Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 Reykjanesbær | Þeir voru hressir piltarnir sem tóku á móti blaða- manni á Hæfingarstöðinni í Kefla- vík nýverið og buðu chilisultu til kaups. Í tilefni þorra var búið að skreyta sultukrukkurnar með rauðu hjarta og spakmæli tengdu ástinni: „Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu“ stóð á krukkunni sem blaðamaður hélt á út úr húsi handa sínum bónda. Magnús Ás- kelsson þroskaþjálfi sagðist hafa fengið þá hugmynd að tengja sult- una við ástarþemað í tilefni bóndadagsins. „Við höfum verið að búa til alls kyns sultu, m.a. þessa chilisultu, og það er alþekkt að chili er kynörvandi. Okkur þótti því við hæfi að skreyta krukkurnar með hjarta og setja á þær ástarspakmæli. Þetta er sulta sem segir sex,“ sagði Magnús í samtali við blaðamann og Valgeir Jensson starfsmaður bætti við „og sjö“ við mikla kátínu viðstaddra. Sultukrukkurnar runnu út á bóndadag en stefnt er að því að bjóða ástartengda chilisultu til sölu fram yfir konudag. Annars er allan ársins hring hægt að kaupa ýmsar afurðir í Hæfingarstöðinni sem kitla bragðlaukana. Til við- bótar við chilisultu má fá þar rab- arbara-chutney og í kringum páska er alltaf framleidd sólgul sulta úr gulri papriku. Allur ágóði af sölunni rennur í styrktarsjóð Hæfingarstöðvarinnar. Auk þess að ganga upp í kostnað við sultu- gerðina er verið að safna fyrir flatskjá. Súrsaðir hrúts- pungar með ástar- örvandi chilisultu? Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hressir sultusölumenn Arngrímur Arnarson, Ari Páll Vignisson, Valgeir Jensson og Ástvaldur Ragnar Bjarnason voru kampakátir með chilisultuna, enda að skella á helgarfrí með bíóferð, aflöppun og handboltaáhorfi. SORPHIRÐUGJALD hækkar hjá öllum sveitarfélögum landsins nema Fljótsdalshéraði, þar sem það lækkar um 3%, og hjá Reykja- víkurborg, þar sem það stendur í stað. Mest hækkun sorphirðu- gjalda milli ára er í Árborg, sem hækkar um 54%, á Akranesi, 46%, og á Akureyri, um 42%. Þetta kemur fram hjá verðlagseftirliti ASÍ. Þegar skoðaðar eru breytingar á útsvari og álagningu fasteigna- gjalda í 15 fjölmennustu sveit- arfélögum landsins á árinu 2010 kemur í ljós að útsvarsprósentan er óbreytt frá árinu 2009 hjá fjór- tán sveitarfélögum en hækkar hjá Mosfellsbæ úr 13,03 í 13,19%. Ell- efu af þeim fimmtán sveit- arfélögum sem skoðuð voru inn- heimta leyfilegt hámarksútsvar, 13,28%. Fasteignagjöld breytast mikið á milli ára, aðallega vegna gagngers endurmats á fasteignamati en einnig vegna hækkana á álagspró- sentu sveitarfélaganna. Mest hækka fasteignagjöld á Eyr- arbakka vegna mikillar hækkunar á fasteignamati á svæðinu, einnig eru miklar hækkanir á Selfossi og í Reykjanesbæ. Sorphirðugjald hækkar hjá sveitarfélögum ÚTÞRÁ 2010, sem veitir ungu fólki kost á að skoða á einum stað öll þau fjölmörgu tækifæri sem í boði eru fyrir Íslendinga erlendis, verður haldin í dag. Þrettán aðilar og fyrirtæki kynna starfsemi sína og það nám, starf, ferðir, sjálfboðastörf og fleira skemmtilegt sem þau bjóða upp á erlendis. Kynningin er sérstaklega hönnuð fyrir þarfir 16-25 ára ung- menna en að sjálfsögðu eru allir velkomnir, segir í tilkynningu. Boð- ið verður upp á gómsætar veitingar og frítt verður inn. Útþrá 2010 verður haldin þriðjudaginn 9. febr- úar frá kl. 16-18 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5. Nánar áwww- .hitthusid.is. Kynning fyrir ungt fólk í Hinu húsinu Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í frétt um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT RÁÐSTEFNA UMGENGNISTÁLMANIR OG INNRÆTING EFTIR SKILNAÐ Þriðjudagur 9. febrúar 2010 kl. 15:00 – 17:00 Hótel Loftleiðir, Þingsalir 1-3 DAGSKRÁ: Foreldrafirring sem ein tegund tálmunar á umgengni. Kynning á nýrri M. L. ritgerð. María Júlía Rúnarsdóttir - Lögfræðingur. Viðskilnaður barns og foreldris – alvarlegar afleiðingar. Bertrand Lauth - Barna- og unglingageðlæknir á Barna- og unglingageðdeild. Landspítala og aðjunct við læknadeild Háskóla Íslands. Deilur foreldra um umgengni og/eða forsjá barns. Hvernig tekur stuðnings- og réttarkerfið á Íslandi á deilum foreldra? Stefanía Katrín Karlsdóttir - Uppeldis- og kennslufræði - Stjórnmálafræðingur. Börn sem fórnarlömb skilnaðar - Reynsla mín af börnum sem hafa verið notuð sem vopn í baráttu foreldra eftir skilnað og í skilnaðarferli. Sr. Þórhallur Heimisson sóknarprestur. Umgengni við foreldra - sjónarhorn barns. Hrefna Friðriksdóttir - Lektor í sifja- og erfðarétti. Ráðstefnustjóri Davíð Þór Jónsson - Útvarpsmaður og guðfræðinemi. www.foreldrajafnretti.is ALLIR VELKOMNIR

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: