Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010
Hafnarfjörður Stærri verksmiðja.
● ACTAVIS hefur ákveðið að stækka
lyfjaverksmiðju sína í Hafnarfirði. Í kjöl-
farið verða til meira en 50 ný störf hjá
fyrirtækinu og framleiðslugetan á Ís-
landi eykst um 50%. Framkvæmdir
hefjast fljótlega og er áætlað að fram-
leiðsla í nýja hlutanum fari af stað um
næstu áramót. Afkastageta verksmiðj-
unnar eykst við stækkunina úr u.þ.b.
einum milljarði taflna á ári í um einn
og hálfan, eftir samsetningu fram-
leiðslunnar hverju sinni.
Actavis stækkar lyfja-
verksmiðju í Hafnarfirði
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
UPPFÆRT verðmæti afleiðusamn-
inga vegna orkusölusamninga fram í
tímann skilar HS Orku sjö milljarða
viðsnúningi í fjármagnsjöfnuði félags-
ins. Hagnaður félagsins á árinu 2009
nam samkvæmt ársreikningi 6,8 millj-
örðum króna, en hagnaður fyrir fjár-
magnsliði var um tveir milljarðar
króna.
Í skýringum með ársreikningi fé-
lagsins kemur fram núvirt verðmæti
orkusölusamnings við Landsvirkjun
til 2019 og tveggja sölusamninga við
Norðurál til áranna 2011 og 2026.
Samningarnir eru gerðir í dollurum
og tengjast álverði. Í þeim forsendum
sem eru gefnar fyrir uppfærðu verð-
mati samninganna er stuðst við spár
sérfræðinga og söguleg gögn um ál-
verð. Vænt, núvirt sjóðstreymi vegna
afleiðusamninganna sem um ræðir er
byggt á framvirku álverði á hrávöru-
markaðnum í Lundúnum. Gert er ráð
fyrir 1,89% álverðshækkun á hverju
ári út samningstíma orkusölusamn-
inganna, en sú vænta hækkun er
byggð á verðþróun álmarkaða síðast-
liðin fimm ár. Í lok árs 2008 skiluðu
þessir sömu samningar tapi upp á 2,7
milljarða króna. Endurnýjað mat á
framvirkum samningum bætir upp
mikinn fjármagnskostnað félagsins,
en fjármagnskostnaður félagsins á
árinu sem leið var 2,4 milljarðar
króna. Fjármagnstekjur námu hins
vegar tæpum 500 milljónum króna.
Samkvæmt bókhaldsstöðlum
Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku,
segir í samtali við Morgunblaðið að
ástæða þess að framvirku samning-
arnar séu færðir með þessum hætti
séu alþjóðlega viðurkenndir reikn-
ingsskilastaðlar. „Þetta er nú ekki frá
okkur komið, heldur er þetta skylda
samkvæmt IFRS bókhaldsstöðlum,“
segir hann.
Júlíus segir að HS Orka geri samn-
inga til langs tíma um að selja raf-
magn á verði sem tekur mið af heims-
markaðsverði á áli. „Álverðið færist
upp og niður með tímanum, og þessir
afleiðusamningar eru færðir til bókar
með tilliti til þess. Þetta er í raun og
veru núvirt framtíðarvirði raforkusöl-
unnar. Það má segja að við séum að
bóka hagnað 20 ár fram í tímann, en
þetta er það sem reikningsskilin gera
kröfu um,“ segir Júlíus. Staða samn-
inganna muni mögulega breytast aft-
ur í lok mars þegar fyrirtækið birtir
sitt næsta uppgjör.
Skuldirnar ekki vandamál
Júlíus segir að tekjur HS Orku í er-
lendri mynt muni duga fyrir greiðsl-
um af erlendum lánum og gott betur,
svo fremi sem álverð fari ekki niður úr
öllu valdi. HS Orka þarf að greiða til
baka alls tvo milljarða af skuldum í ár.
Júlíus segir að fyrirtækið geti vel
staðið undir gjalddögum ársins án
endurfjármögnunar, og muni ekki
þurfa að grípa til eignasölu: „Ekki
nema álverðið lækki mjög mikið, en þá
reikna ég nú með að fleiri en HS Orka
myndu lenda í vandræðum.“
Handbært fé HS Orku minnkaði úr
822 milljónum króna í upphafi árs í
151 milljón króna. Júlíus bendir á að
sú minnkun skýrist að miklu leyti af
endurgreiðslu skammtímalána, en
skammtímaskuldir fyrirtækisins
minnkuðu um tæpar 700 milljónir á
árinu 2009. „Jafnframt eigum við
mjög seljanleg skuldabréf fyrir sam-
tals 2,7 milljarða, en þær eignir eru
færðar undir langtímaeignir. Um er
að ræða tveggja milljarða skuldabréf
á HS Veitur auk skuldabréfs á
Reykjanesbæ,“ segir Júlíus í samtali
við Morgunblaðið.
Afleidd afkoma HS Orku
Morgunblaðið/Ómar
Orkusala Hagnaður HS Orku án fjármagnsliða var um tveir milljarðar á árinu. Fjármagnskostnaður var 2,4 millj-
arðar, en félagið tekjufærir núvirt framtíðarvirði orkusölusamninga fyrir 7 milljarða króna.
HS Orka færir sér til tekna gengishagnað framvirkra samninga um orkusölu
mörg ár fram í tímann Hagnaður fyrir fjármagnsliði ríflega tveir milljarðar
Í HNOTSKURN
»Forstjóri HS Orku segirfélagið bóka hagnað 20 ár
fram í tímann samkvæmt al-
þjóðlega viðurkenndum reikn-
ingsskilastöðlum.
»Erlendar tekjur fyrirtæk-isins eru sagðar munu
duga fyrir afborgunum er-
lendra lána, og gott betur.
»Þrátt fyrir að handbært fésé bókfært 151 milljón á
félagið seljanleg skuldabréf
fyrir 2,7 milljarða króna, sem
eru færð undir langtímaeignir
í ársreikningi.
HS Orka hagnaðist um 6,8 millj-
arða króna á síðasta ári sam-
kvæmt uppgjöri sem félagið
gerði opinbert í gær. Metið fram-
tíðarvirði orkusölu bætir afkomu
um sjö milljarða króna.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
STJÓRN Teymis mun ekki skjóta til
dómstóla ákvörðun Fjármálaeftir-
litsins um að sekta félagið um 7,5
milljónir króna.
FME telur Teymi hafa brotið lög
um verðbréfaviðskipti þegar félagið
gerði ekki opinberar verðmyndandi
upplýsingar í apríl á síðasta ári, er
vörðuðu niðurfærslu á verðmæti far-
símakerfis í eigu félagsins.
Síðan þetta gerðist hafa fyrrver-
andi kröfuhafar Teymis, með dótt-
urfélag Landsbankans, Vestia, í
broddi fylkingar, tekið við stjórn
þess.
„Ástæðan fyrir því að við ætlum
ekki að skjóta málinu til dómstóla er
sú að við höfum ekki áhuga á að
halda uppi vörnum fyrir vinnubrögð
fyrri eigenda félagsins. Þá teljum við
hagsmunum Teymis ekki þjónað
með því að standa í málaferlum, sem
gætu tekið á annað ár,“ segir Þórður
Ó. Þórðarson, stjórnarformaður
Teymis.
Aðstæður erfiðar
Hann segir að rekstur Teymis
standi undir skuldbindingum þess,
en þær séu vissulega miklar. „Mark-
mið okkar er að selja félagið sem
fyrst, hvort sem það verður í einu
lagi eða í hlutum. Aðstæður í efna-
hagslífinu núna eru hins vegar slíkar
að líklega fengjum við ekki sóma-
samlegt verð fyrir fyrirtækið. Ég
útiloka hins vegar alls ekki að fyr-
irtækið, eða hlutar þess, verði seld
fyrir áramót.“
Halda ekki uppi vörn-
um fyrir vinnubrögð
fyrri eigenda Teymis
Morgunblaðið/Golli
Símafyrirtæki Vodafone er eitt
dótturfélaga Teymis.
FME sektar Teymi um 7,5 milljónir
● MP banki flutti í gær í nýjar höf-
uðstöðvar í Ármúla 13a, ásamt því að
opna þar nýtt útibú. „Með tilkomu við-
skiptabankasviðs MP banka og opnun
útibús í Borgartúni 26 í maí 2009 hefur
umfang starfsemi MP banka aukist til
mikilla muna og viðskiptavinum fjölg-
að ört,“ segir í tilkynningu frá bank-
anum. Þá segir að með auknu umfangi
hafi starfsmönnum fjölgað um tæp
60% á einu ári, eða úr 51 í byrjun árs
2009 í 81 nú. Því hafi verið nauðsynlegt
að finna nýtt húsnæði.
MP banki fluttur
STUTTAR FRÉTTIR ...
GREINT var frá
umræðum kröfu-
hafa Byrs og ís-
lenska ríkisins
um fjármögnun
endurskipulagn-
ingar bankans í
Morgunblaðinu
6. febrúar síðast-
liðinn. Í þeim til-
lögum sem ríkið
hefur fært kröfu-
höfum og kröfuhafar rætt sín á
milli er í öllum tilfellum gert ráð
fyrir áframhaldandi aðkomu stofn-
fjáreigenda að bankanum. Slíku
var ekki að skipta þegar stóru
bankarnir þrír voru endurreistir
undir nýjum heitum.
Eggert Þór Aðalsteinsson, sem
fer fyrir samtökum stofnfjáreig-
enda í Byr, segir að mikil verðmæti
séu fólgin í því viðskiptasambandi
sem stofnfjáreigendur eigi við
sparisjóðinn. „Um er að ræða
rótgróin tengsl sem ná í sumum til-
vikum aftur til sjötta áratugar síð-
ustu aldar. Við teljum að stofnfjár-
eigendur séu mikilvægir viðskipta-
menn Byrs,“ segir Eggert í samtali
við Morgunblaðið. Hann nefnir að
bæði kröfuhafar og íslenska ríkið
hafi þegar áttað sig á að verðmæti
séu falin í góðum viðskiptamanna-
hópi, og hlutverki stofnfjáreigenda
í því sambandi. „Upphaflega litu
menn ekki á stofnfjáreign sína sem
áhættufjárfestingu. En það breytt-
ist þegar viðskipti hófust með
stofnfé, og sparisjóðir tóku að
sækja sér aukið stofnfé. Ekki eru
nema tvö ár síðan stofnfjáreig-
endur lögðu fram 29 milljarða í
bankann, sem hlýtur að vera ein
mesta eiginfjáraukning sem hefur
átt sér stað hér á landi,“ segir hann.
thg@mbl.is
Verðmæti
í stofnfjár-
eigendum
Vill að stofnfjáreig-
endur haldi eftir hlut
Eggert Þór
Aðalsteinsson