðmundur Sighvatsson skóla- stjóri Austurbæjarskóla en hann vék á dögunum nemanda í 6. bekk úr skóla fyrir þjófnað. Um er að ræða dreng á tólfta ári sem áður hefur komist í kast við lögin og er talinn neyta vímuefna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Fundað var með foreldrum og hverfislögreglumanni á mið- vikudagskvöld og farið yfir málið. Stúlku í níunda bekk var einnig vikið úr skólanum fyrir sömu sakir. Samkvæmt sömu heimildum hefur hún verið í neyslu eins og ungi pilt- urinn. Mál barnanna hefur verið sent barnaverndaryfirvöldum til úr- vinnslu. Morgunblaðið/Golli Skólinn Börnin eru bæði nemendur í Austurbæjarskóla í Reykjavík. Grunnskólanemar grunaðir um neyslu Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins mun taka fyrir umsókn Íslands um aðild að Evrópusam- bandinu síðar í þessum mánuði. Ef umsóknin fær jákvæðar viðtökur verður hún rædd á leiðtogafundi Evrópusambandsins í mars. Þetta kom fram á fundi Jóhönnu Sigurð- ardóttur forsætisráðherra og José Manuel Barroso, forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, í Brussel í gær. „Framkvæmdastjórnin tekur um- sókn Íslands fyrir seinna í þessum mánuði. Ef hún fær jákvæða af- greiðslu þar fer þetta fyrir aðild- arríkin og leiðtogafund vænt- anlega í mars,“ sagði Jóhanna. „Ég lagði mikla áherslu á að málið fengi eðlilegan framgang eins og fyrirhugað hafði verið. Ég veit auð- vitað ekki hver verður niðurstaðan í framkvæmdastjórninni, en við fórum mjög hreinskiptið yfir það mál.“ Jóhanna sagði að Ísland væri búið að skila öllum þeim gögnum sem Evrópusambandið hefði beðið um í sambandi við umsókn Íslands. ESB hefði ekki sett fram neina kvörtun yfir því hvernig unnið hefði verið að umsókninni og ekk- ert væri því til fyrirstöðu að tekin yrði ákvörðun í málinu. Forsætis- ráðherra átti einnig fundi með yf- irmönnum EFTA og ESA í Brussel. Umsókn Íslands tekin fyrir í febrúarmánuði Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is TEKJUR Verkefnasjóðs sjávarút- vegsins af svonefndum 5% afla fyrir tímabilið frá janúar til nóvember- loka 2009 eru um 534 m.kr. Tekjur á sama tímabili 2008 námu um 443 milljónum króna. Mest af tekjum sjóðsins rennur til verkefna á veg- um Hafrannsóknastofnunar. Fyrstu 11 mánuðina í fyrra fóru 4.114 tonn í VS-afla, en sama tímabil árið 2008 var magnið 3.128 tonn. Þorskur vegur langþyngst í þessari ráðstöf- un eða 3.700 tonn, en 1.815 tonn af karfa fóru í VS-afla. Samkvæmt lögum um stjórn fisk- veiða er skipstjóra fiskiskips heim- ilt að ákveða að allt að 0,5% af upp- sjávarafla og 5% af öðrum sjávararafla sem skipið veiðir á hverju fiskveiðiári reiknist ekki til aflamarks skipsins. Halda verður afla aðgreindum um borð í skipinu og selja á viðurkenndum uppboðs- markaði. 20% af andvirði skiptast milli útgerðar og áhafnar og 80% renna í Verkefnasjóð sjávarútvegs- ins. Í lögum um Verkefnasjóðinn seg- ir að verja skuli fé úr honum til rannsókna og nýsköpunar á sviði sjávarútvegs og til eftirlits með fiskveiðum. Stjórn Verkefnasjóðs sjávarútvegsins er tvískipt; annars vegar er almenn deild og hins veg- ar samkeppnisdeild. Margar umsóknir Verkefnasjóður, samkeppnis- deild, auglýsti í desember sl. eftir umsóknum um styrki, en ákveðið var að veittir yrðu styrkir samtals að fjárhæð 100 milljónir króna í ár. Fimmtíu umsóknir bárust og er umsótt styrkfjárhæð um 225 millj- ónir. Stjórn samkeppnisdeildar hef- ur þessar umsóknir nú til umfjöll- unar. Í febrúar í fyrra var 74,2 milljónum króna úthlutað úr sam- keppnisdeild. VS-afli greiðir fyrir mörg verkefni Hafró  Tekjur jukust um 90 milljónir fyrstu ellefu mánuðina í fyrra Hafrannsóknastofnun fær lang- mest úr almennri deild Verk- efnasjóðsins, samtals 289 millj- ónir króna í fyrra. Af stærstu verkefnunum má nefna: Kortlagning hafsbotnsins – 37,4 milljónir. Flugtalningar – 16 milljónir Vistkerfi Íslands – 24,6 millj. Makríll í íslenskri fiskveiði- lögsögu – 41,5 milljónir. Kortlagning búsvæða – 22,7 milljónir. Stofnmæling á marsíli við Ísland – 12,8 milljónir. Kjörhæfnisrannsóknir – 22,3 milljónir Ichthypophonus-sýking – 20 milljónir. Rannsóknaleiðangur Sú lunnar á síldarmið – 33,6 millj. Af ýmsum toga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.