Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 framsýnn og ráðagóður. Hann hafði traustvekjandi og alúðlega fram- komu, stálminni og ótrúlegt líkam- legt þrek. Honum var einkar lagið að laða menn til samstarfs. Hann lagði sig fram um að hlusta á tillögur ann- arra og reyna að finna samhljóm fremur en að gefa fyrirmæli eða setja úrslitakosti. Ég var formaður þing- flokks Framsóknarmanna nær alla formannstíð Steingríms og starfaði alltaf náið með honum. Oft dáðist ég að lagni hans og þolinmæði þegar hann hélt saman fjögurra flokka rík- isstjórn árum saman eða starfaði með naumum meirihluta. Þó get ég ekki neitað því að stundum fannst mér umburðarlyndi hans keyra úr hófi. Þá kom honum með tímanum vel ein- stæð reynsla, en hann varð ráðherra í sex mismunandi ráðuneytum. Steingrímur var alltaf í góðu sam- bandi við fólkið í landinu, það kunni að meta einlægni hans og hreinskilni. Með tímanum varð hann landsfaðir í hugum þorra þjóðarinnar. Merkasti atburður á stjórnmálaferli Stein- gríms er tvímælalaust þjóðarsáttin. Þar komu að vísu fleiri að verki, en forysta hans var ómetanleg þótt ýms- ir aðrir vilji þá Lilju kveðið hafa. Á síðari hluta ferils síns varð nátt- úruvernd honum mjög hugstæð og einnig hvernig Íslendingum mundi vegna best í samfélagi þjóðanna. Hann sá glögglega háskann af því að innlimast í ESB og lagðist einnig ein- dregið gegn aðildarsamningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Það urðu honum sár vonbrigði að þingflokkur okkar klofnaði í því máli og stuðlaði það að því að hann ákvað að hætta virkri stjórnmálaþátttöku. Reynslan sýnir að aðildin var óheillaspor. Frjáls flutningur fjármagns um efna- hagssvæðið varð okkar óreiðumönn- um fótakefli. Það er rótin að því að nú er illa komið fyrir íslenskri þjóð, glæframenn þoldu ekki frelsið. Nú er Steingrímur allur. Við Sigrún kveðj- um hann með hlýrri þökk fyrir ára- tuga vináttu og ljúft og skemmtilegt samstarf. Við vottum Eddu, hans ágætu konu, innilega samúð okkar, svo og öðrum aðstandendum. Blessuð sé minning höfðingjans Steingríms Hermannssonar. Páll Pétursson. Nú á tímum kreppu og hruns er eðlilega mikið spurt um hlut stjórn- málamanna í atburðarás liðinna ára. Þeir sem gengu út af sviðinu fyrir tveimur áratugum eru ekki líklegir til að fá á sig mikla brotsjói í því sögu- lega uppgjöri. Tími Steingríms Her- mannssonar var öðru fremur níundi áratugur liðinnar aldar þegar hann var í tvígang forsætisráðherra og vann það afrek að halda saman rík- isstjórn fjögurra stjórnmálaflokka til loka kjörtímabils 1991. Inn í þá mynd falla þjóðarsáttarsamningar sem margir komu að en þolinmóð stjórn- arforysta Steingríms átti þátt í að náðust. Hann var laginn við að miðla málum en spurði sjálfan sig eftir á hvort ekki hefði stundum verið geng- ið of langt á kostnað efnislegrar nið- urstöðu. Þar koma einkum við sögu EES-samningurinn sem bar í sér frækorn hrunsins og markaðsvæðing í sjávarútvegi sem lagði svo um mun- aði til spilapeninga í íslensku útrás- ina. Mikilvægur eiginleiki í fari Stein- gríms var hæfileiki til endurmats á eigin viðhorfum. Því spáðu fáir að raf- magnsverkfræðingur menntaður í Vesturheimi og boðberi erlends fjár- magns ætti eftir að halla sér til vinstri í Framsóknarflokknum er fram liðu stundir, hvað þá að verða liðsmaður í náttúruverndarstarfi. Reynsla hans sem landsbyggðarþingmanns í hálfan annan áratug víkkaði sjóndeildar- hring borgarbúans og treysti þjóð- legar rætur. Á þær reyndi þegar áþreifingar hófust um aukið samstarf ESB og EFTA haustið 1988. Stein- grímur útilokaði frá upphafi aðild Ís- lands að Evrópusambandinu en gerði sér ekki ljóst að af hálfu forystu- manna sósíaldemókrata og hægri manna á Norðurlöndum var mark- miðið að koma þáverandi EFTA-ríkj- um sem fyrst inn í ESB. Sú fyrirætl- an tókst að hluta en var stöðvuð hvað Noreg varðaði í þjóðaratkvæða- greiðslu haustið 1994. Í lokagerð EES-samningsins stóð lítið eftir af þeim fyrirvörum sem íslenski for- sætisráðherrann hafði fært til bókar á leiðtogafundi í mars 1989. Þessar brigður dró Steingrímur skýrt fram á Alþingi í lokaumræðu um EES-aðild- ina, taldi hana stjórnarskrárbrot og greiddi atkvæði gegn samningnum. Sem framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs ríkisins fyrr á árum hafði Steingrímur fengið innsýn í rann- sókna- og þróunarstarf og það gagn- aðist honum síðar meir. Eftir að hann varð forsætisráðherra 1983 kom hann af stað svonefndri framtíðar- könnun, setti til verka fjölmenna nefnd sjálfboðaliða en sjálfstæðis- menn bundu enda á þessa viðleitni hans. Sjálfur áttaði hann sig hins veg- ar betur en áður á því sem var að ger- ast í umhverfismálum og undir hans forystu tókst loks að koma á fót um- hverfisráðuneyti hérlendis árið 1990. Um framgang þess máls áttum við góða samleið. Eftir að Steingrímur yfirgaf stjórnmálin setti hann sig vel inn í samhengi umhverfis- og efna- hagsmála en við litla hrifningu ým- issa samstarfsmanna. Því fylgdi margháttað endurmat hans á ríkjandi stefnu, ekki síst í umhverfis- og auðlindamálum. Nú þegar við kveðjum hann á ögurstundu fyrir ís- lenskt samfélag gerðu menn rétt í að rifja upp þær áherslur sem hann hafði að miðla af reynslu sinni síðasta spölinn. Hjörleifur Guttormsson. Með Steingrími er genginn mikil- hæfur stjórnmálaleiðtogi og góður vinur. Hann fékk einstaka forgjöf í vöggugjöf því foreldrar hans voru merkt og mikilhæft fólk, æskuheim- ilið í senn skapandi og hvetjandi. Steingrímur bar gæfu til að nýta sér þessa forgjöf því auk ágætra ytri að- stæðna var hann góðum gáfum gæddur, glæsimenni og viljasterkur, og fremstur meðal jafningja á sinni tíð. Kappsamari maður var vand- fundinn og skipulagður var hann. Hvert það verkefni sem hann fékkst við tók hann fyrir eins og sannur íþróttamaður, vel undirbúinn og tilbúinn til að leggja allt í leikinn, já, ég segi „í leikinn“ þrátt fyrir að oft væru verkefnin flókin og alvarleg. Þá leit hann á sínar skyldur sem um væri að ræða mikilvægan kappleik og sætti sig ekki við annað en góðan ár- angur. Þannig var hann í lífi sínu öllu og starfi. Steingrímur gat haldið ólíkum hóp- um með mismunandi skoðanir saman í liði með þolinmæði og kunni þá að stilla sitt mikla skap og nýta það sem hreyfiafl í stað þess að láta það stöðva gang góðra mála. Hann hafði sveigj- anleika sem getur gert gæfumuninn. Hann hafði frábær tök á fjölmiðlum og gat virst óþreyttur og sallarólegur þó að allt væri í raun í grænum sjó. Hann kunni þá list að láta fólki líka vel við sig. Láta fólki líða vel í návist sinni. Steingrímur var ófeiminn við að viðurkenna mistök og ófeiminn við að segja það sem honum bjó í brjósti í það og það skiptið. Þetta meðal ann- ars gerði hann að einstökum stjórn- málamanni og hann var nógu stór af sjálfum sér til að vera hann sjálfur; lét sér í léttu rúmi liggja þótt ein- hverjum þætti hann einlægur um of. Hann kunni þá list að tala beint til fólks og talaði mál sem allir skildu. Gæfumenn, eins og hann sannarlega var, eru sjaldan einir á ferð og Edda var hans besti leiðsögumaður, glæsi- legur og góður lífsförunautur. Heim- ili þeirra var gestkvæmt og við flokksfélagar hans eigum þaðan margar góðar minningar. Að ferðast með Steingrími um landið var skemmtun út af fyrir sig. Hann þekkti landið eins og lófann sinn, hvern hól og hvern dal og hafði gengið á ótal fjöll og heimsóknir með honum á bæi urðu ævintýri. Áður en knúið var dyra hafði hann kynnt sér fjölda barna á bænum, hvar börnin voru í skóla, hversu margar mjólk- andi kýr væru í fjósi og stundum jafn- vel hvert nafnið á hundinum var (!), þannig að gestgjafarnir fundu að það var kominn gestur sem hafði áhuga á því sem að þeim sneri og ekki skorti umræðuefnin. Að heimsókn lokinni punktaði hann niður hjá sér þau helstu mál sem efst voru á baugi hjá hverri fjölskyldu. Í ræðum sínum og við mótun stefnumála notaði hann sér svo reynslu þessa fólks, sem hann hafði hitt og rætt við. Hann hlustaði og var fljótur að átta sig. Það er ekki sjálfgefið að samherjar í stjórnmálum verði vinir í lífsins ólgusjó. Ég tel það mér til happs að hafa átt vináttu Steingríms. Ég kveð góðan vin og leiðtoga með virðingu og þakklæti og bið Eddu og hennar stóru fjölskyldu allrar blessunar á komandi tíð. Ingibjörg Pálmadóttir. Leiðir okkar Steingríms lágu fyrst saman þegar við störfuðum í utanrík- isþjónustunni á sjötta áratug sein- ustu aldar. Síðar urðum við baráttu- félagar í stjórnmálunum um fimmtán ára skeið. Hann fékk snemma gott veganesti til þátttöku í stjórnmálum. Náin samskipti okkar Steingríms á sviði stjórnmálanna hófust, þegar við tókum báðir sæti í stjórn Framsókn- arflokksins, Steingrímur sem ritari og ég gjaldkeri. Síðar tók ég við starfi ritara og Steingrímur við formennsk- unni. Við sátum saman í tveim rík- isstjórnum á árunum 1978-1983. Þessi samskipti tókust með ágætum. Steingrímur var hreinskiptinn, sann- gjarn og góður baráttufélagi. Þá var hann hamhleypa til vinnu og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn. Hann gaf sér ávallt góðan tíma til að tala við fjölmiðla og kom ævinlega til dyranna eins og hann var klæddur. Síðan skildu leiðir, þegar ég hætti þátttöku í stjórnmálum og fór í Seðlabankann. Þó höfðum við alltaf veruleg sam- skipti, sem leiddi af störfum okkar. Ég sé ekki ástæðu til að rekja starfssögu Steingríms. Það gerði efnilegur stjórnmálamaður rækilega í þriggja binda frásögn af lífi og starfi hans. Auðvitað fjallaði Steingrímur um hin ýmsu mál samtíðarinnar, en ég vil sérstaklega minnast á tvö stór- mál, sem einkenndu vinnubrögð hans. Hið fyrra var hin svokallaða þjóðarsátt. Ég held að á engan sé hallað, þótt þáttur Steingríms í lausn þessa þýðingarmikla máls hafi verið verulegur, þótt margir ágætir menn hafi komið þar við sögu. Það var verk- efni forsætisráðherra og ríkisstjórn- ar að stilla saman strengi ríkisstjórn- ar, verkalýðshreyfingar og atvinnulífsins. Hér naut Steingrímur sín vel, þar sem hann var sérlega lag- inn og úthaldsgóður samningamaður. Þjóðarsáttin varð grundvöllur eins mesta framfaraskeiðs í sögu þjóðar- innar. Hitt málið, sem ég vil nefna til sögunnar er hinn heimssögulegi fundur forseta Bandaríkjanna Ro- nalds Reagans og aðalritara komm- únistaflokks Sovétríkjanna, Mikhaíls Steingrímur Hermannsson ✝ Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA GUÐRÚN ARADÓTTIR, Garðvangi, Garði, lést miðvikudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 13.00. Pálína Ester Guðjónsdóttir, Inga Dóra Guðjónsdóttir, Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir, Kjartan Reynir Sigurðsson, Elva Björk Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, Ægisgötu 15, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð að morgni sunnudagsins 31. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Axel Jóhannesson, Ásdís Axelsdóttir Colbe, Anker Colbe, Björn Þröstur Axelsson, Anna Halldóra Karlsdóttir, Steingerður Axelsdóttir, Jóhannes Axelsson, Sigrún Arnsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir og tengdadóttir, HALLDÓRA BENEDIKTSDÓTTIR, Brekkubyggð 28, Garðabæ, sem lést af slysförum laugardaginn 30. janúar verður jarðsungin frá Vídalínskirkju, Garðabæ, föstudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Kristján Gunnarsson, Benedikt Kristjánsson, Kristín Edda Kristjánsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Benedikt Steindórsson, Þórey Eyjólfsdóttir, Sigurbjörg Benediktsdóttir, Steindór Benediktsson, Gunnar Skaftason, Kristín Edda Kornerup-Hansen. ✝ Elskulegur sonur minn, fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir og mágur, ÁSMUNDUR JÓHANNSSON, lést á heimili sínu í Sandgerði laugardaginn 30. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Helga Jónsdóttir, Ólafur Jón Georgsson, Inga Maja Gísladóttir, Elísabet Jóhannsdóttir, Jóna Jóhannsdóttir, Hannes Sveinn Gunnarsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR INGI SÆMUNDSSON fyrrv. leigubílstjóri, Langholtsvegi 200, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 5. febrúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 16. febrúar kl. 13.00. Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Sæmundur Guðlaugsson, Karólína Benediktsdóttir, Arnar S. Guðlaugsson, Bergþóra Ásmundsdóttir, Halldór Guðlaugsson, Hafdís Hafliðadóttir, Rúnar Guðlaugsson, Valgerður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, GUÐLAUGUR GRÉTAR KRISTINSSON fyrrv. flugumferðarstjóri, Eskihlíð 22a, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 29. janúar. Jarðarförin hefur farið fram. Hreinn Guðlaugsson, Kristinn Guðlaugsson, Árni Guðlaugsson, Jóhanna Margrét Guðlaugsdóttir, Grétar Már Guðlaugsson, Helga Kristín Guðlaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: