Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 12
félaga, og kveður sölu eigna Álfta-
ness vissulega koma til greina. Áður
hefur verið gripið til slíkra ráða til
að leysa fjárhagsvanda sveitarfé-
laga.
Kemur ekki á óvart
Pálmi Þór Másson, bæjarstjóri á
Álftanesi, segir ákvörðun ráðherra
ekki hafa komið á óvart. „Sú niður-
staða lá fyrir að sveitarfélagið mun
ekki geta unnið sig út úr fjárhags-
vandanum án utanaðkomandi að-
stoðar,“ segir hann.
Starf fjárhaldsnefndarinnar mun
þó í engu koma niður á þeim óform-
legu viðræðum sem sveitarfélagið
hefur átt við Garðabæ um samein-
ingu. „Það þarf bara að horfa til
þess hvað er íbúum fyrir bestu.“
Pálmi segir skuldastöðu Álftaness
vissulega hafa komið upp í þeim
viðræðum. „En svörin við þeim
spurningum liggja í þeirri vinnu
sem fjárhaldsstjórnin er að leggja
í.“
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
SVEITARFÉLAGINU Álftanesi
hefur verið skipuð fjárhaldsstjórn
sem fara mun með fjármál þess.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum
mun sveitarstjórnin þó starfa
áfram. Engar fjárhagsákvarðanir
verða hins vegar teknar nema með
samþykki fjárhaldsstjórnar, sem
starfa á til 1. ágúst, þó heimilt sé að
framlengja starfstímann í eitt ár.
Kristján L. Möller, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, staðfesti
þetta í gær, en stjórnin er skipuð að
tillögu eftirlitsnefndar með fjár-
lögum sveitarfélaga og með vísan til
76. greinar sveitarstjórnalaga nr.
45/1998. „Ég tel að þetta sé sú leið
sem við verðum að fara til að snúa
þessari þróun við,“ sagði ráðherra á
blaðamannafundi í gær. Lykilatriði
sé að lausn finnist og að hennar sé
leitað með það að leiðarljósi að
áhrifa aðgerðanna á íbúa bæj-
arfélagsins gæti sem minnst.
Blönduð leið fyrir valinu
Fjárhaldsstjórnin er skipuð þeim
Andra Árnasyni hæstaréttarlög-
manni, Elínu Guðjónsdóttur við-
skiptafræðingi og Haraldi L. Har-
aldssyni hagfræðingi og mun hún
taka til starfa um leið og tilkynning
þess efnis hefur verið birt í Lögbirt-
ingi og Stjórnartíðindum.
Ýmsar hugmyndir að fjárhags-
legum aðgerðum sveitarfélaginu til
bóta er að finna í tillögum sem
bæjarstjórn Álftaness lagði fram í
síðasta mánuði. Aðgerðaáætlun fjár-
haldsnefndarinnar á hins vegar enn
Gunnar Ein-
arsson, bæj-
arstjóri
Garðabæjar,
staðfestir að
óformlegar
viðræður
hafi átt sér
stað við bæj-
arstjórn
Álftaness í
lok síðasta árs. Þar hafi mál ver-
ið reifuð, farið yfir skuldastöð-
una og hugmyndir um samein-
ingu borið á góma. Nú væri hins
vegar bara að bíða og sjá hvaða
tillögur nefndin kæmi með.
Bíða bara átekta
Gunnar Einarsson
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010
FRAMFÖR, krabbameinsfélag,
hefur gefið öllum 40 almennings-
bókasöfnum á landinu eintak af
bókinni „Bragð í baráttunni: Mat-
ur sem vinnur gegn krabbameini“,
auk dvd-disks. Framför var stofn-
að árið 2007 til að efla rannsóknir
á krabbameini í blöðruhálskirtli
og herða baráttuna gegn því.
Söfnunarátak hárgreiðslustof-
unnar 101 Hárhönnun gerði félag-
inu kleift að veita þessa gjöf en
starfsmenn hennar söfnuðu alls
330.000 krónum með því að láta
allan ágóða af klippingum renna
til Framfarar. Oddur Benedikts-
son tekur hér í höndina á Sig-
urbjörgu Söndru Olgeirsdóttur.
Anna Torfadóttir borgarbókavörð-
ur fylgist með.
Bók um krabbamein
ALÞJÓÐLEGI netöryggisdag-
urinn verður haldinn hátíðlegur í
sjöunda sinn í dag, 9. febrúar.
Þemað í ár er „Hugsaðu áður en
þú sendir!“ og munu yfir 60 þjóð-
ir um allan heim standa fyrir
skipulagðri dagskrá þennan dag.
Í tilefni dagsins stendur SAFT
fyrir opnu málþingi í Skriðu, að-
albyggingu menntavísindasviðs
Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl.
14.30-16.30. Fundarstjóri verður
Páll Óskar Hjálmtýsson. Á mál-
þinginu verða haldin 8 erindi um
netið og þær hættur sem steðja
að ungu fólki. Katrín Jak-
obsdóttir menntamálaráðherra
setur þingið.
Opið málþing hald-
ið um netöryggi
ÍSAFOLD, félag ungs fólks gegn
ESB-aðild, er heiti á samtökum sem
stofnuð voru í sal Þjóðminjasafns
Íslands á laugardag sl. Um 40-50
manns sátu fundinn. Formaður Ísa-
foldar var kjörin Brynja Björg
Halldórsdóttir.
Hlutverk félagsins er að stuðla
að opinni og upplýstri umræðu um
Evrópusamstarf og sjálfstæða
stöðu Íslands á alþjóðavettvangi.
Félagið er opið öllu fólki á aldr-
inum 16-35 ára. Þingmennirnir Ás-
mundur Einar Daðason, Unnur Brá
Konráðsdóttir og Vigdís Hauks-
dóttir ávörpuðu fundinn.
Ungt fólk gegn ESB
Á MORGUN,
miðvikudag kl.
17-19.30 verður
haldið málþing
um hafís og
strandmenningu
á Pottinum og
pönnunni á
Blönduósi.
Áhugaverð er-
indi verða flutt um málefni sem
fólki er ofarlega í huga núna á tím-
um loftslagsbreytinga og tíðra
heimsókna ísbjarna til landsins.
Meðal fyrirlesara eru alþjóðlega
virtir erlendir og íslenskir fræði-
menn. Á málþinginu gefst fólki
kostur á að fræðast um ýmsar hlið-
ar viðfangsefnisins frá mismunandi
sjónarhornum.
Háskólasetrið á Blönduósi stend-
ur fyrir málþinginu, en það er á
vegum Háskólans á Hólum og starf-
ar í samstarfi við Blönduósbæ og
önnur fræðasetur á svæðinu. Mál-
þingið er ókeypis og öllum opið
Málþing um
strandmenningu
„HANN brást alveg hárrétt við,“
segir Eysteinn Sigurðsson, eigandi
Sunnubúðarinnar við Lönguhlíð um
viðbrögð þrítugs
sonar síns sem
var einn að störf-
um í búðinni þeg-
ar ungur maður
vopnaður hnífi
réðst inn í Sunnu-
búðina sl. sunnu-
dagskvöld.
Að sögn Ey-
steins var ræn-
inginn vopnaður
búrhnífi sem
hann dró upp um leið og hann kom
inn í búðina.
„Maðurinn gekk rólega og yfirveg-
að til verks og fór rakleiðis að búð-
arborðinu. Þetta var sennilega ein-
hver aumingi sem var að ná sér í
peninga fyrir dópskuld,“ segir Ey-
steinn og tekur fram að sem betur fer
hafi ekki verið fleiri inni í búðinni
þegar ránið var framið.
Var skelkaður fyrst á eftir
Spurður hvernig sonur hans hafi
brugðist við segir Eysteinn að hann
hafi bara hlýtt fyrirmælum ræningj-
ans og afhent honum peningana úr
kassanum, en um smáræði var að
ræða enda regla að geyma þar ekki
háar fjárhæðir. „Þegar maðurinn var
farinn út aftur ýtti sonur minn síðan
á öryggishnapp og hringdi í Neyð-
arlínua,“ segir Eysteinn og við-
urkennir að eðlilega hafi sonur hans
verið nokkuð skelkaður fyrst eftir
uppákomuna, en sé að jafna sig.
Aðspurður segir Eysteinn þetta
vera annað ránið á þremur árum, en
síðla árs 2007 réðust þrír menn vopn-
aðir kylfu og exi inn í búðina og höfðu
brott með sér peninga og tóbak.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
leitar enn ræningjans frá því á
sunnudag. Samkvæmt upplýs-
ingum lögreglunnar náðust grein-
argóðar myndir af manninum á ör-
yggismyndavél sem staðsett er í
búðinni og er um að ræða karlmann í
kringum tvítugt. Hann var klæddur í
dökka úlpu og víðar gallabuxur.
silja@mbl.is
„Maðurinn gekk rólega
og yfirvegað til verks“
Ræningjans leitað en greinargóðar myndir náðust af honum á öryggismyndavél
Eysteinn
Sigurðsson
Morgunblaðið/Ernir
Kaupmaður á horninu Eysteinn tók við rekstri Sunnubúðarinnar fyrir ári en rak þar áður Krambúðina í 12 ár.
eftir að mótast. „Það verða eflaust
margar leiðir sem þarf að fara,“
segir Kristján og telur líklegt að
blönduð leið verði fyrir valinu.
Skuldir og skuldbindingar sveit-
arfélagsins nemi nú rúmum sjö
milljörðum króna, en sveitarfélagið
standi hinsvegar ekki undir nema
um 2-2,5 milljörðum. Ekki fæst upp
Álftanes í gjörgæslu
Álftanesi hefur verið skipuð sérstök fjárhaldsstjórn sem fer með fjármál sveitar-
félagsins næstu 7 mánuði Óformlegar viðræður um sameiningu halda áfram
Morgunblaðið/Golli
Skuldasúpa Álftaneslaug er einn þeirra skuldabagga sem hvílir þungt á íbú-
um sveitarfélagsins. Margþættar aðgerðir þarf til að leysa fjárhagsvandann.
gefið hvort frekari fjárstuðningur
frá ríki eigi að koma til, hvort stefnt
sé að mikilli niðurfellingu skulda
eða auknum niðurskurði og
viðbótarálögum á íbúa.
„Stærsta vandamálið er mikil
skuldsetning sem ráða þarf bót á,“
segir Ólafur Nilsson formaður eftir-
litsnefndar með fjármálum sveitar-
Sú staða hefur einu sinni áður kom-
ið upp hér á landi að sveitarfélagi
sé skipuð fjárhaldsstjórn. Var það
gert árið 1988 er sveitarfélaginu
Hofsósi var skipuð fjárhaldsstjórn. Í
kjölfar þeirra aðgerða kusu íbúar
síðan um að sameinast Fellshreppi
og Hofshreppi og gekk sú samein-
ing í gegn.
Í 79. grein sveitarstjórnarlaga
segir að til þess geti komið að
sveitarfélagi sé gert að sameinast
öðru dugi aðrar aðgerðir ekki til.
Því kann sú staða vissulega að
koma upp á Álftanesi að sveitarfé-
laginu verði gert að sameinast öðru
sveitarfélagi. Það er þó ekki fjár-
haldsstjórnarinnar að taka slíka
ákvörðun, heldur væri það sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
sem tæki slíka ákvörðun að fengn-
um tillögum stjórnarinnar.
Má þvinga sveitarfélög til sameiningar