Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 30
Ólíkt því sem gerist í mörgumöðrum löndum hafa „ChickLit“-bókmenntir, eða skvísu- skruddur, ekki náð að blómstra hér á landi. Nánast ekkert af slíkum skáldsögum hefur verið skrifað upp á íslenskan veruleika og lítið af slík- um bókum þýtt yfir á íslensku. „Chick Lit“ er alveg sérstök bók- menntagrein m.a. í Bretlandi, þar blómstra slíkir höfundar og fram- leiða bækur á færibandi. Það voru einmitt bresku bækurnar um Brid- get Jones sem komu mér á skvís- uskruddu-sporið fyrir allmörgum árum og hef ég lesið þær margar og misjafnar síðan. Flestar hef ég lesið á ensku enda komið höndum yfir þær á ferðum mínum erlendis. Lengi vel furðaði ég mig á því að ekki skyldu slíkar bækur koma út í íslenskri þýðingu en líklega hefur ástæðan verið að Íslendingar kaupa þessar bækur mestmegnis erlendis og lesa þær á ensku, enda oft eins og breski húmorinn og hnyttnin nái ekki alveg að skila sér í þýðingum. Skemmtilegast er nú samt að lesa sem mest á móðurmálinu og því var það einstakt ánægjuefni þegar Salka-forlag fór að láta þýða bækur eins vinsælasta „Chick Lit“- höfundar í heimi, Sophie Kinsella.    Eftir að hafa lesið yfir mig af ís-lenskum jólabókum þyrsti mig í léttmeti á dögunum, ekkert saltað, reykt eða með rjóma, takk fyrir. Var það því einstakt ánægjuefni að fá í hendurnar kiljuna Manstu mig? eftir Kinsella sem kom út í íslenskri þýðingu Aldísar Björnsdóttur í júlí. Um er að ræða klassíska „Chick Lit“-sögu, í henni segir frá lífi ungr- ar konu, starfsframanum, litríkri fjölskyldu hennar og ástarmálunum sem er nú það sem sagan snýst um. Þessi kilja var fljótlesin og auðmelt. Nú er ég að lesa aðra bók eftir Kin- sella, Can You Keep a Secret, og næst á dagskrá er önnur íslensk þýðing á bók hennar, Kaupalkinn í New York sem kom út hjá Sölku í haust. Þá verð ég líklega komin með nóg af „Chick Lit“ í bili og get snúið mér að rjómanum aftur eða þangað til Salka sendir frá sér næstu skvís- uskrudduþýðingu.    Glæpasögur virðast stundumvera það eina sem er í boði í kiljum í íslenskum bókabúðum, það getur reynst óþolandi að langa í auðlesið efni og það eina sem fæst eru blóðugir reyfarar. Þó að ótrú- legt megi virðast hafa ekki allir áhuga á því að lesa glæpasögur. Ég les um það bil eina slíka á ári og þá hef ég fyllt kvótann, auk þess sem mér finnst þær allar eins sem er ef- laust það sama og einhverjum finnst um „Chick Lit“-sögurnar. Því er sérdeilis ánægjulegt að geta orðið gripið eina skvís- uskruddu á sínu ástkæra ylhýra með sér í sumarfríið og vona ég að Salka haldi áfram að láta þýða eina og eina svona fyrir okkur hin. Skvísuskruddur Kaupalkinn Kvikmyndin Confessions of a Shopaholic er byggð á bókum Kinsella um kaupalkann Rebeccu Bloomwood. AF BÓKUM Ingveldur Geirsdóttir »Eftir að hafa lesið yf-ir mig af íslenskum jólabókum þyrsti mig í léttmeti á dögunum, ekkert saltað, reykt eða með rjóma, takk fyrir. ÞAÐ vakti mikla athygli fyrir nokkr- um árum þegar Jamie Lynn Spears, litla systir Britney Spears, varð ólétt aðeins sextán ára gömul. Hún fæddi dóttur sína Maddie árið 2007 og hef- ur átt í stormasömu sambandi við barnsföður sinn, Casey Aldridge, síðan. Nú eru þau skilin og Jamie Lynn flutti heim til móður sinnar með barnið fyrir sex vikum. „Hún hefur þroskast mikið en hann ekki. Hún sætti sig við meira frá honum en hún hefði átt að gera eða var sátt við að gera. Hún fékk bara nóg, var orðin þreytt á ástandinu,“ segir heimildarmaður People-tímaritsins. Hin 18 ára stjarna heldur lífinu áfram og mun vera að hitta James Watson, 28 ára eiganda fjölmiðlafyr- irtækis í Los Angeles. Samband Jamie Lynn og Aldridge vakti athygli á sínum tíma og voru þau undir miklum þrýstingi að ganga í hjónaband eftir að barnið kom undir, en upp úr trúlofuninni slitnaði í mars 2009. Reuters Skilin við barnsföðurinn Áður fyrr Spears og Aldridge þegar hún bar barn hans undir belti. Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Nine kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Cloudy with a chance of meatballs 2D kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Skýjað með kjötbollum á köflum 2D kl. 5:50 LEYFÐ Harry Brown kl. 10:35 B.i. 16 ára The Road kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Alvin og Íkornarnir (ísl tal) kl. 6 LEYFÐ Julie and Julia kl. 8 LEYFÐ Edge of Darkness kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára The first Cry með enskum texta kl. 6 LEYFÐ Skýjað með kjötbollum á köflum kl. 6 LEYFÐ It‘s Complicated kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Nine kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára It‘s Complicated kl. 8 - 10:35 B.i.12 ára Mamma Gógó kl. 6 - 8 LEYFÐ Avatar 3D kl. 8 B.i.10 ára Skýjað með kjötbollum á köflum 3D kl. 5:50 LEYFÐ Nikulás litli kl. 6 - 10 LEYFÐ Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum HHH -Þ.Þ., DV SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í REGNBOGANUM HHHH -S.V., MBL FRÁ HÖFUNDI „NO COUNTRY FOR OLD MEN” KEMUR ÞESSI MAGNAÐA MYND HHH -Á.J., DV SÝND Í REGNBOGANUM TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHHH -H.S., MBL SÝND Í BORGARBÍÓI HHHH „Frábær fjölskyldumynd!” - IG, Mbl Nú með íslenskum texta BYGGÐ Á METSÖLUBÓKUNUM EFTIR GOSCINNY OG SEMPÉ Frá höfundi/leikstjóra SOMETHING´S GOTTA GIVE Fráskilin... með fríðindum TILNEFND TIL 3 GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM ÞAR Á MEÐAL BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI - PENÉLOPE CRUZ HHH -T.V., Kvikmyndir.is HHH Washington Post 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. Gildir ekki í lúxus HHH H.S.S. - MBL Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: