Morgunblaðið - 05.02.2010, Side 18
18 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010
FÉLAGAR mínir í
Samtökum um betri
byggð hafa bent mér á
að skrifa ekki of fræði-
legan texta, til þess að
ná til almennings með
okkar boðskap.
Í grein sem ég skrif-
aði og Erlingur gagn-
rýnir mig fyrir, var ég
með dæmisögu um tvær
eins fjölskyldur, Ú og V.
Þar er sýnt fram á að fjölskyldan sem
bjó í Vatnsmýrinni (Ú) sparaði sér
annan fjölskyldubílinn (1,5 milljónir
kr/ári), en varð að borga 0,2 millj-
ónum kr. meira á ári, vegna hærri lóð-
arleigu, heldur en fjölskyldan í Úlf-
arsárdal (Ú). Niðurstaðan var að það
var 1,3 milljónum kr/ári ódýrara að
búa í blokkaríbúð í Vatnsmýrinni en í
eins íbúð í Úlfarsárdalnum.
Vegna þessarar gagnrýni frá Er-
lingi ætla ég að gerist fræðilegri, ef
það mætti verða til þess að hann átt-
aði sig á því hversu borg í Vatnsmýri
er góð fyrir þjóðarbúið, eins og flestir
sæmilega skynsamir menn eru löngu
búnir að skilja!
Samkvæmt könnun, sem gerð var
við H.Í. er það a.m.k. 215 milljarða kr.
virði fyrir þjóðarbúið að byggja borg í
Vatnsmýrinni fyrir u.þ.b. 25 þúsund
íbúa og 17 þúsund störf. Þessir 215
milljarðar skiptast þannig að 105
milljarðar kr. eru verðmæti bygging-
arlóðanna, 20 milljarðar kr. eru vegna
tvínýtingar útivistarsvæðanna í ná-
grenninu (þarf ekki að búa til ný úti-
vistarsvæði) og 90 milljarðar kr.,
vegna þess að fasteignir og lóðir
munu hækka að meðaltali 15% í borg-
inni vestan Kringlumýrarbrautar
(sem þýðir um 4 milljónir kr. á með-
alíbúð). Þar sem ríkið á um þriðjung
lóðanna undir flugvellinum (ca. 35
milljónir kr. virði), er
auðvelt fyrir það að
fjármagna nýjan flug-
völl í jaðri höfuðborg-
arsvæðisins (eins og t.d.
á Hólmsheiði) en eiga
samt um 20 milljarða
kr. í afgang.
Ef lagður er saman
fjöldi þeirra sem fljúga
innanlands einu sinni á
ári eða oftar eða hafa
annan beinan hag af því
að flugvöllurinn verði
áfram í Vatnsmýrinni, þá er þar um
10% landsmanna að ræða, en 90%
hafa einhvern skaða af því.
Í ,,þokkalega þróuðu lýðræðisríki“
eiga almannahagsmunir að ríkja, en
sérhagsmunir að víkja.
Þetta vonda ástand í Vatnsmýrinni
sýnir sennilega ásamt ýmsu öðru, að
Ísland er ekki ,,þokkalega þróað lýð-
ræðisríki“, sbr. það hvernig kreppan
kom mun þyngra niður á okkur, en
flestum ríkjum í öllum heiminum.
Er nú ekki kominn tími til þess, að
Ísland breytist í ,,þokkalega þróað
lýðræðisríki“ og Íslendingar byrji á
því sem er svo auðskilið, einfalt í
framkvæmd og bullandi þjóðhagslega
arðsamt, þ.e.a.s. að byggja borg í
Vatnsmýrinni, en krefjast þess þó
fyrst að samgönguráðherrann finni
miðstöð innanlandsflugsins heppilegri
stað?
Eftir Gunnar H.
Gunnarsson
» Þetta vonda ástand í
Vatnsmýrinni sýnir
sennilega ásamt ýmsu
öðru, að Ísland er ekki
,,þokkalega þróað lýð-
ræðisríki“.
Gunnar H. Gunnarsson
Höfundur er verkfræðingur.
Byggð verður borg
í Vatnsmýri
Í FJÖLMIÐLUM
hefur undanfarið verið
fjallað talvert um
breytingar á vinnulagi
til þess að fólk fái vist-
unarmat fyrir hjúkr-
unarheimili og komu
þær til framkvæmda
fyrir tveimur árum.
Þær gera ráð fyrir að
öll úrræði séu reynd
áður en vistunarmat er
samþykkt. Má þar
nefna heimilisaðstoð, heimahjúkrun,
sjúkraþjálfun og dagdeildir. Slíkar
reglur henta ekki öllum, nema síður
sé, einkum ekki þeim sem þjást af
heilabilun og eru oft líkamlega vel á
sig komnir. Það veldur gjarnan mik-
illi streitu fyrir þessa einstaklinga
að fá inn á heimili sitt stöðugt nýtt
starfsfólk, ekki síður veldur það
streitu fyrir aðstandendur.
Landssamband eldri borgara er
að berjast fyrir því um þessar mund-
ir að fólk fái að ráða til sín einhvern
einn aðila til þess að aðstoða við dag-
legt líf og það er rétt stefna. Einnig
er veruleg þörf á að koma á fót heim-
ili fyrir skammtímavistanir fólks
með heilabilun á fyrri stigum. Það er
tiltölulega ódýrt úr-
ræði og myndi hjálpa
fjölskyldum þúsunda
fólks sem þjást af þess-
um erfiða sjúkdómi.Að
auki eigum við að
hverfa frá þeirri stefnu
að byggja stór hjúkr-
unarheimili, heldur
leggja áherslu á minni
og heimilislegri ein-
ingar eins og hinar
Norðurlandaþjóðirnar
eru að gera.
Vistunarmats-
nefndin fyrir Reykjavíkursvæðið
hefur farið offari varðandi það að
neita fólki um vistunarmat og það
hefur einkum bitnað á fólki með
heilabilun og aðstandendum. Ástæð-
an er að fækka biðsjúklingum á
Landspítala en það er ljóst að
vandamálin hverfa ekki með svona
starfsaðferðum. Tölur Landlækn-
isembættisins segja allt sem segja
þarf og það er ljóst að víða er erfitt á
mörgum heimilum á Reykjavík-
ursvæðinu vegna þessa.
Vistunarmat og
fólk með heilabilun
Eftir Hönnu Láru
Steinsson
Hanna Lára
Steinsson
» Vinnulag vistunar-
matsnefndar
Reykjavíkursvæðisins
bitnar einkum á fólki
með heilabilun og að-
standendum.
Höfundur er félagsráðgjafi MA, MS og
framkvæmdastjóri Bjarmalundar, ráð-
gjafarstofu um Alzheimer og öldrun.
ÉG TRÚÐI varla eigin eyrum þegar
það boð var látið út ganga að leggja
ætti niður landshlutaútvarpið, og það
aðeins fáum vik-
um eftir að skipan
þess fyrir norðan
og austan var
breytt til að
tryggja framtíð
þess!
„Það er dýrt að
vera Íslendingur“
er haft eftir Hall-
dóri Kiljan þegar
blaðasnápur var
að reyna að
snupra hann, sósíalistann, fyrir að
eiga fokdýran og flottan amerískan
bíl. Eftir höfðatölureglunni er efa-
laust dýrt að halda úti svæðisstöðv-
unum, en þær skipta íbúa lands-
byggðarinnar mjög miklu máli. Við
vitum að niðurskurður á sér stað í að-
alstöðvum RUV. Það ber að harma,
en þar er líka af miklu að taka og
þjónusta við Reykjavíkursvæðið eða
almenna borgara breytist vænt-
anlega lítið. Á Austurlandi er þessu
öðruvísi farið.
Þegar ég flutti austur árið 1979
starfaði ég um nokkur ár sem kvik-
myndatökumaður og fréttaritari
sjónvarpsins, og hljóp til þegar eitt-
hvað var fréttnæmt. Fréttir mínar
voru oftast skornar niður við trog og
sjálfur fékk ég stundum skömm í
hattinn fyrir það að hafa ekki gert
viðburðum, sem heima fyrir þóttu
merkilegir, nógu góð skil! Launin
voru sáralítil því greiðsla til mín fór
eftir sekúndufjölda fréttarinnar nið-
urskorinnar. Segja má að um hálf-
gerða þegnskylduvinnu hafi verið að
ræða. Mér fannst mikilvægt að minna
á mannlífið hér eystra, því þótt oft sé
sagt „Aldrei gleymist Austurland“
fannst mér það oft nánast öfugmæli.
Ekki hygg ég að margir Austfirð-
ingar fylli þann flokk sem átti hlut að
hruninu og því þeim mun sárara að sú
viðreisn á fjölmiðlasviðinu, sem ég
hef upplifað síðastliðin 30 ár verði að
engu gerð. Öflug fjölmiðlun af lands-
byggðinni er einn þeirra þátta, sem
stuðla gegn byggðaflótta og efla stöð-
ugleika í byggð landsins. Áhrif fjöl-
miðla til góðs eða ills eru gríðarleg,
ekki síst á unga fólkið. Það er mín
skoðun, að sóknin í fjölmenni, úr hin-
um dreifðu byggðum, þangað sem
fjölmennið er mest, sé mögnuð á öld-
um ljósvakans. Þar sem ekkert er um
að vera er ekkert gaman! Þetta er
ekki aðeins bundið við okkar land
heldur þróun á heimsvísu, sem víða
um lönd er reynt að hamla gegn.
Öflugt sjónvarp og útvarp frá
landshlutunum er veigamikill þáttur í
að efla byggð. Því verður ekki trúað
að stöðvar RUV á landsbyggðinni
verði skornar niður við trog.
VILHJÁLMUR EINARSSON,
fyrrv. skólameistari ME.
Útvarp allra landsmanna
Frá Vilhjálmi Einarssyni
Vilhjálmur
Einarsson
ÁTAKSVERKEFNIÐ Lífshlaupið á
vegum Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands hófst 3. febrúar í þriðja sinn.
Verkefnið felst í
því að hvetja
landsmenn til
þess að hreyfa sig
sér til ánægju og
heilsubótar. Sam-
starfsaðilar verk-
efnisins eru
mennta- og menn-
ingarmálaráðu-
neytið, heilbrigð-
isráðuneytið,
Lýðheilsustöð, Rás 2, Skýrr og
Ávaxtabíllinn. Nánari upplýsingar
um verkefnið er að finna á www.lifs-
hlaupid.is.
Mikilvægi hreyfingar
Rannsóknir staðfesta mikilvægi
hreyfingar fyrir heilsu manna og því
er brýn þörf á að hvetja fólk til hreyf-
ingar. Allir þurfa að hreyfa sig, börn
þurfa að ná 60 mínútum á dag og full-
orðnir að minnsta kosti 30 mínútum á
dag. Vinnuveitendur, leggist á árarn-
ar með okkur hjá ÍSÍ og hvetjið
starfsmenn ykkar til hreyfingar.
Jafnframt eru sveitarstjórnir og rík-
isvaldið minnt á að hafa nauðsyn
hreyfingar í huga þegar kemur að
ákvörðunum um m.a. skólastarf,
skipulag og framkvæmdir.
Þeir sem eru duglegir að hreyfa sig
bæta heilsuna og auka sjálfsöryggið.
Bætt heilsa lækkar kostnað við heil-
brigðiskerfið, fækkar veikindadögum
og eykur því þjóðarhag.
Gleðin í fyrirrúmi
Hver man ekki eftir ánægjunni í
æsku yfir því að komast út til leikja?
Eftirvæntingin og gleðin vegna leikj-
anna, útiverunnar og samverunnar
með öðrum var alltaf mikil. Það er
von okkar sem stöndum að Lífshlaup-
inu að sem flestir nái að öðlast aftur
eftirvæntinguna og gleðina af að fara
út til þess að hreyfa sig. Það er mik-
ilvægt fyrir þá sem hafa haft hægt
um sig og ætla að fara að hreyfa sig
aftur að velja sér eitthvað sem þeim
finnst skemmtilegt að gera. Þá eru
mun meiri líkur á að áframhald verði
á hreyfingunni.
Landsmenn eru hvattir til þess að
sameinast í baráttu sinni við sófann.
Drífum okkur út og hreyfum okkur.
Ferska loftið bíður.
HAFSTEINN PÁLSSON,
formaður almenningsíþróttasviðs
ÍSÍ.
Lífshlaupið 2010
Frá Hafsteini Pálssyni
Hafsteinn Pálsson
Netgreinar
Vandinn fjórir milljarðar
en ekki sjö | Kristín Fjóla
Bergþórsdóttir og Sigurður
Magnússon
Meira: mbl.is/greinar
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16 mánudaginn 15. febrúar.
Best er að panta sem fyrst til að
tryggja sér góðan stað í blaðinu!
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út
stórglæsilegt sérblað, LIFUN,
sem fjallar um tísku og
förðun, föstudaginn
19.febrúar.
Í blaðinu verður fjallað um
tískuna vorið 2010
í förðun, snyrtingu og fatnaði,
fylgihluti auk umhirðu
húðarinnar, dekur og fleira.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
O
R
48
90
9
1/
10
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur
Förðun
Húðin, krem og meðferð
Snyrting
Kventíska
Herratíska
Fylgihlutir
Skartgripir
Árshátíðatískan
Vortískan
Og fullt af
öðru spennandi efni
Ert þú í tísku?
FYRIR 15. FEBRÚAR