Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 ✝ Steingrímur Her-mannsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1928. Hann lést að heimili sínu í Máva- nesi í Garðabæ 1. febrúar 2010. Foreldrar Stein- gríms voru Hermann Jónasson forsætisráð- herra, f. 25.12. 1896, d. 22.1. 1976, og Vig- dís Oddný Steingríms- dóttir, f. 4.10. 1896, d. 2.11. 1976. Eftirlif- andi systir Steingríms er Pálína Hermannsdóttir, f. 12.9. 1929. Steingrímur kvæntist 14.3. 1951 Söru Jane Donovan, f. 1924. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Jón Bryan Hermannsson, f. 1951, arki- tekt og verkfræðingur í San Frans- isco, maki hans Lieselotte Her- mannsson, starfsm. á lögmannsstofu. Börn: Bryan, f. 1983, og Stefan, f. 1985. 2) Ellen Herdís Hermannsson, f. 1955, hús- móðir í Flórída, maki hennar Cary Vhugen sölustjóri. Börn: Adam, f. 1993, Erik, f. 1995, og Hannah, f. 1999. 3) Neil Hermannsson, f. 1957, tannlæknir í Flórída. Steingrímur kvæntist 19.10. 1962 Guðlaugu Eddu Guðmundsdóttur, f. 1937. Börn þeirra eru: 1) Her- mann Ölvir, f. 1964, verkfræð- ingur, maki hans Erla Ívarsdóttir kennari. Barn þeirra er Stein- grímur, f. 1993. 2) Hlíf, f. 1966, yf- irlæknir, var gift Eyjólfi Ágústi Kristjánssyni lögfræðingi. Börn stjórn Framsóknarflokksins 1964, varð ritari hans 1971 og formaður 1979-94. Hann var varaþingmaður fyrir Vestfirðinga 1967-71, þing- maður þeirra 1971-87 og þingmað- ur Reykjaneskjördæmis 1987-94. Steingrímur var dóms-, kirkju- mála- og landbúnaðarráðherra 1978-79, sjávarútvegs- og sam- gönguráðherra 1980-83, forsætis- ráðherra 1983-87, utanrík- isráðherra 1987-88 og að nýju forsætisráðherra 1988-91. Hann var bankastjóri Seðlabanka Íslands 1994-98. Steingrímur sat í fjölmörgum nefndum og ráðum um ævina. Eftir að starfsævi lauk hélt hann áfram að láta til sín taka, ekki síst á sviði umhverfismála, m.a. með stjórn- arsetu í Landvernd og stofnun Um- hverfisverndarsamtaka Íslands, þar sem hann var lengst af formað- ur. Þá var hann stjórnarmaður í Millennium Institute í Bandaríkj- unum og um skeið formaður stjórn- ar og formaður Surtseyjarfélagins allt frá stofnun þess þar til í júlí sl., eða í 44 ár. Einnig átti hann drjúg- an þátt í stofnun Sjóðs Leifs Eiríks- sonar, sem veitir námsstyrki, og var stjórnarformaður hans allt þar til nýverið. Hann var sæmdur gull- merki ÍSÍ og var Paul Harris félagi í Rotaryklúbbi Reykjavíkur, þar sem hann var meðlimur frá 1969. Útför Steingríms fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 9. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Jafnframt verður hægt að fylgj- ast með athöfninni af skjá í sal Oddfellowhússins við Vonarstræti. þeirra: Steingrímur, f. 1991, og Guð- mundur Snorri, f. 1995. Síðari maki Halldór Ó. Zoëga verkfræðingur. Barn þeirra er Vigdís Edda, f. 2004. 3) Guð- mundur, f. 1972, al- þingismaður, maki hans Alexía Björg Jóhannesdóttir, leik- kona og leið- sögumaður. Barn þeirra er Jóhannes Hermann, f. 2009. Barn Guðmundar og Sigríðar Liv Ellingsen er Edda Liv, f. 2004. Steingrímur tók stúdentspróf frá MR 1948, lauk B.Sc-prófi í raf- magnsverkfræði frá Illinois Insti- tute of Technology í Chicago 1951 og M.Sc-prófi í rafmagnsverkfræði frá California Institute of Techno- logy í Pasadena 1952. Síðar var hann sæmdur heiðursnafnbótum við báða háskólana. Steingrímur var verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1952-53 og hjá Áburðarverksmiðj- unni hf. 1953-54. Hann var verk- fræðingur við Southern California Edison Company í Los Angeles 1955-56, verkfræðingur við Verk- legar framkvæmdir hf. 1957, fram- kvæmdastjóri atvinnumálanefndar ríkisins 1957-61 og framkvæmda- stjóri Rannsóknaráðs ríkisins 1957- 78. Hann var kjörinn formaður Fé- lags ungra framsóknarmanna í Reykjavík 1962, tók sæti í mið- Kvöld að Kletti Eins og sól sem sest við rönd sönn þig ævin lætur stafa geislum, lýsa lönd litum flétta skýjabönd. Minning þín er mánaskin um nætur. Hvíl í friði, pabbi minn. Guðmundur Steingrímsson. Á lífsleiðinni mótast fólk af ýmsum þáttum í umhverfi sínu. Margbrotin náttúra hefur haft áhrif á Íslendinga um aldir. Mestu ráða þó samskipti við fjölskyldu, vini og samstarfsmenn um það hvernig til tekst við þau verkefni sem forsjónin færir okkur í hendur. Steingrímur Hermannsson var áhrifavaldur í lífi margra. Þegar hann haslaði sér völl á sviði íslenskra stjórnmála nutu sín vel elja hans og kapp auk þess sem hann var einstak- lega minnisgóður á smátt sem stórt og stundum svo að undrun sætti. Steingrímur hafði óbilandi trú á möguleikum Íslands og Íslendinga til að takast á við framtíðina og skapa komandi kynslóðum betra líf. Þekk- ing hans og menntun var honum mik- ilvægt veganesti í stefnumótun og allri framkvæmd. Nýting auðlinda landsins var hon- um ofarlega í huga og hann áttaði sig betur á því en flestir aðrir hversu mikilvæg framleiðsla raforku var fyr- ir efnahagslegar framfarir. Jafn- framt var hann mikill unnandi ís- lenskrar náttúru. Þessi sjónarmið tókust á í huga hans. En hann var gott dæmi um sannan umhverfis- sinna sem lagði sig fram um að sætta sjónarmið nýtingar og verndunar. Sem forystumaður í stjórnmálum gátu ákvarðanir Steingríms verið umdeildar og sumt gat fallið í grýttan jarðveg. Miklu oftar átti hann þó mik- inn samhljóm með þjóðinni og var í fararbroddi á tímum mikilla framfara og átti síðasta orðið í mörgum mik- ilvægum ákvörðunum sem færðu þjóðina fram á veg. Steingrímur var formaður Fram- sóknarflokksins í hálfan annan ára- tug og helgaði flokknum mikinn hluta starfsævi sinnar, sat í umboði hans í ríkisstjórn í rúman áratug, lengst af sem forsætisráðherra.Við sem nutum leiðsagnar hans og forystu minnumst einstaks dugnaðar hans og baráttu- þreks. Sem forystumaður í ríkis- stjórn þurfti Steingrímur oft að taka mikið tillit til samstarfsmanna í öðr- um flokkum í málum sem voru um- deild í hans eigin flokki. Hann vissi sem var að án málamiðlana næst sjaldnast árangur og án samstöðu verður verkefnum sem framtíðin kallar á aldrei sinnt. Samtímamenn hans leggja sjálfsagt mat á störf hans með misjöfnum hætti. Í mínum huga gerði hann best þeg- ar hann hafði forystu um að taka þátt í samningum um aðild landsins að Evrópska efnahagssvæðinu. Hann var ekki sáttur við niðurstöðu samn- ingaviðræðna en án forystu ríkis- stjórnar hans hefði sennilega ekkert orðið af þeim samningum. Sama má segja um þjóðarsáttarsamningana fyrir tuttugu árum, sem voru upphaf stöðugleika og mikilla framfara í efnahagslífinu. Farsæll forystumað- ur er fallinn frá. Með honum er jafn- framt genginn mikill keppnismaður og íþróttamaður. Hans hinsta barátta við ólæknandi sjúkdóm sýndi vel þrekið og baráttuviljann. Það var ekki vani Steingríms að gefast upp og snúa við í miðri brekku. Að þessu sinni varð hann þó að láta í minni pokann eftir frækilega baráttu. Eftir lifir minningin um góðan dreng, sem lagði sig fram og lagði mikið af mörkum til heilla fyrir íslenska þjóð. Við Sigurjóna þökkum langa samferð og vináttu og vottum Eddu og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð. Við biðjum góðan Guð að styrkja þau á erfiðum tímum. Halldór Ásgrímsson. Með Steingrími Hermannssyni er genginn merkur stjórnmálamaður sem markaði spor í þjóðarsöguna. Hann var mannþekkjari í stjórnmál- um sem kom mörgu góðu til leiðar. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum tiltölulega seint á ævinni en bjó fyrir bragðið að fjölþættri reynslu og stað- góðri menntun, auk þess að vera mót- aður af þeim viðhorfum sem ríktu í föðurhúsum þar sem baráttan við at- vinnuleysi og fátækt á kreppuárun- um og hugsjónirnar sem stuðluðu að stofnun lýðveldisins voru í forgrunni. Steingrímur átti sér baráttumál og hugsjónir en varð oft að láta sér lynda að gera gott úr flóknum og erfiðum stöðum, ná fram málmiðlunum, eiga samvinnu við andstæðinga, og fást við ýmsar aðrar þverstæður sem upp koma í lífi stjórnmálamanns. Fáir hafa verið eins reiðubúnir og hann til þess að viðurkenna efasemdir um ákvarðanir eða stefnu stjórnvalda og játa mistök eða yfirsjónir í fram- kvæmd mála. Hann afvopnaði menn oft í umræðum með hreinskilnisleg- um frávikum frá hefðinni í pólitískri umræðu. „Ég var plataður,“ sagði hann þeg- ar óprúttnir útgerðarmenn höfðu fengið leyfi til skipakaupa á fölskum forsendum. Og stundum átti hann það til að svara með þeim hætti að ríkisstjórnin hefði eina skoðun, Framsóknarflokkurinn aðra en í rauninni hallaðist hann sjálfur að þriðju skoðuninni. Þetta var ekki endilega lagt honum til lasts sem vingulsháttur heldur oftar tekið til vitnis um að þarna færi maður sem þyrði að velta fyrir sér málum og skipta um skoðun ef rök stæðu til þess. Hann var um 15 ára skeið formað- ur í Framsóknarflokknum, ráðherra litlu skemur og var forsætisráðherra samanlagt í sjö ár, í þremur ríkis- stjórnum. Mér féll ákaflega vel að starfa undir forystu Steingríms í rík- isstjórn. Síðar hefur mér skilist að margt í starfsvenjum ríkisstjórna fram á þennan dag eigi rætur sínar í skipulögðum vinnubrögðum verk- fræðingsins sem endurskipulagði vinnuna við ríkisstjórnarborðið þegar hann settist fyrst í stól forsætisráð- herra 1983. Hann var alla tíð fylginn sér en lipur og úrræðagóður í samn- ingum. Þegar við sátum saman í rík- isstjórn hafði honum lærst að traust milli manna ræður úrslitum um far- sæld stjórna og úrlausn margra mál- efna. Hann lagði sig því fram um að skapa slíkt traust í samskiptum og leysti marga deiluna áður en hún varð að hörðum hnút. Eiginleikar hans sem samningamanns nutu sín best í þjóðarsáttarsamningunum 1990 sem lögðu grunn að löngu tíma- bili stöðugleika og velsældar. Sú framganga ein hefði nægt til þess að halda nafni hans á lofti í stjórnmála- sögunni en væri sjálfsagt flokkuð sem baktjaldamakk í fjölmiðlum í dag. Þegar árin tóku að færast yfir var eins og Steingrímur hneigðist meir að gagnrýnum viðhorfum til þjóðmála. Stuðningur hans við myndun Reykja- víkurlistans var afar mikilvægur. At- hygli vakti umhyggja hans fyrir nátt- úrunni, umhverfismálum og efasemdir í garð ofuráherslu á stór- iðju. Samferðamenn Steingríms minn- ast hans með hlýhug og þakklæti. Ég færi Eddu ekkju hans og afkomend- um Steingríms hugheilar samúðar- kveðjur og þakkir. Jóhanna Sigurðardóttir. Steingrím Hermannsson sá ég fyrst í eigin persónu árið 1978 eða 1979 og þá sem landbúnaðarráðherra á fundi um þau málefni norður á Þórshöfn. Man ég enn glöggt að mér fannst mikið til koma af hve miklu hispursleysi hann ræddi við fundar- menn, sem að uppistöðu til voru bændur og skyldulið, um vandamál landbúnaðarins eins og t.d. fram- leiðslu langt umfram þarfir innan- landsmarkaðar. Á þessu kvað Steingrímur þurfa að taka og stuggaði svo við ýmsum, nær heilögum beljum kerfisins, að mörg- um framsóknarbóndanum varð ekki um sel. Síðan lágu leiðir okkar saman á Al- þingi vorið 1983. Áttum við þá kannski ekki á yfirborðinu mikið sameiginlegt nema nafnið. Að aflokn- um árangurslausum viðræðum um mögulegt samstarf, eða öllu heldur, áframhaldandi samstarf Framsóknar og Alþýðubandalags, sem ég tók lít- illega þátt í, myndaði hann sína fyrstu ríkisstjórn. Eftir það var hlutverkum svo skipt að hann var hinn prúðmannlegi for- sætisráðherra og ég kjaftfor strákur í stjórnarandstöðu, yngstur og hvað óheflaðastur þingmanna. Aldrei minnist ég annars en að hann hafi svarað og brugðist við málefnalega og af þolinmæði, sem var örugglega á köflum meira en ég átti skilið. Smátt og smátt myndaðist hlýlegt samband milli okkar og við fórum að kalla hvor annan nafna, þegar vel lá á okkur. Í næsta ráðuneyti Steingríms Her- mannssonar, sem myndað var á skömmum tíma í kjölfar nokkurra pólitískra sviptinga haustið 1988, var ég yngstur ráðherra og fór með tvo málaflokka, ráðuneyti landbúnaðar- mála og samgöngumála. Er skemmst frá því að segja, að Steingrímur Her- mannsson reyndist mér afar vel og gott var að lúta verkstjórn hans og eiga hann að. Hann hafði þann hátt á að standa gjarnan með þeim ráðherra eða ráðherrum sínum sem áttu á brattann að sækja með sín mál hverju sinni og skiptu þá flokkar engu máli. Hann var næmur á það ef deilur eða átök gætu verið í uppsiglingu, fljótur að bera vopn á klæðin og slökkva elda ef einhverjir voru að taka sig upp. Ég var ekki alltaf vinsælastur við ríkis- stjórnarborðið, með útgjaldafrek vandamál landbúnaðarins og fjár- frekar samgönguframkvæmdir á herðunum, en átti yfirleitt vísan stuðning nafna, eða a.m.k. skilningi hans að mæta. Steingrímur var kappsamur til vinnu sjálfur og gat átt það til að boða mann til fundar eldsnemma að morgni, eins þótt útstáelsi hefði verið kvöldið áður. Hann ætlaðist til hins sama af öðrum og kunni líka vel að meta ef menn drógu ekki af sér. Þeg- ar menn gerðu sér dagamun var hann kátastur manna og get ég vel játað það á mig nú, að ég átti til á þessum árum að lauma að honum hugmynd- um um slíkt sem var yfirleitt vel tek- ið. Þegar um hægðist hjá Steingrími eftir langan feril í stjórnmálum og op- inberum störfum gat hann helgað sig áhugamálum sínum og tómstunda- gamni. Það gerði hann af sínum al- kunna dugnaði og kappsemi og eins lengi og kraftar leyfðu. Umhverfis- málin urðu honum sífellt hugleiknari sem og varðstaða um sjálfstæði og fullveldi landsins. Leiðir okkur lágu saman af og til, tengt slíkum við- fangsefnum, fram undir hið síðasta og urðu jafnan fagnaðarfundir. Að leiðarlokum færi ég nafna mín- um þakkir fyrir samstarfið, votta mikilhæfum manni virðingu og að- standendum samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Steingrímur J. Sigfússon. Menn hafa það enn í dag fyrir satt að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hafi verið tekin af í beinni útsendingu á Stöð 2 eftir kvöldfréttir hinn 16. september 1988. Þetta er að vísu of mælt. Ríkisstjórnin hafði naumast greinst með lífsmarki allt sumarið. Talsamband formanna samstarfs- flokkanna var slitrótt. Ákvarðanir fengust ekki teknar. Þjóðarskútan var á reki. Það vantaði kúrsinn. Það var við þessar tvísýnu aðstæð- ur, að við Steingrímur Hermannsson sórumst í pólitískt fóstbræðralag.Við náðum, ásamt samstarfsmönnum okkar, samstöðu um úrræði sem dugðu við bráðavanda þess tíma. Svo settum við kúrsinn um hvert skyldi halda. Niðurstaðan varð myndun vinstristjórnar, undir forystu Stein- gríms, sem var við völd til loka kjör- tímabilsins vorið 1991. Þetta kom mörgum í opna skjöldu. Það hafði verið fátt með frændum, jafnaðar- og samvinnumönnum, um hríð. En að- steðjandi vandi neyddi okkur Stein- grím til að slíðra sverðin og snúa bök- um saman svo sem gert höfðu feður okkar, Hermann og Hannibal, forð- um daga. Það var þessi ríkisstjórn sem réð niðurlögum verðbólgunnar í nánu samstarfi við verkalýðshreyfingu og samtök atvinnurekenda um þjóðar- sátt. Sá árangur hefði ekki náðst, hefði forsætisráherrann ekki notið trausts samningsaðila. Þessi ríkis- stjórn beitti sér fyrir róttækum kerf- isumbótum sem breyttu þjóðfélaginu þótt síðar yrði. Þetta á ekki hvað síst við um EES-samninginn. Hann var, hvað inntak varðar, til lykta leiddur í stjórnartíð Steingríms þótt ekki bæri hann gæfu til að fylgja því verki eftir. Það voru mistök eins og Steingrímur viðurkennir í merkri ævisögu sinni, sem Dagur B. Eggertsson skráði. Þessi vinstristjórn Steingríms Hermannssonar var trúlega best mannaða ríkisstjórn lýðveldisins hingað til ásamt með fyrstu viðreisn- arstjórninni 1959-63. Það var ekki heiglum hent að halda saman svo óstýrilátu liði í þriggja flokka stjórn (og reyndar fjögurra, síðar meir). Það var viðtekin trú manna, studd heilli kenningu í stjórnmálafræði að þriggja flokka samsteypustjórnir gætu ekki haldið út saman í heilt kjörtímabil. Sundurlyndið yrði þeim óhjákvæmilega að aldurtila. Stein- grímur afsannaði þessa kenningu í verki og sannaði um leið að hann væri föðurbetrungur að þessu leyti. Steingrímur var maður her- mannlegur á velli og kippti því í kynið til föður síns, glímukappans og Strandagoðans. Hann var vel íþrótt- um búinn á yngri árum og harður keppnismaður þegar á reyndi. Hann undi lítt sínum hlut nema hann stæði fremstur meðal jafningja. Hann var því vel til forystu fallinn. En öðrum þræði reyndist hann vera manna- sættir sem átti auðvelt með að laða aðra til samstarfs. Talsamband hans við þjóðina var gott. Almenningur skynjaði einlægni hans og vændi hann hvorki um hroka, undirhyggju né óheilindi. Steingrímur var einn fárra verk- fræðinga sem gert hafa stjórnmál að ævistarfi (Jón Þorláksson og Emil Jónsson koma þó upp í hugann). Svo sem vænta mátti af verkfræð- ingi var hann tæknilega þenkjandi og leitandi að praktískum lausnum. Hann treysti sér vel til að rökræða vandamál til niðurstöðu; og þar með að taka tillit til málflutnings annarra ef hann var studdur sannfærandi rök- um. Kannski var einmitt þetta lykill- inn að því hve vel honum fórst úr hendi pólitísk verkstjórn. Hann kunni að láta aðra njóta sannmælis. Með formannsferli Steingríms Hermannssonar lauk stórveldistíma- bilinu í sögu Framsóknarflokksins þegar arftakar Jónasar frá Hriflu höfðu bæði metnað og burði til að etja kappi við íhaldið um forystu fyrir landstjórninni. Þeir tímar eru nú liðn- ir og koma ekki aftur. Steingrímur Hermannsson var farsæll stjórnmálamaður sem setti sterkan svip á samtíð sína. Um leið og við þökkum góð kynni og árangurs- ríkt samstarf flytjum við Bryndís Eddu, afkomendum þeirra, fjöl- skyldu allri og frændgarði hugheilar samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson. Steingrímur Hermannsson gekk ungur inn á leikvang stjórnmálanna, hann kom með hugarfari íþrótta- mannsins og ný blæbrigði. Í honum bjó gott innsæi og var hann dreng- lyndur heiðursmaður. Hann bar sterkt svipmót ættar sinnar og þjóð- ar. Jafnframt var hann heimsmaður í framgöngu með yfirbragð Kennedy- anna. Hann var ofinn úr margbreyti- legum gullþráðum sem einstaklingur, Steingrímur Hermannsson

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: