Morgunblaðið - 05.02.2010, Page 30

Morgunblaðið - 05.02.2010, Page 30
30 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GETTU HVAÐ! HVAÐ? ÉG ER MEÐSVOLÍTIÐ ÓVÆNT HANDA LÍSU SVOLÍTIÐ SEM ÞÚ ÁTT ALDREI EFTIR AÐ FINNA FYRST SVO ER (ROP) ÞÁ ER ÉG MEÐ SVOLÍTIÐ ÓVÆNT HANDA ÞÉR HVAÐ? ÉG FÉKK BÓKMEÐ ÞEKKTUM TILVITNUNUM ÚFF HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ „ÞEKKTUM“ TILVITNUNUM? EF ÞÆR ERU SVONA ÞEKKTAR, AF HVERJU HEF ÉG ALDREI HEYRT ÞESSA TILVITNUN ÁÐUR? EF HÚN VÆRI ÞEKKT ÞÁ HEFÐI ÉG HEYRT HANA ÁÐUR, EKKI SATT? HVERNIG GETA ÞEIR SAGT AÐ HÚN SÉ ÞEKKT?!? „ÉG VEIT BARA EITT OG ÞAÐ ER AÐ ÉG VEIT EKKI NEITT“ ÞÚ ERT AFTUR SEINN Í KVÖLDMATINN! HVAÐA AFSÖKUN HEFUR ÞÚ Í ÞETTA SKIPTIÐ? HELDUR ÞÚ AÐ VIÐ GETUM KÆRT ÞAU FYRIR HÖFUNDA- RÉTTARBROT? ÞETTA ER FRÁBÆRT! ÉG ER AÐ HJÓLA Í VINNUNA! ÚFF! ÉG ER EKKI Í JAFN GÓÐU FORMI OG ÉG HÉLT EN MÉR Á SAMT EFTIR AÐ TAKAST ÞETTA BLESS BLESS! SJÁUMST Í KVÖLD! EN ÉG Á AUÐVITAÐ FREKAR LANGT EFTIR... KOMINN TÍMI TIL AÐ LÁTA TIL SKARA SKRÍÐA! HVERNIG ÆTLAR ÞÚ AÐ NÁ FLJÚGANDI MANNI? GÓÐ SPURNING. ÉG ÞARF AÐ GETA SVEIFLAÐ MÉR TIL HANS... OG ÞARNA KEMUR LAUSNIN Holtamannabók III EKKI náðist að ljúka við og gefa út fyrir síðustu jól Holta- mannabók III sem er ábúendatal yfir allar fjölskyldur sem hafa búið í Djúpárhreppi (Þykkvabæ). Ágætar líkur eru á því að bókin komi út á vor- dögum 2010. Margar myndir verða í bók- inni. Vel hefur gengið að safna myndum – en nokkrar myndir vantar þrátt fyrir það. Í haust sem leið var auglýst eftir myndum í bókina og enn er leitað til lesenda Morgunblaðs- ins. Ekki hefur tekist að finna mynd af Gísla Bjarnasyni bónda í Vesturholtum. Gísli var fæddur 17. júní 1863 og lést 6. ágúst 1936. Hann og Jónína Margrét Ólafsdóttir (1873–1943) kona hans bjuggu lengi í Vest- urholtum. Gísli var natinn við skepnur og ígildi dýralæknis meðal sveitunga sinna í Þykkva- bænum á sinni tíð. Einn afkom- andi Gísla telur sig muna það rétt að frásögn og mynd af Gísla og læknisverkum hans hafi kom- ist á prent í ævisögu annars Sunnlendings. Þrátt fyrir leit hefur hún ekki fundist. Þeir sem eiga eða geta vísað á mynd og/eða þessa áðurnefnda frásögn af Gísla Bjarnasyni í Vesturholtum vinsamlega snúi sér til Eyglóar Yngvadóttur, Ön- nuparti, Þykkvabæ, s. 487-5617 / 861-5618. Þorgils Jónasson Ábending ÉG spyr mig nú eftir að Alþingi er búið að vera í fríi, þó ekki löngu: Hvað eruð þið þingmenn að gera með því að opna þing? Þið eruð búnir að vera með munninn upp á gátt í þá veru að það þurfi að slá skjaldborg um hin skuldugu heimili landsins sem bera skuldir útrásaraumingja. Manni hryllir við að hlusta á hvað þið er- uð allir utanveltu við ykkar tal um hjálp til þeirra sem eru að missa aleigu sína. Nú eruð þið óðamála um umhverfismál og friðlýsingar. Það er gott fyrir ríkið að eiga frið- lýstan landskika til þess að hafa þar athvarf fyrir alla þá sem verða heimilislausir á þessu ári og í náinni framtíð. Þið bendið því bara til heiða, svo eruð þið stikkfrí um framhald. Ég vil koma með ábendingu til ykkar allra sem sitja þingið. Breytið hugsanagangi ykk- ar, farið að vinna fyrir þetta heim- ilis- og eignalausa fólk eða bara komið ykkur af þingi og farið á skak á litlum trillum og látið fólk- ið um framhaldið. Kristjana Vagnsdóttir Ást er… … að hlaupa í heimahöfn. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Smíðastofa kl. 9, bingó ( 2. og 4. föstudag í mán.). Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, kerta- skreyting, handavinna, spilað í sal. Dalbraut 18-20 | Harmonikka og söngur klukkan 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, boccia kl. 10.45, listamaður mánaðarins. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntahópur kl. 13, umsjón Ólafur Sig- urgeirsson, dansleikur á sunnudag kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hotel v. Sig- tún laugardag kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30/13, málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, spænska kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opnar vinnustofur í Jónshúsi kl. 9.30, námskeið í almennri handavinnu og fé- lagsvist FEBG kl. 13, Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnaðar kl. 9, m.a. bókband, prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10.30, spilasalur op- inn frá hádegi, kóræfing kl. 14.30. Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Brids-aðstoð kl. 13 á föstud. í Setrinu Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12, www.febh.is. Hvassaleiti 56-58 | Leikfimi kl. 9 og 10 hjá Birgi, vinnustofa kl. 9, postulín, myndlist kl. 13, böðun fyrir hádegi, hár- snyrting. Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Þorrablót, húsið opnað kl. 17. Munið tónlist- arkvöldið nk. miðvikud. með Trausta Ólafssyni; kynning á Dieter Fischer- Dieskau. Næstkomandi föstudag kl. 14.30 flytur Soffíuhópur ljóðadagskrá til- einkaða skáldinu Þórarni Eldjárn; Gælur, fælur og þvælur. Íþróttafélagið Glóð | Boccia í Gjábakka kl. 13, uppl. í s. 554-2780, glod.is. Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðja, gler og tréskurður, á Korpúlfsstöðum kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús vist/brids aðra hvora viku kl. 13, bingó aðra hvora viku kl. 13.30. Hárgreiðslu- stofa opin s. 862-7097, fótaaðgerða- stofa opin s. 552-7522. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð, glerbræðsla og spænska kl. 9, enska kl. 10.45, sungið við flygilinn kl. 13,30, tölvukennsla kl. 14, dansað í að- alsal kl. 14.30. Laust á byrjendanámsk. í spænsku á þriðjudag kl. 10.45, kennari Elba Altuna, upplýsingar og skráning í s. 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir- mótun, handavinnustofan opin, morg- unstund, leikfimi og bingó kl. 13.30, fínir vinningar. Áfram er haldið með kveðskap um Esjuna. Jón Ingvar Jónsson orti vísu, sem hann nefnir „Við sundin blá“: Sumarkvöld við sundin blá seint úr minni líða er ég sveittur á þér lá Esjan barmafríða. Jón Arnljótsson var ekki lengi að kveikja á þessari hugsun: Það sem Esjan þola má, þó hún engu segi frá; Alveg stöðugt uppáfar, eins um dag og næturnar. Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal kunni enga vísu um Esjuna og fór því út að austurglugg- anum „að líta á okkar Esju sem köll- uð er Fjall. En það var svo mikið tungl að óvart byrjaði vísan svona: Kringum tungl er bjartur baugur brosir napurt þessi kall. En vísan átti nú að vera um Esj- una svo ég botnaði með henni. Esja er miklu hærri haugur en Húsavíkurfjall.“ Sigríður Hjálmarsdóttir frá Haugsnesi orti á sínum tíma: Esjan bláa undra hlý. Ævaforn í háttum. Hún er minning mína í meitluð sterkum dráttum. Loks Þórbergur Þórðarson: Esjan er engilfögur utan úr Reykjavík. Hún ljómar sem litfríð stúlka í ljósgrænni sumarflík. Vísnahorn pebl@mbl.is Af sumri og Esjunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.