Morgunblaðið - 09.02.2010, Síða 25

Morgunblaðið - 09.02.2010, Síða 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 Sudoku Frumstig 7 9 6 3 7 2 1 8 2 6 5 8 9 9 1 7 8 3 6 2 8 3 1 9 8 8 6 3 5 7 9 8 7 3 2 8 4 6 6 3 4 5 2 9 3 7 4 8 5 2 4 6 8 3 1 5 2 6 9 1 3 6 6 2 5 4 3 1 9 2 4 5 2 3 7 5 9 8 4 6 1 8 5 6 4 1 7 9 3 2 4 1 9 2 6 3 8 5 7 1 9 3 8 7 6 5 2 4 5 6 8 1 2 4 3 7 9 7 2 4 9 3 5 6 1 8 6 4 2 7 5 9 1 8 3 3 8 1 6 4 2 7 9 5 9 7 5 3 8 1 2 4 6 6 8 1 2 5 4 7 9 3 5 4 7 3 8 9 2 6 1 9 3 2 6 7 1 8 5 4 7 5 3 8 6 2 1 4 9 1 2 9 5 4 7 3 8 6 8 6 4 1 9 3 5 2 7 3 7 5 4 2 6 9 1 8 4 1 8 9 3 5 6 7 2 2 9 6 7 1 8 4 3 5 8 9 1 5 2 7 4 3 6 2 5 4 8 6 3 1 7 9 7 6 3 9 1 4 2 8 5 5 4 2 6 9 8 7 1 3 6 8 7 2 3 1 5 9 4 3 1 9 4 7 5 6 2 8 9 2 8 1 4 6 3 5 7 4 7 5 3 8 2 9 6 1 1 3 6 7 5 9 8 4 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 9. febrúar, 40. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I. Kor. 8, 2.) Víkverji var á menningarlegumnótum um helgina og fór í leik- hús og á tónleika. Lyftir ætíð and- anum í skammdeginu að sjá og heyra listamenn tjá túlkun sína í hinu fjölbreyttasta formi, hvort sem það eru atvinnu- eða áhugamenn. Brennuvargarnir í Þjóðleikhúsinu er flott leikhúsverk með skemmtilegri skírskotun til atburða líðandi stund- ar á þessu kreppuþjáða landi. Átti Víkverji auðvelt með að heimfæra flestar persónur leikritsins yfir á ljóslifandi einstaklinga meðal vor en ætlar ekki að fara nánar út í þá sálma hér. Leikararnir standa sig allir með prýði en ekki verður hjá því vikist að nefna stórleik Eggerts Þorleifssonar, Björns Thors, Ólafíu Hrannar og Eddu Arnljótsdóttur. Sú síðasttalda hlýtur að þurfa á góðu sjúkranuddi að halda á milli sýninga. Víkverji hvetur landsmenn til að sjá Brennuvargana en líkast til mega astmasjúklingar, og þeir sem við- kvæmir eru fyrir vindlareyk, vara sig á að sitja ekki í fremstu sætum! x x x Tónleikarnir sem Víkverji fór ávoru í Fella- og Hólakirkju. Þar komu fram Söngsveitin Fílharm- ónía, Kór Fella- og Hólakirkju og Lúðrasveit verkalýðsins og fluttu tónverkið Magnificat eftir John Rutter. Snorri Heimisson hélt fim- lega um tónsprotann og Nanna María Cortes söng einsöng. Hreint út sagt stórkostlegir tónleikar. Vík- verji er ekki frá því að tónninn hafi óvænt verið sleginn strax í upphafi af kornungum tónleikagesti, sem létti áreiðanlega á spennu flytjenda og annarra viðstaddra í salnum. Það tók sína stund fyrir kór og hljómsveit, alls um 130 manns, að koma sér fyrir á altari kirkjunnar. Þegar því var lokið, og beðið var eft- ir stjórnandanum, rauf hinn ungi, óþolinmóði og óreyndi tónleikagest- ur þögnina með því að varpa fram sakleysislegri spurningu af fremsta bekk, hátt og snjallt: „Ætliði ekki að syngja?“ Lætur nærri að salurinn hafi sprungið úr hlátri, frá aftasta bekk og upp á efsta pall í kórnum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ískyggileg, 8 blístur, 9 bölva, 10 veið- arfæri, 11 sanna, 13 rík, 15 röska, 18 líffæri, 21 leyfi, 22 stólpi, 23 daufa ljósið, 24 einber. Lóðrétt | 2 kátt, 3 brynna, 4 kroppa, 5 kven- kynfruman, 6 mjög, 7 skrökvaði, 12 verkur, 14 dvelst, 15 upphá krukka, 16 drykkjuskapur, 17 frægðarverk, 18 smá, 19 gömlu, 20 heimili. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 lynda, 4 herra, 7 útför, 8 landi, 9 afl, 11 tían, 13 amla, 14 álfar, 15 grær, 17 græt, 20 ask, 22 tusku, 23 ástin, 24 neita, 25 asnar. Lóðrétt: 1 ljúft, 2 nefna, 3 aðra, 4 holl, 5 rónum, 6 aðila, 10 fífls, 12 nár, 13 arg, 15 gætin, 16 ærsli, 18 rótin, 19 tínir, 20 ausa, 21 kála. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 0-0 6. Rbd2 d6 7. h3 Re7 8. Ba4 Rg6 9. Rf1 d5 10. Rg3 Rf4 11. d4 Bb6 12. dxe5 Rxe4 13. Rxe4 Rxg2+ 14. Kf1 dxe4 15. Dxd8 Hxd8 16. Bg5 Staðan kom upp á Kornax-mótinu, Skákþingi Reykjavíkur, sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Ingvar Þ. Jóhannesson (2.330) hafði svart gegn Daða Ómars- syni (2.131). 16. … exf3! 17. Bxd8 Rf4 18. Bg5 Bxh3+ 19. Kg1 Re2+ 20. Kh2 Bg2 og hvítur gafst upp enda staða hans afar erfið eftir t.d. 21. Hhd1 Bxf2 þar sem svartur hótar máti á g3. Gæfi hvítur skiptamuninn til baka í því skyni að valda f2-peðið myndi hann verða tveim peðum undir. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Slök dómgreind. Norður ♠Á ♥K10653 ♦ÁK94 ♣G75 Vestur Austur ♠105 ♠D987642 ♥DG84 ♥Á972 ♦DG7 ♦83 ♣D1063 ♣-- Suður ♠KG3 ♥-- ♦10652 ♣ÁK9842 Suður spilar 4G. Það tekur nútíma tölvuforrit aðeins andartak að reikna út möguleika hverrar gjafar. Spil dagsins er frá sveitakeppni Bridshátíðar og sam- kvæmt útreikningum tölvunnar má vinna 6♣ í NS. Unnin slemma gefur 1.370 stig á hættunni og af því dregur tölvan þá ályktun að par-skor sé 6♠ do- blaðir í AV, 1.100 niður. En það er eins og venjulega með tölvuna: hún reiknar rétt, en dæmir rangt – flest NS-pörin spiluðu 3G. Svíarnir Magnusson og Eliasson villtust í 4G gegn Úlfi Árnasyni og David Probert. Vörnin var nákvæm. Úlfur kom út með ♠10 í hindrunarlit makkers og Probert vísaði frá. Sagn- hafi spilaði laufi á ás og litlu að blind- um. Úlfur drap og skipti yfir í hjarta- fjarka – lítið úr borði og nían frá Probert. Tígull til baka og tveir niður. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fátt jafnast á við skemmtilegar stundir í hópi góðra vina. Rök þín eru góð og gild. Njóttu útiveru og borðaðu hollt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú meltir í sífellu það sem er að ger- ast í kringum þig, það er eins konar sjálfs- vörn. Eigingirni ættingja fer í taugarnar á þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er þér í hag að málamiðlun náist í mikilvægu máli. Njóttu þess að slaka á eftir amstur dagsins. Þú færð óvænta heimsókn og jafnvel heimboð líka. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Aðdáun er mögnuð hvatning. Dag- urinn hentar vel til naflaskoðunar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er stutt í einhvern stóratburð sem þú þarft að vera reiðubúin/n fyrir hvað sem það kostar. Peningamálin eru að komast í lag. Þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ekki gleyma að gefa þér tíma til einveru þótt einhver innan fjölskyldunnar þurfi á þér að halda. Farðu að skipuleggja sumarfríið og fáðu álit allra í fjölskyld- unni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er hverjum manni nauðsynlegt að vera einn með sjálfum sér öðru hverju. Fólk sem skilur þig er snjallara en aðrir og því áttu ekki að láta það sleppa. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú brýtur heilann um leiðir til tekjuöflunar þessa dagana. Hamingju- samt fólk veit að lykillinn að hamingjunni er að leita hennar ekki, heldur njóta dags- ins. Settu þér takmark. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Gættu þess að láta fólk ekki hafa of mikil áhrif á þig því það hefur þú reynt áður. Vinir sakna þín, sinntu þeim. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það hefur ekkert upp á sig að lenda í orðaskaki við fólk sem aldrei skil- ur sinn vitjunartíma. Mundu að engin manneskja er annars eign. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Því verður ekki neitað að and- leg lögmál eiga stærri þátt í fjármálum þínum en beinharðar tölur. Allt sem teng- ist peningum og vinnu er hagstætt í dag. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú veist sitt af hverju en til allrar hamingju ekki allt, enda væri það mjög þreytandi fyrir félagana. Jafnvægi skap- ast þegar þú leyfir loftinu að endurnæra þig. Matarboð vekur lukku hjá yngri kyn- slóðinni. Stjörnuspá 9. febrúar 1827 Kambsránið. Brotist var inn og peningum rænt á Kambi í Flóa. Ránsmennirnir voru síðar handteknir og dæmdir að loknum umfangsmiklum réttarhöldum. 9. febrúar 1946 Maður hrapaði í djúpa gjá í Aðaldalshrauni í Þingeyj- arsýslu. Hann fannst ekki fyrr en eftir þrjá daga og var þá „heill og hress,“ eins og það var orðað í Morg- unblaðinu. 9. febrúar 1959 Togarinn júlí frá Hafnarfirði, fórst í fárviðri við Nýfundna- land og með honum 30 manns á aldrinum frá 16 til 48 ára. „Eitt mesta sjóslys á þessari öld,“ sagði Morgunblaðið. 9. febrúar 1972 Loðnugeymir í Hafnarfirði rifnaði í sundur. Um tvö þús- und tonn af loðnu flæddu úr honum. 9. febrúar 2001 Tilkynnt var um 1,7 milljarða króna styrk sem Hjartavernd fékk frá Öldrunarstofnun Bandaríkjanna til rannsókna á áhrifum öldrunar. Rann- sóknin átti að taka sjö ár og ná til tíu þúsund ein- staklinga. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Svavar F. Kjærnested skrúðgarð- yrkjumeistari er níræður í dag, þriðjudaginn 9. febrúar. 90 ára AÐSTOÐARLEIKSKÓLASTJÓRINN á Akraseli, Margrét Þóra Jónsdóttir, verður með bekkjar- afmæli á fertugsafmælisdaginn, en hún deilir deg- inum með syni sínum Jóni Inga Einarssyni sem er níu ára í dag. „Við verðum með bekkjarafmæli í dag og svo verður veisla fyrir fjölskylduna á laug- ardag. Sjálf ætla ég hins vegar að fresta mínu af- mælishaldi til sumars,“ segir Margrét Þóra sem er þessa dagana heima í fæðingarorlofi með dóttur sem fæddist í byrjun janúarmánaðar. Margrét Þóra er framsóknarmaður í húð og hár. Hún var í framboði fyrir flokkinn á Akranesi fyrir síðustu alþingiskosningar og er nú að hugleiða hvort hún eigi að bjóða sig fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. „Ég var ekki nema átta ára gömul þegar ég ákvað að verða framsóknarmaður og stend við það enn,“ segir Margrét Þóra. Ákvörðunina telur hún sig ekki síst geta þakkað framsóknarmanninum afa sínum Þorgrími Jónssyni frá Kúludalsá. „Pabbi er líka framsóknarmaður, en mamma er með öllu ópólitísk svo það var lítið rætt um stjórnmál á heimilinu. Við systkinin erum hins vegar öllu pólitískari og skiptum okkur milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.“ annaei@mbl.is Margrét Þóra Jónsdóttir, 40 ára Ákvað 8 ára að ganga í Framsókn Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.