Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 ÁKVÖRÐUN for- seta Íslands um að synja Icesave-lögum ríkisstjórnarinnar er þegar farin að gera sig fyrir íslenzka þjóð. Hún hefur ýtt umræðunni upp úr farvegi flokksræðisins og framkallað við- brögð hér heima og erlendis, viðbrögð sem skerpa á grund- vallaratriðum þessa máls. Í upp- hafi var orðið og orðið var einka- væðing. Taktu þátt eða sittu hjá, þitt er valið. Og starfsbyrjunar- samningur upp á 300 milljónir var mál þeirra sem tóku þátt, ekki hinna. Ofurlaun og lúxusferðir var mál þeirra sem tóku þátt, ekki hinna. Milljarða arðgreiðslur var líka mál þeirra sem tóku þátt, ekki hinna. Allur plús var mál þeirra sem tóku þátt, ekki hinna. Þessi hugmyndafræði var keyrð ofan í þjóðina af viðskiptalífinu, stjórnmálamönnum og fjölmiðlum. Nú liggur samhengi hlutanna fyrir og ljóst að þjóðin var blekkt. Hún kaus ekki þá hugmyndafræði að horfa á plúsinn fara annað en taka sjálf á sig allan mínusinn. Vísan í regluverk EES er lögfræðilegt undanhlaup, sölnað hálmstrá þeirra sem báru ábyrgð og vilja nú komast undan. Gildir það jafnt um fyrrum viðskiptajöfra og stjórnmálamenn. Vissulega skömmumst við okkar sem þjóð yfir framgöngu eigin landa. Og vissulega hefur ímynd landsins beðið hnekki. En þjóðin sem heild er saklaus. Fórnarlömb Icesave hengja bakara fyrir smið og ekkert stjórnvalda hlutaðeig- andi landa hefur haldið sjó. Ís- lendingar með misvísandi yfirlýs- ingum, lélegri kynningu og undanlátssemi, Bretar og Hollend- ingar með yfirgangi og hótunum og umfram allt ósanngirni, því þegar litið er til umrædds reglu- verks EES um innistæðutrygg- ingar getur það aldrei gilt al- mennt um bankahrun. Ísland er látið blæða fyrir smæð sína og lít- ilvægi á alþjóðlegum markaði. En þökk sé forsetanum er umræðan loksins komin af stað. Strax er vart skilnings utanlands og furða margir sig á harðri framgöngu gagnvart svo lítilli þjóð, ekki sízt Bretar sjálfir. Meira að segja Steingrímur er farinn að bera sig betur. Samanburður á vægi Ice- save-byrðanna milli landanna, 50 evrur á mann úti miðað við 12.000 þúsund evrur hér varpar ágætu ljósi á samhengið. Icesave er 1% af fjárlögum Breta. Samt liggur fyrir hótun um útskúfun úr al- þjóðasamfélaginu, enga lánafyr- irgreiðslu AGS og ekkert ESB. Og það þrátt fyrir yfirlýstan vilja ís- lenzku þjóðarinnar að endurgjalda þetta fé ásamt lögum því til stað- festingar sem Bretar og Hollend- ingar höfnuðu vegna fyrirvara sem okkur fannst nauðsynlegir. Hörð framganga og ósveigjanleiki viðsemjenda okkar vekur furðu miðað við vægi málsins í þeirra heimalöndum. Öllu er tjaldað til að koma smáþjóð á kné og til hvers? Ákvörðun forseta Íslands mun færa umheiminum þennan sannleika sem gæti haft mikla þýðingu. Íslendingar ættu að þakka Ólafi fyrir að sýna þann kjark og framsýni sem ríkisstjórn- ina skorti. Með ákvörðun sinni reið Ólafur með björgum fram. Ólafur reið með björgum fram Eftir Lýð Árnason »Nú liggur samhengi hlutanna fyrir, þjóð- in var blekkt. Lýður Árnason Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður. EINELTI er skil- greint sem endurtekið eða viðstöðulaust áreiti, andleg, lík- amleg eða munnleg valdbeiting fram- kvæmd af einstaklingi eða hópi gegn einum eða fleiri ein- staklingum. Einelti hefur einnig verið lýst sem kerfisbundinni misnotkun valds. Um er að ræða misnotkun á valdi í skjóli styrks (líkamlegs eða andlegs), stærðar eða getu, af fjölmenni í hópnum eða tiltekinni goggunarröð. Í mörgum hópum er skýr valda- skipting eða goggunarröð og þeir, sem eru hærra settir í hópnum, geta átt það til að misnota sér að- stöðu sína. Stundum getur hóp- urinn sameinast gegn einhverjum einum og hefur þá í krafti fjöldans gífurlegt vald yfir þessum eina sem er tekinn fyrir. Ef misnotkun valds- ins er kerfisbundin, ítrekuð og af ásetningi má segja að um einelti sé að ræða. Einelti er sérstaklega lík- legt til að vera vandamál í hópum þar sem skýr valdatengsl eru og lít- ið eftirlit er með hegðun, eins og í herþjónustu, fangelsum og skólum. Hér á undan var skilgreining á einelti og ýmsar birtingarmyndir þess. Einelti viðgengst þar til sagt er frá því, það stöðvað og unnið að því að uppræta það. Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja hefur til margra ára verið lögð í einelti af hálfu heilbrigðisráðuneytisins. Þrátt fyrir augljósar staðreyndir málsins hafa heilbrigðisráðherrar sl. ára og starfsmenn ráðuneytisins skautað yfir allar staðreyndir sem sýna og sanna vanreiknað eða van- talið hjá þeim. Ítrekað hefur komið fram að 22 þúsund íbúar á Suð- urnesjum hafa um ára- bil þurft að búa við skert framlög ríkis á sviði heilbrigðismála og taka á sig sparnað- arkröfur langt umfram kröfur til annarra svæða. Heilbrigðisráðherra eftir heilbrigð- isráðherra hefur van- rækt að sjá til þess að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fengi nauðsynlega fjárveitingu til þess að tryggja Suður- nesjamönnum heilbrigðisþjónustu í samræmi við íbúafjölda og þörf íbú- anna fyrir þjónustu. Nauðsynlegt er að stefna og framtíðarsýn HSS mótist af þörfum þess samfélags sem stofnuninni er ætlað að sinna. Spurning er hvort gengið væri fram af svona miklum hroka og yf- irgangi gagnvart Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja ef forstjóri stofnunarinnar í dag væri karl- maður? Á Íslandi hefur ríkt algjört stefnuleysi í heilbrigðismálum til margra ára en undanfarna mánuði hefur keyrt um þverbak þar sem notaðar hafa verið handahófs- kenndar ákvarðanir í niðurskurði – allt í boði núverandi heilbrigð- isráðherra og Vinstri grænna. Mál er að linni. Einelti Eftir Guðbjörgu Ágústu Sigurðardóttur Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir »Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur til margra ára verið lögð í einelti af hálfu heil- brigðisráðuneytisins. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Ágæti félagi. Það eru liðin rétt átta ár síðan formað- ur okkar hringdi í mig þeirra erinda að mæl- ast til þess að ég legði mitt af mörkum við að gera þig að oddvita félags okkar í aðlíð- andi bæjarstjórn- arkosningum. Hann rómaði ágæti þitt og hvað þig róttækan mjög. Ég var þá formaður félagsins og þar sem við vorum í óða önn við að taka saman stefnu okkar fyrir kosningarnar þótti mér eins og öðrum fengur í að fá ungan róttækan mann til liðs við okkur. Við fórum að óskum for- mannsins, enda lýðræðissinnar, og gerðum þig að oddvita. Það bar þó ekki árangur í það sinn. Fjórum árum síðar höfðu félagsmenn unn- ið enn frekar sína málefnavinnu og þá tókst að koma þér í bæj- arstjórn. Væntingar okkar voru miklar. Við töldum okkur vera að byggja upp róttæka hreyfingu fé- lagshyggju og samhygðar með málefnaskrá sem við trúðum að fulltrúi okkar myndi halda hátt á lofti í starfi sínu í bæjarstjórn. Nú fjórum árum síðar spyr ég mig; hvar er róttæknin? Hver er árang- ur allrar þeirrar málefnavinnu sem við lögðum á okkur? Ég trúði því að málefni VG væru annað og meira en glingur til að skreyta sig með fyrir kosningar. Ég trúði því að bæjarfulltrúi hefði annað hlut- verk en að njóta eigin speg- ilmyndar og bera sig saman við sólina. Ég er bitur að hafa verið svo talhlýðinn formanninum, því sannast sagna hef ég ekki frekar en aðrir félagar þínir séð, eða heyrt mikið af þeirri róttækni sem við væntum. Nú þegar í hönd fer forval fyrir næstu kosningar og þú býður þig fram í fyrsta sæti listans, væntanlega í krafti „reynslu og róttækni“, vil ég leggja fyrir þig nokkrar sprurningar í þeirri trú að þú svarir heiðarlega og undanbragðalaust. 1. Hver er afstaða þín til sam- einingar sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu? 2. Hver er afstaða þín til launa- leyndar hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera? Tíðkast launaleynd á þínum vinnustað? Hvað borgum við skatt- greiðendur sérhæfðum lækni eins og þér í mánaðarlaun? 3. Hver eru laun þín fyrir setu í bæjarstjórn og störf á vegum flokksins? Hefur hluti þeirra geng- ið til greiðslu af húsnæði félagsins eins og þú hafðir orð um fyrir síð- ustu kosningar? 4. Telur þú ástæðu til að bærinn hefji markvisst starf til að sporna við atvinnuleysi fólks í sveitarfé- laginu? Ef svarið er já, – hvers konar starf? 5. Eitt af þeim málum sem félag- ið hefur ályktað um og hvatt til, m.a. fyrir síðustu kosningar, er að Kópavogur segði skilið við launa- nefnd sveitarfélaga og tæki upp sjálfstæða stefnu byggða á jafn- aðarhugsjón. Hefur þetta verið rætt í bæjarstjórn á liðnu kjör- tímabili og hefur þú tekið málið upp? 6. Fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar 2006 hlustaði ég á viðtal við þig á Rás 2 þar sem þú lýstir áhyggjum af því að sveitarfélögin ættu í erfiðleikum með að keppa við einkamarkaðinn um „besta fólkið“. Við þessu taldir þú að þyrfti að bregðast með því að gefa sveitarfélögum svigrúm til greiða þessu „besta fólki“ hærri laun en taxtar gerðu ráð fyrir. Hefur Kópavogur fengið þetta svigrúm? Ef svo er hverjir njóta þess? Hvaða fólk er þetta „besta fólk“? Eru það kennarar? Eða konurnar í heimilishjálp- inni eða karlarnir í bæjarvinn- unni? 7. Í ferð sem farin var með VG- fólki um Kópavogsbæ vorið 2008 lýstir þú þeim breytingum sem höfðu orðið á skipulagi hafn- arsvæðisins, m.a. vegna „baráttu- “bæjarfulltrúa VG. Að þínu mati var hönnun svæðisins orðin allgóð og ágætlega ásættanleg. Tveimur vikum síðar heyrðust mikil mót- mæli frá íbúasamtökum sama svæðis sem litu á málið allt öðrum augum. Hvernig var forvinna bæj- arfulltrúa VGK unnin? Var haft samband við íbúasamtökin meðan á „baráttunni“ stóð? Og hver var hlutur bæjarmálaráðs félagsins? 8. Í málefnavinnu VG fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar kom fram einhuga vilji til að börn í grunnskólum bæjarins fengju ókeypis skólamáltíðir. Þar var einnig hvatt til þess að gerð yrði tilraun með að efla almennings- samgöngur m.a. með því að gera þær ókeypis öllum notendum án tillits til aldurs. Hefur bæj- arfulltrúi félagsins lagt þessi mál fyrir bæjarstjórn? Virðingarfyllst. Opið bréf til Ólafs Þórs Gunn- arssonar bæjarfulltrúa VG Eftir Hafstein Hjartarson »Ég trúði því að bæjarfulltrúi hefði annað hlutverk en að njóta eigin spegilmynd- ar og bera sig saman við sólina. Hafsteinn Hjartarson Höfundur er fyrrverandi formaður VG í Kópavogi. FRÍVERSL- UNARSAMNINGUR Íslands við Kína, sem var í bígerð, fór í neðstu skúffu þegar Samfylkingin komst í stjórn og fór að gæla við ESB-aðild. Síðan, þegar Ísland sótti um aðild að Evrópusam- bandinu í boði vinstri grænna, þá var skúff- unni læst. Þar með var áralöng vinna velunnara sambands Íslands og Kína að mestu lagt fyrir róða. Sú vinna hafði skapað borðliggj- andi tækifæri á flestum sviðum, enda er Ísland vel í sveit sett, menntuð þjóð með góða viðskipta- samninga við Ameríku og ESB ásamt landfræðilegri stöðu og nátt- úrugæðum sem hægt er að færa sér í nyt. Sérstaða Íslands án ESB ESB-umsóknin dregur stórlega úr ofangreindri sérstöðu Íslands. Hver þjóð sem tilheyrir við- skiptablokk verður að fara eftir samningum og ákvörðunum sinnar blokkar. Sérstaða okkar var sú að vera utan ESB en á efnahagssvæði tengdu því, ásamt því að vera ekki í Ameríku en með hagstætt við- skiptasamband við Norður- Ameríku. Hvergi kæmi það sér betur fyrir okkur en gagnvart Kína, sem ýtir senn Japan úr sessi sem annað stærsta hagkerfi heims, hefur stærsta gjaldeyrisvarasjóð í heimi, 10% hagvöxt og leitar log- andi ljósi að tækifærum til fjárfest- inga um heiminn á meðan sam- dráttur einkennir flestar aðrar stórþjóðir í lánsfjárkreppu heims- ins. Samfylkingin neikvæð í garð Kína Síðustu þrjár ríkisstjórnir Ís- lands, sem Samfylkingin hefur náð að halda í ógnargreip sinni, hafa stórskaðað samskipti Íslands og Kína. Áherslan hefur verið á ESB- aðild, en samskiptin við Kína ein- kennast af neikvæðum skotum vegna innanríkismála Kína, héraða þess eða stjórnar þess á rúmum 1300 millj- ónum manna. Myndi ríkisstjórn okkar með 0,023% þess mann- fjölda, sem eru allir Ís- lendingar, stjórna bet- ur þar ytra? Stjórnvöld hér ættu amk. að beita sama gagnrýnisstigi á Evr- ópusambandið til þess að allrar sanngirni sé gætt. Ísland úr fjötrum, ekki í þá Kína getur ráðið úrslitum við björgun Íslands úr efnahags- kreppu, þar sem við skulduðum sem heild allt að tuttugu þúsund milljarða króna, mikið til aðila í Evrópusambandinu. Eignirnar á móti reyndust ansi rýrar. Varla er von á því að Evrópuþjóðir séu stimamjúkar, með sviðna fingur eftir viðskiptin við íslenska aðila. Helst vilja þær kenna okkur sem eftir sitjum ærna lexíu, á meðan önnur vandamál hrannast upp hjá þeim, aðallega vegna Grikklands, Spánar og Írlands núorðið. Enga bið Núverandi ríkisstjórn verður að víkja og draga verður ESB- aðildarumsóknina til baka, þannig að fríverslunarsamningur Íslands við Kína verði frekar að veruleika. Endurvekja verður það góða við- skiptasamband sem komið var á, svo að hagur Íslands og Kína nái að vaxa enn hraðar saman. Ég segi eins og Steingrímur J. tönnlast á: „Við getum ekki beðið öllu lengur.“ Samfylking gegn fríverslun við Kína Eftir Ívar Pálsson Ívar Pálsson »Núverandi rík- isstjórn verður að víkja og draga verður ESB-aðildarumsóknina til baka, svo að fríversl- unarsamningur Íslands við Kína verði frekar að veruleika. Höfundur er viðskiptafræðingur með eigið útflutningsfyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: