Morgunblaðið - 09.02.2010, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.02.2010, Qupperneq 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010  LISTAMENNIRNIR Ragnar Kjartansson og Davíð Þór Jónsson taka sig vel út á mynd í tímaritinu V með galleritanum Lawrence Lu- hring sem tekin var í teiti til styrkt- ar Dignitas International, sam- tökum sem berjast gegn útbreiðslu alnæmis í heiminum. Í veisluna mættu margir frægir, m.a. leik- konan Chloe Sevigny og SI New- house, forstjóri Condé Nast- útgáfunnar sem gefur m.a. út tíma- rit á borð við Vogue, Vanity Fair og Portfolio. Raggi, Davíð og Chloe í góðgerðarveislu Fólk KVIKMYNDIN Boðberi verður frumsýnd í vor en maðurinn á bak við þessa dularfullu mynd, leik- stjórinn Hjálmar Einarsson, lærði handritagerð og leikstjórn í Prag. Boðberi er fyrsta mynd hans í fullri lengd og segir af ungum manni sem leik- inn er af Darra Ingólfssyni, sem kemst að ráða- bruggi valdamikilla manna og sértrúarhópa sem valdið gætu fjölda manns skaða og jafnframt samfélagshruni. Valdamiklum og háttsettum mönnum eru sýnd banatilræði og skelfing grípur um sig í íslensku samfélagi. Eins og sjá má af stiklum koma englar og djöflar við sögu, spreng- ing við alþingishúsið o.fl. krassandi. „Maður fylgdist náttúrlega með Íslandi á netinu og þegar ég kom heim var ég svolítið eins og útlendingur í eigin landi, þegar mesta góðæris-geðveikin var,“ segir Hjálmar. Pressan hafi verið mikil að dansa með. Hann hafi þá farið að velta fyrir sér sögu frá sjónarhóli þess sem ekki tók þátt í góðærinu. Boðberi er pólitískur hasartryllir og inn í bland- ast yfirskilvitleg fyrirbæri, trúarofstæki, öfga- hópar og brenglað raunveruleikaskyn. „Hvað gerist þegar hættulegir einstaklingar eða hópar ná saman?“ spyr Hjálmar. „Ég hef stundum sagt að þetta sé svolítið svona Donnie Darko meets Taxi Driver,“ segir Hjálmar. Myndin sé ólík öðr- um sem sést hafi á Íslandi, mjög fast skotið á ís- lenskt samfélag og í allar áttir. helgisnaer@mbl.is „Mjög fast skotið í allar áttir“ Boðberi Kynningarmynd sem sýnir Alþingis-húsið verulega laskað eftir sprengingu. Heimasíða myndarinnar er bodberi.com en hún er einnig með síðu á Facebook. Þá má finna tvö myndskeið um Boðbera á mbl.is.  TÓNLISTARMENNIRNIR Hörður Torfason og Franz Gunn- arsson eru ekki sammála um þá fullyrðingu Emilíönu Torrini, sem finna má í viðtali við hana á vefnum Miðjan, að það sé „nýtt að Íslend- ingar sæki tónleika og hlusti á laga- smíðar tónlistarmannanna sjálfra“. Hörður segir þetta rangt, Emilíana þurfi að kynna sér málin betur. „Þannig er oft að yngra fólkið gleymir að horfa aftur fyrir sig og kynna sér það sem á undan er gengið,“ segir Hörður, hann hafi haldið tónleika í 40 ár og flutt þar eigin tónlist og texta. „Smám sam- an fór að bera á öðru tónlistarfólki sem tók upp á því sama,“ bætir hann við. Franz segir þetta hins vegar alveg rétt hjá Emilíönu. „Af hennar reynslu og annara hafa yngri tónlistarmenn og þá sér- staklega hljómsveitir ávallt þurft að spila ábreiður fyrir fulla Íslend- inga á böllum eða því um líkt, læða sínum lögum inn á milli,“ segir Franz m.a. Hörður svarar og segir Emilíönu aðeins hafa rétt fyrir sér miði hún við tímann frá landnámi Íslands. „Flestallir tónlistarmenn byrja með því að flytja þekkt verk annarra og lauma sínum inn á milli. Það er ákaflega eðlilegt þegar mað- ur er að vinna sér nafn og fá athygli á verk sín. Áframhaldið ræðst svo af því hvort viðkomandi hafi það mikið að segja að fólk biðji tónlist- armanninn að sleppa efni eftir aðra,“ segir Hörður. Hörður og Franz rök- ræða um svar Emilíönu TÓNLISTARKONAN Elíza Newm- an heldur útgáfutónleika í kvöld vegna plötunnar Pie in the Sky sem kom úr fyrir jól. „Já, loksins er ég með útgáfu- tónleika,“ segir Elíza. „Það verða tvær upphitunarhljómsveitir, Pas- cal Pinon og Andvari sem Myrra Rós Trúbatrixa er í. Þær verða með stutta dagskrá og svo kem ég og spila alla plötuna með hljómsveit,“ segir Elíza um fyrirkomulag tón- leikanna. Hún syngur og spilar á fiðlu og ukulele og með henni eru Gísli Kristjánsson á trommur, Ken Rose á gítar, Alex Yeoman á bassa og Sy Davis á hljómborð. „Ég var að setja þessa hljómsveit saman núna fyrir tónleikana en vonandi eiga þeir eftir að spila meira með mér úti,“ segir Elíza sem mun spila heilmikið erlendis í vor. „Platan kemur út í Evrópu með vorinu og því mun fylgja einhver spila- mennska m.a. í London. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við plöt- unni og er að skoða tónleika víða.“ Elíza nemur nú kennslufræði tónlistar og á námið allan hennar tíma. „Ég ætlaði bara að vera í námi en svo gerði ég óvart plötu líka. Ég er að reyna að sinna þessu hvoru tveggja, þegar það verður minna að gera í náminu í vor hef meiri tíma fyrir plötuna.“ Tónleikarnir í kvöld fara fram á Café Rósenberg sem er í uppáhaldi hjá Elízu. „Mér finnst viðeigandi að halda tónleikana á Rósenberg, stað- urinn höfðar til mín og ég hef líka spilað nokkrum sinnum þarna upp á síðkastið með Trúbatixunum,“ segir Elíza. Hún skipuleggur nú ásamt hinum Trúbatrixunum út- gáfu annars geisladisks í sumar. Útgáfutónleikar Elízu hefjast kl. 21 í kvöld og kostar 1.500 kr. inn. ingveldur@mbl.is Fagnar úgáfu Elíza Newman spilar á ukulele á tónleikunum og mun mjög líklega leika lagið „Ukulele song for you“ sem er á plötunni. Útgáfutónleikar Elízu  Elíza Newman fagnar útkomu Pie in the Sky í kvöld á Café Rósenberg  Platan kemur út í Evrópu með vorinu Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SAUMAVÉLIN hennar Bryndísar Þorsteins- dóttur þagnar ekki um þessar mundir, eða síðan Bryndís fékk það einstaka tækifæri, ásamt sam- starfskonu sinni Rosu Winther Denison, að sýna hönnun þeirra á Tískuviku í Kaupmannahöfn sem hefst á morgun og stendur til fjórtánda febrúar. „Ég ákvað að breyta aðeins til þegar ég lauk BA-gráðu í arkitektúr frá Konunglega arki- tektaskólanum hér í Köben í sumar og fór í fatahönnun í lýðháskólanum Veru í þrjá mánuði. Ég hef alltaf verið að sauma en þar fékk ég enn meiri áhuga á fatahönnun og ég og Rosa, sem ég kynntist í skólanum, stofnuðum nýlega merkið RosaBryndis.“ Svo hefur Bryndís sög- una þegar blaðamaður biður hana að segja frá tildrögum þess að hún fékk boð um að sýna á tískuvikunni. „Þetta hefur gerst mjög hratt. Eftir jól förum við Rósa að hanna og sauma saman, vinur henn- ar er vinsæll plötusnúður, Chris Minus, og hún segir honum frá því sem við erum að gera. Þá vill svo til að hann er í sambandi við konu, sem heitir Tiffani og er frá San Francisco, sem er að skipuleggja atburð fyrir tískuvikuna 2010. Hún var að leita að ungum hönnuðum á uppleið og hann bendir á okkur og þá fóru hjólin að snúast. Margbreytilegur fatnaður Atburðurinn sem við sýnum á er þrískiptur; matur, tónlist og tíska. Það er þriggja rétta matseðill og tískusýning á milli rétta, fyrst átti að vera einn hönnuður á milli rétta en það breyttist í að við verðum með allar þrjár sýn- ingarnar. Það verða tveir aðrir hönnuðir að sýna þarna; Kiki Cao sýnir föt sín á gínum og Felix Odhiambo er með skartgripi,“ segir Bryn- dís. Hvernig föt hannið þið? „Þetta er stílhreinn margbreytilegur fatn- aður, það er ein flík sem hægt er að breyta á marga vegu. Við leggjum t.d. til þrjár leiðir með einni flík en svo getur eigandinn fundið sínar leiðir. Ég fæ fljótt leið á fötum og finnst því er mikill kostur að geta verið með flík sem hægt er að breyta.“ Hvaða þýðingu hefur þessi sýning fyrir ykk- ur? „Sýningin á pottþétt eftir að gera mikið fyrir okkur enda haldin fyrir unga hönnuði til að auð- velda þeim að koma sér á framfæri. Þessi at- burður er hluti af tískuvikunni og þá fær maður aðgang að tímaritum, tísku-„plöggurum“ og inn- kaupastjórum, við fáum tækifæri til að sýna okkur fyrir þessu mikilvæga fólki og sjónvarps- stöðin TV2 kemur og tekur viðtal við Tiffani.“ Bryndís og Rosa sitja nú sveittar við og sauma en þær vinna bara tvær í þessu og sýn- ingin er á laugardaginn. „Við ætlum að sýna 30-40 flíkur og 60-70 stíla þar sem við viljum sýna margvíslega möguleika með sumum flíkunum. Það hentar því vel að vera með þrískipta sýningu. Við þurfum síðan tólf fyrirsætur og erum að vinna í því að finna þær núna.“ Eruð þið að selja RosaBryndis einhvers stað- ar? „Nei, við höfum fengið fyrirspurnir en ætlum ekki að byrja að selja fyrr en við erum búnar að sýna og sjá hvernig viðbrögð við fáum.“ Hvað með arkitektanámið? „Það hefur hjálpað mér mikið í þessu og stórt séð mótað mig sem tískuhönnuð. Það er hugs- unarhátturinn, að hugsa út fyrir út fyrir kass- ann og að forma hluti,“ segir Bryndís að lokum. Sýnir á tískuviku í Köben Margbreytilegt og töff Hönnun Rosu og Bryndísar á án efa eftir að slá í gegn. www.rosabryndis.com Góðar saman Rosa og Bryndís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.