Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is BORGARRÁÐ hefur samhljóða samþykkt umsóknir Greenstone um lóðir undir möguleg gagnaver fyrir- tækisins í Reykjavík. Um vilyrði fyrir lóðum á tveimur stöðum er að ræða, annars vegar við Hádegismóa vestan prentsmiðju Morgunblaðsins og hins vegar við Lambhagaveg í Grafarholti við Vest- urlandsveg, tvær lóðir á hvorum stað. Áður höfðu umsóknirnar farið fyrir framkvæmda- og eignaráð og einnig skipulagsráð. Að sögn Óskars Bergssonar, for- manns borgarráðs og framkvæmda- og eignaráðs, fær Greenstone vilyrði fyrir lóðunum sem gildir í sex mán- uði. Að sex mánuðum liðnum þarf fyrirtækið að vera búið að velja á milli þessara tveggja staða og fá for- ráðamenn Greenstone þá aðra sex mánuði til að vinna frekar í sínum málum. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hefur Greenstone haft uppi áform undanfarin tvö ár um að reisa gagnaver hér á landi. Í því skyni hefur félagið, sem er í eigu ís- lenskra, hollenskra og bandarískra aðila, undirritað viljayfirlýsingar við hátt í 10 sveitarfélög og fyrirtæki víða um land. „Mér skilst á þeim hjá Greenstone að þeir séu í samstarfi við erlenda aðila sem eru að skoða margs konar staðsetningar. Þeir þurfa að hafa fjölbreytta kosti til að geta bent á. Við búum svo vel að eiga þessar lóðir á lausu,“ segir Óskar. Vilja gagnaver í Reykjavík  Greenstone fær vilyrði fyrir lóðum undir gagnaver á tveimur stöðum í borginni  Erlendir samstarfsaðilar Greenstone velja á endanum staðina undir gagnaverin STAÐREYNDIR »Greenstone hefur nú gild-andi viljayfirlýsingar við Blönduós, Hafnarfjörð, Fjalla- byggð, Dalvík, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Fljótsdals- hérað, Borgarbyggð og Þing- eyjarsveit. »Viljayfirlýsingar við Ölfusog Faxaflóahafnir, vegna Grundartanga, runnu út. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SÓKNARBÖRN á nærri því öllum heimilum í Stafholtsprestakalli í Borgarfirði hafa skorað á biskup Íslands að huga sem fyrst að uppbygg- ingu prestssetursins í Stafholti. Það gera þau til að standa við bakið á séra Elínborgu Sturlu- dóttur sem valin var prestur á síðasta ári og reyna að halda í hana. Þegar Elínborg kom til starfa í Stafholti á síð- asta ári kom í ljós að prestsbústaðurinn var óíbúðarhæfur. Varð að leigja fyrir hana íbúð í Borgarnesi, til bráðabirgða. Unnið var að und- irbúningi byggingar húss í Stafholti þegar tilkynning barst um að fram- kvæmdir myndu frestast vegna efna- hagsástandsins. „Þetta var áfall fyrir Elínborgu og fjölskyldu hennar og heyrðist að hún væri farin að sjá eftir því að hafa sótt um þetta brauð. Þá tóku héraðsbúar sig til enda hefur hún áunnið sér traust og virðingu,“ segir Sigurjón M. Valdimarsson, bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal, einn þeirra sem stóðu fyrir undirskriftasöfnuninni. Skorað er á kirkjuyfirvöld að hraða svo byggingu nýs íbúðarhúss í Stafholti að það verði tilbúið þegar leigutími núverandi bústaðar prests- ins rennur út en það er á fyrrihluta næsta árs. Listar með 178 nöfnum voru af- hentir Karli Sigurbjörnssyni biskupi í gær. Sigurjón segir ekki vitað um framhaldið. Hann getur þess að mikill áhugi hafi verið á þessu málefni. Íbúar á flestum heimilum hafi skrifað undir og einnig börn og nokkrir velunn- arar prestakallsins. Skorað á kirkjuna að byggja yfir prestinn í Stafholti Mikill meirihluti íbúa í Stafholts- prestakalli vill að prestur sitji staðinn Morgunblaðið/Ernir Áskorun Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmda- stjóri kirkjuráðs, tóku við undirskriftalistum úr hendi Sigurjóns Valdimarssonar. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is BÁTUR sem gerður er út á sæbjúgu hefur fengið góðan afla við Austfirði að undanförnu. „Hann hefur verið að koma með upp í sex tonn eftir daginn. Þetta er eins og best gerist,“ segir Atli Jóhannesson hjá Ásfiski á Eski- firði sem hreinsar afurðirnar fyrir útgerðarmanninn. Útgerðarfyrirtækið Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn hef- ur leitað að sæbjúgnamiðum við suðurströnd landsins og Austfirði. Nokkuð fannst en bestu miðin sem hingað til hafa fundist á þessu svæði eru í Vöðlavík, norðan við Reyðarfjörð. Atli segir að vel hafi gengið að undan- förnu. „Það er aðallega veðráttan sem hefur heft veið- ina,“ segir hann en austanáttir hafa verið ríkjandi. Útgerðin notar Sæfara ÁR-170 við veiðarnar. Aflan- um er landað á Eskifirði og hann fluttur til Þorláks- hafnar til frystingar. Atli hefur rekið aðgerðarþjónustu á Eskifirði og tók að sér að hreinsa sæbjúgun. „Flutningskostnaðurinn er orðinn svo mikill að mikilvægt er að ná úr þessu mesta vatninu,“ segir Atli. Tökum gumsið innan úr „Við tökum blómið af og ristum eftir sæbjúganu til að taka gumsið innan úr því,“ segir hann. Þrír til fjórir menn vinna við að hreinsa sæbjúgun. Útgerðin er að velta því fyrir sér að frysta sæbjúgun fyrir austan. Atli segir að það mál sé enn á frumstigi. „Það er styst héðan á markaðinn og hægt að flytja þetta beint út. Með því myndi sparast sú aukalykkja að flytja hráefnið suður,“ segir Atli og telur það mikilvægt þegar flutningskostnaður er orðinn jafnmikill og raun ber vitni. Þá þyrfti líklegast að flytja frystitækin úr Þorláks- höfn. Telur Atli að það myndi skapa vinnu fyrir sex til átta menn að fullvinna afurðirnar fyrir austan. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hreinsun Atli Jóhannesson og samstarfsfólk hans hjá Ásfiski. Þau eru ánægð með góðan sæbjúgnaafla hjá Sæfara. Aflinn úr Vöðlavík eins og best gerist Sæfari veiðir sæbjúgu við Austfirði og landar á Eskifirði Hráefnið er hreinsað og sent til frystingar í Þorlákshöfn „STJÓRN Green- stone fagnar því að hafa fengið lóðarumsókn samþykkta hjá Reykjavíkur- borg. Þetta fjölg- ar kostum í boði til að kynna fyrir erlendum aðilum sem huga að því að staðsetja gagnaver sín á Íslandi,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, stjórnar- formaður Greenstone, við Morgun- blaðið. Erlend stórfyrirtæki hafi tekið vel í þessi mál og jákvæðra frétta sé að vænta á næstu vikum. Fjölgar kost- um í boði Sveinn Óskar Sigurðsson Sjómenn hentu sæbjúgum tafarlaust útbyrðis ef þau slæddust með fiski í trollið. Nú er þetta orðið eftirsótt afurð og færri komast að en vilja í veiðar á besta veiðisvæðinu sem er við vestanvert og norð- vestanvert landið. Einn bátur hefur stundað veiðar í nokkur ár og er aflinn unninn hjá Reykofninum Grundarfirði ehf. Síðustu árin hafa bátar frá Suðurnesjum bæst í hóp- inn og fleiri sótt í þetta. Útgerðarfélagið Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn lét leita að sæbjúgnamiðum við Suður- og Austurland og hefur fundið ágæt mið þar. Skip félagsins leggur upp á Eskifirði en aflanum er ekið til frystingar í Þorlákshöfn. Margar tegundir eru til af sæbjúgum. Brimbútur er tegundin sem hér er veidd. Afurðin fer misjafn- lega unnin á markað í Asíu þar sem hún þykir herra- mannsmatur og er jafnvel talin búa yfir lækninga- mætti. Brimbútur eftirsótt vara í Asíu LOÐNUGANGAN er á mikilli ferð vestur með suðurströndinni og var í gær úti af Rangárósum. „Við biðum eftir að frystihúsið væri klárt og tók- um þetta í fjórum köstum þegar kall- ið kom,“ segir Geir Zoëga, skipstjóri á grænlenska loðnuskipinu Eriku, sem var á leið til löndunar á Norð- firði. Þar er aflinn frystur. Geir segir að loðnan hafi staðið grunnt og veðrið ekki hjálpað til. Það hefur nú lagast. Erika kastaði á loðnuna fyrir austan Vestmannaeyj- ar. Fjögur skip voru síðdegis í gær á loðnumiðunum út af Rangárósum, Hákon, Börkur, Aðalsteinn Jónsson og Guðmundur. Að minnsta kosti tvö íslensk loðnuskip voru á leið til lönd- unar. Öll norsku skipin sem voru að loðnuveiðum djúpt undan Austfjörð- um hættu veiðum í gær og fóru til Noregs eða Íslands til löndunar. Þá höfðu þau tilkynnt tæplega 28 þús- und tonna afla, en þau höfðu leyfi til að veiða rúmlega 28 þúsund tonn, samkvæmt þeim kvóta sem gefinn hefur verið út. Loðnuskipið Erika, sem gert er út af grænlenskri útgerð, hefur veitt mikið með íslensku skipunum. Skip- stjóri, einn stýrimaður og vélstjór- arnir eru íslenskir en áhöfnin að öðru leyti grænlensk, samkvæmt upplýs- ingum skipstjórans. helgi@mbl.is Loðnugangan út af Rangárósum Norsku skipin búin með útgefinn kvóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: