Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 15
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
HILDUR Eiríksdóttir, kennari í
Álftamýrarskóla, hefur tekið þátt í
Lífshlaupinu frá upphafi og ekki
misst dag úr er kemur að því að
skrá hreyfingu. „Við erum bara svo
hörð hérna í skólanum að við gefum
engum starfsmanni færi á að vera
ekki með,“ segir hún. En þátttaka í
skólanum er mjög góð og segir Hild-
ur alla sem þess eiga kost taka þátt.
Kröfurnar sem gerðar séu til
þátttakenda séu heldur ekki óheyri-
legar. „Það er ekki gert ráð fyrir
nema að lágmarki 30 mínútna hreyf-
ingu hjá fullorðnum á dag. Því er
hægt að ná með röskum göngutúr
og jafnvel kröftugum húsverkum,
þannig að það er engum vorkunn að
vera með.“
Starfsfólk Álftamýrarskóla sé líka
almennt mjög virkt. „Fjöldi starfs-
manna hreyfir sig mjög mikið og svo
reynum við að sjálfsögðu líka að fá
krakkana til að vera með.“
Sjálf gerir Hildur líka töluvert af
því að hreyfa sig og er mikið fyrir
útiveru þó að hún vilji ekki gangast
við því að vera neinn íþróttagarpur.
„Það er engum
vorkunn
að vera með“
Morgunblaðið/Golli
Holl hreyfing Hildur Eiríksdóttir tekur jafnan þátt í átakinu Hjólað í vinn-
una, er með nagladekk á hjólinu og þarf því ekki að láta færðina stoppa sig.
„Ég hjóla í vinnuna á haustin og
vorin og þess á milli reyni ég að fara
aðeins í líkamsrækt og svo syndi ég
alltaf svolítið.“ Yfir sumartímann
nýtir hún hjólhestinn síðan áfram,
auk þess að sinna skógrækt og garð-
rækt af miklum móð. Hildur segir
þó vissulega koma letikafla inni á
milli. „En maður verður að reyna að
ganga á undan með góðu fordæmi,
sem er nauðsynlegt þegar maður er
að reyna að fá aðra til að taka þátt.“
Stefnir jafnan á 100 km
Hildur tekur jafnan líka þátt í
átakinu Hjólað í vinnuna og vílar þá
ekki fyrir sér að leggja að baki
þriggja stafa vegalengdir. „Mitt
mottó er að ná einum degi með
hundrað kílómetrum í því átaki,“
segir hún. Annars séu vegalengd-
irnar frá 10 km og upp úr. „Það fer
svolítið eftir því hvort maður leggur
snemma af stað og nær að taka
hring á leiðinni í vinnu eða ekki.“
Líkt og áður sagði hefur Hildur
ekki misst dag úr Lífshlaupinu frá
upphafi og stefnir hún á að halda því
þannig. „Það er ekki nema að ég
leggist í rúmið sem það mun ger-
ast,“ segir hún.
Hefur ekki misst dag úr Lífshlaup-
inu frá upphafi Reynir að ná
100 km degi í Hjólað í vinnuna átakinu
Daglegt líf 15ÚR BÆJARLÍFÍNU
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010
hafa áhrif á sig, heldur luku þinginu
með samantekt og kynntu nið-
urstöður starfshópa á hugmyndum
sem voru margar frumlegar og
spennandi.
Smám saman er að færast líf í Brák-
arey. Nú liggur fyrir sú hugmynd að
þar verði opnað dansstúdíó, en þar er
fyrir listagallerí og framleiðslufyr-
irtæki. Það er Eva Karen Þórðadótt-
ir danskennari sem er orðuð við
Dansstúdóið en hún hefur kennt
dans á Kleppjárnsreykjum, í Félags-
heimilinu Brún, í Menntaskóla Borg-
arfjarðar og nú valhópi í Grunnskól-
anum í Borgarnesi. Það er ekki að
spyrja að árangrinum, fótafimi Borg-
firðinga er einstök og börnin koma
heim með gull eftir danskeppnir í
Reykjavík. Ég er viss um að margir
hlakka til að byrja æfa í dansstúd-
íóinu í Brákarey.
Körfuknattleiksdeild Skallagríms
vinnur nú að útbreiðslu körfuknatt-
leiksíþróttarinnar meðal stúlkna í
Borgarbyggð á grunnskólaaldri, en
Laugardaginn 30. janúar, var haldið
„Stefnumót 2010“ um atvinnu- og
byggðamál í Borgarbyggð og ná-
grenni. Þingið var haldið í Mennta-
skóla Borgarfjarðar undir stjórn
Þórólfs Árnasonar. Um 130 manns
tóku þátt í þinginu sem var öllum op-
ið og sköpuðust líflegar umræður og
góðar hugmyndir litu dagsins ljós í
vinnu- og umræðuhópum. Fólk rað-
aði sér í hópa eftir áhugasviðum, lét
hugann reika, ályktaði og undirbjó
samantekt. Ekki er enn búið að vinna
úr og draga saman helstu nið-
urstöður og hugmyndir en þá verða
niðurstöðurnar kynntar.
Nokkrir þekktir einstaklingar „pepp-
uðu“ þátttakendur upp, þ.á m. Ágúst
Einarsson, rektor á Bifröst, en hann
brýndi mannskapinn og talaði um
ábyrgð einstaklinga, Svafa Grönfeldt
fjallaði um hugrekki, Dögg Móses-
dóttir fjallaði um hið ómögulega og
vitnaði þar til Stuttmyndahátíðar
sem haldin var í Grundarfirði.
Fólk raðaði sér í hópa eftir áhuga-
sviðum, lét hugann reika, ályktaði og
Ingvar Sigurðsson fór á skemmtileg-
an hátt yfir það hvernig hann sem
harðsvírað borgarbarn á framhalds-
skólaaldri fluttist með foreldrum sín-
um í smáþorpið Borgarnes og hvern-
ig það mótaði hann undir lífið og
framtíðarviðfangsefni. Leiklistar-
áhuginn fór á flug og hann sagði frá
því hvernig Teddi lögga var iðinn við
að hlusta á hann leika og lesa og leið-
beindi honum í leiklistinni.
Ámiðju þingi var tekið hlé til að
horfa á því sem næst vonlausan
handboltaleik þar sem Íslendingar
lágu í valnum gagnvart Frökkum.
Þátttakendur létu þau úrslit ekki
deildin fékk nýlega styrk frá mennta-
málaráðuneytinu til að kynna körfu-
knattleik fyrir stúlkum. Því er öllum
stúlkum á grunnskólaaldri boðið upp
á að æfa endurgjaldslaust í febrúar-
mars 2010 og október-nóvember
2010. Lögð verður áhersla á að æf-
ingarnar henti öllumjafnt byrjendum
sem lengra komnum, en aðalmálið er
að hafa gaman af og að stelpurnar
kynnist körfuknattleik bæði sem
íþrótt og skemmtun. Í vor er svo ætl-
unin að ljúka fyrri hluta verkefnisins
með æfingabúðum þar sem von er á
skemmtilegum gestaþjálfurum, allir
fá merktan bol og slegið verður upp
pitsuveislu í lokin.
Stúlkurnar í Borgarnesi hafa haft
meiri áhuga á fótbolta og eru dugleg-
ar að sækja mót. Nýlega fór fjórði
flokkur kvenna til keppni á Goðamóti
Þórs á Akureyri. Tvö lið fóru til
keppni, annars vegar í keppni B-liða
og hinsvegar D-liða. B-liðið vann
þriðja sætið á mótinu en D liðið lenti í
7. sæti. Þær stóðu sig eins og hetjur
en mótherjarnir voru m.a. stór og öfl-
ug lið úr stærri sveitarfélögum.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Skallagrímur Stúlkur á grunnskólaaldri geta æft ókeypis í körfunni í febrúar.
BORGARNES
Guðrún Vala Elísdóttir
ÞESSIR prúðbúnu hvuttar voru
meðal þátttakenda í hátíðahöldum
á Copacabana-ströndinni í Rio de
Janeiro, höfuðborg Brasilíu, nú um
helgina.
Ár hvert mæta hundaeigendur
með hvutta sína uppáklædda á
ströndina vegna þessara hátíða-
halda sem efnt er til í aðdraganda
kjötkveðjuhátíðarinnar.
Pífur fyrir púðluhunda
Reuters
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Best er að panta sem fyrst til að
tryggja sér góðan stað í blaðinu!
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
.
Morgunblaðið gefur út sérblað
tileinkað Food and Fun matar-
hátíðinni með sérlega glæsi-
legri umfjöllun um mat, vín og
veitingastaði
laugardaginn 20.febrúar.
Food and Fun verður haldið í
Reykjavík í níunda skipti
dagana 24.-28. feb.
MEÐAL EFNIS:
Umfjöllun um veitingastaðina
Umfjöllun um erlendu
sérfræðingana sem taka þátt
Sælkerauppskriftir
Lambakjöt
Villibráð
Sjávarfang
Sætir réttir
Matarmenning Íslendinga
Rætt við keppendur
Og fullt af öðru
spennandi efni
Food and Fun
P NTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS FYRIR 16. FEBRÚR
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 16. febrúar