Morgunblaðið - 05.02.2010, Page 26

Morgunblaðið - 05.02.2010, Page 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 ✝ Birgir Elís Birg-isson fæddist í Reykjavík 7. júní 1981. Hann lést 29. janúar 2010. Foreldrar hans eru Birgir Guðmundsson atvinnurekandi f. 25. nóvember 1961 og Guðrún Elísdóttir sjúkraliði f. 12. júlí 1962. Foreldrar Birgis eru Guðmundur J. Óskarsson f. 6. ágúst 1936 og Sjöfn Kjart- ansdóttir f. 8. sept- ember 1938. Foreldrar Guðrúnar eru Elís Adolphsson f. 26. mars 1938, d. 17. janúar 2006 og Birna Júlíusdóttir f. 27. apríl 1937. Systk- ini Birgis eru 1) Andri Steinn Birg- isson f. 23. desember 1983, unnusta hans er María Ólafsdóttir f. 31. mars 1986. Dóttir Andra Steins er Emilía f. 30. ágúst 2007. 2) Birna Kolbrún Birgisdóttir f. 1. júlí 1993. Birgir Elís ólst upp í Grafarvogi frá 5 ára aldri og stundaði nám við Foldaskóla. Hann var mikið náttúrubarn og fann sig hvergi bet- ur en með veiðistöng- ina sína við eitthvert fallegt vatn. Birgir hafði einnig mikinn áhuga á mótorhjólum og bílum. Eftir grunnskóla vann hann hjá föður sínum í nokkur ár við útkeyrslu og afgreiðslustörf við góð- an orðstír. Útför Birgis Elís fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, föstudaginn 5. febrúar, og hefst athöfnin kl. 13. Það eru þung spor og erfið sem við fjölskylda þín stígum í dag, elsku Biggi okkar. Að fylgja þér til grafar er svo óbærilegt sárt. Svo margar fallegar minningar um yndislegan son koma í þreyttan hugann. Þú sem hafðir allt það fallegasta til að bera í mannkostum einnar manneskju ert farinn frá okkur. Alltaf svo góður, vinalegur og elskulegur við alla, bæði menn og dýr. Kurteis fram úr hófi, tillitssamur, hjálpsamur, brot- hættur og sérlega viðkvæmur. Skarpgáfaður með stálminni eins og uppflettirit hvort sem var um at- burði eða þjóðmál. Þrátt fyrir mikil veikindi allt þitt líf hafðir þú einhvern yfirnáttúru- legan styrk sem enginn skildi. Að berjast við banvænan sjúkdóm í æsku með öllum þeim þjáningum sem honum fylgdu og á unglings- árum við ógeðfelldan og oftast óvinnandi sjúkdóm sem að lokum yf- irbugaði þig. Það væri efni í heila bók að rifja upp tímann og atburði sem við áttum saman í þessari veg- ferð, yndið okkar. En heilt yfir litið erum við stolt af öllum þínum góðu mannkostum. Það var svo gott að við gátum tjáð hvort öðru væntum- þykju og kærleika í síðasta samtal- inu í síma fjórum dögum fyrir fráfall þitt. Andri og Birna, systkini þín, sem þú varst svo ótrúlega stoltur af, eiga nú um sárt að binda. Við eigum eftir að sakna alls þess góða og fal- lega í fari þínu, elsku ljúfurinn okk- ar. En við vissum líka hvað þú varst orðinn ofurþreyttur á barningi síð- ustu ára og unnum þér þeirrar hvíldar sem þú nú hefur fengið. Ég veit að afi þinn og englarnir taka vel á móti þér, þú varst bara þannig. Takk fyrir samfylgdina, elskulegur sonur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín, mamma og pabbi. Elsku Biggi minn. Þú fæddist á hvítasunnudag árið 1981. Þú varst skírður Birgir Elís eftir föður þínum og afa. Þú greindist með alvarlegan sjaldgæfan sjúkdóm, níu mánaða gamall og varst í erfiðri lyfjameð- ferð í fjögur ár sem gaf von einn daginn en hrundi þann næsta. Með- ferðin skilaði ekki árangri og var því hætt. Foreldrar þínir fóru með þig til sólarlanda til að njóta tímans sem þú áttir eftir. Ferðin var góð en þú varst kominn með enn eitt æxlið. Þú fórst nú í geislameðferð, braggaðist og náðir þér á strik. Þú varst að sigrast á sjúkdómnum. Varst þó oft veikur á unglingsárunum, alltaf með fötu við rúmið. Síðar tók við annar vonskusjúk- dómur sem tók völdin. Þú varðst fórnarlamb. Þú áttir bestu foreldra í heimi, og tvö systkini, Andra Stein og Birnu Kolbrúnu. Það er átakanlegt að horfa upp á fjölskylduna kveðja son og bróður. Þú ert nú laus úr viðjum veikinda. Hvíldu í friði, vinurinn. Elsku Guðrún mín, Biggi, Andri Steinn, Birna Kolbrún og litla Em- ilía. Það kemur nýr dagur, lifið held- ur áfram. Amma Birna. Þegar ég sest niður til að minnast Birgis Elís hrannast upp hlýjar og ljúfar minningar löngu liðinna daga. Hann Birgir minn var glæsilegur maður, hávaxinn, svipsterkur með dökkt yfirbragð og drengur góður. Við eyddum mörgum góðum stund- um saman í Bjarmalandinu og su- mabústaðnum. Hann var alltaf svo rólegur og yndislegur drengur og sjálfum sér nógur. Þessi blíði og fallegi drengur þjáðist bróðurpartinn úr sínu lífi. Hann fæddist veikur en sigraðist á þeim vágesti. Síðar tók annar sjúk- dómur við sem varð honum yfir- sterkari. Nú er hann hjá Guði og þar fær hann loksins hvíld og frið. Elsku Birgir minn, guð geymi þig Þín amma, Sjöfn. Elsku Biggi minn, ég þakka þér fyrir okkar einkasamtal á Borgar- spítalanum fyrir stuttu. Þar kvödd- umst við hönd í hönd. Við kysstumst og tárin runnu niður kinnarnar á okkur báðum. Ég sagði við þig „Sjáumst bráðum“ og þá svaraðir þú „Nei, afi, ekki nærri strax“. Guð veri með þér. Kveðja, Afi Gúbbi. Elsku Biggi minn, ég veit af allri sálu minni hvað þér þótti afskaplega vænt um okkur fjölskylduna þína, og okkur þótti það líka um þig, hvað við áttum margar skemmtilegar stundir þegar ég var lítil og þú kenndir mér að teikna og spila á gít- ar, fórst með mér í fótbolta og varst svo góður við mig. Það var ekki til neitt vont í þér, en svo veiktistu og ég sá þig sjaldnar, talaði næstum aldrei við þig og vissi ekkert hvar þú varst. Lífið þitt varð erfitt og sárs- aukafullt og enginn okkar gat rétt svo ímyndað sér hvernig þér liði, við gerðum allt sem við gátum fyrir þig og sérstaklega þá mamma og pabbi. Nú á ég aldrei eftir að sjá þig oftar og það er alveg hrikalega erfitt að sætta sig við það, elsku bróðir minn, núna ertu kominn á betri stað og ég veit að þér líður miklu betur núna heldur en þér hefur nokkur tímann liðið og ég er glöð fyrir það þótt sorgin sé svo erfið og tárin geta ein- faldlega ekki hætt að falla. Ég elska þig og mér á alltaf eftir að þykja svo vænt um þig. Ég veit að englarnir munu taka mjög vel á móti þér. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Birgir Elís. Þín systir, Birna Kolbrún. Elsku bróðir. Það var mjög erfitt þegar pabbi hringdi í mig á föstudagskvöldið og sagði mér að þú værir farinn frá okkur. Það er ótrúlegt hvað þú hef- ur náð langt þrátt fyrir öll erfiðu veikindin frá fæðingu en það sem var leiðinlegast var að við fórum hvort í sína áttina mjög snemma á unglingsaldri. Það er mjög erfitt að sætta sig við þetta en ég veit að þú ert kominn á betri stað núna og líð- ur vel og getur hvílst í friði. Ég var hjá mömmu og pabba í kvöld og þau voru með mynd af þér sem Emilía fékk. Það var ótrúlega skrýtið að sjá hvað hún passaði myndina vel, því að vanalega krumpar hún þær og hendir þeim frá sér. Þegar hún hélt á myndinni og horfði á þig þá fór hún að syngja lag sem átti mjög vel um þig, þar sem fiskar koma fyrir í einni laglín- unni og þú sem hafðir svo gaman af því að veiða. Hún söng þá línu aftur og aftur, eins og hún væri að tileinka þér lagið. Núna ertu kominn á hvíld- arstað og afi á eftir að taka vel á móti þér og hugsa vel um þig. Mér þykir ótrúlega vænt um þig og ég hlakka til að vera með þér á ný þeg- ar að því kemur. Þinn bróðir, Andri Steinn. Um kinnarnar renna tárin, til marks um öll árin. Hjartað heldur um sárin, en rauðleit augun fela hárin. (Afródíta/1988.) Þinn bróðir, Andri Steinn. Elsku Biggi minn, þegar ég hugsa til þín þá birtast mér ótal margar góðar minningar frá þeim tíma sem við vorum sem mest saman. Á þeim tíma vorum við nánast óaðskiljanleg á reiðhjólinu hennar mömmu þinn- ar. Þú sóttir mig oft og skutlaðir mér heim eins og við værum á krossaranum þínum. Þú passaðir alltaf vel upp á mig og sagðir að ef einhver kæmi nokk- urn tímann illa fram við mig eða gerði mér eitthvað illt þá væri þér að mæta, Þessi orð þín eru mér afar kær. Allir sem þig þekkja vita hversu góður strákur þú varst, þú vildir alltaf gera öllum til geðs og gast ekki sagt nei við neinn og fyrir það áttu góða vini sem munu minnast þín og sakna um alla tíð. Eftir að leiðir okkar skildust rák- umst við nokkrum sinnum á hvort annað og alltaf fannst mér jafn gott að sjá þig og tala við þig. Seinast þegar ég sá þig þá brotnuðum við bæði niður og töluðum lengi um gömlu góðu tímana. Kæri vinur, þín verður sárt sakn- að og munu minningar okkar lifa með mér það sem eftir er, ég gleymi þér aldrei og tímunum okkar saman. Gott er þó að hugsa til þess að þú ert kominn í hvíld eftir erfiða bar- áttu. Elsku Biggi, Guðrún, Andri og Birna, megi Guð vera með ykkur og veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum Kveðja, Ólöf Lára Ágústsdóttir. Elsku Biggi minn, hvað get ég sagt, það er samt svo margt, en mér er orða vant. Þegar við kynntumst í æsku smullum við saman, þú hefur verið minn besti vinur alla tíð. Allir þessir veiðitúrar sem höfum farið í saman. Mömmur okkar keyrðu okkur upp að Elliðavatni eða upp að þeim veiðivötnum sem okkur langaði að veiða í á morgnana og náðu í okkur á kvöldin. Ungir vorum við búnir að fara að veiða í Laxá í Kjós og Rangá og þar sem von var á lax fórum við með pabba þínum sem var duglegur að fara með okkur. Betri félaga var ekki hægt að hugsa sér. Við vorum ekki gamlir þegar við fengum áhuga á mótorhjólum og ég fékk mitt aðeins á undan þér og vor- um við mikið saman á því fyrst. Ekki löngu seinna fór ég með pabba þínum að ná í þitt fyrsta hjól, það fannst þér ekki leiðinlegt. Margar góðar stundir áttum við saman við að skrúfa sundur og saman í bíl- skúrnum heima og fengum oft skammir fyrir að halda skúrnum uppteknum og að ganga ekki frá, en við vorum búnir að setja í gang og farnir. Það er svo margt, elsku Biggi minn, sem við höfum gert saman að það er hægt að skrifa endalaust um það. Allir sem þekktu Birgi vita hversu góður drengur hann var, hann var hlýr og góður vinur vina sinna, hann var alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla, alveg sama hvað það var. Nú kveðjum við góðan dreng sem fall- inn er frá, en minning hans lifir í hjörtum okkar allra. Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: „Dvel mér hjá“. Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Þýð. Á. Kr. Þorsteinsson.),# Elsku Birgir, Guðrún Andri og Birna. Ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Svanur Örn Þrastarson. Elsku Biggi minn, nú ertu farinn. Þú varst einn af mínum bestu vinum og ég er gífurlega þakklátur fyrir okkar skemmtilegu samverustundir þegar við vorum ungir og saklausir strákar í Grafarvoginum. Þú varst aðdáunarvert lítillátur og góður strákur. Þú gafst mikið frá þér til allra þinna bestu vina. Ég gæti skrifað 100 blaðsíður um allt það skemmtilega sem við gerðum sam- an, sem var svo ótrúlega mikið. Ég trúi því ekki að þú sért farinn. Ég sakna þín sárt og mun hugsa til þín. Ég er viss um að himnafaðirinn geymir þig og hugsar um þig. Þinn vinur, Helgi. Elsku yndislegi Biggi minn. Ég man þegar ég sá þig fyrst. Þú sast þarna í sófanum og varst að tala við eitthvert fólk. Ég horfði beint í aug- un á þér og var greinilega ekkert feimin við það. Ég settist hjá ykkur og fylgdist með þér. Eftir þetta hékk ég mikið með þér og varð auð- skiljanlega mjög hrifin af þér. Það var allt svo yndislegt við þig og þú vildir allt fyrir alla gera og varst svo góður við alla. Ég man þegar mamma fékk að tala við þennan nýja kærasta minn í símann og henni byrjaði strax að þykja vænt um þig. Hún vildi strax hitta þig og taka ut- an um þig. Maður spyr stundum af hverju bestu sálirnar séu teknar. Þú ert ein besta sál sem ég hef nokkurn tím- ann kynnst. Ég hef hugsað um þig á hverjum einasta degi frá því að ég kynntist þér. Þú áttir hjartað mitt svo lengi, elsku besti Biggi minn. Ég hef saknað þín endalaust og mun sakna þín endalaust. Guð geymi þig fyrir okkur. Hvíldu í friði, elsku gull- ið mitt. Ég votta fjölskyldu þinni alla mína samúð og Guð veri með ykkur á þessari erfiðu stundu. Mér þykir endalaust vænt um ykkur. Þín, Særún. Elsku Biggi minn, mikið vildi ég að ég væri ekki að skrifa kveðju til þín hér og nú, það er allt of snemmt, þú hefðir orðið 29 ára nú í sumar, sem er enginn aldur. En þú þurftir að þola mikið á stuttri ævi. Ég man svo vel þegar þú komst til okkar fyrst heim með Svani, svo prúður og fallegur drengur, svo frétti ég að þú hefðir fengið krabbamein í tvígang og komist yfir það sem var krafta- verk. Ég á svo margar minningar um öll árin sem þú varst heimagang- ur hjá mér og Þresti og það mynd- uðust strax sterk vinabönd milli þín og Svans okkar. Þið voruð alltaf að veiða við Gullinbrú og ég var að kafna í laxi frá ykkur. Á endanum gat ég ekki tekið við meiru, þá fékk pabbi minn laxinn frá ykkur. Þó ég væri orðin södd á veiðunum ykkar þá fór ég með ykkur austur í Rangá og gaf ykkur þar dag. Það var yndislegur dagur og þótt þið veidduð ekki neitt voruð þið svo glaðir. Ég ráfaði fram og aftur eftir bakkanum og fylgdist með ykkur og það var unun að horfa á ykkur, þetta fannst ykkur alveg rosalega gaman þótt enginn hafi náðst í þetta sinn. Ég man þegar þú fékkst fyrsta bílinn þinn, þá komst þú og bauðst mér í bíltúr um hverfið, þú varst svo glaður og stoltur og ætlaðir að passa hann vel og lofaðir mér að fara var- lega í umferðinni. Elsku Biggi minn, ég get sagt svo margt, þau eru svo mörg gullkornin sem við eigum í minningunni sem ylja okkur um hjartarætur. Guð geymi þig, elsku vinur. Enginn lái öðrum frekt, einn þó nái falla. Hver einn gái að sinni sekt, syndin þjáir alla. (Skáld-Rósa.) Guðrún, Birgir, Andri og Birna. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar. Guð gefi ykkur styrk. Kveðja, Karen og Þröstur. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svefnsins draumar koma fljótt. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Ég votta fjölskyldu og vinum samúð mína. Sigríður Steinunn Þrastardóttir. Ég kynntist Bigga fyrir 8 árum síðan. Ég man hvað mér þótti þeir bræðurnir vera ólíkir þótt aðeins væru rúm 2 ár voru á milli þeirra. En þegar á leið þá sá ég að þeir áttu marga líka eiginleika. Biggi var svo góður og ljúfur strákur og þótti mjög vænt um fjölskylduna sína. Mér þótti svo vænt um það þegar hann kom upp á fæðingardeild þeg- ar Emilía litla frænka hans fæddist til að fá að sjá hana og hafði hann alltaf gaman af að því að fylgjast með henni þegar þau hittust. Hann var besti strákur sem tók of margar rangar ákvarðanir sem leiddu hann á þann stað sem hann er á núna. Ég veit að Elís afi hans er með honum og það veitir mér huggun. Hann er á góðum stað núna hjá Guði sem vakir yfir honum og honum líður vel í hvíldinni. Við eigum margar góðar minningar með honum sem við mun- um geyma vel í hjarta okkar og ég mun sjá til þess að Emilía muni allt- af vita um Bigga stóra frænda sinn sem þótti svo vænt um hana. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Birgir Elís Birgisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.