Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 1
Norðlægur stuðningur er sjónhverfing Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „TAL um stuðning ESB við svokall- aðan norðlægan landbúnað er sjón- hverfing. Við teljum að ekkert sé þar á bak við,“ segir Haraldur Benedikts- son, formaður Bændasamtaka Ís- lands. Samtökin hafa unnið að athug- un á afleiðingum þess fyrir íslenskan landbúnað ef Ísland gengur í Evrópu- sambandið, meðal annars með fund- um með samningamönnum Finna. Haraldur segir að Finnar hafi feng- ið heimild til þess, með samningunum við ESB, að skilgreina hluta landbún- aðarins sem norðlægan og styrkja hann sérstaklega, þar til Evrópusam- bandið ákvæði annað. Stuðningurinn sé alfarið á kostnað finnskra skatt- greiðenda. „Samkvæmt öllum reglum ESB stenst það ekki að einhver hluti landsvæðis þess fái sérmeðferð, það eiga allir að vera jafnir.“ „Mér hefur sjaldan brugðið jafn mikið og þegar þetta kom fram,“ seg- ir Haraldur og vísar þá til funda með finnsku samningamönnunum og vinnu með íslenskum fræðimönnum á þessu sviði. „Maður verður sífellt meira undrandi á fullyrðingum um að hinu og þessu sé hægt að ná í samn- ingum. Staðreyndin er sú að við erum í aðildarferli, ekki samningum, og nokkuð ljóst að ESB lagar sig ekki að okkur,“ segir Haraldur. „Það er tímabært að menn fari að átta sig á staðreyndum málsins. Við getum ekki byggt aðildarviðræður á því sem við vonum eða væntum, held- ur ísköldum staðreyndum, og verðum umfram allt að segja fólki rétt frá,“ segir Haraldur. Formaður Bændasamtakanna segir það ekki standast að svæði fái sérmeðferð Í HNOTSKURN »Skýrsla um athugunBændasamtaka Íslands á afleiðingum aðildar að ESB verður lögð fyrir Búnaðarþing í lok febrúar. »Þingið mun væntanlegaendurskoða stefnu sína. Þ R I Ð J U D A G U R 9. F E B R Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 32. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF HEFUR EKKI MISST ÚR DAG Í LÍFSHLAUPINU «MENNINGBÆKUR Ævisagan varð að spennusögu 6 Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG VEIT að fólk flutti út á Álftanes – sérstak- lega fjölskyldufólk – vegna þess að það vissi af mjög góðum skóla og leikskólum og að þar væri öryggi að finna. En það sama fólk hefur verið svipt því öryggi,“ segir Hans Guðberg Alfreðs- son, prestur í Bessastaðasókn. Hann bætir þó við að sveitarfélagið sé gott og samkennd meðal íbúa. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra, ákvað í gær að fara að tillögu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og ir Garðbæinga finna fyrir kreppunni eftir hrunið en á Álftanesi komi kreppa ofan í kreppu og áhrif- in séu því þeim mun meiri. „Óvissuástandið er svo erfitt ástand. Að vita ekki hvernig málum verður háttað hjá sveitarfélaginu.“ Þrátt fyrir bagalegt ástand á Álftanesi segist Hans Guðberg þó ekki skynja uppgjöf meðal íbúa. „Innviðir samfélagsins eru sterkir og fólk virðist á engan hátt tilbúið að gefa þetta eftir.“ Hann bætir við að fólki hafi fjölgað í kirkjunni sem spyrji hvort það geti ekki lagt eitthvað af mörkum. Það ríki því mikil samkennd meðal Álft- nesinga á þessum erfiðu tímum. | 12 skipa þriggja manna fjárhaldsstjórn til að hafa forystu um endurskipulagningu fjármála Álfta- ness. Innviðir samfélagsins sterkir Þar sem sveitarfélagið er komið í greiðsluþrot og nú svipt fjárráðum hefur óvissa aukist mikið á Álftanesi, s.s. hvað verði um sveitarfélagið, hvort eignir þess verði seldar og það jafnvel sameinað öðru. Bessastaðasókn er önnur tveggja sókna í Garðaprestakalli en hin sóknin er Garðasókn og þjónar Hans Guðberg báðum sóknum. Hann seg- Íbúarnir sviptir öryggi sínu Prestur í Bessastaðasókn segir erfiðleika Álftaness hafa mikil áhrif á íbúa ÓLAFUR Ingi Stefánsson stekkur með tilþrifum yfir Ingvar Hauk Jóhanns- son. Þeir félagarnir eru báðir í Brettafélagi Reykjavíkur en nýttu sér blítt febrúarveðrið til æfinga í Kópavogi. Í dag verður léttskýjað eða bjartviðri á norðanverðu landinu, en annars skýjað að mestu með köflum. Frost verður 0 til 9 stig á Norður- og Austurlandi, en allt að sex stiga hiti annars staðar. BRATTIR Á BRETTUNUM Morgunblaðið/Golli FINNSK stjórnvöld heimiluðu ekki fundi fulltrúa úr finnska landbúnaðarráðuneytinu með fulltrúum Bænda- samtaka Íslands, nema fulltrúi íslenskra stjórnvalda væri viðstaddur. Það vildu Bændasamtökin ekki þar sem þau vinna sjálfstætt að sinni athugun á afleiðingum að- ildar Íslands að Evrópusambandinu. „Þeir hafa heitið íslenska utanríkisráðuneytinu fullum stuðningi við að gera okkur að aðildarþjóð og vildu þar af leiðandi ekki hitta hagsmunaaðila héðan nema fulltrúar stjórnvalda væru einnig við borðið,“ segir Har- aldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Fulltrúar Bændasamtakanna fóru eigi að síður til Finnlands til að afla upplýsinga um stöðu landbúnaðarins þar. Þeir hittu meðal annars embættismanninn sem samið hafði um landbúnaðarmálin fyrir Finna, á fundi hjá finnsku bændasamtökunum. Neituðu aðild stjórnvalda Haraldur Benediktsson  Stjórnendur heilbrigðisstofn- ana víða um land standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Skera þarf niður í starfseminni um tugi eða hundruð milljóna króna á hverjum stað, skerða þjón- ustu og segja upp fólki. Hlutfalls- lega kemur þessi niðurskurður harðar niður á landsbyggðinni en íbúum höfuðborgarsvæðisins. Fyr- irhuguðum niðurskurði hefur víða verið mótmælt, undirskriftasafn- anir eru í gangi og mótmælafundir fyrirhugaðir. »10 og 16 Niðurskurði í heilbrigð- iskerfinu víða mótmælt  UPPFÆRT verðmæti af- leiðusamninga vegna orkusölu- samninga fram í tímann skilar HS Orku sjö millj- arða viðsnúningi í fjármagnsjöfn- uði félagsins. Samningarnir sem um ræðir eru gerðir í dollurum og tengjast ál- verði. Gert er ráð fyrir 1,89% ál- verðshækkun á hverju ári út samn- ingstíma orkusölusamninganna, en forstjóri HS Orku segir þetta gert í samræmi við bókhaldsstaðla. »13 Endurmat á samningum skilar HS Orku milljörðum Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HAGAR eru á meðal þeirra fjárfest- ingarkosta sem Framtakssjóður Ís- lands, fjárfestingarsjóður 16 lífeyr- issjóða, mun vafalítið skoða, skv. upplýsingum Ágústs Einarssonar, formanns stjórnar Framtakssjóðsins. Starfsemi sjóðsins er komin á full- an skrið. Fjárfestingarstefnan á að liggja fyrir í þessum mánuði. Sjóðn- um hafa þegar borist tíu erindi og fjölmörg verkefni blasa við. Stofn- endur hans skuldbundu sig til að leggja honum til 30 milljarða til fjár- festinga í fyrirtækjum. Ágúst segir öruggt að búið verði að ganga frá einhverjum fjárfestingum fyrir vorið. Er miðað við að eignar- hlutir sjóðsins í fyrirtækjum geti ver- ið á bilinu 20% til 60%. „Við ætlum ekki að vera einhver viðbótarfjár- festir heldur ætlum að hafa áhrif til góðs fyrir fyrirtæki og við útilokum ekki að við kaupum meirihluta eða verðum það ráðandi aðili að okkar rödd skipti máli en við munum leita samstarfs við aðra,“ segir Ágúst.  Allt komið á fleygiferð | 6 Hagar vafalítið skoðaðir Framtakssjóður kannar ýmsa fjárfestingarkosti

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: