Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 32
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is N ýjasta lína hönnunarverkefnisins Vík Prjónsdóttir verður frumsýnd á hönnunarvikunni í Stokkhólmi í dag, teppalína nánar tiltekið. Brynhildur Pálsdóttir er einn fimm hönnuða sem standa að Vík Prjóns- dóttur. „Þetta voru vinir og kunningjar sem við völd- um fyrir hvert teppi,“ segir Brynhildur um ljósmyndir af teppunum sem fyrirsætur eru vafðar inn í. Högni Egilsson í Hjaltalín er þeirra á meðal, vafinn inn í „snjóteppi“ og sú mynd prýðir boðskorti Víkur Prjónsdóttur á frumsýninguna. „Þetta er snjóteppi, fjallar um snjó- inn og snjóinn sem teppi, snjóinn sem svæfir náttúruna, að grafa sig í fönn og svona, það er saga í kringum hvert teppi,“ segir Brynhild- ur um teppið. Og Högna virðist líða vel í teppinu, hann er í það minnsta afar friðsæll að sjá. Að grafa sig í fönn – Hvernig er þessi nýja lína, hvað einkennir hana? „Í þessari línu eru fimm ný teppi og við erum ennþá að vinna með sögur og mýtur og svoleiðis,“ svarar Brynhildur. Nýja línan sé mel- ankólískari, sú gamla hafi snúist meira um samveru. „Nýja línan snýst meira um að fara inn á við, að finna sinn innri frið og rækta sjálfan sig,“ útskýrir hún. Teppin heita Snjóteppið, Verndarvæng- urinn, Huliðshjálmurinn, Black or White og Hidden World. Snjó- teppið er teppi fyrir einn, hægt að setja fæturna í það, „leggjast undir snjóbreiðuna“ og láta snjóinn vernda sig. Teppið Verndarvængur varð til í vinnubúðum á Vestfjörðum sl. sumar, innblásið af hinum tígu- lega fugli erninum. Það er 2,5 metrar á lengd líkt og vænghaf arnarins. Brynhildur segir örn- inn hafa í mörgum menningarheimum verið tákn verndar og þannig verndi teppið notand- ann. Sagan á bakvið þá tilteknu hönnun. Ekki eins bundin við Ísland Vík Prjónsdóttir hóf göngu sína árið 2005 og segir Brynhildur hana orðna siglda eins og sjá megi á hönnuninni. „Teppin eru lituð af því, ekki eins bundin við Ísland og íslenskar þjóðsögur heldur hefur hún upplifað meira,“ segir Brynhildur um Vík. Hönnunin hafi al- þjóðlegri skírskotun nú en áður. Vörur Víkur hafa farið víða um heim, m.a. til Bandaríkj- anna, Bretlands og Ítalíu, en þó hefur framleiðsla verið rysjótt, að sögn Brynhildar. Verkefnið hefur hlotið nokkra styrki, m.a. úr Hönnunarsjóði Auroru og Brúarstyrk Tækniþróunarsjóðs og Vík Prjónsdóttir stefnir á skandin- avískan markað. Hún hefur lagst í víking, sum sé. „Við erum markvisst að vinna að því núna,“ segir Bryn- hildur. Hönnunarvikan í Stokkhólmi sé stór við- burður og Vík Prjónsdóttir hafi fengið fína at- hygli í sænskum fjölmiðlum. Vík Prjónsdóttir í víking  Ný teppalína hönnunarverkefnisins Víkur Prjónsdóttur verður frumsýnd í dag á hönnunarviku í Stokkhólmi  Nýja línan snýst um að finna sinn innri frið og rækta sjálfan sig, að sögn eins hönnuða Jesús? Nei, Högni með Snjóteppi. Brynhildur Pálsdóttir Ljósmyndir/Gulli Már Verndarvængir Teppi sem líkist vængjum arnar, verndarvængjum. Svart og hvít Daníel Bjarnason setur sig í stellingar með hlýlegt teppi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 Hönnuðirnir í Vík Prjóns- dóttur sýndu verk sín í fyrsta sinn á Hönnunardögum í Reykjavík árið 2005. Verkefnið er því orðið fimm ára gamalt og gengur vel. „Það ríkir fullkomið lýð- ræði,“ segir Brynhildur Páls- dóttir um störf hópsins, en með henni í Vík Prjónsdóttur eru þau Egill Kalevi Karlsson, myndlistarmaður og hönn- uður, vöruhönnuðirnir Guð- finna Mjöll Magnúsdóttir og Hrafnkell Birgisson og Þur- íður Rós Sigurþórsdóttir fata- hönnuður. Hrafnkell er upphafsmaður verkefnisins. Hann kom auga á að hægt væri að gera áhuga- verða hluti með verksmiðjunni Víkurprjóni, hóaði hönnuðun- um saman og sótti um styrk til nýsköpunarmiðstöðvarinnar Impru sem var veittur hópn- um. Þá fékk hann Víkurprjón til að aðstoða hópinn við þróun og framleiðslu. Fimm ára samstarf SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI FRÁBÆR TEIKNIMYND ÞAR SEM SVEPPI FER Á KOSTUM Í HLUTVERKI LEMMA Frá höfundi SHREK Sýnd með íslensku tali SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ RAGNARI BRAGASYNI KEMUR EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS! BJARNFREÐARSONYFIR 63.000 GESTIR HHHH MEINFYNDIN... – FRÉTTABLAÐIÐ/BERGSTEINN SIGURÐSSON DENZEL WASHINGTON OG GARY OLDMAN ERU FRÁBÆRIR Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND Í ANDA I AM LEGEND OG MAD MAX Í , KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI "Salurinn veltist um af hlátri" HHHH Bryndís Schram "Smá Michael Moore í þessari ræmu sem brýnir hnífa og er líka skemmtileg" HHHH Dr. Gunni HHHH "Ein besta mynd ársins" New York Observer HHH - S.V. – MBL. HHH „RÆMAN ER MJÖG GRÍPANDI OG JÁ, GÓГ - Ó.H.T - RÁS2 SÝND Í ÁLFABAKKA HHHH "Frábær!" Wall Street Journal HHHH "Einstök skemmtun" Ebert SVEPPI – BJÖRGVIN FRANS – GÓI 600 kr. 600 kr. 600 kr. "Ansi mögnuð mynd sem kom á óvart" Andri Snær Magnússon / KRINGLUNNI MAYBE I SHOULD HAVE kl. 5:50 - 8 L THE BOOK OF ELI kl. 5:50D - 8:10D - 10:10D 16 IT'S COMPLICATED kl. 8 - 10:30 12 SHERLOCK HOLMES kl. 10:40D 12 WHERE THE WILD THINGS ARE kl. 5:50 7 / ÁLFABAKKA THE BOOK OF ELI kl. 8D - 10:30D 16 DIGITAL SHERLOCK HOLMES kl. 5:20 - 8 - 10:40 12 THE BOOK OF ELI kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 DIGITAL BJARNFREÐARSON kl. 5:50 - 8 - 10:30 L AN EDUCATION kl. 5:50 - 8 - 10:30 L UP IN THE AIR kl. 5:40 - 8 - 10:20 L PLANET 51 m. ísl. tali kl. 5:50D L DIGITAL GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: